Lýsti Madsen sem manni sem væri heillaður af dauðanum Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 26. mars 2018 11:31 Madsen er ákærður fyrir að hafa orðið sænsku blaðakonunni Kim Wall að bana en Madsen neitar sök í málinu og segir að Wall hafi látist um borð í kafbát hans vegna koltvísýringseitrunar. vísir/getty Réttarhöldin yfir danska uppfinningamanninum Peter Madsen halda áfram í Kaupmannahöfn í dag. Madsen er ákærður fyrir að hafa orðið sænsku blaðakonunni Kim Wall að bana en Madsen neitar sök í málinu og segir að Wall hafi látist um borð í kafbát hans vegna koltvísýringseitrunar. Á meðal þeirra sem báru vitni fyrir dómi í morgun voru tvær konur sem hafa átt í kynferðislegu sambandi við Madsen. Voru þær spurðar út í kynferðislegar tilhneigingar Madsen en önnur kvennanna kynntist honum í partýi fyrir fólk sem vill stunda BDSM-kynlíf. Konan lýsti því fyrir dómi að eitt sinn hefðu þau stundað kynlíf þar sem Madsen tók hana hálstaki en hún sagði að hann hefði ekki þrengt mjög mikið að. Þá hefðu þau stundað kynlíf í kafbátnum hans. Þegar hún var spurð að því hvort hún hefði verið bundin þar niður svaraði hún neitandi.Sjá einnig:Bein textalýsing fréttamanns DR úr dómsal Segist ekki líta á Madsen sem ofbeldisfullan mann Hin konan sem kom fyrir dóminn í morgun lýsti Madsen sem ekkert sérstaklega sjálfsöruggum manni. Hann hefði aldrei orðið ofbeldisfullur við hana. „Hann tók mig stundum hálstaki en það var ekkert mál. Ég hef ekki litið á Peter Madsen sem árásarhneigðan mann,“ sagði konan. Hún var spurð út í ýmis textaskilaboð, bæði á milli hennar og Madsen og á milli hennar og annarrar konu sem einnig átti í kynferðislegu sambandi við Madsen. Á meðal þess sem sú kona sagði þeirri sem bar vitni í morgun var að hún og Madsen hefðu talað um að gera „snuff“-mynd með henni. Í slíkri mynd er einhver drepinn í alvörunni. „Þá verða þau örugglega enn sannfærðari um að hann sé algjörlega brjálaður“ „Peter er heillaður af dauðanum en ég man ekki hverju það tengist,“ sagði konan fyrir dómi í morgun. Spurð út í textaskilaboðin um „snuff“-myndina kvaðst hún ekki hafa vitað hvað „snuff“ væri. Hún hefði hins vegar ekki talið að konan sem sendi henni skilaboðin og Madsen myndu gera eitthvað við hana í kafbátnum. Konan var síðan spurð út í hvað hún hefði átt við með eftirfarandi skilaboðum sem hún hefði sent á hina konuna, viku eftir að Madsen var handtekinn: „Ef þau heyra alla söguna um mig og Peter þá verða þau örugglega enn sannfærðari um að hann sé algjörlega brjálaður.“ Svaraði konan því til að hún hefði átt við að samband hennar og Madsen hefði verið óvenjulegt. Danmörk Morðið á Kim Wall Tengdar fréttir Ekki hægt að segja nákvæmlega til um dánarorsök Wall Réttarhöldin yfir Madsen halda áfram í dag. 22. mars 2018 12:15 Madsen neitar að lýsa því hvernig hann bútaði lík Kim Wall niður Peder Madsen neitar enn sök í réttarhöldunum yfir honum vegna andláts sænska blaðamannins Kim Wall. 21. mars 2018 10:04 Mest lesið Tilfærslan feli í sér ábyrgðaryfirlýsingu Innlent Mögulega ellefu milljarðar í boði en áhugi ráðherra furðulega lítill Innlent Hægt verði að aka yfir brúna næsta sumar Innlent „Kostnaður við íþróttaiðkun barna er orðinn gríðarlegur“ Innlent Kom til átaka á mótmælum vegna COP30 Erlent Flokkur Ingu tapaði fjörutíu milljónum Innlent Símar í grunnskólum og brottfararstöðvar á herðum nefnda Innlent Færði féð yfir á eigin reikning til að losa frysta reikninga Innlent Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Innlent Willum íhugar formannsframboð Innlent Fleiri fréttir Kom til átaka á mótmælum vegna COP30 Hútar hættir árásum á skip og Ísrael Hafa uppgötvað djöflabýflugu Krefjast tvö þúsund ára fangelsisdóms yfir borgarstjóranum Smallville-leikkona opnar sig í fyrsta sinn um aðkomu sína að kynlífssértrúarsöfnuðinum Grænlenskir góðmálmar og seinagangur bankanna Sprengdi sig í loft upp við dómshús Nýtt spillingarmál skekur Úkraínu Kínverjar menga mest en standa sig samt best Ákváðu að vera opin gagnvart börnunum varðandi veikindin „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Hótar að kæra BBC fyrir einn milljarð dala „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Reynt sé að grafa undan BBC sem þó hafi gert mistök Demókratar reiðir hver öðrum en aðallega reiðir Schumer Ætla ekki að endurskoða rétt samkynhneigðra til að giftast Sarkozy laus úr fangelsi Lagði til að forsætisráðherrann yrði afhöfðaður Sögð ætla að leita á náðir Trumps Skaut hreingerningakonu sem fór húsavillt Mótmæli gegn loftmengun í Nýju-Delí: „Ég sakna þess að anda“ Trump náðar Giuliani og aðra tengda kosningasamsærinu í Georgíu Frumvarp um fjármögnun alríkisins samþykkt í öldungadeildinni Flugvallarþorp gæti öðlast framhaldslíf Forstöðumaður BBC segir af sér vegna misvísandi umfjöllunar Saka Rússa um að ógna kjarnorkuöryggi í Evrópu Bretlandsher aðstoðar Belga vegna drónaflugs Nærri milljón rýmir vegna ofurfellibyls Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Sjá meira
Réttarhöldin yfir danska uppfinningamanninum Peter Madsen halda áfram í Kaupmannahöfn í dag. Madsen er ákærður fyrir að hafa orðið sænsku blaðakonunni Kim Wall að bana en Madsen neitar sök í málinu og segir að Wall hafi látist um borð í kafbát hans vegna koltvísýringseitrunar. Á meðal þeirra sem báru vitni fyrir dómi í morgun voru tvær konur sem hafa átt í kynferðislegu sambandi við Madsen. Voru þær spurðar út í kynferðislegar tilhneigingar Madsen en önnur kvennanna kynntist honum í partýi fyrir fólk sem vill stunda BDSM-kynlíf. Konan lýsti því fyrir dómi að eitt sinn hefðu þau stundað kynlíf þar sem Madsen tók hana hálstaki en hún sagði að hann hefði ekki þrengt mjög mikið að. Þá hefðu þau stundað kynlíf í kafbátnum hans. Þegar hún var spurð að því hvort hún hefði verið bundin þar niður svaraði hún neitandi.Sjá einnig:Bein textalýsing fréttamanns DR úr dómsal Segist ekki líta á Madsen sem ofbeldisfullan mann Hin konan sem kom fyrir dóminn í morgun lýsti Madsen sem ekkert sérstaklega sjálfsöruggum manni. Hann hefði aldrei orðið ofbeldisfullur við hana. „Hann tók mig stundum hálstaki en það var ekkert mál. Ég hef ekki litið á Peter Madsen sem árásarhneigðan mann,“ sagði konan. Hún var spurð út í ýmis textaskilaboð, bæði á milli hennar og Madsen og á milli hennar og annarrar konu sem einnig átti í kynferðislegu sambandi við Madsen. Á meðal þess sem sú kona sagði þeirri sem bar vitni í morgun var að hún og Madsen hefðu talað um að gera „snuff“-mynd með henni. Í slíkri mynd er einhver drepinn í alvörunni. „Þá verða þau örugglega enn sannfærðari um að hann sé algjörlega brjálaður“ „Peter er heillaður af dauðanum en ég man ekki hverju það tengist,“ sagði konan fyrir dómi í morgun. Spurð út í textaskilaboðin um „snuff“-myndina kvaðst hún ekki hafa vitað hvað „snuff“ væri. Hún hefði hins vegar ekki talið að konan sem sendi henni skilaboðin og Madsen myndu gera eitthvað við hana í kafbátnum. Konan var síðan spurð út í hvað hún hefði átt við með eftirfarandi skilaboðum sem hún hefði sent á hina konuna, viku eftir að Madsen var handtekinn: „Ef þau heyra alla söguna um mig og Peter þá verða þau örugglega enn sannfærðari um að hann sé algjörlega brjálaður.“ Svaraði konan því til að hún hefði átt við að samband hennar og Madsen hefði verið óvenjulegt.
Danmörk Morðið á Kim Wall Tengdar fréttir Ekki hægt að segja nákvæmlega til um dánarorsök Wall Réttarhöldin yfir Madsen halda áfram í dag. 22. mars 2018 12:15 Madsen neitar að lýsa því hvernig hann bútaði lík Kim Wall niður Peder Madsen neitar enn sök í réttarhöldunum yfir honum vegna andláts sænska blaðamannins Kim Wall. 21. mars 2018 10:04 Mest lesið Tilfærslan feli í sér ábyrgðaryfirlýsingu Innlent Mögulega ellefu milljarðar í boði en áhugi ráðherra furðulega lítill Innlent Hægt verði að aka yfir brúna næsta sumar Innlent „Kostnaður við íþróttaiðkun barna er orðinn gríðarlegur“ Innlent Kom til átaka á mótmælum vegna COP30 Erlent Flokkur Ingu tapaði fjörutíu milljónum Innlent Símar í grunnskólum og brottfararstöðvar á herðum nefnda Innlent Færði féð yfir á eigin reikning til að losa frysta reikninga Innlent Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Innlent Willum íhugar formannsframboð Innlent Fleiri fréttir Kom til átaka á mótmælum vegna COP30 Hútar hættir árásum á skip og Ísrael Hafa uppgötvað djöflabýflugu Krefjast tvö þúsund ára fangelsisdóms yfir borgarstjóranum Smallville-leikkona opnar sig í fyrsta sinn um aðkomu sína að kynlífssértrúarsöfnuðinum Grænlenskir góðmálmar og seinagangur bankanna Sprengdi sig í loft upp við dómshús Nýtt spillingarmál skekur Úkraínu Kínverjar menga mest en standa sig samt best Ákváðu að vera opin gagnvart börnunum varðandi veikindin „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Hótar að kæra BBC fyrir einn milljarð dala „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Reynt sé að grafa undan BBC sem þó hafi gert mistök Demókratar reiðir hver öðrum en aðallega reiðir Schumer Ætla ekki að endurskoða rétt samkynhneigðra til að giftast Sarkozy laus úr fangelsi Lagði til að forsætisráðherrann yrði afhöfðaður Sögð ætla að leita á náðir Trumps Skaut hreingerningakonu sem fór húsavillt Mótmæli gegn loftmengun í Nýju-Delí: „Ég sakna þess að anda“ Trump náðar Giuliani og aðra tengda kosningasamsærinu í Georgíu Frumvarp um fjármögnun alríkisins samþykkt í öldungadeildinni Flugvallarþorp gæti öðlast framhaldslíf Forstöðumaður BBC segir af sér vegna misvísandi umfjöllunar Saka Rússa um að ógna kjarnorkuöryggi í Evrópu Bretlandsher aðstoðar Belga vegna drónaflugs Nærri milljón rýmir vegna ofurfellibyls Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Sjá meira
Ekki hægt að segja nákvæmlega til um dánarorsök Wall Réttarhöldin yfir Madsen halda áfram í dag. 22. mars 2018 12:15
Madsen neitar að lýsa því hvernig hann bútaði lík Kim Wall niður Peder Madsen neitar enn sök í réttarhöldunum yfir honum vegna andláts sænska blaðamannins Kim Wall. 21. mars 2018 10:04