Klara: „FIFA er þyngra en nokkuð skrifræðisbákn sem við höfum komist í tæri við“ Tómas Þór Þórðarson skrifar 13. mars 2018 10:00 Gianni Infantino, forseti FIFA, og hans menn eru erfiðari viðureignar og eiga erfitt með að veita upplýsingar. vísir/getty Miðasöluruglið á HM 2018 í fótbolta heldur áfram, en í morgun var greint frá að ekki sé uppselt á leik Argentínu og Íslands. Þær fréttir bárust degi eftir að greint var frá að uppselt væri á leikinn. KSÍ hefur gengið illa að fá upplýsingar um miðasöluna frá FIFA þar sem furðulegir hlutir hafa verið í gangi, sérstaklega í kringum leikinn gegn Argentínu sem fram fer í Moskvu 16. júní. Nýjasti miðasölufasinn fór í gang klukkan níu í morgun þar sem fyrstur kemur, fyrstur fær. Mögulega verður hægt að fá miða á Argentínuleikinn þegar öðrum verður skilað, eða þeir koma til baka vegna misheppnaðra greiðslna.Klara Bjartmarz, framkvæmdastjóri KSÍ.vísir/ernirMargt óljóst „Við funduðum í gærmorgun áður en við heyrðum þessar nýjustu upplýsingar. Fyrir þessar fréttir um Argentínuleikinn vorum við að safna saman upplýsingum um þennan miðasöluglugga sem er að opnast í dag,“ sagði Klara Bjartmarz, framkvæmdastjóri KSÍ, í Bítinu á Bylgjunni í morgun. „Við vissum ekki hvort við værum að fá miða á alla leikina eða hversu marga. Það var margt óljóst. Okkur tókst svo aðeins að ná yfirsýn yfir hvað var að fara að byrja, en svo kom aftan að okkur þessi frétt um Argentínuleikinn.“ Klara segir að það sé algjör fjarstæða að Argentínumenn hafi keypt upp kvóta íslensku stuðningsmannanna, en Íslendingar gátu keypt átta prósent miðanna sem voru í boði á hvern leik. „Við vissum alltaf þegar að þetta fór allt saman af stað að Argentínuleikurinn yrði erfiður. Það sást strax að aðsóknin var mikil á þennan leik,“ segir Klara.Hvað verða margir Íslendingar í Moskvu?vísir/gettySvekkt í Laugardalnum Ferðaskrifstofur hafa keppst við að selja Íslendingum flug og gistingu á HM en ekki miða. Nú eru margir sem standa uppi með ferðalagið klárt en eru miðalausir. „Samkvæmt reglum FIFA mega ferðaskrifstofur ekki selja miða á leiki. En, svo ertu með aðra sem eru með miða en vantar flug og gistingu. Ég vona að ferðaskrifstofurnar skilji þessa skiptingu og bregðist við,“ segir Klara sem viðurkennir að hún er svekkt með gang mála í miðasölunni. „Auðvitað erum við svekkt með þetta og við erum svekkt með þetta upplýsingaleysi. Við höfum frá upphafi verið í nánu samstarfi við Dani og Svía í þessum miðasölumáli ásamt Portúgal sem hefur leitt vagninn hjá Evrópuþjóðum í þessari orrahríð sem við erum að gera að FIFA,“ segir Klara og bætir við: „Þeir eru þyngri en nokkuð skrifræðisbákn sem við höfum komist í tæri við,“ segir Klara Bjartmarz. Allt viðtalið úr Bítinu má heyra hér að neðan. HM 2018 í Rússlandi Tengdar fréttir Ekki uppselt á leikinn gegn Argentínu FIFA hefur svarað fyrirspurn KSÍ og varar við misskilningi á orðalagi. 13. mars 2018 09:30 Engir miðar lengur í boði á leik Íslands og Argentínu Lengi getur vondur fótboltadagur versnað hjá stuðningsmönnum íslenska fótboltalandsliðsins. Nú hefur komið í ljós að ekki verður hægt að kaupa miða á leik Íslands og Argentínu á HM á morgun líkt og margir höfðu vonað. 12. mars 2018 14:24 Mest lesið Endurkomusigur í stórskemmtilegum opnunarleik Enski boltinn „Ég hélt að við værum komin lengra“ Enski boltinn „Betra er seint en aldrei“ Enski boltinn „Eiginlega alveg viss“ um að Rashford megi spila á morgun Fótbolti Villareal vann í endurkomu Cazorla og frumraun Partey Fótbolti Tryggvi lét mest til sín taka í tapi gegn Portúgal Körfubolti Opnunarleikurinn var stöðvaður vegna kynþáttaníðs Enski boltinn ÍBV segir tvær hliðar á málinu og óskar Kára velfarnaðar Handbolti Kristall farinn að skora aftur eftir meiðslin Fótbolti Gummi Ben og Hjörvar Hafliða fóru að rífast Enski boltinn Fleiri fréttir „Eiginlega alveg viss“ um að Rashford megi spila á morgun „Ég hélt að við værum komin lengra“ „Betra er seint en aldrei“ Villareal vann í endurkomu Cazorla og frumraun Partey Endurkomusigur í stórskemmtilegum opnunarleik Opnunarleikurinn var stöðvaður vegna kynþáttaníðs Kristall farinn að skora aftur eftir meiðslin Aston Villa sektað og bannað að nota marga bolta „Allt er þegar þrennt er“ Liverpool kaupir ungan ítalskan miðvörð Brentford að slá félagaskiptametið Allar tilfinningarnar í gangi Enska augnablikið: Hamingjureiturinn Stórkostleg tölfræði Salah í fyrsta leik „Tölfræðin er eins og bikiní“ Fjölskylda Jota á Anfield í kvöld Táningi hótað lífláti þrátt fyrir sigurinn á Víkingum „Maður er búinn að vera á nálum“ Hentu ferðatöskum inn á völlinn í miðjum leik Danirnir hjá Norwich fögnuðu óförum Víkinga berir að ofan Spurningar um Isak tóku yfir fundinn Sjáðu þáttinn um fyrsta N1-mót kvenna: Smá stress, snitsel og Sandra María skrifaði á skó Gummi Ben og Hjörvar Hafliða fóru að rífast Sjáðu dramtíkina á Króknum í gær: Aftur fengu Þróttarakonur rautt spjald Karólína Lea valin best í fyrsta leik Enska augnablikið: Eftirminnilegasta lýsing Íslandssögunnar Nýr framherji Man. United treður með miklum tilþrifum í körfuna „Gefa áhorfendum innsýn í það sem sérfræðingarnir gera“ Dagskráin: Fyrsti leikur í enska boltanum „Galið og fáránlegt“ Sjá meira
Miðasöluruglið á HM 2018 í fótbolta heldur áfram, en í morgun var greint frá að ekki sé uppselt á leik Argentínu og Íslands. Þær fréttir bárust degi eftir að greint var frá að uppselt væri á leikinn. KSÍ hefur gengið illa að fá upplýsingar um miðasöluna frá FIFA þar sem furðulegir hlutir hafa verið í gangi, sérstaklega í kringum leikinn gegn Argentínu sem fram fer í Moskvu 16. júní. Nýjasti miðasölufasinn fór í gang klukkan níu í morgun þar sem fyrstur kemur, fyrstur fær. Mögulega verður hægt að fá miða á Argentínuleikinn þegar öðrum verður skilað, eða þeir koma til baka vegna misheppnaðra greiðslna.Klara Bjartmarz, framkvæmdastjóri KSÍ.vísir/ernirMargt óljóst „Við funduðum í gærmorgun áður en við heyrðum þessar nýjustu upplýsingar. Fyrir þessar fréttir um Argentínuleikinn vorum við að safna saman upplýsingum um þennan miðasöluglugga sem er að opnast í dag,“ sagði Klara Bjartmarz, framkvæmdastjóri KSÍ, í Bítinu á Bylgjunni í morgun. „Við vissum ekki hvort við værum að fá miða á alla leikina eða hversu marga. Það var margt óljóst. Okkur tókst svo aðeins að ná yfirsýn yfir hvað var að fara að byrja, en svo kom aftan að okkur þessi frétt um Argentínuleikinn.“ Klara segir að það sé algjör fjarstæða að Argentínumenn hafi keypt upp kvóta íslensku stuðningsmannanna, en Íslendingar gátu keypt átta prósent miðanna sem voru í boði á hvern leik. „Við vissum alltaf þegar að þetta fór allt saman af stað að Argentínuleikurinn yrði erfiður. Það sást strax að aðsóknin var mikil á þennan leik,“ segir Klara.Hvað verða margir Íslendingar í Moskvu?vísir/gettySvekkt í Laugardalnum Ferðaskrifstofur hafa keppst við að selja Íslendingum flug og gistingu á HM en ekki miða. Nú eru margir sem standa uppi með ferðalagið klárt en eru miðalausir. „Samkvæmt reglum FIFA mega ferðaskrifstofur ekki selja miða á leiki. En, svo ertu með aðra sem eru með miða en vantar flug og gistingu. Ég vona að ferðaskrifstofurnar skilji þessa skiptingu og bregðist við,“ segir Klara sem viðurkennir að hún er svekkt með gang mála í miðasölunni. „Auðvitað erum við svekkt með þetta og við erum svekkt með þetta upplýsingaleysi. Við höfum frá upphafi verið í nánu samstarfi við Dani og Svía í þessum miðasölumáli ásamt Portúgal sem hefur leitt vagninn hjá Evrópuþjóðum í þessari orrahríð sem við erum að gera að FIFA,“ segir Klara og bætir við: „Þeir eru þyngri en nokkuð skrifræðisbákn sem við höfum komist í tæri við,“ segir Klara Bjartmarz. Allt viðtalið úr Bítinu má heyra hér að neðan.
HM 2018 í Rússlandi Tengdar fréttir Ekki uppselt á leikinn gegn Argentínu FIFA hefur svarað fyrirspurn KSÍ og varar við misskilningi á orðalagi. 13. mars 2018 09:30 Engir miðar lengur í boði á leik Íslands og Argentínu Lengi getur vondur fótboltadagur versnað hjá stuðningsmönnum íslenska fótboltalandsliðsins. Nú hefur komið í ljós að ekki verður hægt að kaupa miða á leik Íslands og Argentínu á HM á morgun líkt og margir höfðu vonað. 12. mars 2018 14:24 Mest lesið Endurkomusigur í stórskemmtilegum opnunarleik Enski boltinn „Ég hélt að við værum komin lengra“ Enski boltinn „Betra er seint en aldrei“ Enski boltinn „Eiginlega alveg viss“ um að Rashford megi spila á morgun Fótbolti Villareal vann í endurkomu Cazorla og frumraun Partey Fótbolti Tryggvi lét mest til sín taka í tapi gegn Portúgal Körfubolti Opnunarleikurinn var stöðvaður vegna kynþáttaníðs Enski boltinn ÍBV segir tvær hliðar á málinu og óskar Kára velfarnaðar Handbolti Kristall farinn að skora aftur eftir meiðslin Fótbolti Gummi Ben og Hjörvar Hafliða fóru að rífast Enski boltinn Fleiri fréttir „Eiginlega alveg viss“ um að Rashford megi spila á morgun „Ég hélt að við værum komin lengra“ „Betra er seint en aldrei“ Villareal vann í endurkomu Cazorla og frumraun Partey Endurkomusigur í stórskemmtilegum opnunarleik Opnunarleikurinn var stöðvaður vegna kynþáttaníðs Kristall farinn að skora aftur eftir meiðslin Aston Villa sektað og bannað að nota marga bolta „Allt er þegar þrennt er“ Liverpool kaupir ungan ítalskan miðvörð Brentford að slá félagaskiptametið Allar tilfinningarnar í gangi Enska augnablikið: Hamingjureiturinn Stórkostleg tölfræði Salah í fyrsta leik „Tölfræðin er eins og bikiní“ Fjölskylda Jota á Anfield í kvöld Táningi hótað lífláti þrátt fyrir sigurinn á Víkingum „Maður er búinn að vera á nálum“ Hentu ferðatöskum inn á völlinn í miðjum leik Danirnir hjá Norwich fögnuðu óförum Víkinga berir að ofan Spurningar um Isak tóku yfir fundinn Sjáðu þáttinn um fyrsta N1-mót kvenna: Smá stress, snitsel og Sandra María skrifaði á skó Gummi Ben og Hjörvar Hafliða fóru að rífast Sjáðu dramtíkina á Króknum í gær: Aftur fengu Þróttarakonur rautt spjald Karólína Lea valin best í fyrsta leik Enska augnablikið: Eftirminnilegasta lýsing Íslandssögunnar Nýr framherji Man. United treður með miklum tilþrifum í körfuna „Gefa áhorfendum innsýn í það sem sérfræðingarnir gera“ Dagskráin: Fyrsti leikur í enska boltanum „Galið og fáránlegt“ Sjá meira
Ekki uppselt á leikinn gegn Argentínu FIFA hefur svarað fyrirspurn KSÍ og varar við misskilningi á orðalagi. 13. mars 2018 09:30
Engir miðar lengur í boði á leik Íslands og Argentínu Lengi getur vondur fótboltadagur versnað hjá stuðningsmönnum íslenska fótboltalandsliðsins. Nú hefur komið í ljós að ekki verður hægt að kaupa miða á leik Íslands og Argentínu á HM á morgun líkt og margir höfðu vonað. 12. mars 2018 14:24