Jürgen Klopp: Íslenskur sigur á HM væri stærsta stund fótboltasögunnar | Myndband Tómas Þór Þórðarson skrifar 5. mars 2018 14:56 Jürgen Klopp brosir til Magnúsar á fundinum í dag. skjáskot Jürgen Klopp, knattspyrnustjóri Liverpool, er mikill aðdáandi íslensku þjóðarinnar eftir að hafa komið hingað á skíði í fyrra. Hann á ekki orð yfir íþróttaafrek Íslendinga en strákarnir okkar eru, eins og allir vita, á leið á HM í Rússlandi í sumar. Magnús Már Einarsson, ritstjóri Fótbolti.net, var staddur á blaðamannafundi Klopps fyrir leikinn gegn Porto í Meistaradeildinni í dag og fékk síðustu spurningu fundarins. Hann nýtti hana ekki til að vita meira um Liverpool heldur spurði Magnús Þjóðverjann hvað hann telji að Ísland geti gert á HM í sumar. Klopp brosti sínu breiðasta og hló dátt áður en hann hugsaði málið í smástund. Hann hélt svo mikla lofræðu um íslenska íþróttamenn og íslensku þjóðina. „Ég var á skíðum á Íslandi síðasta sumar sem var ein besta upplifun lífs míns. Hvað búa margir þarna? 300.000?“ spurði Klopp en Magnús bætti við 40.000 manns. „Ég trúi þessu ekki. Þetta er alveg ótrúlegt,“ svaraði Klopp. „Rætur fótboltans eru eins og rætur lífsins. Það þarf ekki mikið af fólki til að gera góða hluti heldur bara rétta fólkið. Það sem Ísland er búið að gera í fótbolta er alveg ótrúlegt og ekki bara fótbolta heldur handbolta líka,“ sagði sá þýski. Klopp vonast eftir íslenskum sigri á HM svo framarlega að Þýskalandi og Englandi takist ekki að vinna heimsmeistaramótið. „Maður gæti haldið að það væru bara íþróttamenn á Íslandi en þarna eru líka læknar og kennarar og allt þetta með bara 340.000 manns. Ég skil ekki hvernig þetta gengur upp,“ sagði hann. „Ef Þýskaland vinnur ekki og ekki England þá vona ég að Ísland vinni. Það yrði það ótrúlegasta í sögu fótboltans. Ég elska viðhorf íslensku þjóðarinnar. Þetta er frábært land. Til hamingju með að vera Íslendingur,“ sagði Jürgen Klopp. Svar Jürgens Klopps má sjá hér að neðan en spurningin frá Magnúsi kemur á 40:37 HM 2018 í Rússlandi Mest lesið Eygló Fanndal fékk slæmar fréttir: „Hrædd við komandi mánuði“ Sport Ætlaði að hætta að velja Eið Smára í landsliðið eftir fýluferð til Englands Fótbolti Samherji verður einn helsti bakhjarl HSÍ Handbolti Van Dijk við Hjörvar: „Hvað er sérfræðingur?“ Enski boltinn Liverpool kvartar í dómarasamtökunum Enski boltinn „Algjört bull“ eða „rétt ákvörðun“? Enski boltinn Hjörvar sagði González fá símtal: „Ef það gerist þá verður það frábært“ Enski boltinn Vill halda Heimi og írska liðið lélegt Fótbolti Rooney og Schmeichel fundu til með Liverpool: „Þetta er slæm ákvörðun“ Enski boltinn Markvörður með skóflu á lofti í miðjum úrslitaleik Fótbolti Fleiri fréttir Rúmlega þúsund leikmenn til rannsóknar: Liðsfélagi Loga settur í bann Alexandra lagði upp og María fór á kostum í Íslendingaslag Sesko ekki með sjálfstraust og dregur sig úr landsliðshópnum Ingibjörg fagnaði langþráðum sigri Liverpool kvartar í dómarasamtökunum Rekinn úr starfi í annað sinn á þessu ári Maðurinn sem Liverpool leyfði að fara með eitt af mörkum ársins Yamal hefur þurft að þola tvöfalt meiri rasisma en Vinicius Messi um endurkomu til Barcelona: „Ég vona það einn daginn“ „Algjört bull“ eða „rétt ákvörðun“? Mætti sínu gamla liði í fyrsta sinn og skoraði tvö sjálfsmörk Hjörvar sagði González fá símtal: „Ef það gerist þá verður það frábært“ Van Dijk við Hjörvar: „Hvað er sérfræðingur?“ Stelpurnar okkar byrja á erfiðasta glugga sögunnar Ætlaði að hætta að velja Eið Smára í landsliðið eftir fýluferð til Englands Rooney og Schmeichel fundu til með Liverpool: „Þetta er slæm ákvörðun“ Vill halda Heimi og írska liðið lélegt Markvörður með skóflu á lofti í miðjum úrslitaleik Markaregn í enska boltanum í dag Inter aftur á toppinn eftir sigur á Lazio Sjáðu mörkin og allt það helsta úr meistaraslagnum Þrenna frá Lewandowski og Rashford í stuði Kristall Máni á skotskónum í sigurleik Enginn varið fleiri víti en Mamardashvili Daníel Tristan skoraði sigurmark Malmö Albert skoraði en Fiorentina enn án sigurs og á botninum Fjögur mörk, varið víti og Villa upp í sjöunda sætið Öruggur sigur City Fyrsta jafntefli Real Madrid Fanney sænskur meistari í fyrstu tilraun Sjá meira
Jürgen Klopp, knattspyrnustjóri Liverpool, er mikill aðdáandi íslensku þjóðarinnar eftir að hafa komið hingað á skíði í fyrra. Hann á ekki orð yfir íþróttaafrek Íslendinga en strákarnir okkar eru, eins og allir vita, á leið á HM í Rússlandi í sumar. Magnús Már Einarsson, ritstjóri Fótbolti.net, var staddur á blaðamannafundi Klopps fyrir leikinn gegn Porto í Meistaradeildinni í dag og fékk síðustu spurningu fundarins. Hann nýtti hana ekki til að vita meira um Liverpool heldur spurði Magnús Þjóðverjann hvað hann telji að Ísland geti gert á HM í sumar. Klopp brosti sínu breiðasta og hló dátt áður en hann hugsaði málið í smástund. Hann hélt svo mikla lofræðu um íslenska íþróttamenn og íslensku þjóðina. „Ég var á skíðum á Íslandi síðasta sumar sem var ein besta upplifun lífs míns. Hvað búa margir þarna? 300.000?“ spurði Klopp en Magnús bætti við 40.000 manns. „Ég trúi þessu ekki. Þetta er alveg ótrúlegt,“ svaraði Klopp. „Rætur fótboltans eru eins og rætur lífsins. Það þarf ekki mikið af fólki til að gera góða hluti heldur bara rétta fólkið. Það sem Ísland er búið að gera í fótbolta er alveg ótrúlegt og ekki bara fótbolta heldur handbolta líka,“ sagði sá þýski. Klopp vonast eftir íslenskum sigri á HM svo framarlega að Þýskalandi og Englandi takist ekki að vinna heimsmeistaramótið. „Maður gæti haldið að það væru bara íþróttamenn á Íslandi en þarna eru líka læknar og kennarar og allt þetta með bara 340.000 manns. Ég skil ekki hvernig þetta gengur upp,“ sagði hann. „Ef Þýskaland vinnur ekki og ekki England þá vona ég að Ísland vinni. Það yrði það ótrúlegasta í sögu fótboltans. Ég elska viðhorf íslensku þjóðarinnar. Þetta er frábært land. Til hamingju með að vera Íslendingur,“ sagði Jürgen Klopp. Svar Jürgens Klopps má sjá hér að neðan en spurningin frá Magnúsi kemur á 40:37
HM 2018 í Rússlandi Mest lesið Eygló Fanndal fékk slæmar fréttir: „Hrædd við komandi mánuði“ Sport Ætlaði að hætta að velja Eið Smára í landsliðið eftir fýluferð til Englands Fótbolti Samherji verður einn helsti bakhjarl HSÍ Handbolti Van Dijk við Hjörvar: „Hvað er sérfræðingur?“ Enski boltinn Liverpool kvartar í dómarasamtökunum Enski boltinn „Algjört bull“ eða „rétt ákvörðun“? Enski boltinn Hjörvar sagði González fá símtal: „Ef það gerist þá verður það frábært“ Enski boltinn Vill halda Heimi og írska liðið lélegt Fótbolti Rooney og Schmeichel fundu til með Liverpool: „Þetta er slæm ákvörðun“ Enski boltinn Markvörður með skóflu á lofti í miðjum úrslitaleik Fótbolti Fleiri fréttir Rúmlega þúsund leikmenn til rannsóknar: Liðsfélagi Loga settur í bann Alexandra lagði upp og María fór á kostum í Íslendingaslag Sesko ekki með sjálfstraust og dregur sig úr landsliðshópnum Ingibjörg fagnaði langþráðum sigri Liverpool kvartar í dómarasamtökunum Rekinn úr starfi í annað sinn á þessu ári Maðurinn sem Liverpool leyfði að fara með eitt af mörkum ársins Yamal hefur þurft að þola tvöfalt meiri rasisma en Vinicius Messi um endurkomu til Barcelona: „Ég vona það einn daginn“ „Algjört bull“ eða „rétt ákvörðun“? Mætti sínu gamla liði í fyrsta sinn og skoraði tvö sjálfsmörk Hjörvar sagði González fá símtal: „Ef það gerist þá verður það frábært“ Van Dijk við Hjörvar: „Hvað er sérfræðingur?“ Stelpurnar okkar byrja á erfiðasta glugga sögunnar Ætlaði að hætta að velja Eið Smára í landsliðið eftir fýluferð til Englands Rooney og Schmeichel fundu til með Liverpool: „Þetta er slæm ákvörðun“ Vill halda Heimi og írska liðið lélegt Markvörður með skóflu á lofti í miðjum úrslitaleik Markaregn í enska boltanum í dag Inter aftur á toppinn eftir sigur á Lazio Sjáðu mörkin og allt það helsta úr meistaraslagnum Þrenna frá Lewandowski og Rashford í stuði Kristall Máni á skotskónum í sigurleik Enginn varið fleiri víti en Mamardashvili Daníel Tristan skoraði sigurmark Malmö Albert skoraði en Fiorentina enn án sigurs og á botninum Fjögur mörk, varið víti og Villa upp í sjöunda sætið Öruggur sigur City Fyrsta jafntefli Real Madrid Fanney sænskur meistari í fyrstu tilraun Sjá meira