Pantaði beint flug frá Los Angeles til London fyrir þennan sérstaka bangsa Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar 10. mars 2018 17:48 Bangsinn er í aðalhlutverki í myndbandinu við lagið Lost. Skjáskot/Youtube Myndbandið við lagið Lost sem Jón Jónsson gaf út á dögunum hefur vakið mikla athygli. Margir hafa velt fyrir sér sögunni á bak við bangsann í myndbandinu og segir Jakob Þórhallsson leikstjóri myndbandsins að það hafi ekki verið auðvelt að velja rétta bangsann. Hann segir jafnframt að þetta sé eitt af skemmtilegri myndböndum sem hann hafi gert. „Ég hlustaði á lagið örugglega 50 sinnum og reyndi að finna hagkvæma hugmynd sem væri hægt að framkvæma á stuttum tíma. Þetta var fyrir um það bil tveimur til þremur vikum, þegar lagið var að koma út. Ég, Lundúnarbúi, hugsa með mér að ég þurfi að búa til myndband án Jóns, en ég vil samt hafa Jón í því. Bara ekki Jón Jónsson. Finnst Jón svo lítið bangsalegur. Ég ákvað því að prófa að finna bangsa á netinu sem leit kannski út eins og Jón,“ segir Jakob. Hann byrjaði að skoða bangsa á netinu og leitaði í nokkra daga þangað til hann fann þann eina rétta. „Hann var fullkominn. Ég starði örugglega á bangsann í 30 mín því hann var svo flottur. Hélt ég myndi aldrei vera svona spenntur yfir bangsa. Ég pantaði beint flug frá Los Angeles til London fyrir þennan sérstaka bangsa sem er númer 474 af 1000 sinna tegundar. Við pöntuðum síðan breskan bangsa frá sama fyrirtæki sem var eini bangsinn sem var til í London af sinni tegund. Það var bangsinn með sólhlífinni. Um leið og bangsarnir, kvikmyndatökuvélin og allt var tilbúið fórum við út og skutum í fjóra daga.“ Jakob segir að hann hafi aldrei skotið jafn mikið efni fyrir eitt tónlistarmyndband. Það gekk á ýmsu á meðan tökunum stóð, stormur setti strik í reikninginn og svo skemmdist myndavélin vegna kulda og þurfti að taka aftur upp hluta af „Það var ótrúlegt að skjóta út á götunni með bangsana og sjá viðbrögð fólks. Það var eins og allir vildu vita söguna af þessum bangsa.“Myndbandið við Lost má sjá í spilaranum hér að neðan. Jón Jónsson er höfundur bæði lagsins og textans en Pálmi Ragnar Ásgeirsson stjórnaði upptökum. Myndbandið er unnið af tvíburabræðrum Jakobi og Jónasi Þórhallsonum og Patricia García Buenaventura. Tónlist Tengdar fréttir Jón Jónsson „týndur“ í nýju lagi Tónlistamaðurinn Jón Jónsson mætti í viðtal til Ívars Guðmundssonar á Bylgjunni í gær og frumflutti þar nýtt lag. 23. febrúar 2018 10:30 Jón útskýrir af hverju hann var svona mikið farðaður Lögin Golddigger með Aroni Hannesi, Hér með þér með Áttunni og Í stormi með Degi Sigurðarsyni komust áfram á seinna undankvöldi Söngvakeppni sjónvarpsins sem haldið var í Háskólabíó á laugardagskvöldið. 19. febrúar 2018 10:30 Mest lesið Snýr aftur sem ritstjóri eftir tvo áratugi Lífið Fréttatía vikunnar: Þingsetning, landsleikur og klamydía Lífið Ásdís Rán og Herbert Guðmunds glæsileg á frumsýningu Lífið Skyrið okkar ekki lengur ostur heldur jógúrt Lífið Sló sér upp með báðum á mótinu og endaði með sigurvegaranum Lífið Barnaefni fyrir fullorðna Gagnrýni Nýr forseti ÍSÍ kallar eftir sameiginlegu átaki í lýðheilsu Lífið Síðasta vígið fallið: „Við erum búnir að ræða þetta í 22 ár“ Lífið „Við erum eiginlega gangandi kraftaverk“ Lífið Þróaði vörur sem breyttu hans eigin lífi Lífið samstarf Fleiri fréttir Skyrið okkar ekki lengur ostur heldur jógúrt Snýr aftur sem ritstjóri eftir tvo áratugi Fréttatía vikunnar: Þingsetning, landsleikur og klamydía Nýr forseti ÍSÍ kallar eftir sameiginlegu átaki í lýðheilsu Ásdís Rán og Herbert Guðmunds glæsileg á frumsýningu Sveppi kominn í Púðursykur: „Vettvangur sem ég hef ekki farið inn á áður“ Stofnandi Omnom selur hönnunarhús í Akrahverfinu Sló sér upp með báðum á mótinu og endaði með sigurvegaranum Hollendingar bætast í sniðgönguhópinn Læknirinn með risa heimasmíðaðan pizzakofa í garðinum 2222 dagar sem betri útgáfa af sjálfum sér „Við erum eiginlega gangandi kraftaverk“ Síðasta vígið fallið: „Við erum búnir að ræða þetta í 22 ár“ Óttar selur glæsiíbúð í Garðabæ Guðlaugur Þór í klandri með klukkuna Brynja og Lil Curly ástfangin í draumkenndu fríi Ragnhildur Steinunn snýr aftur á hvíta tjaldið Birti bónorðið í Bændablaðinu Svona verður Moulin Rouge í Borgarleikhúsinu Tugmilljóna trúlofunarhringur ofurfyrirsætu vekur athygli Uppfyllti loksins loforð um ísbjörn í Reykjavík Áslaug Arna situr tíma hjá Hillary Clinton „Eiginlega vandræðalega mikil áhrif“ Er í lagi að fróa sér yfir nektarmyndum af fyrrverandi? „Pabbi minn gaf okkur saman“ Litrík og ljúffeng búddaskál Unnsteinn Manuel og Ágústa selja hvíta miðbæjarperlu Ekki allt sem sýnist í Coldplay-skandalnum Umdeild mormónadrottning nýja piparjónkan Leifur Andri og Hugrún selja íbúðina í Garðabæ Sjá meira
Myndbandið við lagið Lost sem Jón Jónsson gaf út á dögunum hefur vakið mikla athygli. Margir hafa velt fyrir sér sögunni á bak við bangsann í myndbandinu og segir Jakob Þórhallsson leikstjóri myndbandsins að það hafi ekki verið auðvelt að velja rétta bangsann. Hann segir jafnframt að þetta sé eitt af skemmtilegri myndböndum sem hann hafi gert. „Ég hlustaði á lagið örugglega 50 sinnum og reyndi að finna hagkvæma hugmynd sem væri hægt að framkvæma á stuttum tíma. Þetta var fyrir um það bil tveimur til þremur vikum, þegar lagið var að koma út. Ég, Lundúnarbúi, hugsa með mér að ég þurfi að búa til myndband án Jóns, en ég vil samt hafa Jón í því. Bara ekki Jón Jónsson. Finnst Jón svo lítið bangsalegur. Ég ákvað því að prófa að finna bangsa á netinu sem leit kannski út eins og Jón,“ segir Jakob. Hann byrjaði að skoða bangsa á netinu og leitaði í nokkra daga þangað til hann fann þann eina rétta. „Hann var fullkominn. Ég starði örugglega á bangsann í 30 mín því hann var svo flottur. Hélt ég myndi aldrei vera svona spenntur yfir bangsa. Ég pantaði beint flug frá Los Angeles til London fyrir þennan sérstaka bangsa sem er númer 474 af 1000 sinna tegundar. Við pöntuðum síðan breskan bangsa frá sama fyrirtæki sem var eini bangsinn sem var til í London af sinni tegund. Það var bangsinn með sólhlífinni. Um leið og bangsarnir, kvikmyndatökuvélin og allt var tilbúið fórum við út og skutum í fjóra daga.“ Jakob segir að hann hafi aldrei skotið jafn mikið efni fyrir eitt tónlistarmyndband. Það gekk á ýmsu á meðan tökunum stóð, stormur setti strik í reikninginn og svo skemmdist myndavélin vegna kulda og þurfti að taka aftur upp hluta af „Það var ótrúlegt að skjóta út á götunni með bangsana og sjá viðbrögð fólks. Það var eins og allir vildu vita söguna af þessum bangsa.“Myndbandið við Lost má sjá í spilaranum hér að neðan. Jón Jónsson er höfundur bæði lagsins og textans en Pálmi Ragnar Ásgeirsson stjórnaði upptökum. Myndbandið er unnið af tvíburabræðrum Jakobi og Jónasi Þórhallsonum og Patricia García Buenaventura.
Tónlist Tengdar fréttir Jón Jónsson „týndur“ í nýju lagi Tónlistamaðurinn Jón Jónsson mætti í viðtal til Ívars Guðmundssonar á Bylgjunni í gær og frumflutti þar nýtt lag. 23. febrúar 2018 10:30 Jón útskýrir af hverju hann var svona mikið farðaður Lögin Golddigger með Aroni Hannesi, Hér með þér með Áttunni og Í stormi með Degi Sigurðarsyni komust áfram á seinna undankvöldi Söngvakeppni sjónvarpsins sem haldið var í Háskólabíó á laugardagskvöldið. 19. febrúar 2018 10:30 Mest lesið Snýr aftur sem ritstjóri eftir tvo áratugi Lífið Fréttatía vikunnar: Þingsetning, landsleikur og klamydía Lífið Ásdís Rán og Herbert Guðmunds glæsileg á frumsýningu Lífið Skyrið okkar ekki lengur ostur heldur jógúrt Lífið Sló sér upp með báðum á mótinu og endaði með sigurvegaranum Lífið Barnaefni fyrir fullorðna Gagnrýni Nýr forseti ÍSÍ kallar eftir sameiginlegu átaki í lýðheilsu Lífið Síðasta vígið fallið: „Við erum búnir að ræða þetta í 22 ár“ Lífið „Við erum eiginlega gangandi kraftaverk“ Lífið Þróaði vörur sem breyttu hans eigin lífi Lífið samstarf Fleiri fréttir Skyrið okkar ekki lengur ostur heldur jógúrt Snýr aftur sem ritstjóri eftir tvo áratugi Fréttatía vikunnar: Þingsetning, landsleikur og klamydía Nýr forseti ÍSÍ kallar eftir sameiginlegu átaki í lýðheilsu Ásdís Rán og Herbert Guðmunds glæsileg á frumsýningu Sveppi kominn í Púðursykur: „Vettvangur sem ég hef ekki farið inn á áður“ Stofnandi Omnom selur hönnunarhús í Akrahverfinu Sló sér upp með báðum á mótinu og endaði með sigurvegaranum Hollendingar bætast í sniðgönguhópinn Læknirinn með risa heimasmíðaðan pizzakofa í garðinum 2222 dagar sem betri útgáfa af sjálfum sér „Við erum eiginlega gangandi kraftaverk“ Síðasta vígið fallið: „Við erum búnir að ræða þetta í 22 ár“ Óttar selur glæsiíbúð í Garðabæ Guðlaugur Þór í klandri með klukkuna Brynja og Lil Curly ástfangin í draumkenndu fríi Ragnhildur Steinunn snýr aftur á hvíta tjaldið Birti bónorðið í Bændablaðinu Svona verður Moulin Rouge í Borgarleikhúsinu Tugmilljóna trúlofunarhringur ofurfyrirsætu vekur athygli Uppfyllti loksins loforð um ísbjörn í Reykjavík Áslaug Arna situr tíma hjá Hillary Clinton „Eiginlega vandræðalega mikil áhrif“ Er í lagi að fróa sér yfir nektarmyndum af fyrrverandi? „Pabbi minn gaf okkur saman“ Litrík og ljúffeng búddaskál Unnsteinn Manuel og Ágústa selja hvíta miðbæjarperlu Ekki allt sem sýnist í Coldplay-skandalnum Umdeild mormónadrottning nýja piparjónkan Leifur Andri og Hugrún selja íbúðina í Garðabæ Sjá meira
Jón Jónsson „týndur“ í nýju lagi Tónlistamaðurinn Jón Jónsson mætti í viðtal til Ívars Guðmundssonar á Bylgjunni í gær og frumflutti þar nýtt lag. 23. febrúar 2018 10:30
Jón útskýrir af hverju hann var svona mikið farðaður Lögin Golddigger með Aroni Hannesi, Hér með þér með Áttunni og Í stormi með Degi Sigurðarsyni komust áfram á seinna undankvöldi Söngvakeppni sjónvarpsins sem haldið var í Háskólabíó á laugardagskvöldið. 19. febrúar 2018 10:30