Madsen neitar að lýsa því hvernig hann bútaði lík Kim Wall niður Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 21. mars 2018 10:04 Mikill áhugi er á réttarhöldunum yfir Madsen. Vísir/EPA Danski uppfinningamaðurinn Peder Madsen neitar enn sök í réttarhöldunum yfir honum vegna andláts sænska blaðamannins Kim Wall. Réttarhöldin yfir Madsen halda áfram í dag í Kaupmannahöfn eftir tæplega tveggja vikna hlé. Áfram var haldið þaðan sem frá var horfið þann 8. mars þegar réttarhöldin hófust. Þá gaf Madsen þær skýringar að Wall hafi látist um borð í kafbát hans vegna kolsýringseitrunar í aðstæðum sem sköpuðust þegar Madsen fór upp á þilfar en gat ekki opnað hlera kafbátsins til þess að komast niður aftur vegna þrýstingsfalls. Gaf hann þá einnig þá skýringu að hann hafi þurft að búta niður lík Wall til þess að koma henni úr kafbátnum, hann hafi reynt að koma henni upp í heilu lagi en það hafi ekki tekist. „Þetta var hræðilegt“ Saksóknarni málsins tók í dag upp þráðinn og hélt áfram að spyrja Madsen út í það hvernig hann hefði bútað lík Wall niður. Danski uppfinningamaðurinn Peter Madsen er ákærður fyrir morðið á sænsku blaðakonunni Kim Wall. „Við erum að tala um manneskju og ég held að þú ættir að spyrja sérfræðingana,“ svaraði Madsen er saksóknarinn spurði hann út í þetta. „Þetta var hræðilegt og ég vil ekki þurfa að lýsa því.“ Sagði Madsen að hans eina hugsun á þessum tímapunkti hafði verið að koma líkinu úr bátnum og útbyrðis en í réttarhöldunum lýsti Madsen því hvernig hann taldi að lífi sínu væri lokið, eftir að Wall lést um borð í kafbátnum. Madsen stakk einnig göt á lík Wall en niðurstaða krufningar benti til þess að stungusár á brjósti og klofi hennar hafi komið eftir að hún lést. Aðspurður um það svaraði Madsen að hann hafi stungið nokkur göt hér á þar á líkið til þess að koma í veg fyrir að gasmyndun í líkinu yrði til þess að það myndi fljóta upp á yfirborðið. Saksóknarinn spurði hann sérstaklega út í stungusárin í klofi Wall og hvort að þar hefði eitthvað kynferðislegt búið að baki? „Nei, það er ekkert kynferðislegt,“ svaraði Madsen. „Ég veit ekki hvort að þér finnist það eitthavð kynferðislegt, þér finnst það kannski, en ekki mér.“ Réttarhöldin halda áfram í dag en síðar í dag mun verjandi Madsen fá tækifæri til þess að spyrja hann spurninga. Fylgjast má með réttarhöldunum í beinni textalýsingu á vef danska ríkisútvarpsins. Danmörk Morðið á Kim Wall Tengdar fréttir Segja Wall hafa verið bundna í kafbátnum Talið að Madsen verði yfirheyrður í dag. 8. mars 2018 10:52 Vildi ekki leggja á veröldina að upplýsa um skelfilegan dauðdaga Kim Wall Peter Madsen hefur svarað spurningum saksóknara og lögmanna í réttarhöldum í Kaupmannahöfn í dag. 8. mars 2018 12:55 Segir Wall hafa látist vegna kolsýringseitrunar Danski uppfinningarmaðurinn breytir framburði sínum vegna dauða sænsku blaðakonunnar Kim Wall. 8. mars 2018 13:57 Mest lesið Tilfærslan feli í sér ábyrgðaryfirlýsingu Innlent Mögulega ellefu milljarðar í boði en áhugi ráðherra furðulega lítill Innlent Hægt verði að aka yfir brúna næsta sumar Innlent „Kostnaður við íþróttaiðkun barna er orðinn gríðarlegur“ Innlent Kom til átaka á mótmælum vegna COP30 Erlent Flokkur Ingu tapaði fjörutíu milljónum Innlent Símar í grunnskólum og brottfararstöðvar á herðum nefnda Innlent Færði féð yfir á eigin reikning til að losa frysta reikninga Innlent Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Innlent Willum íhugar formannsframboð Innlent Fleiri fréttir Kom til átaka á mótmælum vegna COP30 Hútar hættir árásum á skip og Ísrael Hafa uppgötvað djöflabýflugu Krefjast tvö þúsund ára fangelsisdóms yfir borgarstjóranum Smallville-leikkona opnar sig í fyrsta sinn um aðkomu sína að kynlífssértrúarsöfnuðinum Grænlenskir góðmálmar og seinagangur bankanna Sprengdi sig í loft upp við dómshús Nýtt spillingarmál skekur Úkraínu Kínverjar menga mest en standa sig samt best Ákváðu að vera opin gagnvart börnunum varðandi veikindin „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Hótar að kæra BBC fyrir einn milljarð dala „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Reynt sé að grafa undan BBC sem þó hafi gert mistök Demókratar reiðir hver öðrum en aðallega reiðir Schumer Ætla ekki að endurskoða rétt samkynhneigðra til að giftast Sarkozy laus úr fangelsi Lagði til að forsætisráðherrann yrði afhöfðaður Sögð ætla að leita á náðir Trumps Skaut hreingerningakonu sem fór húsavillt Mótmæli gegn loftmengun í Nýju-Delí: „Ég sakna þess að anda“ Trump náðar Giuliani og aðra tengda kosningasamsærinu í Georgíu Frumvarp um fjármögnun alríkisins samþykkt í öldungadeildinni Flugvallarþorp gæti öðlast framhaldslíf Forstöðumaður BBC segir af sér vegna misvísandi umfjöllunar Saka Rússa um að ógna kjarnorkuöryggi í Evrópu Bretlandsher aðstoðar Belga vegna drónaflugs Nærri milljón rýmir vegna ofurfellibyls Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Sjá meira
Danski uppfinningamaðurinn Peder Madsen neitar enn sök í réttarhöldunum yfir honum vegna andláts sænska blaðamannins Kim Wall. Réttarhöldin yfir Madsen halda áfram í dag í Kaupmannahöfn eftir tæplega tveggja vikna hlé. Áfram var haldið þaðan sem frá var horfið þann 8. mars þegar réttarhöldin hófust. Þá gaf Madsen þær skýringar að Wall hafi látist um borð í kafbát hans vegna kolsýringseitrunar í aðstæðum sem sköpuðust þegar Madsen fór upp á þilfar en gat ekki opnað hlera kafbátsins til þess að komast niður aftur vegna þrýstingsfalls. Gaf hann þá einnig þá skýringu að hann hafi þurft að búta niður lík Wall til þess að koma henni úr kafbátnum, hann hafi reynt að koma henni upp í heilu lagi en það hafi ekki tekist. „Þetta var hræðilegt“ Saksóknarni málsins tók í dag upp þráðinn og hélt áfram að spyrja Madsen út í það hvernig hann hefði bútað lík Wall niður. Danski uppfinningamaðurinn Peter Madsen er ákærður fyrir morðið á sænsku blaðakonunni Kim Wall. „Við erum að tala um manneskju og ég held að þú ættir að spyrja sérfræðingana,“ svaraði Madsen er saksóknarinn spurði hann út í þetta. „Þetta var hræðilegt og ég vil ekki þurfa að lýsa því.“ Sagði Madsen að hans eina hugsun á þessum tímapunkti hafði verið að koma líkinu úr bátnum og útbyrðis en í réttarhöldunum lýsti Madsen því hvernig hann taldi að lífi sínu væri lokið, eftir að Wall lést um borð í kafbátnum. Madsen stakk einnig göt á lík Wall en niðurstaða krufningar benti til þess að stungusár á brjósti og klofi hennar hafi komið eftir að hún lést. Aðspurður um það svaraði Madsen að hann hafi stungið nokkur göt hér á þar á líkið til þess að koma í veg fyrir að gasmyndun í líkinu yrði til þess að það myndi fljóta upp á yfirborðið. Saksóknarinn spurði hann sérstaklega út í stungusárin í klofi Wall og hvort að þar hefði eitthvað kynferðislegt búið að baki? „Nei, það er ekkert kynferðislegt,“ svaraði Madsen. „Ég veit ekki hvort að þér finnist það eitthavð kynferðislegt, þér finnst það kannski, en ekki mér.“ Réttarhöldin halda áfram í dag en síðar í dag mun verjandi Madsen fá tækifæri til þess að spyrja hann spurninga. Fylgjast má með réttarhöldunum í beinni textalýsingu á vef danska ríkisútvarpsins.
Danmörk Morðið á Kim Wall Tengdar fréttir Segja Wall hafa verið bundna í kafbátnum Talið að Madsen verði yfirheyrður í dag. 8. mars 2018 10:52 Vildi ekki leggja á veröldina að upplýsa um skelfilegan dauðdaga Kim Wall Peter Madsen hefur svarað spurningum saksóknara og lögmanna í réttarhöldum í Kaupmannahöfn í dag. 8. mars 2018 12:55 Segir Wall hafa látist vegna kolsýringseitrunar Danski uppfinningarmaðurinn breytir framburði sínum vegna dauða sænsku blaðakonunnar Kim Wall. 8. mars 2018 13:57 Mest lesið Tilfærslan feli í sér ábyrgðaryfirlýsingu Innlent Mögulega ellefu milljarðar í boði en áhugi ráðherra furðulega lítill Innlent Hægt verði að aka yfir brúna næsta sumar Innlent „Kostnaður við íþróttaiðkun barna er orðinn gríðarlegur“ Innlent Kom til átaka á mótmælum vegna COP30 Erlent Flokkur Ingu tapaði fjörutíu milljónum Innlent Símar í grunnskólum og brottfararstöðvar á herðum nefnda Innlent Færði féð yfir á eigin reikning til að losa frysta reikninga Innlent Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Innlent Willum íhugar formannsframboð Innlent Fleiri fréttir Kom til átaka á mótmælum vegna COP30 Hútar hættir árásum á skip og Ísrael Hafa uppgötvað djöflabýflugu Krefjast tvö þúsund ára fangelsisdóms yfir borgarstjóranum Smallville-leikkona opnar sig í fyrsta sinn um aðkomu sína að kynlífssértrúarsöfnuðinum Grænlenskir góðmálmar og seinagangur bankanna Sprengdi sig í loft upp við dómshús Nýtt spillingarmál skekur Úkraínu Kínverjar menga mest en standa sig samt best Ákváðu að vera opin gagnvart börnunum varðandi veikindin „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Hótar að kæra BBC fyrir einn milljarð dala „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Reynt sé að grafa undan BBC sem þó hafi gert mistök Demókratar reiðir hver öðrum en aðallega reiðir Schumer Ætla ekki að endurskoða rétt samkynhneigðra til að giftast Sarkozy laus úr fangelsi Lagði til að forsætisráðherrann yrði afhöfðaður Sögð ætla að leita á náðir Trumps Skaut hreingerningakonu sem fór húsavillt Mótmæli gegn loftmengun í Nýju-Delí: „Ég sakna þess að anda“ Trump náðar Giuliani og aðra tengda kosningasamsærinu í Georgíu Frumvarp um fjármögnun alríkisins samþykkt í öldungadeildinni Flugvallarþorp gæti öðlast framhaldslíf Forstöðumaður BBC segir af sér vegna misvísandi umfjöllunar Saka Rússa um að ógna kjarnorkuöryggi í Evrópu Bretlandsher aðstoðar Belga vegna drónaflugs Nærri milljón rýmir vegna ofurfellibyls Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Sjá meira
Vildi ekki leggja á veröldina að upplýsa um skelfilegan dauðdaga Kim Wall Peter Madsen hefur svarað spurningum saksóknara og lögmanna í réttarhöldum í Kaupmannahöfn í dag. 8. mars 2018 12:55
Segir Wall hafa látist vegna kolsýringseitrunar Danski uppfinningarmaðurinn breytir framburði sínum vegna dauða sænsku blaðakonunnar Kim Wall. 8. mars 2018 13:57