Rífumst í þessum mánuði Gunnþóra Gunnarsdóttir skrifar 10. mars 2018 13:00 Stefanía Ásdís við listaverkin sem hún bjó til á vegginn og Aníta Ósk með veðhlauparann sem hún byrjaði að rækta í 1. bekk. Vísir/Eyþór Systurnar Stefanía Ásdís og Aníta Ósk Stefánsdætur, sem eru níu og sjö ára, eiga báðar afmæli í maí. Þær eiga nú heima í Hveragerði en voru áður í Vogum á Vatnsleysuströnd. Hvernig leika þær sér helst saman? Stefanía: Með því að rífast. (Þær skellihlæja báðar.) Að minnsta kosti í þessum mánuði. Hvað rífist þið um? Aníta: Um dótið, Ég vil hafa það sem hún er að leika með og öfugt! Sláist þið? Aníta: Nei, en hún beit mig einu sinni. Stefanía: Og ég fór í straff. Fórstu þá inn í herbergið þitt? Stefanía: Nei, ég bara fékk ekki að fara út að leika dálitla stund. Eigið þið vini hér í kring? Aníta: Ég á nokkra. Stefanía: Og ég á fimm vinkonur hérna. Finnst ykkur gaman að lesa? Já, um líkamann. Það er fróðlegt. En hvað er skemmtilegast í skólanum? Stefanía: Krakkaspjallið, þá er hálfur bekkurinn að tala saman og æfa samskipti og tveir kennarar að stjórna meðan hinn helmingurinn er í tölvu eða tónmennt. Aníta: Stærðfræði og líka nudd sem er stundum í lok skóladags. Ert þú þá nudduð eða lærir þú að nudda aðra? Aníta: Hvort tveggja. Ég nudda og fæ líka nudd. Stefanía: Ég er í jóga í skólanum, einn tími er 20 mínútur og svo er farið í sund. Er ykkur kennd ræktun hér í blómabænum? Stefanía: Já, í 3. bekk. Þá er farið í Garðyrkjuskólann. Aníta: Ég fékk að rækta blóm í 1. bekk og það hefur stækkað rosalega mikið. Ég skal sýna ykkur það. Ég er alltaf að snyrta það. Stefanía: Mitt blóm er bara ónýtt. –Fáum við eina opnu í blaðinu? Eða kannski tvær? Nei, en hvað er best við að búa í Hveragerði? Stefanía: Þá þurfum við ekki að fara til Keflavíkur að versla eins og þegar við vorum í Vogunum. Aníta: Hér eru búðir sem við getum keypt allt í. Stefanía: Svo er fullt af krummum. Þeir búa uppi í hamrinum. Aníta. Já, og berjast um brauðið sem litlu fuglarnir eiga að fá. Birtist í Fréttablaðinu Krakkar Mest lesið Ásgeir Kolbeins furðu lostinn yfir steini í jólapakkanum Lífið Viðtöl ársins 2025: Missir, afsögn ráðherra, umsáturseinelti og læknir sem þóttist vera með krabbamein Lífið Sat uppi með sex kíló af kæstri skötu Lífið Sjáðu nýja stiklu úr stjörnuprýddri hasarmynd Balta Lífið Allt í einu orðin mamman sem missti barnið sitt Lífið Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Segir son sinn ekki hafa þurft að deyja Lífið Óléttan uppgötvaðist þremur dögum fyrir byrjun skólans Menning Þessi smurðu mest á reikning Jommunnar Lífið Kristmundur Axel tók við af Bubba Lífið Fleiri fréttir Sjáðu nýja stiklu úr stjörnuprýddri hasarmynd Balta Ásgeir Kolbeins furðu lostinn yfir steini í jólapakkanum Viðtöl ársins 2025: Missir, afsögn ráðherra, umsáturseinelti og læknir sem þóttist vera með krabbamein Sat uppi með sex kíló af kæstri skötu Kristmundur Axel tók við af Bubba Seinfeld og Friends-leikari látinn Jólagjafir íslenskra vinnustaða Deildar meiningar um lyktina: „Þetta er byrjendaskata“ Fréttamenn gæða sér á skötu í gegnum árin Laufey á landinu Þar sem vinsælustu lög landsins verða til Þessi smurðu mest á reikning Jommunnar Einhverfir kaþólikkar um allan heim heita Þorlákur Cooper bað móðurina um hönd Hadid „Mér finnst gaman að láta sjokkera mig“ Brúðkaup ársins 2025 Heitt í hamsi hjá gestum á „helvíti á jörðu“ í Breiðholti Chris Rea hefur ekið heim um jólin í síðasta skipti Saga jarðaði alla við borðið Vísa ásökunum Skinner um kosningasvindl á bug Kimmel ávarpar bresku þjóðina: Frábært ár fyrir fasisma „Ég hugsa til þín á hverjum einasta degi“ Stjörnulífið: Óskar tíkunum gleðilegra jóla Veikindi eyðilögðu líka stóru stund Manúelu Hefur misst vini og kunningja vegna skoðana sinna Leitin á Svínafellsjökli sem hefur enn ekki skilað árangri Krakkatía vikunnar: Ísskápastríð, Eivör og Grafarvogur „Við byrjuðum að hlusta á jólalög í júlí“ Frægir fundu ástina 2025 Íslenska stelpan sem gerðist mormóni Sjá meira
Systurnar Stefanía Ásdís og Aníta Ósk Stefánsdætur, sem eru níu og sjö ára, eiga báðar afmæli í maí. Þær eiga nú heima í Hveragerði en voru áður í Vogum á Vatnsleysuströnd. Hvernig leika þær sér helst saman? Stefanía: Með því að rífast. (Þær skellihlæja báðar.) Að minnsta kosti í þessum mánuði. Hvað rífist þið um? Aníta: Um dótið, Ég vil hafa það sem hún er að leika með og öfugt! Sláist þið? Aníta: Nei, en hún beit mig einu sinni. Stefanía: Og ég fór í straff. Fórstu þá inn í herbergið þitt? Stefanía: Nei, ég bara fékk ekki að fara út að leika dálitla stund. Eigið þið vini hér í kring? Aníta: Ég á nokkra. Stefanía: Og ég á fimm vinkonur hérna. Finnst ykkur gaman að lesa? Já, um líkamann. Það er fróðlegt. En hvað er skemmtilegast í skólanum? Stefanía: Krakkaspjallið, þá er hálfur bekkurinn að tala saman og æfa samskipti og tveir kennarar að stjórna meðan hinn helmingurinn er í tölvu eða tónmennt. Aníta: Stærðfræði og líka nudd sem er stundum í lok skóladags. Ert þú þá nudduð eða lærir þú að nudda aðra? Aníta: Hvort tveggja. Ég nudda og fæ líka nudd. Stefanía: Ég er í jóga í skólanum, einn tími er 20 mínútur og svo er farið í sund. Er ykkur kennd ræktun hér í blómabænum? Stefanía: Já, í 3. bekk. Þá er farið í Garðyrkjuskólann. Aníta: Ég fékk að rækta blóm í 1. bekk og það hefur stækkað rosalega mikið. Ég skal sýna ykkur það. Ég er alltaf að snyrta það. Stefanía: Mitt blóm er bara ónýtt. –Fáum við eina opnu í blaðinu? Eða kannski tvær? Nei, en hvað er best við að búa í Hveragerði? Stefanía: Þá þurfum við ekki að fara til Keflavíkur að versla eins og þegar við vorum í Vogunum. Aníta: Hér eru búðir sem við getum keypt allt í. Stefanía: Svo er fullt af krummum. Þeir búa uppi í hamrinum. Aníta. Já, og berjast um brauðið sem litlu fuglarnir eiga að fá.
Birtist í Fréttablaðinu Krakkar Mest lesið Ásgeir Kolbeins furðu lostinn yfir steini í jólapakkanum Lífið Viðtöl ársins 2025: Missir, afsögn ráðherra, umsáturseinelti og læknir sem þóttist vera með krabbamein Lífið Sat uppi með sex kíló af kæstri skötu Lífið Sjáðu nýja stiklu úr stjörnuprýddri hasarmynd Balta Lífið Allt í einu orðin mamman sem missti barnið sitt Lífið Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Segir son sinn ekki hafa þurft að deyja Lífið Óléttan uppgötvaðist þremur dögum fyrir byrjun skólans Menning Þessi smurðu mest á reikning Jommunnar Lífið Kristmundur Axel tók við af Bubba Lífið Fleiri fréttir Sjáðu nýja stiklu úr stjörnuprýddri hasarmynd Balta Ásgeir Kolbeins furðu lostinn yfir steini í jólapakkanum Viðtöl ársins 2025: Missir, afsögn ráðherra, umsáturseinelti og læknir sem þóttist vera með krabbamein Sat uppi með sex kíló af kæstri skötu Kristmundur Axel tók við af Bubba Seinfeld og Friends-leikari látinn Jólagjafir íslenskra vinnustaða Deildar meiningar um lyktina: „Þetta er byrjendaskata“ Fréttamenn gæða sér á skötu í gegnum árin Laufey á landinu Þar sem vinsælustu lög landsins verða til Þessi smurðu mest á reikning Jommunnar Einhverfir kaþólikkar um allan heim heita Þorlákur Cooper bað móðurina um hönd Hadid „Mér finnst gaman að láta sjokkera mig“ Brúðkaup ársins 2025 Heitt í hamsi hjá gestum á „helvíti á jörðu“ í Breiðholti Chris Rea hefur ekið heim um jólin í síðasta skipti Saga jarðaði alla við borðið Vísa ásökunum Skinner um kosningasvindl á bug Kimmel ávarpar bresku þjóðina: Frábært ár fyrir fasisma „Ég hugsa til þín á hverjum einasta degi“ Stjörnulífið: Óskar tíkunum gleðilegra jóla Veikindi eyðilögðu líka stóru stund Manúelu Hefur misst vini og kunningja vegna skoðana sinna Leitin á Svínafellsjökli sem hefur enn ekki skilað árangri Krakkatía vikunnar: Ísskápastríð, Eivör og Grafarvogur „Við byrjuðum að hlusta á jólalög í júlí“ Frægir fundu ástina 2025 Íslenska stelpan sem gerðist mormóni Sjá meira
Viðtöl ársins 2025: Missir, afsögn ráðherra, umsáturseinelti og læknir sem þóttist vera með krabbamein Lífið
Viðtöl ársins 2025: Missir, afsögn ráðherra, umsáturseinelti og læknir sem þóttist vera með krabbamein
Viðtöl ársins 2025: Missir, afsögn ráðherra, umsáturseinelti og læknir sem þóttist vera með krabbamein Lífið