Norður-Kóreumenn segjast reiðubúnir að hætta kjarnorkutilraunum Kristín Ólafsdóttir skrifar 6. mars 2018 15:48 Kim Jong-un, leiðtogi Norður-Kóreu, og Chung Eui-yong, þjóðaröryggisráðgjafi Suður-Kóreu, takast í hendur á fundi í Pyongyang, höfuðborg Norður-Kóreu, í gær. Stjórnvöld Kóreuríkjanna hafa komið sér saman um að halda leiðtogafund í apríl, að því er fram kom í máli Chung Eui-yong, þjóðaröryggisráðgjafa forseta Suður-Kóreu, Moon Jae-in. BBC greinir frá. Fundurinn verður haldinn á landamærum ríkjanna en hann er enn fremur sá fyrsti sinnar tegundar í rúman árátug. Þá er þetta einnig fyrsti leiðtogafundur ríkjanna sem haldinn er síðan Kim Jong-un tók við völdum í Norður-Kóreu. Chung Eui-yong sagði enn fremur að yfirvöld í Norður-Kóreu væru tilbúin til að ræða afvopnun ríkisins en tíðar kjarnorkuvopnatilraunir yfirvalda hafa valdið miklum usla á alþjóðavettvangi. Kim Jong-un sagði viðræður um kjarnorkuafvopnun geta hafist, að því gefnu að öryggi Norður-Kóreu yrði tryggt. Bandaríkin hafa lýst því yfir að stjórnvöld þar í landi muni ekki ræða við Norður-Kóreu nema hin síðarnefndu láti af kjarnorkuvopnatilraunum sínum. Donald Trump Bandaríkjaforseti tjáði sig um viðræður ríkjanna á Twitter-reikningi sínum í gær.Possible progress being made in talks with North Korea. For the first time in many years, a serious effort is being made by all parties concerned. The World is watching and waiting! May be false hope, but the U.S. is ready to go hard in either direction!— Donald J. Trump (@realDonaldTrump) March 6, 2018 „Heimurinn fylgist með og bíður! Þetta gæti verið falsvon en Bandaríkin eru tilbúin til að fara alla leið í hvora áttina sem er,“ skrifaði Trump. Þíða hefur verið í samskiptum Norður- og Suður-Kóreu undanfarið í kjölfar vetrarólympíuleika sem haldnir voru í Suður-Kóreu. Löndin tvö tóku meðal annars þátt undir sama fána á leikunum. Norður-Kórea Tengdar fréttir Hóta aðgerðum taki Bandaríkin þátt í heræfingu Suður Kóreu Segja að bandarísk yfirvöld muni bera alfarið ábyrgð á þeim afleiðingum. 3. mars 2018 23:55 Suður-kóresk sendinefnd til viðræðna við Kim Jong-un í fyrsta sinn Tveir hátt settir embættismenn frá Suður-Kóreu eru í sendinefndinni. 5. mars 2018 10:03 Norður Kóreumenn sagðir hafa lýst yfir vilja til viðræðna við Bandaríkjamenn Kom fram eftir samtal norður kóresks hershöfðingja og forseta Suður Kóreu á lokaathöfn Vetrarólympíuleikanna. 25. febrúar 2018 11:53 Mest lesið Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Innlent Ákváðu að vera opin gagnvart börnunum varðandi veikindin Erlent Erfitt að skilja drengina eftir í Suður-Afríku en jákvætt að þeir séu loks edrú Innlent Færði féð yfir á eigin reikning til að losa frysta reikninga Innlent Kínverjar menga mest en standa sig samt best Erlent Mótefni við RSV muni draga verulega úr álagi og kostnaði Innlent Nýtt spillingarmál skekur Úkraínu Erlent Aðdragandinn að endinum hjá ríkislögreglustjóra Innlent Sprengdi sig í loft upp við dómshús Erlent Smallville-leikkona opnar sig í fyrsta sinn um aðkomu sína að kynlífssértrúarsöfnuðinum Erlent Fleiri fréttir Smallville-leikkona opnar sig í fyrsta sinn um aðkomu sína að kynlífssértrúarsöfnuðinum Grænlenskir góðmálmar og seinagangur bankanna Sprengdi sig í loft upp við dómshús Nýtt spillingarmál skekur Úkraínu Kínverjar menga mest en standa sig samt best Ákváðu að vera opin gagnvart börnunum varðandi veikindin „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Hótar að kæra BBC fyrir einn milljarð dala „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Reynt sé að grafa undan BBC sem þó hafi gert mistök Demókratar reiðir hver öðrum en aðallega reiðir Schumer Ætla ekki að endurskoða rétt samkynhneigðra til að giftast Sarkozy laus úr fangelsi Lagði til að forsætisráðherrann yrði afhöfðaður Sögð ætla að leita á náðir Trumps Skaut hreingerningakonu sem fór húsavillt Mótmæli gegn loftmengun í Nýju-Delí: „Ég sakna þess að anda“ Trump náðar Giuliani og aðra tengda kosningasamsærinu í Georgíu Frumvarp um fjármögnun alríkisins samþykkt í öldungadeildinni Flugvallarþorp gæti öðlast framhaldslíf Forstöðumaður BBC segir af sér vegna misvísandi umfjöllunar Saka Rússa um að ógna kjarnorkuöryggi í Evrópu Bretlandsher aðstoðar Belga vegna drónaflugs Nærri milljón rýmir vegna ofurfellibyls Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Aflýsa yfir þúsund flugferðum Sex drepnir í árásum á blokkir og orkuinnviði Haldið föngnum neðanjarðar án sólarljóss mánuðum saman Bretar vilja fara „dönsku leiðina“ í innflytjendamálum Sjá meira
Stjórnvöld Kóreuríkjanna hafa komið sér saman um að halda leiðtogafund í apríl, að því er fram kom í máli Chung Eui-yong, þjóðaröryggisráðgjafa forseta Suður-Kóreu, Moon Jae-in. BBC greinir frá. Fundurinn verður haldinn á landamærum ríkjanna en hann er enn fremur sá fyrsti sinnar tegundar í rúman árátug. Þá er þetta einnig fyrsti leiðtogafundur ríkjanna sem haldinn er síðan Kim Jong-un tók við völdum í Norður-Kóreu. Chung Eui-yong sagði enn fremur að yfirvöld í Norður-Kóreu væru tilbúin til að ræða afvopnun ríkisins en tíðar kjarnorkuvopnatilraunir yfirvalda hafa valdið miklum usla á alþjóðavettvangi. Kim Jong-un sagði viðræður um kjarnorkuafvopnun geta hafist, að því gefnu að öryggi Norður-Kóreu yrði tryggt. Bandaríkin hafa lýst því yfir að stjórnvöld þar í landi muni ekki ræða við Norður-Kóreu nema hin síðarnefndu láti af kjarnorkuvopnatilraunum sínum. Donald Trump Bandaríkjaforseti tjáði sig um viðræður ríkjanna á Twitter-reikningi sínum í gær.Possible progress being made in talks with North Korea. For the first time in many years, a serious effort is being made by all parties concerned. The World is watching and waiting! May be false hope, but the U.S. is ready to go hard in either direction!— Donald J. Trump (@realDonaldTrump) March 6, 2018 „Heimurinn fylgist með og bíður! Þetta gæti verið falsvon en Bandaríkin eru tilbúin til að fara alla leið í hvora áttina sem er,“ skrifaði Trump. Þíða hefur verið í samskiptum Norður- og Suður-Kóreu undanfarið í kjölfar vetrarólympíuleika sem haldnir voru í Suður-Kóreu. Löndin tvö tóku meðal annars þátt undir sama fána á leikunum.
Norður-Kórea Tengdar fréttir Hóta aðgerðum taki Bandaríkin þátt í heræfingu Suður Kóreu Segja að bandarísk yfirvöld muni bera alfarið ábyrgð á þeim afleiðingum. 3. mars 2018 23:55 Suður-kóresk sendinefnd til viðræðna við Kim Jong-un í fyrsta sinn Tveir hátt settir embættismenn frá Suður-Kóreu eru í sendinefndinni. 5. mars 2018 10:03 Norður Kóreumenn sagðir hafa lýst yfir vilja til viðræðna við Bandaríkjamenn Kom fram eftir samtal norður kóresks hershöfðingja og forseta Suður Kóreu á lokaathöfn Vetrarólympíuleikanna. 25. febrúar 2018 11:53 Mest lesið Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Innlent Ákváðu að vera opin gagnvart börnunum varðandi veikindin Erlent Erfitt að skilja drengina eftir í Suður-Afríku en jákvætt að þeir séu loks edrú Innlent Færði féð yfir á eigin reikning til að losa frysta reikninga Innlent Kínverjar menga mest en standa sig samt best Erlent Mótefni við RSV muni draga verulega úr álagi og kostnaði Innlent Nýtt spillingarmál skekur Úkraínu Erlent Aðdragandinn að endinum hjá ríkislögreglustjóra Innlent Sprengdi sig í loft upp við dómshús Erlent Smallville-leikkona opnar sig í fyrsta sinn um aðkomu sína að kynlífssértrúarsöfnuðinum Erlent Fleiri fréttir Smallville-leikkona opnar sig í fyrsta sinn um aðkomu sína að kynlífssértrúarsöfnuðinum Grænlenskir góðmálmar og seinagangur bankanna Sprengdi sig í loft upp við dómshús Nýtt spillingarmál skekur Úkraínu Kínverjar menga mest en standa sig samt best Ákváðu að vera opin gagnvart börnunum varðandi veikindin „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Hótar að kæra BBC fyrir einn milljarð dala „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Reynt sé að grafa undan BBC sem þó hafi gert mistök Demókratar reiðir hver öðrum en aðallega reiðir Schumer Ætla ekki að endurskoða rétt samkynhneigðra til að giftast Sarkozy laus úr fangelsi Lagði til að forsætisráðherrann yrði afhöfðaður Sögð ætla að leita á náðir Trumps Skaut hreingerningakonu sem fór húsavillt Mótmæli gegn loftmengun í Nýju-Delí: „Ég sakna þess að anda“ Trump náðar Giuliani og aðra tengda kosningasamsærinu í Georgíu Frumvarp um fjármögnun alríkisins samþykkt í öldungadeildinni Flugvallarþorp gæti öðlast framhaldslíf Forstöðumaður BBC segir af sér vegna misvísandi umfjöllunar Saka Rússa um að ógna kjarnorkuöryggi í Evrópu Bretlandsher aðstoðar Belga vegna drónaflugs Nærri milljón rýmir vegna ofurfellibyls Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Aflýsa yfir þúsund flugferðum Sex drepnir í árásum á blokkir og orkuinnviði Haldið föngnum neðanjarðar án sólarljóss mánuðum saman Bretar vilja fara „dönsku leiðina“ í innflytjendamálum Sjá meira
Hóta aðgerðum taki Bandaríkin þátt í heræfingu Suður Kóreu Segja að bandarísk yfirvöld muni bera alfarið ábyrgð á þeim afleiðingum. 3. mars 2018 23:55
Suður-kóresk sendinefnd til viðræðna við Kim Jong-un í fyrsta sinn Tveir hátt settir embættismenn frá Suður-Kóreu eru í sendinefndinni. 5. mars 2018 10:03
Norður Kóreumenn sagðir hafa lýst yfir vilja til viðræðna við Bandaríkjamenn Kom fram eftir samtal norður kóresks hershöfðingja og forseta Suður Kóreu á lokaathöfn Vetrarólympíuleikanna. 25. febrúar 2018 11:53