Markaðir óttast viðskiptastríð milli Kína og Bandaríkjanna vegna refsitolla Trump Kjartan Kjartansson skrifar 22. mars 2018 20:37 Trump skrifaði undir minnisblað um refsitollana gegn Kína í Hvíta húsinu í dag. Vísir/AFP Hlutabréf á helstu mörkuðum heims hafa fallið í verðri í dag vegna ótta fjárfesta við að viðskiptastríð brjótist út á milli tveggja stærstu hagkerfa heims eftir að Donald Trump Bandaríkjaforseti tilkynnti um harðar refsiaðgerðir gegn Kínverjum. Trump tilkynnti í dag um refsitolla á innflutningsvörur frá Kína upp á fimmtíu til sextíu milljarða dollara og takmarkanir á fjárfestingum Kínverja í Bandaríkjunum. Aðgerðirnar eru refsing fyrir það sem Bandaríkjamenn segja að séu áframhaldandi iðnaðarnjósnir og hugverkaþjófnaður Kínverja. Kínversk stjórnvöld hafa sagst reiðubúin að svara refsitollunum með „nauðsynlegum aðgerðum“. Yfir þúsund vörur eru á lista Hvíta hússins sem refsitollar verða lagðir á, að því er segir í frétt breska ríkisútvarpsins BBC. Verð bréfa í stórum útflutningsfyrirtækjum lækkaði mest á mörkuðum í dag. Þannig féllu hlutabréf í Boeing-flugvélaframleiðandanum og Caterpillar-vinnuvélaframleiðandanum um fimm prósentustig í dag, að því er segir í frétt New York Times. Dow Jones-hlutabréfavísitalan féll um rúm 723 stig í dag, tæp þrjú prósentustig, samkvæmt frétt Reuters. Allar stærstu hlutabréfavísitölur á Wall Street urðu fyrir mestu lækkun í prósentustigum í sex vikur í dag. Mest lesið Tillaga Vilhjálms felld með nánast öllum atkvæðum Viðskipti innlent Samruni fyrirtækja: „Það sem ekki þarf að vera leyndarmál er ekki leyndarmál“ Atvinnulíf Einungis áfengi í boði hjá Heimkaupum Viðskipti innlent Vill lýsa yfir vantrausti á stjórnarmann vegna sautján ára tölvubréfs Viðskipti innlent Fjórir sérfræðingar skoða möguleika Íslands í gjaldmiðlamálum Viðskipti innlent Bankastjóri Íslandsbanka: „Ég samdi við Brynju strax á fyrsta alvöru stefnumótinu...“ Atvinnulíf Falið að leiða þjónustu og upplifun hjá Mílu Viðskipti innlent Gátu ekki fært sönnur á fullyrðingar um virkni sveppadropa og dufts Neytendur Arctic Fish fær heimild til frekara fiskeldis Viðskipti innlent „Þetta er ekki mjög töff en ég get ekki að þessu gert“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira
Hlutabréf á helstu mörkuðum heims hafa fallið í verðri í dag vegna ótta fjárfesta við að viðskiptastríð brjótist út á milli tveggja stærstu hagkerfa heims eftir að Donald Trump Bandaríkjaforseti tilkynnti um harðar refsiaðgerðir gegn Kínverjum. Trump tilkynnti í dag um refsitolla á innflutningsvörur frá Kína upp á fimmtíu til sextíu milljarða dollara og takmarkanir á fjárfestingum Kínverja í Bandaríkjunum. Aðgerðirnar eru refsing fyrir það sem Bandaríkjamenn segja að séu áframhaldandi iðnaðarnjósnir og hugverkaþjófnaður Kínverja. Kínversk stjórnvöld hafa sagst reiðubúin að svara refsitollunum með „nauðsynlegum aðgerðum“. Yfir þúsund vörur eru á lista Hvíta hússins sem refsitollar verða lagðir á, að því er segir í frétt breska ríkisútvarpsins BBC. Verð bréfa í stórum útflutningsfyrirtækjum lækkaði mest á mörkuðum í dag. Þannig féllu hlutabréf í Boeing-flugvélaframleiðandanum og Caterpillar-vinnuvélaframleiðandanum um fimm prósentustig í dag, að því er segir í frétt New York Times. Dow Jones-hlutabréfavísitalan féll um rúm 723 stig í dag, tæp þrjú prósentustig, samkvæmt frétt Reuters. Allar stærstu hlutabréfavísitölur á Wall Street urðu fyrir mestu lækkun í prósentustigum í sex vikur í dag.
Mest lesið Tillaga Vilhjálms felld með nánast öllum atkvæðum Viðskipti innlent Samruni fyrirtækja: „Það sem ekki þarf að vera leyndarmál er ekki leyndarmál“ Atvinnulíf Einungis áfengi í boði hjá Heimkaupum Viðskipti innlent Vill lýsa yfir vantrausti á stjórnarmann vegna sautján ára tölvubréfs Viðskipti innlent Fjórir sérfræðingar skoða möguleika Íslands í gjaldmiðlamálum Viðskipti innlent Bankastjóri Íslandsbanka: „Ég samdi við Brynju strax á fyrsta alvöru stefnumótinu...“ Atvinnulíf Falið að leiða þjónustu og upplifun hjá Mílu Viðskipti innlent Gátu ekki fært sönnur á fullyrðingar um virkni sveppadropa og dufts Neytendur Arctic Fish fær heimild til frekara fiskeldis Viðskipti innlent „Þetta er ekki mjög töff en ég get ekki að þessu gert“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira
Bankastjóri Íslandsbanka: „Ég samdi við Brynju strax á fyrsta alvöru stefnumótinu...“ Atvinnulíf
Bankastjóri Íslandsbanka: „Ég samdi við Brynju strax á fyrsta alvöru stefnumótinu...“ Atvinnulíf