Kim Jong-un sagður vera í Kína Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 26. mars 2018 23:38 Kim Jong-un fundaði á dögunum með embættismönnun frá Suður-Kóreu. Vísir/Getty Kim Jong-un, leiðtogi Norður-Kóreu, er sagður vera í leynilegri heimsókn til Kína. Sé það rétt er þetta fyrsta heimsókn hans til erlends ríkis frá því að hann tók við völdum árið 2011.Fréttastofan Bloomberg greinir frá og hefur fregnir af heimsókn Kim til Kína, eftir þremur ónafngreindum heimildarmönnum. Sjónvarpsstöðvar í Japan hafa birt myndir af brynvarðri lest í Peking, sem líkist þeirri sem faðir Kim og forveri á leiðtogastól, Kim Jong-il, ferðaðist í til Kína í sinni síðustu heimsókn þangað, skömmu fyrir andlát hans árið 2011. Ekki er vitað hversu lengi Kim Jong-un mun dvelja í Kína eða hvaða ráðamenn, ef einhverja, hann mun funda með á meðan dvöl hans stendur. Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, hefur boðist til að funda með Kim og hafa suður-kóreskir ráðamenn sagt að Kim sé reiðubúinn að þiggja boðið. Ekkert hefur þó verið staðfest í þeim efnum og enn er óvíst hvort af fundinum verði. Í frétt Bloomberg er rætt við James Edward Hoare, sem eitt sinn var erindreki Breta í Norður-Kóreu. Segir hann að fordæmi séu fyrir því að Norður-Kóreumenn fundi með nágrönnum sínum í Kína til að fá ráðleggingar um næstu skref. Telur hann líklegt að Kim sé í Kína til þess að fá ráðleggingar áður en af fundinum með Trump verður.A mystery train pulled into Beijing, fueling speculation that it might be carrying North Korean Leader Kim Jong Un. If so, it would be Kim's first trip out of the country since taking power in 2011. @benstracy reporting. https://t.co/hoLGy2g1cY pic.twitter.com/kCD9iSwDB2— CBS News (@CBSNews) March 26, 2018 Norður-Kórea Tengdar fréttir Engin svör borist frá Norður-Kóreu vegna fundarins með Trump Yfirvöld í Suður-Kóreu segja að þeim hafi ekki borist nein svör frá yfirvöldum í Norður-Kóreu vegna fyrirhugaðs funds leiðtoga ríkisins, Kim Jong-un, með forseta Bandaríkjanna, Donald Trump. 12. mars 2018 08:34 Bandaríkin fullviss um fundinn þrátt fyrir þögn Norður Kóreu Fundarboðið barst og við þáðum það 12. mars 2018 23:09 Kim lofar að hætta kjarnorkuframleiðslu Utanríkisráðherra Suður-Kóreu segir að Kim Jong-un, leiðtogi grannríkis þeirra í norðri, hafi heitið því að hætta kjarnorkuframleiðslu. 19. mars 2018 06:53 Mest lesið Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Erlent Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Innlent Tilhæfislaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Innlent Maðurinn sem var næstur í röðinni hjá mormónum látinn Erlent Níu handteknir fyrir að safna pening fyrir Hamas Erlent Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Innlent Einn látinn í óveðrinu í Svíþjóð Erlent Reyndi ítrekað að stofna til slagsmála við skemmtistað Innlent Árekstur á Suðurlandsbraut Innlent Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Innlent Fleiri fréttir Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Maðurinn sem var næstur í röðinni hjá mormónum látinn Einn látinn í óveðrinu í Svíþjóð Níu handteknir fyrir að safna pening fyrir Hamas Fjórir göngumenn látnir eftir snjóflóð í Grikklandi Brenndu rangt lík Leita í rústum íbúðahúsa Noregur hyggst innleiða samfélagsmiðlabann Semja aftur um vopnahlé Ísrael viðurkennir sjálfstæði Sómalílands fyrst allra landa Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Loftárásum fagnað sem „stórkostlegri jólagjöf“ og meira sagt í vændum Minnst fimmtán særðir eftir hnífa- og efnaárás í Japan Mun funda með Trump „í náinni framtíð“ Fyrirskipaði árásir á „hryðjuverkaúrhrök“ í Nígeríu Rússar opna leikhúsið í Maríupól á ný Yfir hundrað handteknir grunaðir um að skipuleggja árásir á gamlársdag Fjallaði um stríðsátök í jólaávarpinu Fundu yfir milljón skjöl sem tengjast Epstein Fimm fórust í þyrluslysi á Kilimanjaro Þau kvöddu á árinu 2025 Kynnti drög að nýrri friðaráætlun Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Nýjar ákærur á hendur Russell Brand Fleiri Epstein-skjöl birt: Bað um „óviðeigandi vinkonur“ Saka AfD um að ganga erinda Kremlverja Kínverjar og Rússar lýsa yfir stuðningi við Venesúela Skapari Call of Duty lést í bílslysi Trump nefnir nýja kynslóð orrustuskipa í höfuðið á sjálfum sér Sjá meira
Kim Jong-un, leiðtogi Norður-Kóreu, er sagður vera í leynilegri heimsókn til Kína. Sé það rétt er þetta fyrsta heimsókn hans til erlends ríkis frá því að hann tók við völdum árið 2011.Fréttastofan Bloomberg greinir frá og hefur fregnir af heimsókn Kim til Kína, eftir þremur ónafngreindum heimildarmönnum. Sjónvarpsstöðvar í Japan hafa birt myndir af brynvarðri lest í Peking, sem líkist þeirri sem faðir Kim og forveri á leiðtogastól, Kim Jong-il, ferðaðist í til Kína í sinni síðustu heimsókn þangað, skömmu fyrir andlát hans árið 2011. Ekki er vitað hversu lengi Kim Jong-un mun dvelja í Kína eða hvaða ráðamenn, ef einhverja, hann mun funda með á meðan dvöl hans stendur. Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, hefur boðist til að funda með Kim og hafa suður-kóreskir ráðamenn sagt að Kim sé reiðubúinn að þiggja boðið. Ekkert hefur þó verið staðfest í þeim efnum og enn er óvíst hvort af fundinum verði. Í frétt Bloomberg er rætt við James Edward Hoare, sem eitt sinn var erindreki Breta í Norður-Kóreu. Segir hann að fordæmi séu fyrir því að Norður-Kóreumenn fundi með nágrönnum sínum í Kína til að fá ráðleggingar um næstu skref. Telur hann líklegt að Kim sé í Kína til þess að fá ráðleggingar áður en af fundinum með Trump verður.A mystery train pulled into Beijing, fueling speculation that it might be carrying North Korean Leader Kim Jong Un. If so, it would be Kim's first trip out of the country since taking power in 2011. @benstracy reporting. https://t.co/hoLGy2g1cY pic.twitter.com/kCD9iSwDB2— CBS News (@CBSNews) March 26, 2018
Norður-Kórea Tengdar fréttir Engin svör borist frá Norður-Kóreu vegna fundarins með Trump Yfirvöld í Suður-Kóreu segja að þeim hafi ekki borist nein svör frá yfirvöldum í Norður-Kóreu vegna fyrirhugaðs funds leiðtoga ríkisins, Kim Jong-un, með forseta Bandaríkjanna, Donald Trump. 12. mars 2018 08:34 Bandaríkin fullviss um fundinn þrátt fyrir þögn Norður Kóreu Fundarboðið barst og við þáðum það 12. mars 2018 23:09 Kim lofar að hætta kjarnorkuframleiðslu Utanríkisráðherra Suður-Kóreu segir að Kim Jong-un, leiðtogi grannríkis þeirra í norðri, hafi heitið því að hætta kjarnorkuframleiðslu. 19. mars 2018 06:53 Mest lesið Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Erlent Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Innlent Tilhæfislaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Innlent Maðurinn sem var næstur í röðinni hjá mormónum látinn Erlent Níu handteknir fyrir að safna pening fyrir Hamas Erlent Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Innlent Einn látinn í óveðrinu í Svíþjóð Erlent Reyndi ítrekað að stofna til slagsmála við skemmtistað Innlent Árekstur á Suðurlandsbraut Innlent Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Innlent Fleiri fréttir Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Maðurinn sem var næstur í röðinni hjá mormónum látinn Einn látinn í óveðrinu í Svíþjóð Níu handteknir fyrir að safna pening fyrir Hamas Fjórir göngumenn látnir eftir snjóflóð í Grikklandi Brenndu rangt lík Leita í rústum íbúðahúsa Noregur hyggst innleiða samfélagsmiðlabann Semja aftur um vopnahlé Ísrael viðurkennir sjálfstæði Sómalílands fyrst allra landa Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Loftárásum fagnað sem „stórkostlegri jólagjöf“ og meira sagt í vændum Minnst fimmtán særðir eftir hnífa- og efnaárás í Japan Mun funda með Trump „í náinni framtíð“ Fyrirskipaði árásir á „hryðjuverkaúrhrök“ í Nígeríu Rússar opna leikhúsið í Maríupól á ný Yfir hundrað handteknir grunaðir um að skipuleggja árásir á gamlársdag Fjallaði um stríðsátök í jólaávarpinu Fundu yfir milljón skjöl sem tengjast Epstein Fimm fórust í þyrluslysi á Kilimanjaro Þau kvöddu á árinu 2025 Kynnti drög að nýrri friðaráætlun Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Nýjar ákærur á hendur Russell Brand Fleiri Epstein-skjöl birt: Bað um „óviðeigandi vinkonur“ Saka AfD um að ganga erinda Kremlverja Kínverjar og Rússar lýsa yfir stuðningi við Venesúela Skapari Call of Duty lést í bílslysi Trump nefnir nýja kynslóð orrustuskipa í höfuðið á sjálfum sér Sjá meira
Engin svör borist frá Norður-Kóreu vegna fundarins með Trump Yfirvöld í Suður-Kóreu segja að þeim hafi ekki borist nein svör frá yfirvöldum í Norður-Kóreu vegna fyrirhugaðs funds leiðtoga ríkisins, Kim Jong-un, með forseta Bandaríkjanna, Donald Trump. 12. mars 2018 08:34
Bandaríkin fullviss um fundinn þrátt fyrir þögn Norður Kóreu Fundarboðið barst og við þáðum það 12. mars 2018 23:09
Kim lofar að hætta kjarnorkuframleiðslu Utanríkisráðherra Suður-Kóreu segir að Kim Jong-un, leiðtogi grannríkis þeirra í norðri, hafi heitið því að hætta kjarnorkuframleiðslu. 19. mars 2018 06:53