Enn sigra Haukar │ Stjarnan sótti sigur í Smárann Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar 7. mars 2018 20:54 Helena Sverrisdóttir vísir/getty Haukar héldu áfram sigurgöngu sinni í Domino's deild kvenna með sigri á botnliði Njarðvíkur suður með sjó í kvöld. Haukakonur sitja á toppi deildarinnar og stefna hraðbyr að deildarmeistaratitilinum, hafa ekki tapað í síðustu 11 deildarleikjum sínum. Njarðvík hefur hins vegar ekki unnið deildarleik í vetur og var því búist við öruggum Haukasigri í kvöld. Gestirnir úr Hafnarfirði byrjuðu mjög sterkt og unnu fyrsta leikhlutann með 16 stigum, 12-28. Heimakonur náðu þó að koma til baka í öðrum leikhluta og var munurinn aðeins átta stig í hálfleik. Njarðvíkurliðið var hins vegar aldrei líklegt til þess að ná að stela sigrinum og svo fór að lokum að Haukar unnu 75-85. Breiðablik, sem vann topplið Vals í síðustu umferð, fékk Stjörnuna í heimsókn í Smárann í grannaslag. Gestirnir úr Garðabæ byrjuðu leikinn betur og leiddu með fjórum stigum þegar fyrsta leikhluta lauk. Nokkuð jafnt var með liðunum í öðrum leikhluta og var staðan 30-35 þegar gengið var til leikhlés. Vörn heimakvenna datt í gang í þriðja leikhluta og skoruðu gestirnir aðeins sjö stig. Blikar skoruðu hins vegar aðeins 16 stig á móti og voru því aðeins með fjögurra stiga forystu fyrir loka leikhlutann. Stjarnan var sterkari á loka sprettinum og fór með 57-63 sigur heim í Garðabæinn. Eftir 23. umferðina eru Haukar því enn á toppnum, með tveggja stiga forystu á Val. Stjarnan situr í fjórða sæti, síðasta sætinu í úrslitakeppnina. Stjörnukonur eru með tveggja stiga forystu á Skallagrím og Breiðablik er aðeins fjórum stigum fyrir aftan þær, svo það er enn allt opið í baráttunni um úrslitakeppnissætið. Njarðvík situr hins vegar sem fastast á botninum og er á leiðinni niður í 1. deildina.Njarðvík-Haukar 75-85 (12-28, 24-16, 16-19, 23-22) Njarðvík: Shalonda R. Winton 31/22 fráköst/6 stoðsendingar/3 varin skot, Hrund Skúladóttir 18/5 stolnir, María Jónsdóttir 11/6 fráköst, Hulda Bergsteinsdóttir 10/6 fráköst, Björk Gunnarsdótir 5/7 stoðsendingar.Haukar: Whitney Michelle Frazier 24/16 fráköst/7 stoðsendingar, Helena Sverrisdóttir 23/8 fráköst/16 stoðsendingar, Rósa Björk Pétursdóttir 10, Fanney Ragnarsdóttir 8/3 varin skot, Sigrún Björg Ólafsdóttir 8, Anna Lóa Óskarsdóttir 5, Þóra Kristín Jónsdóttir 5/6 stoðsendingar, Ragnheiður Björk Einarsdóttir 2.Breiðablik-Stjarnan 57-63 (12-16, 18-19, 16-7, 11-21) Breiðablik: Whitney Kiera Knight 21/7 fráköst, Auður Íris Ólafsdóttir 15/11 fráköst, Isabella Ósk Sigurðardóttir 8/14 fráköst, Telma Lind Ásgeirsdóttir 6/6 fráköst, Lovísa Falsdóttir 3, Sóllilja Bjarnadóttir 2/6 fráköst, Marín Laufey Davíðsdóttir 2/8 fráköst.Stjarnan: Danielle Victoria Rodriguez 32/20 fráköst/6 stoðsendingar/3 varin skot, Jenný Harðardóttir 14/11 fráköst, Bríet Sif Hinriksdóttir 10/4 fráköst, Bryndís Hanna Hreinsdóttir 3/5 fráköst, Aldís Erna Pálsdóttir 2, Sunna Margrét Eyjólfsdóttir 2. Dominos-deild kvenna Mest lesið Hafnaði 34 milljónum: „Vil ekki styðja kerfi sem býr til fíkn og eyðileggur líf“ Sport Segir starfið í húfi hjá Alfreð Handbolti Yfirgefur Keflavík vegna komu Martins Körfubolti Gray hetja Tottenham Enski boltinn Sjáðu fyrsta mark Wirtz, laglega sjálfsmarkið og Watkins stúta Chelsea Enski boltinn Calvert-Lewin skoraði í sjötta leiknum í röð Enski boltinn Littler sjóðheitur en sá fjórði besti varð fyrir áfalli Sport Van Gerwen: „Alveg sama um Luke og Luke“ Sport Jöfnuðu 128 ára gamalt met Enski boltinn Salah sakaður um dýfu: „Getum ekki keppt við Egypta og dómarana“ Fótbolti Fleiri fréttir Ótrúleg tölfræði Jokic Yfirgefur Keflavík vegna komu Martins Tapaði fyrir Barcelona Njarðvík búin að losa sig við De Assis Gerir grín að klæðaburði liðsfélaga síns Elvar stigahæstur en fékk ekki sigur í jólagjöf Martin mættur aftur inn á völlinn og liðið hans endaði taphrinuna Jókerinn með tölvuleikjatölfræði á jóladag Meisturunum fatast flugið „af því hitt liðið er betra“ Jólagleði í Garðinum Jólagjöf í Keflavík: Remy Martin snýr aftur Missti alveg stjórn á skapinu en það skilaði sigri Stórstjarna úr WNBA-deildinni í heimsókn á Íslandi ÍR-ingar bæta við sig reyndum og hittnum Króata Í bann fyrir að kasta flösku í barn Hjalti Þór ráðinn aðalþjálfari Álftaness Kolbrún María kom við sögu í endurkomu Hannover Næstframlagshæstur í grátlegu tapi Fékk næstum 4,5 milljóna króna sekt fyrir að sýna dómara fingurinn „Komum eins og aumingjar inn í þennan leik“ „Jólasteikin mun bragðast betur í ljósi þessa sigurs“ Stjarnan - Álftanes 108-104 | Unnu grannaslaginn naumlega Uppgjörið: Ármann - ÍA 102-83 | Ármann náði í gríðarlega mikilvæg stig í fallbaráttunni með sigri gegn Skagamönnum Jokic tók NBA-met af Abdul-Jabbar í nótt KR á frábærum stað en getur ekki unnið titilinn Útilokar ekki breytingar: „Er klárlega að líta í kringum mig“ Uppgjörið: Keflavík - Njarðvík 93-83 | Enn taplausir í Sláturhúsinu „Ánægður að spila ekki betur en þetta en vinna samt“ „Svo lengi sem það er ekki jákvæð og góð umfjöllun um okkur erum við sáttir“ „Hefðum þurft að hafa heppnina með okkur í liði“ Sjá meira
Haukar héldu áfram sigurgöngu sinni í Domino's deild kvenna með sigri á botnliði Njarðvíkur suður með sjó í kvöld. Haukakonur sitja á toppi deildarinnar og stefna hraðbyr að deildarmeistaratitilinum, hafa ekki tapað í síðustu 11 deildarleikjum sínum. Njarðvík hefur hins vegar ekki unnið deildarleik í vetur og var því búist við öruggum Haukasigri í kvöld. Gestirnir úr Hafnarfirði byrjuðu mjög sterkt og unnu fyrsta leikhlutann með 16 stigum, 12-28. Heimakonur náðu þó að koma til baka í öðrum leikhluta og var munurinn aðeins átta stig í hálfleik. Njarðvíkurliðið var hins vegar aldrei líklegt til þess að ná að stela sigrinum og svo fór að lokum að Haukar unnu 75-85. Breiðablik, sem vann topplið Vals í síðustu umferð, fékk Stjörnuna í heimsókn í Smárann í grannaslag. Gestirnir úr Garðabæ byrjuðu leikinn betur og leiddu með fjórum stigum þegar fyrsta leikhluta lauk. Nokkuð jafnt var með liðunum í öðrum leikhluta og var staðan 30-35 þegar gengið var til leikhlés. Vörn heimakvenna datt í gang í þriðja leikhluta og skoruðu gestirnir aðeins sjö stig. Blikar skoruðu hins vegar aðeins 16 stig á móti og voru því aðeins með fjögurra stiga forystu fyrir loka leikhlutann. Stjarnan var sterkari á loka sprettinum og fór með 57-63 sigur heim í Garðabæinn. Eftir 23. umferðina eru Haukar því enn á toppnum, með tveggja stiga forystu á Val. Stjarnan situr í fjórða sæti, síðasta sætinu í úrslitakeppnina. Stjörnukonur eru með tveggja stiga forystu á Skallagrím og Breiðablik er aðeins fjórum stigum fyrir aftan þær, svo það er enn allt opið í baráttunni um úrslitakeppnissætið. Njarðvík situr hins vegar sem fastast á botninum og er á leiðinni niður í 1. deildina.Njarðvík-Haukar 75-85 (12-28, 24-16, 16-19, 23-22) Njarðvík: Shalonda R. Winton 31/22 fráköst/6 stoðsendingar/3 varin skot, Hrund Skúladóttir 18/5 stolnir, María Jónsdóttir 11/6 fráköst, Hulda Bergsteinsdóttir 10/6 fráköst, Björk Gunnarsdótir 5/7 stoðsendingar.Haukar: Whitney Michelle Frazier 24/16 fráköst/7 stoðsendingar, Helena Sverrisdóttir 23/8 fráköst/16 stoðsendingar, Rósa Björk Pétursdóttir 10, Fanney Ragnarsdóttir 8/3 varin skot, Sigrún Björg Ólafsdóttir 8, Anna Lóa Óskarsdóttir 5, Þóra Kristín Jónsdóttir 5/6 stoðsendingar, Ragnheiður Björk Einarsdóttir 2.Breiðablik-Stjarnan 57-63 (12-16, 18-19, 16-7, 11-21) Breiðablik: Whitney Kiera Knight 21/7 fráköst, Auður Íris Ólafsdóttir 15/11 fráköst, Isabella Ósk Sigurðardóttir 8/14 fráköst, Telma Lind Ásgeirsdóttir 6/6 fráköst, Lovísa Falsdóttir 3, Sóllilja Bjarnadóttir 2/6 fráköst, Marín Laufey Davíðsdóttir 2/8 fráköst.Stjarnan: Danielle Victoria Rodriguez 32/20 fráköst/6 stoðsendingar/3 varin skot, Jenný Harðardóttir 14/11 fráköst, Bríet Sif Hinriksdóttir 10/4 fráköst, Bryndís Hanna Hreinsdóttir 3/5 fráköst, Aldís Erna Pálsdóttir 2, Sunna Margrét Eyjólfsdóttir 2.
Dominos-deild kvenna Mest lesið Hafnaði 34 milljónum: „Vil ekki styðja kerfi sem býr til fíkn og eyðileggur líf“ Sport Segir starfið í húfi hjá Alfreð Handbolti Yfirgefur Keflavík vegna komu Martins Körfubolti Gray hetja Tottenham Enski boltinn Sjáðu fyrsta mark Wirtz, laglega sjálfsmarkið og Watkins stúta Chelsea Enski boltinn Calvert-Lewin skoraði í sjötta leiknum í röð Enski boltinn Littler sjóðheitur en sá fjórði besti varð fyrir áfalli Sport Van Gerwen: „Alveg sama um Luke og Luke“ Sport Jöfnuðu 128 ára gamalt met Enski boltinn Salah sakaður um dýfu: „Getum ekki keppt við Egypta og dómarana“ Fótbolti Fleiri fréttir Ótrúleg tölfræði Jokic Yfirgefur Keflavík vegna komu Martins Tapaði fyrir Barcelona Njarðvík búin að losa sig við De Assis Gerir grín að klæðaburði liðsfélaga síns Elvar stigahæstur en fékk ekki sigur í jólagjöf Martin mættur aftur inn á völlinn og liðið hans endaði taphrinuna Jókerinn með tölvuleikjatölfræði á jóladag Meisturunum fatast flugið „af því hitt liðið er betra“ Jólagleði í Garðinum Jólagjöf í Keflavík: Remy Martin snýr aftur Missti alveg stjórn á skapinu en það skilaði sigri Stórstjarna úr WNBA-deildinni í heimsókn á Íslandi ÍR-ingar bæta við sig reyndum og hittnum Króata Í bann fyrir að kasta flösku í barn Hjalti Þór ráðinn aðalþjálfari Álftaness Kolbrún María kom við sögu í endurkomu Hannover Næstframlagshæstur í grátlegu tapi Fékk næstum 4,5 milljóna króna sekt fyrir að sýna dómara fingurinn „Komum eins og aumingjar inn í þennan leik“ „Jólasteikin mun bragðast betur í ljósi þessa sigurs“ Stjarnan - Álftanes 108-104 | Unnu grannaslaginn naumlega Uppgjörið: Ármann - ÍA 102-83 | Ármann náði í gríðarlega mikilvæg stig í fallbaráttunni með sigri gegn Skagamönnum Jokic tók NBA-met af Abdul-Jabbar í nótt KR á frábærum stað en getur ekki unnið titilinn Útilokar ekki breytingar: „Er klárlega að líta í kringum mig“ Uppgjörið: Keflavík - Njarðvík 93-83 | Enn taplausir í Sláturhúsinu „Ánægður að spila ekki betur en þetta en vinna samt“ „Svo lengi sem það er ekki jákvæð og góð umfjöllun um okkur erum við sáttir“ „Hefðum þurft að hafa heppnina með okkur í liði“ Sjá meira
Uppgjörið: Ármann - ÍA 102-83 | Ármann náði í gríðarlega mikilvæg stig í fallbaráttunni með sigri gegn Skagamönnum