Óli Jó um ákvörðun KSÍ: Þetta setti blett á íslenska knattspyrnu Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 1. mars 2018 14:45 Ólafur Jóhannesson í starfi sínu sem landsliðsþjálfari. Vísir/AFP Ólafur Jóhannesson, þjálfari Íslandsmeistara Vals og fyrrum landsliðsþjálfari Íslands, var gestur í þættinum Návígi hjá Gunnlaugi Jónssyni á vefmiðlinum fótbolti.net. Ólafur þjálfaði íslenska landsliðið á árunum 2007 til 2011 en síðan tók Lars Lagerbäck við liðinu og við tók gullaldartími liðsins þar sem strákarnir hafa komist inn á EM og HM í fyrsta sinn. Ólafur fer yfir landsliðsárin í samtalinu við Gunnlaug og segir að hann hafi nokkrum sinnum verið nálægt því að hætta að þjálfa liðið sem auk þess að einu sinni hafi hann verið rekinn en haldið samt áfram störfum. Ólafur ræðir meðal annars það þegar KSÍ ákvað að 21 árs landsliðið gengi fyrir A-landsliðinu en þá kom, gullkynslóð íslenska landsliðsins í dag, 21 árs liðinu inn í úrslitakeppni EM. Ólafur var allt annað en ánægður með þá ákvörðun KSÍ. „Ég sagði þeim þarna að ég væri alvarlega að íhuga að stíga frá borði. Mér var misboðið þarna. Við ræddum þetta og á endanum gerði ég það ekki. Það voru kannski mistök hjá mér að hafa ekki gengið frá borði. Í kjölfarið á þessu voru þung samskipti á milli okkar. Ég var rekinn á einhverjum tímapunkti líka en það varð ekkert úr því einhverja hluta vegna," sagði Ólafur í samtalinu við Gunnlaug en hann hélt áfram: „Þjálfararnir hjá hinum liðunum hringdu í mig og spurðu hvað væri í gangi. Við vorum í keppni við önnur lið í riðlinum. Þetta var móðgun við önnur lið að stilla upp B-liði í leik þar sem stig og markatala skipti máli. Morten Olsen, landsliðsþjálfari Dana, átti ekki orð. Þetta setti blett á íslenska knattspyrnu,“ sagði Ólafur. Ólafur fékk talsverða gagnrýni í starfi sínu enda gekk lítið hjá liðinu inn á vellinum í leikjum í undankeppnunum. „Ég íhugaði oft hvort ég ætti ekki bara að hætta þessu helvíti. Ég held að það hefðu margir gengið frá borði miðað við þá gagnrýni og bull sem ég fékk yfir mig. Auðvitað er ég ekki besti vinur blaðamanna, ég hef vitað það alla tíð. Ég hef alltaf verið heiðarlegur og unnið mína vinnu. Það sem sumir sögðu á þessum tíma var fyrri neðan allar hellur,“ sagði Ólafur en það má sjá allt viðtalið með því að smella hér. EM 2016 í Frakklandi EM 2020 í fótbolta HM 2018 í Rússlandi Mest lesið Sigurvegari Stokkhólms-maraþonsins látin aðeins þrítug Sport Sjáðu brotið sem Blikar eru brjálaðir yfir Íslenski boltinn Svona var kynningarfundurinn fyrir Bónus-deildirnar í vetur Körfubolti Þorsteinn tók fram úr mörgum og varð fyrstur Íslendinga í mark á HM Sport Tindastóli og Njarðvík spáð toppnum í vetur Körfubolti Trump hikar ekki við að færa leiki á HM úr hættulegum borgum Fótbolti Trump missir ekki trúna: „Við munum klára þetta“ Golf Arnar ekki áfram með Fylki Íslenski boltinn Svona hefst Ryder-bikarinn: „Viljum ná öflugri byrjun“ Golf Þora ekki að horfa á strákinn vegna fúkyrðaflaums Golf Fleiri fréttir Slæm byrjun Chelsea skilaði Bayern sigri Víkingur vann bikarinn úr aukaspyrnum Kane skoraði hundrað mörk á methraða Ekitike var ekki sektaður: „Það má gera mistök hjá þessu félagi“ „Held við séum búnir að sjúga karamelluna nægilega mikið“ Lofar æðislegum leik Palmer frá næstu þrjár vikurnar Flottustu mörkin hjá Newcastle og Arsenal: Snilld Bergkamps og þrumufleygur Tiotés Arnar ekki áfram með Fylki Þjálfari Daníels og Arnórs rekinn Man. Utd tryggir sér aftur táning frá S-Ameríku en fær hann ekki strax Trump hikar ekki við að færa leiki á HM úr hættulegum borgum Sjáðu Stjörnuna stöðva partýið, bombur Bergdísar og dramað í Dalnum „Erfitt að kveðja allt fólkið í Krikanum“ Busquets stígur niður af sviðinu Sjáðu mörkin: Sævar á skotskónum en Giroud með sigurmarkið Sjáðu brotið sem Blikar eru brjálaðir yfir Börsungar halda í við Madrídinga Uppgjörið: Þór/KA - Tindastóll 3-0 | Þægilegt hjá Þór/KA Villa vann loksins en Watkins rúinn sjálfstrausti Úr svartnætti í sólarljós „Mjög ljót meiðsli eftir slæma og óþarfa tæklingu“ Uppgjörið: Þróttur - Víkingur 3-2 | Dramatík í Dalnum Látinn eftir höfuðhögg í leik Uppgjörið: FH - Valur 1-1 | Allt jafnt og Blikar nær titli Spilaði fyrsta leikinn í tvö ár: „Er í gervigrasskóm og hef ekki snert gras síðan 2023“ Giroud tryggði sigurinn eftir mark Sævars Högg fyrir KR-inga í fallbaráttunni Uppgjörið: Breiðablik - Stjarnan 1-2 | Stjarnan vann sanngjarnt og titillinn bíður betri tíma Trump vill koma í veg fyrir að UEFA banni Ísrael Sjá meira
Ólafur Jóhannesson, þjálfari Íslandsmeistara Vals og fyrrum landsliðsþjálfari Íslands, var gestur í þættinum Návígi hjá Gunnlaugi Jónssyni á vefmiðlinum fótbolti.net. Ólafur þjálfaði íslenska landsliðið á árunum 2007 til 2011 en síðan tók Lars Lagerbäck við liðinu og við tók gullaldartími liðsins þar sem strákarnir hafa komist inn á EM og HM í fyrsta sinn. Ólafur fer yfir landsliðsárin í samtalinu við Gunnlaug og segir að hann hafi nokkrum sinnum verið nálægt því að hætta að þjálfa liðið sem auk þess að einu sinni hafi hann verið rekinn en haldið samt áfram störfum. Ólafur ræðir meðal annars það þegar KSÍ ákvað að 21 árs landsliðið gengi fyrir A-landsliðinu en þá kom, gullkynslóð íslenska landsliðsins í dag, 21 árs liðinu inn í úrslitakeppni EM. Ólafur var allt annað en ánægður með þá ákvörðun KSÍ. „Ég sagði þeim þarna að ég væri alvarlega að íhuga að stíga frá borði. Mér var misboðið þarna. Við ræddum þetta og á endanum gerði ég það ekki. Það voru kannski mistök hjá mér að hafa ekki gengið frá borði. Í kjölfarið á þessu voru þung samskipti á milli okkar. Ég var rekinn á einhverjum tímapunkti líka en það varð ekkert úr því einhverja hluta vegna," sagði Ólafur í samtalinu við Gunnlaug en hann hélt áfram: „Þjálfararnir hjá hinum liðunum hringdu í mig og spurðu hvað væri í gangi. Við vorum í keppni við önnur lið í riðlinum. Þetta var móðgun við önnur lið að stilla upp B-liði í leik þar sem stig og markatala skipti máli. Morten Olsen, landsliðsþjálfari Dana, átti ekki orð. Þetta setti blett á íslenska knattspyrnu,“ sagði Ólafur. Ólafur fékk talsverða gagnrýni í starfi sínu enda gekk lítið hjá liðinu inn á vellinum í leikjum í undankeppnunum. „Ég íhugaði oft hvort ég ætti ekki bara að hætta þessu helvíti. Ég held að það hefðu margir gengið frá borði miðað við þá gagnrýni og bull sem ég fékk yfir mig. Auðvitað er ég ekki besti vinur blaðamanna, ég hef vitað það alla tíð. Ég hef alltaf verið heiðarlegur og unnið mína vinnu. Það sem sumir sögðu á þessum tíma var fyrri neðan allar hellur,“ sagði Ólafur en það má sjá allt viðtalið með því að smella hér.
EM 2016 í Frakklandi EM 2020 í fótbolta HM 2018 í Rússlandi Mest lesið Sigurvegari Stokkhólms-maraþonsins látin aðeins þrítug Sport Sjáðu brotið sem Blikar eru brjálaðir yfir Íslenski boltinn Svona var kynningarfundurinn fyrir Bónus-deildirnar í vetur Körfubolti Þorsteinn tók fram úr mörgum og varð fyrstur Íslendinga í mark á HM Sport Tindastóli og Njarðvík spáð toppnum í vetur Körfubolti Trump hikar ekki við að færa leiki á HM úr hættulegum borgum Fótbolti Trump missir ekki trúna: „Við munum klára þetta“ Golf Arnar ekki áfram með Fylki Íslenski boltinn Svona hefst Ryder-bikarinn: „Viljum ná öflugri byrjun“ Golf Þora ekki að horfa á strákinn vegna fúkyrðaflaums Golf Fleiri fréttir Slæm byrjun Chelsea skilaði Bayern sigri Víkingur vann bikarinn úr aukaspyrnum Kane skoraði hundrað mörk á methraða Ekitike var ekki sektaður: „Það má gera mistök hjá þessu félagi“ „Held við séum búnir að sjúga karamelluna nægilega mikið“ Lofar æðislegum leik Palmer frá næstu þrjár vikurnar Flottustu mörkin hjá Newcastle og Arsenal: Snilld Bergkamps og þrumufleygur Tiotés Arnar ekki áfram með Fylki Þjálfari Daníels og Arnórs rekinn Man. Utd tryggir sér aftur táning frá S-Ameríku en fær hann ekki strax Trump hikar ekki við að færa leiki á HM úr hættulegum borgum Sjáðu Stjörnuna stöðva partýið, bombur Bergdísar og dramað í Dalnum „Erfitt að kveðja allt fólkið í Krikanum“ Busquets stígur niður af sviðinu Sjáðu mörkin: Sævar á skotskónum en Giroud með sigurmarkið Sjáðu brotið sem Blikar eru brjálaðir yfir Börsungar halda í við Madrídinga Uppgjörið: Þór/KA - Tindastóll 3-0 | Þægilegt hjá Þór/KA Villa vann loksins en Watkins rúinn sjálfstrausti Úr svartnætti í sólarljós „Mjög ljót meiðsli eftir slæma og óþarfa tæklingu“ Uppgjörið: Þróttur - Víkingur 3-2 | Dramatík í Dalnum Látinn eftir höfuðhögg í leik Uppgjörið: FH - Valur 1-1 | Allt jafnt og Blikar nær titli Spilaði fyrsta leikinn í tvö ár: „Er í gervigrasskóm og hef ekki snert gras síðan 2023“ Giroud tryggði sigurinn eftir mark Sævars Högg fyrir KR-inga í fallbaráttunni Uppgjörið: Breiðablik - Stjarnan 1-2 | Stjarnan vann sanngjarnt og titillinn bíður betri tíma Trump vill koma í veg fyrir að UEFA banni Ísrael Sjá meira