Kári bestur eftir áramót: „Staðan er geðveik akkúrat núna“ Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar 10. mars 2018 10:00 Kári Jónsson, leikmaður Hauka, hefur átt stórbrotið tímabil vísir/anton Loka umferð Domino's deildar karla í körfubolta var leikin á fimmtudaginn og úrslitakeppnin hefst í næstu viku. Strákarnir í Domino's Körfuboltakvöldi gerðu upp seinni hluta deildarinnar í gærkvöld þar sem þeir útnefndu besta leikmann seinni hlutans. Það kom ekki mikið á óvart að Haukamaðurinn Kári Jónsson var útnefndur bestur. Hann fór á kostum með Haukum í vetur, og varð deildarmeistari með liðinu á fimmtudaginn. Kári var mættur í settið hjá strákunum í gær og ræddi við þá um veturinn. „Við vorum heppnir í því hvernig liðið púslaðist saman hjá okkur, en þetta var góður vetur hjá okkur,“ sagði Kári. Kári var lykilmaður í liði Hauka fyrir þremur og tveimur árum síðan, fer síðan út í háskólaboltann en kemur heim snemma á þessu tímabili. Hver er munurinn á liðinu þá og núna? „Núna vitum við aðeins betur hvað við erum að fara út í. Við vitum hvað þarf að gera til þess að vinna leiki í úrslitakeppninni og við erum betur tilbúnir í það núna.“Kári Jónsson er fæddur árið 1997. Hann er með 19,8 stig, 4,5 fráköst og 5,1 stoðsendingu að meðaltali í leik. Hann á besta árangur vetrarins í meðaltali +/-: 12,3 stig sem Haukaliðið vinnur með þegar hann er inná.skjáskotKári er aðeins tvítugur en ber lið Hauka á herðum sér. Hann kippir sér ekki mikið upp við það og finnst lítið mál að leiða liðið þrátt fyrir ungan aldur. Jón Halldór Eðvaldsson spurði Kára út í ábyrgðina og aldurinn en Teitur Örlygsson kom Kára til varnar, „þú þart ekki að sýna nafnskírteini til að spila körfubolta.“ „Fyndið að Teitur sé að tala um nafnskírteini. Hann er það gamall. Nafnskírteini eru ekki til lengur, Kári veit allavega ekki hvað nafnskírteini er,“ greip Kjartan Atli Kjartansson þá inn í. Haukar unnu sinn fyrsta deildarmeistaratitil á fimmtudaginn, hvenær rann það upp fyrir þeim að þeir gætu náð þeim áfanga? „Eftir KR-leikinn var þetta orðið eitthvað sem við vorum að pæla í. Framan af þá var þetta ekki eitthvað sem við vorum að hugsa um, við vorum bara að vinna leiki. En eftir KR leikinn heima var þetta möguleiki,“ sagði Kári. „Við viljum halda heimavellinum sterkum og hafa það þannig að lið komi til okkar með lítið sjálfstraust og líði ekki vel á okkar heimavelli. Við höfum gert mjög vel á heimavelli og það skiptir okkur miklu máli.“Haukar unnu deildarmeistaratitilinn í körfubolta í fyrsta sinn síðasta fimmtudagVísir/Andri MarinóHaukar mæta Keflavík í 8-liða úrslitum Domino's deildarinnar og hefst sería þeirra á föstudaginn í næstu viku, 16. mars. Keflavík er eina liðið sem hefur unnið Hauka á heimavelli til þessa, mun það hafa áhrif í úrslitakeppninni? „Nei, ekki fyrir okkur allavega.“ „Verður það semsagt 3-0. Ætlaru að gefa það út hér?“ spurði Fannar Ólafsson. „Við stefnum á það, en við tökum einn leik í einu,“ sagði hógvær Kári Jónsson. „Sá leikur var í október og þeir voru með öðruvísi lið og við líka. Þó við séum ekki búnir að breyta mannskapnum þá höfum við þroskast mikið.“ Hver er helsti styrkleiki þessa unga leikmanns? „Að stjórna liðinu. Fá alla tilbúna og að við séum á sömu blaðsíðu. Það finnst mér skipta miklu máli og það er mitt hlutverk að það sé á hreinu. Ef mönnum líður vel og eru í réttu hlutverki inn á vellinum þá spila þeir vel,“ sagði Kári Jónsson.Kári í félagsskap Teits Örlygssonar, Fannars Ólafssonar og Jóns Halldórs EðvaldssonarskjáskotKári brotnaði á þumalfingri á hægri hendi á æfingu með íslenska landsliðinu nú í febrúar. Hann hefur ekki spilað með Haukum síðan þá og er ennþá með hendina í spelku. Hver er staðan á Kára? „Ef ég svara akkúrat núna þá er hún geðveik. Ég finn ekki fyrir neinu. En ég fer eftir helgi að prófa að byrja að skjóta og dripla og þá lendir maður kannski á vegg, en það verður bara að koma í ljós.“ Spjall strákanna í Domino's Körfuboltakvöldi við Kára Jónsson, besta leikmann seinni hlutans í Domino's deild karla má sjá í heild sinni hér fyrir neðan. Dominos-deild karla Mest lesið Rekinn úr húsi í Breiðholtinu en fyrst fór ruslatunnan á flug Körfubolti „Ég skulda tannlækninum afsökunarbeiðni“ Sport Heimir um Ronaldo: „Hans kjánaskapur að ráðast á okkar mann“ Fótbolti Flutt á sjúkrahús eftir höfuðhögg í Meistaradeildinni Fótbolti „Kom fyrstur út úr leikmannagöngunum með augnaráð sem hefði getað drepið“ Fótbolti Notaði eiginmanninn sem héra og vann sitt fyrsta maraþon Sport „Ég var bara millimetrum frá því að lamast“ Sport Frakkar á HM og Íslandi dugar jafntefli Fótbolti Sögulegt bardagakvöld á Ásbrú: „MMA er ekki ólöglegt“ Sport Barnabarn Donalds Trump: „Ég sló mörg góð högg, bara á ranga staði“ Golf Fleiri fréttir Mark Cuban mættur aftur Rekinn úr húsi í Breiðholtinu en fyrst fór ruslatunnan á flug „Í öllum góðum hópum er alltaf einn sem labbar aftur á bak“ Uppgjörið: Keflavík - ÍA 96-72| Sigur Keflavíkur aldrei í neinni hættu Meistararnir stungu af í seinni Uppgjörið: ÍR - Grindavík 78-86 | Tveimur hent úr húsi en toppliðið heldur flugi KR - Njarðvík 88-97 | Dýrmætur sigur gestanna ÍA sækir Kanann sem Ármann losaði Extraleikarnir: Mættu báðir með markvörð úr silfurliðinu í Peking „Heimskuleg taktík hjá mér“ Sátt eftir fyrsta landsleikinn: „Vá, ég er eiginlega orðlaus“ Uppgjörið: Ísland - Serbía 59-84 | Löguðu erfiða stöðu Elvar með sautján stig gegn sínu gamla félagi Martin stoðsendingahæstur í sigri Nýtt fyrirkomulag á vali leikmanna í stjörnuleik NBA „Þjálfun snýst um samskipti“ Rebekka Rut spilar fyrsta landsleikinn í kvöld Ármenningar leggja árar ekki í bát og leita að nýjum Kana „Mér finnst við vera að taka skref í rétta átt fyrir framtíðina“ Sektaður um þrjár milljónir fyrir að kasta flösku í áhorfanda Stólarnir gáfust ekki upp og gengu frá Manchester Tryggvi fagnaði fjórða Evrópusigrinum í röð Stjórinn sem skipti Doncic frá Dallas missir starfið Bæði Florída-liðin unnu á flautukörfu í nótt og svona fóru þau að því Lofuðu Óla Óla og fengu hann svo í beina útsendingu úr búningsklefanum Slakur undirbúningur hjá Ármanni: „Þær virðast koma bara alveg af fjöllum“ Blikarnir taplausir á toppnum Sonur Dominique Wilkins með vindmyllutroðsluna í blóðinu Kári og Kristó eru skemmtilegasta kombóið í þessari deild NBA-goðsögnin Lenny Wilkens látin Sjá meira
Loka umferð Domino's deildar karla í körfubolta var leikin á fimmtudaginn og úrslitakeppnin hefst í næstu viku. Strákarnir í Domino's Körfuboltakvöldi gerðu upp seinni hluta deildarinnar í gærkvöld þar sem þeir útnefndu besta leikmann seinni hlutans. Það kom ekki mikið á óvart að Haukamaðurinn Kári Jónsson var útnefndur bestur. Hann fór á kostum með Haukum í vetur, og varð deildarmeistari með liðinu á fimmtudaginn. Kári var mættur í settið hjá strákunum í gær og ræddi við þá um veturinn. „Við vorum heppnir í því hvernig liðið púslaðist saman hjá okkur, en þetta var góður vetur hjá okkur,“ sagði Kári. Kári var lykilmaður í liði Hauka fyrir þremur og tveimur árum síðan, fer síðan út í háskólaboltann en kemur heim snemma á þessu tímabili. Hver er munurinn á liðinu þá og núna? „Núna vitum við aðeins betur hvað við erum að fara út í. Við vitum hvað þarf að gera til þess að vinna leiki í úrslitakeppninni og við erum betur tilbúnir í það núna.“Kári Jónsson er fæddur árið 1997. Hann er með 19,8 stig, 4,5 fráköst og 5,1 stoðsendingu að meðaltali í leik. Hann á besta árangur vetrarins í meðaltali +/-: 12,3 stig sem Haukaliðið vinnur með þegar hann er inná.skjáskotKári er aðeins tvítugur en ber lið Hauka á herðum sér. Hann kippir sér ekki mikið upp við það og finnst lítið mál að leiða liðið þrátt fyrir ungan aldur. Jón Halldór Eðvaldsson spurði Kára út í ábyrgðina og aldurinn en Teitur Örlygsson kom Kára til varnar, „þú þart ekki að sýna nafnskírteini til að spila körfubolta.“ „Fyndið að Teitur sé að tala um nafnskírteini. Hann er það gamall. Nafnskírteini eru ekki til lengur, Kári veit allavega ekki hvað nafnskírteini er,“ greip Kjartan Atli Kjartansson þá inn í. Haukar unnu sinn fyrsta deildarmeistaratitil á fimmtudaginn, hvenær rann það upp fyrir þeim að þeir gætu náð þeim áfanga? „Eftir KR-leikinn var þetta orðið eitthvað sem við vorum að pæla í. Framan af þá var þetta ekki eitthvað sem við vorum að hugsa um, við vorum bara að vinna leiki. En eftir KR leikinn heima var þetta möguleiki,“ sagði Kári. „Við viljum halda heimavellinum sterkum og hafa það þannig að lið komi til okkar með lítið sjálfstraust og líði ekki vel á okkar heimavelli. Við höfum gert mjög vel á heimavelli og það skiptir okkur miklu máli.“Haukar unnu deildarmeistaratitilinn í körfubolta í fyrsta sinn síðasta fimmtudagVísir/Andri MarinóHaukar mæta Keflavík í 8-liða úrslitum Domino's deildarinnar og hefst sería þeirra á föstudaginn í næstu viku, 16. mars. Keflavík er eina liðið sem hefur unnið Hauka á heimavelli til þessa, mun það hafa áhrif í úrslitakeppninni? „Nei, ekki fyrir okkur allavega.“ „Verður það semsagt 3-0. Ætlaru að gefa það út hér?“ spurði Fannar Ólafsson. „Við stefnum á það, en við tökum einn leik í einu,“ sagði hógvær Kári Jónsson. „Sá leikur var í október og þeir voru með öðruvísi lið og við líka. Þó við séum ekki búnir að breyta mannskapnum þá höfum við þroskast mikið.“ Hver er helsti styrkleiki þessa unga leikmanns? „Að stjórna liðinu. Fá alla tilbúna og að við séum á sömu blaðsíðu. Það finnst mér skipta miklu máli og það er mitt hlutverk að það sé á hreinu. Ef mönnum líður vel og eru í réttu hlutverki inn á vellinum þá spila þeir vel,“ sagði Kári Jónsson.Kári í félagsskap Teits Örlygssonar, Fannars Ólafssonar og Jóns Halldórs EðvaldssonarskjáskotKári brotnaði á þumalfingri á hægri hendi á æfingu með íslenska landsliðinu nú í febrúar. Hann hefur ekki spilað með Haukum síðan þá og er ennþá með hendina í spelku. Hver er staðan á Kára? „Ef ég svara akkúrat núna þá er hún geðveik. Ég finn ekki fyrir neinu. En ég fer eftir helgi að prófa að byrja að skjóta og dripla og þá lendir maður kannski á vegg, en það verður bara að koma í ljós.“ Spjall strákanna í Domino's Körfuboltakvöldi við Kára Jónsson, besta leikmann seinni hlutans í Domino's deild karla má sjá í heild sinni hér fyrir neðan.
Dominos-deild karla Mest lesið Rekinn úr húsi í Breiðholtinu en fyrst fór ruslatunnan á flug Körfubolti „Ég skulda tannlækninum afsökunarbeiðni“ Sport Heimir um Ronaldo: „Hans kjánaskapur að ráðast á okkar mann“ Fótbolti Flutt á sjúkrahús eftir höfuðhögg í Meistaradeildinni Fótbolti „Kom fyrstur út úr leikmannagöngunum með augnaráð sem hefði getað drepið“ Fótbolti Notaði eiginmanninn sem héra og vann sitt fyrsta maraþon Sport „Ég var bara millimetrum frá því að lamast“ Sport Frakkar á HM og Íslandi dugar jafntefli Fótbolti Sögulegt bardagakvöld á Ásbrú: „MMA er ekki ólöglegt“ Sport Barnabarn Donalds Trump: „Ég sló mörg góð högg, bara á ranga staði“ Golf Fleiri fréttir Mark Cuban mættur aftur Rekinn úr húsi í Breiðholtinu en fyrst fór ruslatunnan á flug „Í öllum góðum hópum er alltaf einn sem labbar aftur á bak“ Uppgjörið: Keflavík - ÍA 96-72| Sigur Keflavíkur aldrei í neinni hættu Meistararnir stungu af í seinni Uppgjörið: ÍR - Grindavík 78-86 | Tveimur hent úr húsi en toppliðið heldur flugi KR - Njarðvík 88-97 | Dýrmætur sigur gestanna ÍA sækir Kanann sem Ármann losaði Extraleikarnir: Mættu báðir með markvörð úr silfurliðinu í Peking „Heimskuleg taktík hjá mér“ Sátt eftir fyrsta landsleikinn: „Vá, ég er eiginlega orðlaus“ Uppgjörið: Ísland - Serbía 59-84 | Löguðu erfiða stöðu Elvar með sautján stig gegn sínu gamla félagi Martin stoðsendingahæstur í sigri Nýtt fyrirkomulag á vali leikmanna í stjörnuleik NBA „Þjálfun snýst um samskipti“ Rebekka Rut spilar fyrsta landsleikinn í kvöld Ármenningar leggja árar ekki í bát og leita að nýjum Kana „Mér finnst við vera að taka skref í rétta átt fyrir framtíðina“ Sektaður um þrjár milljónir fyrir að kasta flösku í áhorfanda Stólarnir gáfust ekki upp og gengu frá Manchester Tryggvi fagnaði fjórða Evrópusigrinum í röð Stjórinn sem skipti Doncic frá Dallas missir starfið Bæði Florída-liðin unnu á flautukörfu í nótt og svona fóru þau að því Lofuðu Óla Óla og fengu hann svo í beina útsendingu úr búningsklefanum Slakur undirbúningur hjá Ármanni: „Þær virðast koma bara alveg af fjöllum“ Blikarnir taplausir á toppnum Sonur Dominique Wilkins með vindmyllutroðsluna í blóðinu Kári og Kristó eru skemmtilegasta kombóið í þessari deild NBA-goðsögnin Lenny Wilkens látin Sjá meira