Vilja rannsaka Cambridge Analytica Stefán Ó. Jónsson skrifar 20. mars 2018 07:38 Fulltrúar fyrirtækisins voru teknir upp með falinni myndavél. Skjáskot Stjórnvöld í Bretlandi hafa ákveðið að fara fram á leitarheimild til þess að rannsaka gagnagrunna og gagnaver fyrirtækisins Cambridge Analytica. Fyrirtækið er sakað um að hafa notfært sér upplýsingar um fimmtíu milljón notendur Facebook til þess að hafa áhrif á bandarísku forsetakosningarnar 2016. Fyrirtækið neitar sök en í fréttaskýringaþætti Channel 4 á Bretlandi í gærkvöldi var notast við falda myndavél og þar virðist forstjóri fyrirtækisins stæra sig af aðferðum til að koma illu orði á stjórnmálamenn á netinu. Að hans sögn vílaði fyrirtækið ekki fyrir sér að leiða fólk í gildrur með aðstoð úkraínskra vændiskvenna og múta. Vísir fjallaði ítarlega um afhjúpunina í gærkvöldi: Ráðgjafar Trump-framboðsins beita mútum og vændiskonum gegn stjórnmálamönnum Í þættinum þóttist fréttamaður vera að vinna fyrir frambjóðanda á Sri Lanka og falaðist eftir aðstoð Cambridge Analytica við að koma óorði á aðra frambjóðendur. Cambridge Analytica vakti heimsathygli fyrr þátt sinn í framboði Trump í forsetakosningunum í Bandaríkjunum árið 2016. Fyrirtækið var þá talið frumkvöðull í gagnagreiningu sem miðaði að því að sérsníða auglýsingar og kosningaáróður að notendum samfélagsmiðla til að hafa áhrif á hegðun þeirra. Forsetakosningar í Bandaríkjunum Tengdar fréttir Ráðgjafar Trump-framboðsins beita mútum og vændiskonum gegn stjórnmálamönnum Forsvarsmenn Cambridge Analytica lýstu óheiðarlegum aðferðum sem þeir notuðu til að hafa áhrif á kosningar um allan heim við fréttamann sem þóttist vera áhugasamur viðskiptavinur fyrirtækisins. 19. mars 2018 20:30 Þrýst á Zuckerberg að svara fyrir Facebook í eigin persónu Þingmenn beggja megin við Atlantshafið hafa kallað eftir því að Mark Zuckerberg, stofnandi og helsti eigandi Facebook, mæti í eigin persónu og svari spurningum nefndarmanna bandarískra og breskra þingnefnda. 19. mars 2018 15:15 Öryggisstjóri Facebook hættir vegna ágreinings um falsfréttir Upphaflega er öryggisstjórinn sagður hafa ætlað að hætta í desember en hann hafi verið fenginn til að vera lengur vegna þess hversu illa Facebook taldi brotthvarf hans líta út. 19. mars 2018 23:15 Mest lesið Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Erlent Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Innlent Tilhæfislaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Innlent Maðurinn sem var næstur í röðinni hjá mormónum látinn Erlent Níu handteknir fyrir að safna pening fyrir Hamas Erlent Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Innlent Einn látinn í óveðrinu í Svíþjóð Erlent Reyndi ítrekað að stofna til slagsmála við skemmtistað Innlent Árekstur á Suðurlandsbraut Innlent Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Innlent Fleiri fréttir Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Maðurinn sem var næstur í röðinni hjá mormónum látinn Einn látinn í óveðrinu í Svíþjóð Níu handteknir fyrir að safna pening fyrir Hamas Fjórir göngumenn látnir eftir snjóflóð í Grikklandi Brenndu rangt lík Leita í rústum íbúðahúsa Noregur hyggst innleiða samfélagsmiðlabann Semja aftur um vopnahlé Ísrael viðurkennir sjálfstæði Sómalílands fyrst allra landa Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Loftárásum fagnað sem „stórkostlegri jólagjöf“ og meira sagt í vændum Minnst fimmtán særðir eftir hnífa- og efnaárás í Japan Mun funda með Trump „í náinni framtíð“ Fyrirskipaði árásir á „hryðjuverkaúrhrök“ í Nígeríu Rússar opna leikhúsið í Maríupól á ný Yfir hundrað handteknir grunaðir um að skipuleggja árásir á gamlársdag Fjallaði um stríðsátök í jólaávarpinu Fundu yfir milljón skjöl sem tengjast Epstein Fimm fórust í þyrluslysi á Kilimanjaro Þau kvöddu á árinu 2025 Kynnti drög að nýrri friðaráætlun Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Nýjar ákærur á hendur Russell Brand Fleiri Epstein-skjöl birt: Bað um „óviðeigandi vinkonur“ Saka AfD um að ganga erinda Kremlverja Kínverjar og Rússar lýsa yfir stuðningi við Venesúela Skapari Call of Duty lést í bílslysi Trump nefnir nýja kynslóð orrustuskipa í höfuðið á sjálfum sér Sjá meira
Stjórnvöld í Bretlandi hafa ákveðið að fara fram á leitarheimild til þess að rannsaka gagnagrunna og gagnaver fyrirtækisins Cambridge Analytica. Fyrirtækið er sakað um að hafa notfært sér upplýsingar um fimmtíu milljón notendur Facebook til þess að hafa áhrif á bandarísku forsetakosningarnar 2016. Fyrirtækið neitar sök en í fréttaskýringaþætti Channel 4 á Bretlandi í gærkvöldi var notast við falda myndavél og þar virðist forstjóri fyrirtækisins stæra sig af aðferðum til að koma illu orði á stjórnmálamenn á netinu. Að hans sögn vílaði fyrirtækið ekki fyrir sér að leiða fólk í gildrur með aðstoð úkraínskra vændiskvenna og múta. Vísir fjallaði ítarlega um afhjúpunina í gærkvöldi: Ráðgjafar Trump-framboðsins beita mútum og vændiskonum gegn stjórnmálamönnum Í þættinum þóttist fréttamaður vera að vinna fyrir frambjóðanda á Sri Lanka og falaðist eftir aðstoð Cambridge Analytica við að koma óorði á aðra frambjóðendur. Cambridge Analytica vakti heimsathygli fyrr þátt sinn í framboði Trump í forsetakosningunum í Bandaríkjunum árið 2016. Fyrirtækið var þá talið frumkvöðull í gagnagreiningu sem miðaði að því að sérsníða auglýsingar og kosningaáróður að notendum samfélagsmiðla til að hafa áhrif á hegðun þeirra.
Forsetakosningar í Bandaríkjunum Tengdar fréttir Ráðgjafar Trump-framboðsins beita mútum og vændiskonum gegn stjórnmálamönnum Forsvarsmenn Cambridge Analytica lýstu óheiðarlegum aðferðum sem þeir notuðu til að hafa áhrif á kosningar um allan heim við fréttamann sem þóttist vera áhugasamur viðskiptavinur fyrirtækisins. 19. mars 2018 20:30 Þrýst á Zuckerberg að svara fyrir Facebook í eigin persónu Þingmenn beggja megin við Atlantshafið hafa kallað eftir því að Mark Zuckerberg, stofnandi og helsti eigandi Facebook, mæti í eigin persónu og svari spurningum nefndarmanna bandarískra og breskra þingnefnda. 19. mars 2018 15:15 Öryggisstjóri Facebook hættir vegna ágreinings um falsfréttir Upphaflega er öryggisstjórinn sagður hafa ætlað að hætta í desember en hann hafi verið fenginn til að vera lengur vegna þess hversu illa Facebook taldi brotthvarf hans líta út. 19. mars 2018 23:15 Mest lesið Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Erlent Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Innlent Tilhæfislaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Innlent Maðurinn sem var næstur í röðinni hjá mormónum látinn Erlent Níu handteknir fyrir að safna pening fyrir Hamas Erlent Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Innlent Einn látinn í óveðrinu í Svíþjóð Erlent Reyndi ítrekað að stofna til slagsmála við skemmtistað Innlent Árekstur á Suðurlandsbraut Innlent Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Innlent Fleiri fréttir Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Maðurinn sem var næstur í röðinni hjá mormónum látinn Einn látinn í óveðrinu í Svíþjóð Níu handteknir fyrir að safna pening fyrir Hamas Fjórir göngumenn látnir eftir snjóflóð í Grikklandi Brenndu rangt lík Leita í rústum íbúðahúsa Noregur hyggst innleiða samfélagsmiðlabann Semja aftur um vopnahlé Ísrael viðurkennir sjálfstæði Sómalílands fyrst allra landa Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Loftárásum fagnað sem „stórkostlegri jólagjöf“ og meira sagt í vændum Minnst fimmtán særðir eftir hnífa- og efnaárás í Japan Mun funda með Trump „í náinni framtíð“ Fyrirskipaði árásir á „hryðjuverkaúrhrök“ í Nígeríu Rússar opna leikhúsið í Maríupól á ný Yfir hundrað handteknir grunaðir um að skipuleggja árásir á gamlársdag Fjallaði um stríðsátök í jólaávarpinu Fundu yfir milljón skjöl sem tengjast Epstein Fimm fórust í þyrluslysi á Kilimanjaro Þau kvöddu á árinu 2025 Kynnti drög að nýrri friðaráætlun Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Nýjar ákærur á hendur Russell Brand Fleiri Epstein-skjöl birt: Bað um „óviðeigandi vinkonur“ Saka AfD um að ganga erinda Kremlverja Kínverjar og Rússar lýsa yfir stuðningi við Venesúela Skapari Call of Duty lést í bílslysi Trump nefnir nýja kynslóð orrustuskipa í höfuðið á sjálfum sér Sjá meira
Ráðgjafar Trump-framboðsins beita mútum og vændiskonum gegn stjórnmálamönnum Forsvarsmenn Cambridge Analytica lýstu óheiðarlegum aðferðum sem þeir notuðu til að hafa áhrif á kosningar um allan heim við fréttamann sem þóttist vera áhugasamur viðskiptavinur fyrirtækisins. 19. mars 2018 20:30
Þrýst á Zuckerberg að svara fyrir Facebook í eigin persónu Þingmenn beggja megin við Atlantshafið hafa kallað eftir því að Mark Zuckerberg, stofnandi og helsti eigandi Facebook, mæti í eigin persónu og svari spurningum nefndarmanna bandarískra og breskra þingnefnda. 19. mars 2018 15:15
Öryggisstjóri Facebook hættir vegna ágreinings um falsfréttir Upphaflega er öryggisstjórinn sagður hafa ætlað að hætta í desember en hann hafi verið fenginn til að vera lengur vegna þess hversu illa Facebook taldi brotthvarf hans líta út. 19. mars 2018 23:15