„Við missum okkur svolítið á Íslandi þegar íþróttafólkið okkar er að gera góða hluti“ Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 1. mars 2018 08:30 Stuðningsfólk íslenska landsliðsins. Vísir/Getty Íslenski kylfingurinn Valdís Þóra Jónsdóttir hóf í morgun keppni á opna Nýja Suður Wales golfmótinu í Ástralíu en hún komst í sviðsljósið eftir frábæra frammistöðu sína á síðasta móti á Evrópumótaröðinni. Valdís Þóra var í toppbaráttunni allan tímann og náði þriðja sætinu á Australian Ladies Classic Bonville mótinu sem kláraðist um síðustu helgi. Valdís Þóra komst með því upp í sjötta sæti peningalistans á LET Evrópumótaröðinni. Valdís Þóra fór í viðtal á heimasíðu Evrópumótarraðarinnar fyrir mótið sem hófst í morgun en þetta er fjórða mótið í röð hjá Valdísi Þóru á LET Evrópumótaröðinni á þessu ári. „Auðvitað vil ég vinna mót á LET mótaröðinni og það væri líka mikill heiður fyrir mig að komast í liðið á Solheim bikarnum. Það væri virkilega gaman,“ sagði Valdís Þóra við heimasíðu LET. Solheim bikarinn er kvenkyns útgáfan af Ryder bikarnum. „Það er alltaf gaman þegar þú ert að spila vel og ég held að ég geti haldið því áfram. Ég hef lagt mikið á mig á síðustu tveimur árum og ég tel að ég sé loksins að uppskera fyrir það í mínum leik,“ sagði Valdís.Valdis Thora Jonsdottir (@DaughterOfJon) has climbed 44 spots to 6th on the OOM & is loving #WomensNSWOpen@CoffsGolfClub@ALPGtourpic.twitter.com/vGqez1ovYV — Ladies European Tour (@LETgolf) February 28, 2018 Blaðamaður LET síðunnar spurði Valdísi Þóru út í Ólafíu Þórunni Kristinsdóttur sem hefur komið íslenska kvennagolfinu á kortið á evrópsku og bandarísku mótaröðinni á síðustu tveimur árum. Nú bætist Valdís Þóra síðan í hópinn. „Allir heima eru mjög spenntir. Við missum okkur svolítið á Íslandi þegar íþróttafólkið okkar er að gera góða hluti ekki síst í kringum landsliðin og okkur kylfingana. Ég hef fengið góðan stuðning og ég er þakklátt fyrir hann allan komandi frá svo litlu landi,“ sagði Valdís. „Ólafía og ég styðjum hvora aðra og við erum ennþá vinkomnur. Það er alltaf gaman að sjá íslenska fánann upp á stöðutöflunni,“ sagði Valdís. „Vonandi tekst okkur að fá ungar stelpur til að byrja í golfinu. Strákarnir eru líka að koma upp. Við erum að sýna það og sanna að við getum komist alla leið á stóru mótaraðirnar ef við erum tilbúin að leggja mikið á okkur,“ sagði Valdís Þóra en það má sjá allt viðtalið við hana hér. EM 2016 í Frakklandi Golf HM 2018 í Rússlandi Mest lesið Segir Eið Smára ekki fá það hrós sem hann á skilið Sport „Ísland er eini óvinur okkar“ Fótbolti Leiðin á HM: Daðraði við Deschamps fyrir viðtalið Fótbolti Þjálfari tilbúinn að hætta og tyrkneska þjóðin beðin afsökunar Fótbolti Tíu mánaða bann fyrir að taka lyf við hárlosi Fótbolti Sjáðu fundinn í heild: Arnar sat fyrir svörum í Frakklandi Fótbolti Þeir eiga ekki að sjá eftir neinu Fótbolti Liðsfélagi Elíasar sagður ljúga til um aldur Fótbolti Njarðvíkingar semja við öðruvísi Kana Körfubolti Onana græðir á skiptunum til Tyrklands Fótbolti Fleiri fréttir Man City og úrvalsdeildin náð sáttum varðandi auglýsingasamninga Benóný Breki bjargaði stigi í Eistlandi Þeir eiga ekki að sjá eftir neinu Liðsfélagi Elíasar sagður ljúga til um aldur Bestu mörkin: Getur reynslumesti þjálfarinn ekki leyst úr þessu? „Kann nokkur orð sem ég get ekki sagt hérna“ Fær líklega inn aðra týpu en Albert í liðið Sjáðu fundinn í heild: Arnar sat fyrir svörum í Frakklandi Leiðin á HM: Daðraði við Deschamps fyrir viðtalið Njarðvíkingar semja við öðruvísi Kana „Við munum þurfa að leggja okkur alla fram“ Dúettinn sem er að taka yfir tennisheiminn „Ísland er eini óvinur okkar“ Sjáðu FHL sækja stig gegn Þrótti Tíu mánaða bann fyrir að taka lyf við hárlosi Onana græðir á skiptunum til Tyrklands Þjálfari tilbúinn að hætta og tyrkneska þjóðin beðin afsökunar „Ætlum að keyra inn í þetta“ „Tottenham Hotspur er ekki til sölu“ Áhorfandi sló leikmann og missti af ótrúlegri endurkomu Alcaraz tekur toppsætið af Sinner eftir sigur á Opna bandaríska „Maður er í þessu fyrir svona leiki“ Segir Eið Smára ekki fá það hrós sem hann á skilið Dagskráin í dag: Íslenska U21 landsliðið mætir Eistum Íbúð landsliðsmanns Úkraínu í rúst eftir sprengjuárás Rússa Forráðamenn PSG ósáttir við læknateymi landsliðsins Doncic náði allskonar tölfræðiáföngum í kvöld Víkingar á fleygiferð eftir EM pásuna Spánverjar og Belgar skoruðu sex Ísraelar númeri of litlir fyrir Grikki Sjá meira
Íslenski kylfingurinn Valdís Þóra Jónsdóttir hóf í morgun keppni á opna Nýja Suður Wales golfmótinu í Ástralíu en hún komst í sviðsljósið eftir frábæra frammistöðu sína á síðasta móti á Evrópumótaröðinni. Valdís Þóra var í toppbaráttunni allan tímann og náði þriðja sætinu á Australian Ladies Classic Bonville mótinu sem kláraðist um síðustu helgi. Valdís Þóra komst með því upp í sjötta sæti peningalistans á LET Evrópumótaröðinni. Valdís Þóra fór í viðtal á heimasíðu Evrópumótarraðarinnar fyrir mótið sem hófst í morgun en þetta er fjórða mótið í röð hjá Valdísi Þóru á LET Evrópumótaröðinni á þessu ári. „Auðvitað vil ég vinna mót á LET mótaröðinni og það væri líka mikill heiður fyrir mig að komast í liðið á Solheim bikarnum. Það væri virkilega gaman,“ sagði Valdís Þóra við heimasíðu LET. Solheim bikarinn er kvenkyns útgáfan af Ryder bikarnum. „Það er alltaf gaman þegar þú ert að spila vel og ég held að ég geti haldið því áfram. Ég hef lagt mikið á mig á síðustu tveimur árum og ég tel að ég sé loksins að uppskera fyrir það í mínum leik,“ sagði Valdís.Valdis Thora Jonsdottir (@DaughterOfJon) has climbed 44 spots to 6th on the OOM & is loving #WomensNSWOpen@CoffsGolfClub@ALPGtourpic.twitter.com/vGqez1ovYV — Ladies European Tour (@LETgolf) February 28, 2018 Blaðamaður LET síðunnar spurði Valdísi Þóru út í Ólafíu Þórunni Kristinsdóttur sem hefur komið íslenska kvennagolfinu á kortið á evrópsku og bandarísku mótaröðinni á síðustu tveimur árum. Nú bætist Valdís Þóra síðan í hópinn. „Allir heima eru mjög spenntir. Við missum okkur svolítið á Íslandi þegar íþróttafólkið okkar er að gera góða hluti ekki síst í kringum landsliðin og okkur kylfingana. Ég hef fengið góðan stuðning og ég er þakklátt fyrir hann allan komandi frá svo litlu landi,“ sagði Valdís. „Ólafía og ég styðjum hvora aðra og við erum ennþá vinkomnur. Það er alltaf gaman að sjá íslenska fánann upp á stöðutöflunni,“ sagði Valdís. „Vonandi tekst okkur að fá ungar stelpur til að byrja í golfinu. Strákarnir eru líka að koma upp. Við erum að sýna það og sanna að við getum komist alla leið á stóru mótaraðirnar ef við erum tilbúin að leggja mikið á okkur,“ sagði Valdís Þóra en það má sjá allt viðtalið við hana hér.
EM 2016 í Frakklandi Golf HM 2018 í Rússlandi Mest lesið Segir Eið Smára ekki fá það hrós sem hann á skilið Sport „Ísland er eini óvinur okkar“ Fótbolti Leiðin á HM: Daðraði við Deschamps fyrir viðtalið Fótbolti Þjálfari tilbúinn að hætta og tyrkneska þjóðin beðin afsökunar Fótbolti Tíu mánaða bann fyrir að taka lyf við hárlosi Fótbolti Sjáðu fundinn í heild: Arnar sat fyrir svörum í Frakklandi Fótbolti Þeir eiga ekki að sjá eftir neinu Fótbolti Liðsfélagi Elíasar sagður ljúga til um aldur Fótbolti Njarðvíkingar semja við öðruvísi Kana Körfubolti Onana græðir á skiptunum til Tyrklands Fótbolti Fleiri fréttir Man City og úrvalsdeildin náð sáttum varðandi auglýsingasamninga Benóný Breki bjargaði stigi í Eistlandi Þeir eiga ekki að sjá eftir neinu Liðsfélagi Elíasar sagður ljúga til um aldur Bestu mörkin: Getur reynslumesti þjálfarinn ekki leyst úr þessu? „Kann nokkur orð sem ég get ekki sagt hérna“ Fær líklega inn aðra týpu en Albert í liðið Sjáðu fundinn í heild: Arnar sat fyrir svörum í Frakklandi Leiðin á HM: Daðraði við Deschamps fyrir viðtalið Njarðvíkingar semja við öðruvísi Kana „Við munum þurfa að leggja okkur alla fram“ Dúettinn sem er að taka yfir tennisheiminn „Ísland er eini óvinur okkar“ Sjáðu FHL sækja stig gegn Þrótti Tíu mánaða bann fyrir að taka lyf við hárlosi Onana græðir á skiptunum til Tyrklands Þjálfari tilbúinn að hætta og tyrkneska þjóðin beðin afsökunar „Ætlum að keyra inn í þetta“ „Tottenham Hotspur er ekki til sölu“ Áhorfandi sló leikmann og missti af ótrúlegri endurkomu Alcaraz tekur toppsætið af Sinner eftir sigur á Opna bandaríska „Maður er í þessu fyrir svona leiki“ Segir Eið Smára ekki fá það hrós sem hann á skilið Dagskráin í dag: Íslenska U21 landsliðið mætir Eistum Íbúð landsliðsmanns Úkraínu í rúst eftir sprengjuárás Rússa Forráðamenn PSG ósáttir við læknateymi landsliðsins Doncic náði allskonar tölfræðiáföngum í kvöld Víkingar á fleygiferð eftir EM pásuna Spánverjar og Belgar skoruðu sex Ísraelar númeri of litlir fyrir Grikki Sjá meira