Fyrstu bílalestirnar til Austur-Ghouta Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 3. mars 2018 08:30 Ungur drengur, sem missti hönd í átökunum, liggur í sjúkrahúsrúmi í Austur-Ghouta. Nordicphotos/AFP Sýrland Líklegt þykir að ríkisstjórn Bashars al-Assad, forseta Sýrlands, heimili hjálparsamtökum að flytja nauðsynjar með bílalest til særðra og þurfandi í bænum Douma í Austur-Ghouta á sunnudaginn. Frá þessu greindi Geert Cappelaere, forstöðumaður UNICEF í Mið-Austurlöndum, í gær. Til stendur að lestin flytji nauðsynjar fyrir nærri 200.000 manns en samkvæmt Cappelaere er þörf á frekari bílalestum til að aðstoða 400.000 almenna borgara á svæðinu. „Sýrlenska ríkisstjórnin hefur gefið í skyn að bílalestin fái að fara inn í Austur-Ghouta þann 4. mars. Við vonumst til þess að orð þeirra verði að skuldbindingu og erum tilbúin hvenær sem er,“ sagði Cappelaere. Hann bætti því við að í ljósi sögunnar þyrftu hjálparsamtök þó að vera raunsæ. Benti hann á að stjórnarliðar hefðu oft hirt birgðir úr bílunum. Rússar fyrirskipuðu í vikunni daglega fimm klukkustunda pásu á þessum hörðu átökum, sem hafa kostað nærri 600 lífið á tæpum tveimur vikum, í því skyni að leyfa hjálparsamtökum að koma inn á svæðið og almennum borgurum að flýja. Þau markmið hafa þó ekki náðst og hafa hjálparsamtök og erindrekar Sameinuðu þjóðanna sagt tímann allt of skamman. Enn bólar svo ekkert á innleiðingu ályktunar Öryggisráðs SÞ um 30 daga vopnahlé í Sýrlandi. Herforingi stjórnarliða í Austur-Ghouta sagði í gær að markmið þeirra væri nú að endurheimta svæðið, skref fyrir skref. Eftirlitssamtök sögðu í gær að það gengi vel hjá stjórnarliðum. Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Leggja til breytingar á gatnamótum í kjölfar banaslyss Innlent Drengurinn fannst heill á húfi Innlent „Erfið stund en mikilvæg“ Innlent Samfélagið í molum eftir fráfall ungrar konu: „Við erum enn þá í áfalli“ Innlent Hvirfilbylur við Vatnsleysuströnd Innlent Fjallað um Skjöld Íslands í forsíðugrein stórblaðs Innlent Guðrún tilnefnir Ólaf Adolfsson sem formann þingflokksins Innlent Kjúklingaræktandi fær á baukinn en MAST líka Innlent Skjálfti fannst í byggð Innlent Reynir að taka fleiri spil úr stokki þingsins Erlent Fleiri fréttir Maður talinn af eftir jarðfall Reynir að taka fleiri spil úr stokki þingsins Hleypa fulltrúum Palestínu ekki á allsherjarþingið Fyrrverandi þingforseti skotinn um hábjartan dag Finnar ætla að hætta að flagga hakakrossinum Úkraínumenn réðust á olíuvinnslu en Rússar á fjölbýlishús Flestir tollar Trumps eru ólöglegir, í bili Skutu hver annan fyrir orður og bætur Skoða að endurheimta votlendi til að stöðva loftslagsbreytingar og Rússa Sviptir Harris vernd Stærsta geimfyrirtæki Rússlands á vonarvöl Afhjúpaði eigin njósnara á X Shinawatra bolað úr embætti Slagsmál á mexíkóska þinginu yfir ræðutíma Ekki lengur fjarlægur möguleiki að hringrás í Atlantshafi stöðvist Falin myndavél á þingklósettinu og ósæmilegar myndir af börnum Árásarmaðurinn heltekinn af „hugmyndinni um að drepa börn“ Bandaríska utanríkisráðuneytið tjáir sig ekki um undirróðursherferð Glundroði hjá einni fremstu lýðheilsustofnun heims Rússar réðust á sendiskrifstofu Evrópusambandsins í Kænugarði Hafði ritað „Breivik“ og „Drepið Trump“ á skotvopnin Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Friður enn fjarlægur og Trump missir móðinn Mannskæð skotárás í skóla í Bandaríkjunum Með rétt til að „gera hvað sem ég vil“ „Þetta í raun staðfestir það sem að flestir bjuggust við“ Tilraunaskotið heppnaðist loksins Biður grænlenskar konur afsökunar vegna „lykkjumálsins“ Raðsundlaugarkúkari gengur laus í Oulu Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Frakkar skila höfuðkúpu konungsins Toera Sjá meira
Sýrland Líklegt þykir að ríkisstjórn Bashars al-Assad, forseta Sýrlands, heimili hjálparsamtökum að flytja nauðsynjar með bílalest til særðra og þurfandi í bænum Douma í Austur-Ghouta á sunnudaginn. Frá þessu greindi Geert Cappelaere, forstöðumaður UNICEF í Mið-Austurlöndum, í gær. Til stendur að lestin flytji nauðsynjar fyrir nærri 200.000 manns en samkvæmt Cappelaere er þörf á frekari bílalestum til að aðstoða 400.000 almenna borgara á svæðinu. „Sýrlenska ríkisstjórnin hefur gefið í skyn að bílalestin fái að fara inn í Austur-Ghouta þann 4. mars. Við vonumst til þess að orð þeirra verði að skuldbindingu og erum tilbúin hvenær sem er,“ sagði Cappelaere. Hann bætti því við að í ljósi sögunnar þyrftu hjálparsamtök þó að vera raunsæ. Benti hann á að stjórnarliðar hefðu oft hirt birgðir úr bílunum. Rússar fyrirskipuðu í vikunni daglega fimm klukkustunda pásu á þessum hörðu átökum, sem hafa kostað nærri 600 lífið á tæpum tveimur vikum, í því skyni að leyfa hjálparsamtökum að koma inn á svæðið og almennum borgurum að flýja. Þau markmið hafa þó ekki náðst og hafa hjálparsamtök og erindrekar Sameinuðu þjóðanna sagt tímann allt of skamman. Enn bólar svo ekkert á innleiðingu ályktunar Öryggisráðs SÞ um 30 daga vopnahlé í Sýrlandi. Herforingi stjórnarliða í Austur-Ghouta sagði í gær að markmið þeirra væri nú að endurheimta svæðið, skref fyrir skref. Eftirlitssamtök sögðu í gær að það gengi vel hjá stjórnarliðum.
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Leggja til breytingar á gatnamótum í kjölfar banaslyss Innlent Drengurinn fannst heill á húfi Innlent „Erfið stund en mikilvæg“ Innlent Samfélagið í molum eftir fráfall ungrar konu: „Við erum enn þá í áfalli“ Innlent Hvirfilbylur við Vatnsleysuströnd Innlent Fjallað um Skjöld Íslands í forsíðugrein stórblaðs Innlent Guðrún tilnefnir Ólaf Adolfsson sem formann þingflokksins Innlent Kjúklingaræktandi fær á baukinn en MAST líka Innlent Skjálfti fannst í byggð Innlent Reynir að taka fleiri spil úr stokki þingsins Erlent Fleiri fréttir Maður talinn af eftir jarðfall Reynir að taka fleiri spil úr stokki þingsins Hleypa fulltrúum Palestínu ekki á allsherjarþingið Fyrrverandi þingforseti skotinn um hábjartan dag Finnar ætla að hætta að flagga hakakrossinum Úkraínumenn réðust á olíuvinnslu en Rússar á fjölbýlishús Flestir tollar Trumps eru ólöglegir, í bili Skutu hver annan fyrir orður og bætur Skoða að endurheimta votlendi til að stöðva loftslagsbreytingar og Rússa Sviptir Harris vernd Stærsta geimfyrirtæki Rússlands á vonarvöl Afhjúpaði eigin njósnara á X Shinawatra bolað úr embætti Slagsmál á mexíkóska þinginu yfir ræðutíma Ekki lengur fjarlægur möguleiki að hringrás í Atlantshafi stöðvist Falin myndavél á þingklósettinu og ósæmilegar myndir af börnum Árásarmaðurinn heltekinn af „hugmyndinni um að drepa börn“ Bandaríska utanríkisráðuneytið tjáir sig ekki um undirróðursherferð Glundroði hjá einni fremstu lýðheilsustofnun heims Rússar réðust á sendiskrifstofu Evrópusambandsins í Kænugarði Hafði ritað „Breivik“ og „Drepið Trump“ á skotvopnin Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Friður enn fjarlægur og Trump missir móðinn Mannskæð skotárás í skóla í Bandaríkjunum Með rétt til að „gera hvað sem ég vil“ „Þetta í raun staðfestir það sem að flestir bjuggust við“ Tilraunaskotið heppnaðist loksins Biður grænlenskar konur afsökunar vegna „lykkjumálsins“ Raðsundlaugarkúkari gengur laus í Oulu Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Frakkar skila höfuðkúpu konungsins Toera Sjá meira