Forstjóri CIA fundaði með Kim Jong-un Stefán Ó. Jónsson skrifar 18. apríl 2018 06:08 Mike Pompeo er háttsettasti bandaríski embættistmaður sem fundað hefur með stjórnvöldum í Norður-Kóreu í háa herrans tíð. Vísir/Getty Mike Pompeo, forstjóri bandarísku leyniþjónustunnar CIA og verðandi utanríkisráðherra Bandaríkjanna, er sagður hafa ferðast til Pjongjang, höfuðborgar Norður-Kóreu, þar sem hann á að hafa fundað með leiðtoga ríkisins, Kim Jong-un. Samkvæmt nafnlausum heimildarmönnum bandarískra fjölmiðla átti fundurinn sér stað um páskahelgina og er sagður undirbúningur fyrir fund Bandaríkjaforsetans Donald Trump og fyrrnefnds Kim sem fram á að fara í maí.Vísir greindi frá því í gærkvöldi að Trump hafi ýjað að fundi milli háttsettra embættismanna Bandaríkjanna og Norður-Kóreu. Fáir bjuggust þó við á þeim tímapunkti að um væri að ræðan sjálfan forstjóra bandarísku leyniþjónustunnar og leiðtoga hins einangraða ríkis. Ef heimildarmenn bandarískra miðla hafa rétt fyrir sér er ljóst að páskafundurinn markar ákveðin þáttaskil í sögu ríkjanna. Svo háttsettir embættismenn ríkjanna tveggja hafa ekki fundað síðan árið 2000. Hvíta húsið hefur ekki viljað tjá sig um páskafundinn. „Við höfum átt beinar viðræður á mjög háu stigi, gríðarlega háu stigi, við Norður-Kóreu. Ég trúi því virkilega að þetta leiði af sér velvilja, að góðir hlutir séu að gerast. Við sjáum til hvað gerist...vegna þess að á endanum er það niðurstaðan sem skiptir máli, ekki hvort að við séum að hugsa um að funda eða að funda,“ sagði Bandaríkjaforseti í gær á fundi með forsætisráðherra Japans, Shinzo Abe. Þá sagðist Trump jafnframt styðja fyrirhugaðar viðræður Norður- og Suður-Kóreu sem fram eiga að fara skömmu áður en Bandaríkjamenn setjast við samningaborðið með þeim fyrrnefndu. Bandaríkin Norður-Kórea Tengdar fréttir Funda í fyrsta sinn í yfir áratug í lok apríl Þetta verður í þriðja sinn í sögunni sem leiðtogar Norður- og Suður Kóreu hittast á fundi frá því kóreuskaganum var skipt. 29. mars 2018 13:02 Beinar viðræður milli Bandaríkjanna og Norður-Kóreu Donald Trump Bandaríkjaforseti útilokar þó ekki að ekkert verði af fyrirhuguðum fundi hans og Kim Jong-un á endanum. 17. apríl 2018 22:49 Mest lesið Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Innlent Ákváðu að vera opin gagnvart börnunum varðandi veikindin Erlent Aðdragandinn að endinum hjá ríkislögreglustjóra Innlent Hótar að kæra BBC fyrir einn milljarð dala Erlent Héldu samverustund þar sem að tvö ár eru liðin Innlent „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Erlent Bjarga Gunnfaxa með því að flytja inn samskonar flugvél Innlent Ágreiningur, slagsmál og líkamsárás Innlent Fellaskóli vann Skrekk Lífið Kínverjar menga mest en standa sig samt best Erlent Fleiri fréttir Kínverjar menga mest en standa sig samt best Ákváðu að vera opin gagnvart börnunum varðandi veikindin „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Hótar að kæra BBC fyrir einn milljarð dala „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Reynt sé að grafa undan BBC sem þó hafi gert mistök Demókratar reiðir hver öðrum en aðallega reiðir Schumer Ætla ekki að endurskoða rétt samkynhneigðra til að giftast Sarkozy laus úr fangelsi Lagði til að forsætisráðherrann yrði afhöfðaður Sögð ætla að leita á náðir Trumps Skaut hreingerningakonu sem fór húsavillt Mótmæli gegn loftmengun í Nýju-Delí: „Ég sakna þess að anda“ Trump náðar Giuliani og aðra tengda kosningasamsærinu í Georgíu Frumvarp um fjármögnun alríkisins samþykkt í öldungadeildinni Flugvallarþorp gæti öðlast framhaldslíf Forstöðumaður BBC segir af sér vegna misvísandi umfjöllunar Saka Rússa um að ógna kjarnorkuöryggi í Evrópu Bretlandsher aðstoðar Belga vegna drónaflugs Nærri milljón rýmir vegna ofurfellibyls Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Aflýsa yfir þúsund flugferðum Sex drepnir í árásum á blokkir og orkuinnviði Haldið föngnum neðanjarðar án sólarljóss mánuðum saman Bretar vilja fara „dönsku leiðina“ í innflytjendamálum Einn uppgötvenda byggingar DNA látinn Útbjuggu heimagerðar sprengjur fyrir árásir á húsnæði flóttamanna Trump veitir Ungverjum undanþágu Skoðar að undanþiggja Ungverja viðskiptaþvingunum á Rússa Sjá meira
Mike Pompeo, forstjóri bandarísku leyniþjónustunnar CIA og verðandi utanríkisráðherra Bandaríkjanna, er sagður hafa ferðast til Pjongjang, höfuðborgar Norður-Kóreu, þar sem hann á að hafa fundað með leiðtoga ríkisins, Kim Jong-un. Samkvæmt nafnlausum heimildarmönnum bandarískra fjölmiðla átti fundurinn sér stað um páskahelgina og er sagður undirbúningur fyrir fund Bandaríkjaforsetans Donald Trump og fyrrnefnds Kim sem fram á að fara í maí.Vísir greindi frá því í gærkvöldi að Trump hafi ýjað að fundi milli háttsettra embættismanna Bandaríkjanna og Norður-Kóreu. Fáir bjuggust þó við á þeim tímapunkti að um væri að ræðan sjálfan forstjóra bandarísku leyniþjónustunnar og leiðtoga hins einangraða ríkis. Ef heimildarmenn bandarískra miðla hafa rétt fyrir sér er ljóst að páskafundurinn markar ákveðin þáttaskil í sögu ríkjanna. Svo háttsettir embættismenn ríkjanna tveggja hafa ekki fundað síðan árið 2000. Hvíta húsið hefur ekki viljað tjá sig um páskafundinn. „Við höfum átt beinar viðræður á mjög háu stigi, gríðarlega háu stigi, við Norður-Kóreu. Ég trúi því virkilega að þetta leiði af sér velvilja, að góðir hlutir séu að gerast. Við sjáum til hvað gerist...vegna þess að á endanum er það niðurstaðan sem skiptir máli, ekki hvort að við séum að hugsa um að funda eða að funda,“ sagði Bandaríkjaforseti í gær á fundi með forsætisráðherra Japans, Shinzo Abe. Þá sagðist Trump jafnframt styðja fyrirhugaðar viðræður Norður- og Suður-Kóreu sem fram eiga að fara skömmu áður en Bandaríkjamenn setjast við samningaborðið með þeim fyrrnefndu.
Bandaríkin Norður-Kórea Tengdar fréttir Funda í fyrsta sinn í yfir áratug í lok apríl Þetta verður í þriðja sinn í sögunni sem leiðtogar Norður- og Suður Kóreu hittast á fundi frá því kóreuskaganum var skipt. 29. mars 2018 13:02 Beinar viðræður milli Bandaríkjanna og Norður-Kóreu Donald Trump Bandaríkjaforseti útilokar þó ekki að ekkert verði af fyrirhuguðum fundi hans og Kim Jong-un á endanum. 17. apríl 2018 22:49 Mest lesið Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Innlent Ákváðu að vera opin gagnvart börnunum varðandi veikindin Erlent Aðdragandinn að endinum hjá ríkislögreglustjóra Innlent Hótar að kæra BBC fyrir einn milljarð dala Erlent Héldu samverustund þar sem að tvö ár eru liðin Innlent „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Erlent Bjarga Gunnfaxa með því að flytja inn samskonar flugvél Innlent Ágreiningur, slagsmál og líkamsárás Innlent Fellaskóli vann Skrekk Lífið Kínverjar menga mest en standa sig samt best Erlent Fleiri fréttir Kínverjar menga mest en standa sig samt best Ákváðu að vera opin gagnvart börnunum varðandi veikindin „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Hótar að kæra BBC fyrir einn milljarð dala „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Reynt sé að grafa undan BBC sem þó hafi gert mistök Demókratar reiðir hver öðrum en aðallega reiðir Schumer Ætla ekki að endurskoða rétt samkynhneigðra til að giftast Sarkozy laus úr fangelsi Lagði til að forsætisráðherrann yrði afhöfðaður Sögð ætla að leita á náðir Trumps Skaut hreingerningakonu sem fór húsavillt Mótmæli gegn loftmengun í Nýju-Delí: „Ég sakna þess að anda“ Trump náðar Giuliani og aðra tengda kosningasamsærinu í Georgíu Frumvarp um fjármögnun alríkisins samþykkt í öldungadeildinni Flugvallarþorp gæti öðlast framhaldslíf Forstöðumaður BBC segir af sér vegna misvísandi umfjöllunar Saka Rússa um að ógna kjarnorkuöryggi í Evrópu Bretlandsher aðstoðar Belga vegna drónaflugs Nærri milljón rýmir vegna ofurfellibyls Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Aflýsa yfir þúsund flugferðum Sex drepnir í árásum á blokkir og orkuinnviði Haldið föngnum neðanjarðar án sólarljóss mánuðum saman Bretar vilja fara „dönsku leiðina“ í innflytjendamálum Einn uppgötvenda byggingar DNA látinn Útbjuggu heimagerðar sprengjur fyrir árásir á húsnæði flóttamanna Trump veitir Ungverjum undanþágu Skoðar að undanþiggja Ungverja viðskiptaþvingunum á Rússa Sjá meira
Funda í fyrsta sinn í yfir áratug í lok apríl Þetta verður í þriðja sinn í sögunni sem leiðtogar Norður- og Suður Kóreu hittast á fundi frá því kóreuskaganum var skipt. 29. mars 2018 13:02
Beinar viðræður milli Bandaríkjanna og Norður-Kóreu Donald Trump Bandaríkjaforseti útilokar þó ekki að ekkert verði af fyrirhuguðum fundi hans og Kim Jong-un á endanum. 17. apríl 2018 22:49