Norður-Kóreumenn funda óvænt í Stokkhólmi Stefán Ó. Jónsson skrifar 16. mars 2018 08:48 Utanríkisráðherrann Ri Yong-ho (t.h.) lenti í Stokkhólmi í gærkvöldi. Vísir/EPA Sendinefnd Norður-Kóreu birtist óvænt í Svíþjóð í gærkvöldi. Hvað hún er að vilja þangað er ekki vitað en fjölmiðlar um heim allan telja að heimsóknin kunni að vera undanfari viðræðna Bandaríkjanna og Norður-Kóreu. Stjórnvöld í Pjongjang segja hins vegar að sendinefndin sé í Svíþjóð til að ræða málefni sem lúta að hagsmunum Svía og Norður-Kóreumanna og tvíhliða samband ríkjanna. Í ljósi þess að Svíar hafa lengi reynt að miðla málum milli Norður-Kóreu og Bandaríkjanna er talið að heimsóknin kunni að vera liður í undirbúningi viðræðnanna sem Bandríkjaforseti samþykkti fyrir helgi. Engin formleg yfirlýsing hefur þó borist frá yfirvöldum Norður-Kóreu vegna hins óvænta viðræðuáhuga og því er enn talið mjög óljóst hvort af viðræðunum verði. Stefan Lövfen, forsætisráðherra Svíþjóðar, sagði við fjölmiðla þar í landi í gær að ef þess væri óskað væru Svíar reiðubúnir að liðsinna deiluaðilunum.Sjá einnig: Eldflaugamaðurinn og sá elliæri funda „Við erum ríki sem er ekki í neinum hernaðarbandalögum og við höfum lengi átt okkar fulltrúa í Norður-Kóreu. Þökk sé traustinu sem við njótum teljum við okkur geta leikið rullu. Það verða þó að vera aðalleikararnir sem ákveða hvaða hlutverk Svíar munu fá,“ er haft eftir Löfven. Stjórnvöld í Washington segjast meðvituð um fundinn í Stokkhólmi en segjast ekki vita hvort hann tengist eitthvað viðræðum Bandaríkjanna og Norður-Kóreu. Svíar hafa áratugum saman átt í pólitískum samskiptum við Norður-Kóreu. Til að mynda opnuðu Svíar sendiráð í Pjongjang árið 1970, eitt fyrstu vestrænu sendiráðanna sem sett var á fót í hinu einangraða ríki. Í ljósi þess að Bandaríkin eru ekki með sendiráð í landinu hafa Svíar oft haft milligöngu í viðræðum Bandaríkjamanna og Norður-Kóreu. Til að mynda hafa fulltrúar Svía aðstoðað við að fá Bandaríkjamenn lausa úr norður-kóreskum fangelsum. Bandaríkin Norður-Kórea Norðurlönd Tengdar fréttir Trump telur að Kim Jong-un sé full alvara Donald Trump hefur samþykkt að hitta Kimg Jong-un á fundi sem fyrirhugaður er í næsta mánuði. 11. mars 2018 20:30 Eldflaugamaðurinn og sá elliæri funda Kim Jong-un og Donald Trump munu funda á næstunni. Verður það fyrsti fundur sem forseti Bandaríkjanna á með leiðtoga Norður-Kóreu. Bandaríkjastjórn undrandi á viðsnúningi Kim sem talar nú um afvopnun gegn því að öryggi einræðisstjó 10. mars 2018 09:00 Mest lesið Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Erlent Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Innlent Tilhæfislaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Innlent Maðurinn sem var næstur í röðinni hjá mormónum látinn Erlent Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Innlent Reyndi ítrekað að stofna til slagsmála við skemmtistað Innlent Níu handteknir fyrir að safna pening fyrir Hamas Erlent Einn látinn í óveðrinu í Svíþjóð Erlent Árekstur á Suðurlandsbraut Innlent Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Innlent Fleiri fréttir Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Maðurinn sem var næstur í röðinni hjá mormónum látinn Einn látinn í óveðrinu í Svíþjóð Níu handteknir fyrir að safna pening fyrir Hamas Fjórir göngumenn látnir eftir snjóflóð í Grikklandi Brenndu rangt lík Leita í rústum íbúðahúsa Noregur hyggst innleiða samfélagsmiðlabann Semja aftur um vopnahlé Ísrael viðurkennir sjálfstæði Sómalílands fyrst allra landa Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Loftárásum fagnað sem „stórkostlegri jólagjöf“ og meira sagt í vændum Minnst fimmtán særðir eftir hnífa- og efnaárás í Japan Mun funda með Trump „í náinni framtíð“ Fyrirskipaði árásir á „hryðjuverkaúrhrök“ í Nígeríu Rússar opna leikhúsið í Maríupól á ný Yfir hundrað handteknir grunaðir um að skipuleggja árásir á gamlársdag Fjallaði um stríðsátök í jólaávarpinu Fundu yfir milljón skjöl sem tengjast Epstein Fimm fórust í þyrluslysi á Kilimanjaro Þau kvöddu á árinu 2025 Kynnti drög að nýrri friðaráætlun Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Nýjar ákærur á hendur Russell Brand Fleiri Epstein-skjöl birt: Bað um „óviðeigandi vinkonur“ Saka AfD um að ganga erinda Kremlverja Kínverjar og Rússar lýsa yfir stuðningi við Venesúela Skapari Call of Duty lést í bílslysi Trump nefnir nýja kynslóð orrustuskipa í höfuðið á sjálfum sér Sjá meira
Sendinefnd Norður-Kóreu birtist óvænt í Svíþjóð í gærkvöldi. Hvað hún er að vilja þangað er ekki vitað en fjölmiðlar um heim allan telja að heimsóknin kunni að vera undanfari viðræðna Bandaríkjanna og Norður-Kóreu. Stjórnvöld í Pjongjang segja hins vegar að sendinefndin sé í Svíþjóð til að ræða málefni sem lúta að hagsmunum Svía og Norður-Kóreumanna og tvíhliða samband ríkjanna. Í ljósi þess að Svíar hafa lengi reynt að miðla málum milli Norður-Kóreu og Bandaríkjanna er talið að heimsóknin kunni að vera liður í undirbúningi viðræðnanna sem Bandríkjaforseti samþykkti fyrir helgi. Engin formleg yfirlýsing hefur þó borist frá yfirvöldum Norður-Kóreu vegna hins óvænta viðræðuáhuga og því er enn talið mjög óljóst hvort af viðræðunum verði. Stefan Lövfen, forsætisráðherra Svíþjóðar, sagði við fjölmiðla þar í landi í gær að ef þess væri óskað væru Svíar reiðubúnir að liðsinna deiluaðilunum.Sjá einnig: Eldflaugamaðurinn og sá elliæri funda „Við erum ríki sem er ekki í neinum hernaðarbandalögum og við höfum lengi átt okkar fulltrúa í Norður-Kóreu. Þökk sé traustinu sem við njótum teljum við okkur geta leikið rullu. Það verða þó að vera aðalleikararnir sem ákveða hvaða hlutverk Svíar munu fá,“ er haft eftir Löfven. Stjórnvöld í Washington segjast meðvituð um fundinn í Stokkhólmi en segjast ekki vita hvort hann tengist eitthvað viðræðum Bandaríkjanna og Norður-Kóreu. Svíar hafa áratugum saman átt í pólitískum samskiptum við Norður-Kóreu. Til að mynda opnuðu Svíar sendiráð í Pjongjang árið 1970, eitt fyrstu vestrænu sendiráðanna sem sett var á fót í hinu einangraða ríki. Í ljósi þess að Bandaríkin eru ekki með sendiráð í landinu hafa Svíar oft haft milligöngu í viðræðum Bandaríkjamanna og Norður-Kóreu. Til að mynda hafa fulltrúar Svía aðstoðað við að fá Bandaríkjamenn lausa úr norður-kóreskum fangelsum.
Bandaríkin Norður-Kórea Norðurlönd Tengdar fréttir Trump telur að Kim Jong-un sé full alvara Donald Trump hefur samþykkt að hitta Kimg Jong-un á fundi sem fyrirhugaður er í næsta mánuði. 11. mars 2018 20:30 Eldflaugamaðurinn og sá elliæri funda Kim Jong-un og Donald Trump munu funda á næstunni. Verður það fyrsti fundur sem forseti Bandaríkjanna á með leiðtoga Norður-Kóreu. Bandaríkjastjórn undrandi á viðsnúningi Kim sem talar nú um afvopnun gegn því að öryggi einræðisstjó 10. mars 2018 09:00 Mest lesið Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Erlent Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Innlent Tilhæfislaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Innlent Maðurinn sem var næstur í röðinni hjá mormónum látinn Erlent Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Innlent Reyndi ítrekað að stofna til slagsmála við skemmtistað Innlent Níu handteknir fyrir að safna pening fyrir Hamas Erlent Einn látinn í óveðrinu í Svíþjóð Erlent Árekstur á Suðurlandsbraut Innlent Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Innlent Fleiri fréttir Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Maðurinn sem var næstur í röðinni hjá mormónum látinn Einn látinn í óveðrinu í Svíþjóð Níu handteknir fyrir að safna pening fyrir Hamas Fjórir göngumenn látnir eftir snjóflóð í Grikklandi Brenndu rangt lík Leita í rústum íbúðahúsa Noregur hyggst innleiða samfélagsmiðlabann Semja aftur um vopnahlé Ísrael viðurkennir sjálfstæði Sómalílands fyrst allra landa Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Loftárásum fagnað sem „stórkostlegri jólagjöf“ og meira sagt í vændum Minnst fimmtán særðir eftir hnífa- og efnaárás í Japan Mun funda með Trump „í náinni framtíð“ Fyrirskipaði árásir á „hryðjuverkaúrhrök“ í Nígeríu Rússar opna leikhúsið í Maríupól á ný Yfir hundrað handteknir grunaðir um að skipuleggja árásir á gamlársdag Fjallaði um stríðsátök í jólaávarpinu Fundu yfir milljón skjöl sem tengjast Epstein Fimm fórust í þyrluslysi á Kilimanjaro Þau kvöddu á árinu 2025 Kynnti drög að nýrri friðaráætlun Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Nýjar ákærur á hendur Russell Brand Fleiri Epstein-skjöl birt: Bað um „óviðeigandi vinkonur“ Saka AfD um að ganga erinda Kremlverja Kínverjar og Rússar lýsa yfir stuðningi við Venesúela Skapari Call of Duty lést í bílslysi Trump nefnir nýja kynslóð orrustuskipa í höfuðið á sjálfum sér Sjá meira
Trump telur að Kim Jong-un sé full alvara Donald Trump hefur samþykkt að hitta Kimg Jong-un á fundi sem fyrirhugaður er í næsta mánuði. 11. mars 2018 20:30
Eldflaugamaðurinn og sá elliæri funda Kim Jong-un og Donald Trump munu funda á næstunni. Verður það fyrsti fundur sem forseti Bandaríkjanna á með leiðtoga Norður-Kóreu. Bandaríkjastjórn undrandi á viðsnúningi Kim sem talar nú um afvopnun gegn því að öryggi einræðisstjó 10. mars 2018 09:00