Telja árásina ekki hafa verið hryðjuverk Jón Hákon Halldórsson skrifar 9. apríl 2018 06:00 Eldri konur í Japan eru oft einmana og sækja því í fangelsisvist. Vísir/EPA Karlmaðurinn sem grunaður er um að hafa ekið vöruflutningabíl á hóp fólks í borginni Münster í Þýskalandi á laugardaginn er talinn hafa verið einn að verki. Maðurinn er sagður hafa átt við geðræn vandamál að stríða. Þýsk yfirvöld hafa leitað á fjórum heimilum sem tengjast hinum grunaða og segjast ekki hafa fundið neinar vísbendingar um að maðurinn tengist pólitískum öfgahópum. Tveir létust þegar maðurinn ók bílnum að veitingastað í borginni á laugardaginn. Maðurinn, sem er 48 ára gamall, skaut sjálfan sig til bana eftir að hann hafði ekið á fólkið. Þýska lögreglan segist hafa þekkt til mannsins, sem kallaður er Jens R í þýskum fjölmiðlum. Árið 2015 og 2016 hafði hann sætt ásökunum um eignaspjöll og að hafa í hótunum. Sakarefni voru hins vegar látin niður falla. Þau sem létust í árásinni voru 51 árs gömul kona og 65 ára gamall karlmaður. Um 20 aðrir særðust í árásinni. „Það er ekkert sem bendir til þess að árásin hafi verið gerð af einhverjum pólitískum hvötum,“ segir Elke Adomeit saksóknari hjá lögreglunni. Sjónarvottar segja að bílnum, sem var grár Volkswagen, hafi verið ekið á töluverðum hraða á torginu fyrir framan veitingastaðinn. Hann ók síðan á fólk sem sat fyrir utan veitingastaðinn.Allur akstur bannaður Ljósmyndir frá vettvangi benda til þess að borð og stólar hafi kastast til þegar bíllinn rakst á þau. Starfsmaður á veitingastaðnum sagði að gestir þar hefðu öskrað af skelfingu. Einn þeirra sem komu á vettvang eftir atburðinn sagði við BBC að ökumaðurinn hlyti að hafa haft þann ásetning að ráðast á fólkið þar sem öll bílaumferð á svæðinu er bönnuð. Angela Merkel Þýskalandskanslari sagði í yfirlýsingu að sér væri brugðið vegna atburðanna. „Það er verið að gera allt til þess að fá staðreyndir málsins á hreint og styðja við þolendur og aðstandendur þeirra,“ sagði Merkel. Emmanuel Macron, forseti Frakklands, sagði á Twitter að Frakkar fyndu til með Þjóðverjum vegna atburðarins. Birtist í Fréttablaðinu Hryðjuverk í Evrópu Tengdar fréttir Þrír látnir eftir árás í Þýskalandi Árásarmaðurinn ók á hóp sitjandi fólks og svipti sig svo lífi með skotvopni. 7. apríl 2018 19:45 Lögreglan leitar að tilefni árásarinnar Lögreglan í Þýskalandi rannsakar nú af hverju hinn 48 ára gamli Jens R., ók VW smávagni sínum inn í hóp fólks sem sat fyrir utan veitingastaðinn Grosser Kiepenkerl í Münster í dag. 7. apríl 2018 22:00 Mest lesið Tilhæfislaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Innlent Árekstur á Suðurlandsbraut Innlent Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Innlent Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Innlent Frumkvæðisvinna lögreglu að loka fjórum afhendingarstöðum Innlent Brenndu rangt lík Erlent Keyptu aðstoð vegna leiðréttingar landsframlags og hringferðar ráðherra Innlent Sjálfvirkir lyfjaskammtarar borgi sig tvöfalt til baka Innlent Reyndi ítrekað að stofna til slagsmála við skemmtistað Innlent Noregur hyggst innleiða samfélagsmiðlabann Erlent Fleiri fréttir Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Maðurinn sem var næstur í röðinni hjá mormónum látinn Einn látinn í óveðrinu í Svíþjóð Níu handteknir fyrir að safna pening fyrir Hamas Fjórir göngumenn látnir eftir snjóflóð í Grikklandi Brenndu rangt lík Leita í rústum íbúðahúsa Noregur hyggst innleiða samfélagsmiðlabann Semja aftur um vopnahlé Ísrael viðurkennir sjálfstæði Sómalílands fyrst allra landa Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Loftárásum fagnað sem „stórkostlegri jólagjöf“ og meira sagt í vændum Minnst fimmtán særðir eftir hnífa- og efnaárás í Japan Mun funda með Trump „í náinni framtíð“ Fyrirskipaði árásir á „hryðjuverkaúrhrök“ í Nígeríu Rússar opna leikhúsið í Maríupól á ný Yfir hundrað handteknir grunaðir um að skipuleggja árásir á gamlársdag Fjallaði um stríðsátök í jólaávarpinu Fundu yfir milljón skjöl sem tengjast Epstein Fimm fórust í þyrluslysi á Kilimanjaro Þau kvöddu á árinu 2025 Kynnti drög að nýrri friðaráætlun Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Nýjar ákærur á hendur Russell Brand Fleiri Epstein-skjöl birt: Bað um „óviðeigandi vinkonur“ Saka AfD um að ganga erinda Kremlverja Kínverjar og Rússar lýsa yfir stuðningi við Venesúela Skapari Call of Duty lést í bílslysi Trump nefnir nýja kynslóð orrustuskipa í höfuðið á sjálfum sér Sjá meira
Karlmaðurinn sem grunaður er um að hafa ekið vöruflutningabíl á hóp fólks í borginni Münster í Þýskalandi á laugardaginn er talinn hafa verið einn að verki. Maðurinn er sagður hafa átt við geðræn vandamál að stríða. Þýsk yfirvöld hafa leitað á fjórum heimilum sem tengjast hinum grunaða og segjast ekki hafa fundið neinar vísbendingar um að maðurinn tengist pólitískum öfgahópum. Tveir létust þegar maðurinn ók bílnum að veitingastað í borginni á laugardaginn. Maðurinn, sem er 48 ára gamall, skaut sjálfan sig til bana eftir að hann hafði ekið á fólkið. Þýska lögreglan segist hafa þekkt til mannsins, sem kallaður er Jens R í þýskum fjölmiðlum. Árið 2015 og 2016 hafði hann sætt ásökunum um eignaspjöll og að hafa í hótunum. Sakarefni voru hins vegar látin niður falla. Þau sem létust í árásinni voru 51 árs gömul kona og 65 ára gamall karlmaður. Um 20 aðrir særðust í árásinni. „Það er ekkert sem bendir til þess að árásin hafi verið gerð af einhverjum pólitískum hvötum,“ segir Elke Adomeit saksóknari hjá lögreglunni. Sjónarvottar segja að bílnum, sem var grár Volkswagen, hafi verið ekið á töluverðum hraða á torginu fyrir framan veitingastaðinn. Hann ók síðan á fólk sem sat fyrir utan veitingastaðinn.Allur akstur bannaður Ljósmyndir frá vettvangi benda til þess að borð og stólar hafi kastast til þegar bíllinn rakst á þau. Starfsmaður á veitingastaðnum sagði að gestir þar hefðu öskrað af skelfingu. Einn þeirra sem komu á vettvang eftir atburðinn sagði við BBC að ökumaðurinn hlyti að hafa haft þann ásetning að ráðast á fólkið þar sem öll bílaumferð á svæðinu er bönnuð. Angela Merkel Þýskalandskanslari sagði í yfirlýsingu að sér væri brugðið vegna atburðanna. „Það er verið að gera allt til þess að fá staðreyndir málsins á hreint og styðja við þolendur og aðstandendur þeirra,“ sagði Merkel. Emmanuel Macron, forseti Frakklands, sagði á Twitter að Frakkar fyndu til með Þjóðverjum vegna atburðarins.
Birtist í Fréttablaðinu Hryðjuverk í Evrópu Tengdar fréttir Þrír látnir eftir árás í Þýskalandi Árásarmaðurinn ók á hóp sitjandi fólks og svipti sig svo lífi með skotvopni. 7. apríl 2018 19:45 Lögreglan leitar að tilefni árásarinnar Lögreglan í Þýskalandi rannsakar nú af hverju hinn 48 ára gamli Jens R., ók VW smávagni sínum inn í hóp fólks sem sat fyrir utan veitingastaðinn Grosser Kiepenkerl í Münster í dag. 7. apríl 2018 22:00 Mest lesið Tilhæfislaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Innlent Árekstur á Suðurlandsbraut Innlent Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Innlent Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Innlent Frumkvæðisvinna lögreglu að loka fjórum afhendingarstöðum Innlent Brenndu rangt lík Erlent Keyptu aðstoð vegna leiðréttingar landsframlags og hringferðar ráðherra Innlent Sjálfvirkir lyfjaskammtarar borgi sig tvöfalt til baka Innlent Reyndi ítrekað að stofna til slagsmála við skemmtistað Innlent Noregur hyggst innleiða samfélagsmiðlabann Erlent Fleiri fréttir Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Maðurinn sem var næstur í röðinni hjá mormónum látinn Einn látinn í óveðrinu í Svíþjóð Níu handteknir fyrir að safna pening fyrir Hamas Fjórir göngumenn látnir eftir snjóflóð í Grikklandi Brenndu rangt lík Leita í rústum íbúðahúsa Noregur hyggst innleiða samfélagsmiðlabann Semja aftur um vopnahlé Ísrael viðurkennir sjálfstæði Sómalílands fyrst allra landa Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Loftárásum fagnað sem „stórkostlegri jólagjöf“ og meira sagt í vændum Minnst fimmtán særðir eftir hnífa- og efnaárás í Japan Mun funda með Trump „í náinni framtíð“ Fyrirskipaði árásir á „hryðjuverkaúrhrök“ í Nígeríu Rússar opna leikhúsið í Maríupól á ný Yfir hundrað handteknir grunaðir um að skipuleggja árásir á gamlársdag Fjallaði um stríðsátök í jólaávarpinu Fundu yfir milljón skjöl sem tengjast Epstein Fimm fórust í þyrluslysi á Kilimanjaro Þau kvöddu á árinu 2025 Kynnti drög að nýrri friðaráætlun Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Nýjar ákærur á hendur Russell Brand Fleiri Epstein-skjöl birt: Bað um „óviðeigandi vinkonur“ Saka AfD um að ganga erinda Kremlverja Kínverjar og Rússar lýsa yfir stuðningi við Venesúela Skapari Call of Duty lést í bílslysi Trump nefnir nýja kynslóð orrustuskipa í höfuðið á sjálfum sér Sjá meira
Þrír látnir eftir árás í Þýskalandi Árásarmaðurinn ók á hóp sitjandi fólks og svipti sig svo lífi með skotvopni. 7. apríl 2018 19:45
Lögreglan leitar að tilefni árásarinnar Lögreglan í Þýskalandi rannsakar nú af hverju hinn 48 ára gamli Jens R., ók VW smávagni sínum inn í hóp fólks sem sat fyrir utan veitingastaðinn Grosser Kiepenkerl í Münster í dag. 7. apríl 2018 22:00