Skólastjórinn missti sig eftir flautublokk Taylor í Seljaskóla | Myndband Tómas Þór Þórðarson skrifar 5. mars 2018 10:30 Haukar voru einu skoti frá því að tryggja sér deildarmeistaratitilinn í Domino´s-deild karla í körfubolta í gærkvöldi þegar að liðið heimsótti ÍR í toppslag í Hertz-hellinn í Seljaskóla. Lítið var skorað í leik tveggja sterkra varna en Haukar fengu síðustu sóknina eftir að Matthías Orri Sigurðarson brenndi af vítaskoti þegar að 7,6 sekúndur voru eftir. ÍR var þá tveimur stigum yfir, 64-62. Gestirnir úr Hafnarfirðinum brunuðu fram völlinn og setti Bandaríkjamaðurinn Paul Anthony Jones III upp skot fyrir Hauk Óskarsson fyrir utan teiginn vinstra megin. Hann var fyrir utan þriggja stiga línuna þannig að karfa myndi tryggja Haukum sigur og deildarmeistaratitilinn. Skotið komst þó aldrei nálægt körfunni því Ryan Taylor, Bandaríkjamaðurinn ótrúlegi í liði ÍR, kom fljúgandi og varði skot Hauks með tilþrifum. Í staðinn fyrir flautukörfu frá Haukum átti Taylor flautublokk. Allt ætlaði um koll að keyra í Breiðholtinu og var enginn glaðari en skólastjórinn sjálfur í Seljaskóla, Magnús Þór Jónsson, sem stökk á Taylor og faðmaði drekann með látum. Geggjaður endir á geggjuðum leik. Haukar eru enn í bílstjórasætinu um deildarmeistaratitilinn en liðið fær bikarinn afhentan í næstu umferð takist því að leggja Valsmenn á heimavelli. Farið verður yfir þennan leik sem og alla hina í 21. umferðinni í Domino´s-Körfuboltakvöldi klukkan 21.00 á Stöð 2 Sport HD að loknum leik Stjörnunnar og Keflavíkur. Flautublokkið má sjá í spilaranum hér að ofan. Dominos-deild karla Mest lesið Totti í harðri forræðisdeilu um fjögur Rolex úr Fótbolti „Það var engin taktík“ Fótbolti „Labbar ekki inn í líkamsrækt og byrjar að sprauta í þig sterum“ Sport Toone með sögulega fullkomna tölfræði Fótbolti Raggi Nat á Nesið Körfubolti Sautján ára troðsludrottning vekur athygli Körfubolti Sjö körfuboltamenn að fá íslenskan ríkisborgararétt Körfubolti Mistök að ráða ekki Betu og „er ekki talað hávært um Óla Kristjáns“ Fótbolti Jóhannes kominn aftur heim en ekki með KR í kvöld Fótbolti Dagskráin í dag: Blikar berjast fyrir lífi sínu í Meistaradeildinni Sport Fleiri fréttir Raggi Nat á Nesið Sautján ára troðsludrottning vekur athygli Stólarnir semja við spænskan leikstjórnanda Sjö körfuboltamenn að fá íslenskan ríkisborgararétt Strákarnir unnu Slóvena á EM Fjögur lið sýnt LeBron áhuga Stjarna Cavs trúlofuð Grammy verðlaunahafa Doncic fékk að vita af sölunni en ekki LeBron Skellur í fyrsta leik hjá guttunum okkar Ísköld Clark stýrði sókninni eins og hershöfðingi Líkti Cooper Flagg við Kobe Bryant Áframhaldandi NBA tengingar í Bónus deildinni Taka einn efnilegasta leikmanninn frá Íslandsmeisturum Hauka Julio de Assis og Luka Gasic í Stjörnuna Birkir Hrafn í NBA akademíunni „Þetta gerist rosa hratt“ Sengun í fantaformi í sumarfríinu Hægt að gista í glæsihúsi Michael Jordan Shai Gilgeous-Alexander og Angel Reese framan á 2K26 Sengun í fantaformi í sumarfríinu Jokic framlengir ekki að sinni Verður fimmti launahæsti íþróttamaður í heimi Fylkir og Valur í formlegt samstarf Mikil blóðtaka fyrir Valsmenn Sjö lið skiptust á sex leikmönnum Tyrese Haliburton missir af öllu næsta tímabili KR semur við ungan bandarískan framherja Hægt að skoða EuroBasket bikarinn og fá áritun hjá strákunum Þórsarar semja við Grikkja og Bandarikjamann Rauða pandan í NBA útskrifuð af sjúkrahúsi Sjá meira
Haukar voru einu skoti frá því að tryggja sér deildarmeistaratitilinn í Domino´s-deild karla í körfubolta í gærkvöldi þegar að liðið heimsótti ÍR í toppslag í Hertz-hellinn í Seljaskóla. Lítið var skorað í leik tveggja sterkra varna en Haukar fengu síðustu sóknina eftir að Matthías Orri Sigurðarson brenndi af vítaskoti þegar að 7,6 sekúndur voru eftir. ÍR var þá tveimur stigum yfir, 64-62. Gestirnir úr Hafnarfirðinum brunuðu fram völlinn og setti Bandaríkjamaðurinn Paul Anthony Jones III upp skot fyrir Hauk Óskarsson fyrir utan teiginn vinstra megin. Hann var fyrir utan þriggja stiga línuna þannig að karfa myndi tryggja Haukum sigur og deildarmeistaratitilinn. Skotið komst þó aldrei nálægt körfunni því Ryan Taylor, Bandaríkjamaðurinn ótrúlegi í liði ÍR, kom fljúgandi og varði skot Hauks með tilþrifum. Í staðinn fyrir flautukörfu frá Haukum átti Taylor flautublokk. Allt ætlaði um koll að keyra í Breiðholtinu og var enginn glaðari en skólastjórinn sjálfur í Seljaskóla, Magnús Þór Jónsson, sem stökk á Taylor og faðmaði drekann með látum. Geggjaður endir á geggjuðum leik. Haukar eru enn í bílstjórasætinu um deildarmeistaratitilinn en liðið fær bikarinn afhentan í næstu umferð takist því að leggja Valsmenn á heimavelli. Farið verður yfir þennan leik sem og alla hina í 21. umferðinni í Domino´s-Körfuboltakvöldi klukkan 21.00 á Stöð 2 Sport HD að loknum leik Stjörnunnar og Keflavíkur. Flautublokkið má sjá í spilaranum hér að ofan.
Dominos-deild karla Mest lesið Totti í harðri forræðisdeilu um fjögur Rolex úr Fótbolti „Það var engin taktík“ Fótbolti „Labbar ekki inn í líkamsrækt og byrjar að sprauta í þig sterum“ Sport Toone með sögulega fullkomna tölfræði Fótbolti Raggi Nat á Nesið Körfubolti Sautján ára troðsludrottning vekur athygli Körfubolti Sjö körfuboltamenn að fá íslenskan ríkisborgararétt Körfubolti Mistök að ráða ekki Betu og „er ekki talað hávært um Óla Kristjáns“ Fótbolti Jóhannes kominn aftur heim en ekki með KR í kvöld Fótbolti Dagskráin í dag: Blikar berjast fyrir lífi sínu í Meistaradeildinni Sport Fleiri fréttir Raggi Nat á Nesið Sautján ára troðsludrottning vekur athygli Stólarnir semja við spænskan leikstjórnanda Sjö körfuboltamenn að fá íslenskan ríkisborgararétt Strákarnir unnu Slóvena á EM Fjögur lið sýnt LeBron áhuga Stjarna Cavs trúlofuð Grammy verðlaunahafa Doncic fékk að vita af sölunni en ekki LeBron Skellur í fyrsta leik hjá guttunum okkar Ísköld Clark stýrði sókninni eins og hershöfðingi Líkti Cooper Flagg við Kobe Bryant Áframhaldandi NBA tengingar í Bónus deildinni Taka einn efnilegasta leikmanninn frá Íslandsmeisturum Hauka Julio de Assis og Luka Gasic í Stjörnuna Birkir Hrafn í NBA akademíunni „Þetta gerist rosa hratt“ Sengun í fantaformi í sumarfríinu Hægt að gista í glæsihúsi Michael Jordan Shai Gilgeous-Alexander og Angel Reese framan á 2K26 Sengun í fantaformi í sumarfríinu Jokic framlengir ekki að sinni Verður fimmti launahæsti íþróttamaður í heimi Fylkir og Valur í formlegt samstarf Mikil blóðtaka fyrir Valsmenn Sjö lið skiptust á sex leikmönnum Tyrese Haliburton missir af öllu næsta tímabili KR semur við ungan bandarískan framherja Hægt að skoða EuroBasket bikarinn og fá áritun hjá strákunum Þórsarar semja við Grikkja og Bandarikjamann Rauða pandan í NBA útskrifuð af sjúkrahúsi Sjá meira