Segja Wall hafa verið bundna í kafbátnum Birgir Olgeirsson skrifar 8. mars 2018 10:52 Peter Madsen. Vísir/AFP Búist er við því að danski uppfinningamaðurinn Peter Madsen verði yfirheyrður í dómsal í dag. Réttarhöld yfir Madsen hófust í dag en hann er sakaður um að hafa myrt sænsku blaðakonuna Kim Wall um borð í kafbáti sínum í ágúst síðastliðnum. Sundurlimað lík blaðakonunnar fannst nokkrum dögum síðar. Madsen hefur viðurkennt að hafa sundurlimað lík blaðakonunnar, sem var þrítug þegar hún lést, en neitar því að hafa myrt hana og segir hana hafa látist eftir að hafa fengið lúgu í höfuðið. Hann er þar að auki ákærður fyrir kynferðisbrot, að vanvirða lík og að brjóta öryggisreglur siglinga. Búist er við að 37 vitni verði leidd fyrir réttinn. Saksóknarinn mun krefjast lífstíðarfangelsis yfir Madsen, sem mun líklega þýða 15 til 17 ára fangelsisvist, en hvað verjandi hans mun gera kemur væntanlega í ljós síðar í dag.Hægt er að fylgjast með beinni lýsingu Vísis frá réttarhöldunum hér. Lögregla rannsakar kafbátinn hans Madsen.Vísir/EPA Málið hefur vakið heimsathygli Mál Madsens vakti heimsathygli og skal því engan undra að um 125 fjölmiðlamenn frá 15 löndum verði viðstaddir réttarhöldin. Aðeins tuttugu þeirra fá þó pláss í sjálfum réttarsalnum, hinir 105 þurfa að láta sér nægja að fylgjast með í hliðarherbergi. Búist er við því að réttarhöldin standi yfir í tólf daga og að dómur liggi fyrir 25. apríl næstkomandi. Ætla að sanna að hann hafi myrt hana Það sem komið hefur fram dómsal í morgun er að Peter Madsen hefur ekki rætt við lögreglu síðan í október í fyrra. Saksóknarar hafa í morgun farið yfir í smáatriðum hvernig þeir ætla að sanna að Madsen hafi myrt Kim Wall að yfirlögðu ráði. Sagði saksóknarinn Jakob Buch-Jensen, að ýmislegt bendi til þess að Wall hafi verið bundin um borð í kafbátnum. Hann sýnir myndir úr kafbátnum þar sem sjá má reipi sem bundið er við pípur í bátnum. Peter Madsen hefur neitað að hafa myrt blaðakonuna og segir hana hafa látist af slysförum.Vísir/EPA Hann sýndi myndir af reipisbútum sem fundust á hafsbotni. Segir hann að greining á reipisbútunum sýni að þeir komi úr sama reipinu. Þá sýnir hann einnig myndir af líkamshlutum Wall þar sem sjá má merki um að hún hafi verið bundin með reipi. Ætlaði að gera nærmynd af Madsen Kim Wall var mikilsvirt blaðakona sem var að vinna nærmynd af uppfinningamanninum Peter Madsen. Hann hafði boðið henni með í siglingu í 40 tonna kafbát sem hann smíðaði sjálfur eftir að hafa hópfjármagnað framkvæmdina árið 2006. Kafbátinn kallaði hann Nautilus. Kim Wall hafði skrifað fréttir fyrir New York Times, The Guardian, Vice og South China Morning Post. Hún og Madsen höfðu mælt sér mót á Refshaleoen-bryggju í Kaupmannahöfn klukkan sjö fimmtudagskvöldið 10. ágúst síðastliðinn. Sá síðasta sem sá þau saman var maðurinn sem var farþegi skemmtiferðaskips. Hann kom auga á þau í stjórnturni kafbátsins rétt fyrir sólarlag, eða um klukkan hálf níu, sama kvöld. Wall sneri ekki aftur úr þessari sjóferð en um klukkan hálf þrjú daginn eftir tilkynnti kærasti hennar að hennar væri saknað. Kafbáturinn sökk um klukkan hálf ellefu að morgni föstudagsins 11. ágúst en lögreglan tilkynnti þremur dögum síðar að kafbátnum hefði verið sökkt að yfirlögðu ráði. Sundurlimað lík Kim Wall fannst svo tíu dögum síðar við strönd Klydesoen, suður af Kaupmannahöfn. Líkamshlutar hennar fundust svo í plastpokum rúmum mánuði síðar í grennd við Klydesoen.Fylgst er með framvindu mála í Vaktinni á Vísi.
Búist er við því að danski uppfinningamaðurinn Peter Madsen verði yfirheyrður í dómsal í dag. Réttarhöld yfir Madsen hófust í dag en hann er sakaður um að hafa myrt sænsku blaðakonuna Kim Wall um borð í kafbáti sínum í ágúst síðastliðnum. Sundurlimað lík blaðakonunnar fannst nokkrum dögum síðar. Madsen hefur viðurkennt að hafa sundurlimað lík blaðakonunnar, sem var þrítug þegar hún lést, en neitar því að hafa myrt hana og segir hana hafa látist eftir að hafa fengið lúgu í höfuðið. Hann er þar að auki ákærður fyrir kynferðisbrot, að vanvirða lík og að brjóta öryggisreglur siglinga. Búist er við að 37 vitni verði leidd fyrir réttinn. Saksóknarinn mun krefjast lífstíðarfangelsis yfir Madsen, sem mun líklega þýða 15 til 17 ára fangelsisvist, en hvað verjandi hans mun gera kemur væntanlega í ljós síðar í dag.Hægt er að fylgjast með beinni lýsingu Vísis frá réttarhöldunum hér. Lögregla rannsakar kafbátinn hans Madsen.Vísir/EPA Málið hefur vakið heimsathygli Mál Madsens vakti heimsathygli og skal því engan undra að um 125 fjölmiðlamenn frá 15 löndum verði viðstaddir réttarhöldin. Aðeins tuttugu þeirra fá þó pláss í sjálfum réttarsalnum, hinir 105 þurfa að láta sér nægja að fylgjast með í hliðarherbergi. Búist er við því að réttarhöldin standi yfir í tólf daga og að dómur liggi fyrir 25. apríl næstkomandi. Ætla að sanna að hann hafi myrt hana Það sem komið hefur fram dómsal í morgun er að Peter Madsen hefur ekki rætt við lögreglu síðan í október í fyrra. Saksóknarar hafa í morgun farið yfir í smáatriðum hvernig þeir ætla að sanna að Madsen hafi myrt Kim Wall að yfirlögðu ráði. Sagði saksóknarinn Jakob Buch-Jensen, að ýmislegt bendi til þess að Wall hafi verið bundin um borð í kafbátnum. Hann sýnir myndir úr kafbátnum þar sem sjá má reipi sem bundið er við pípur í bátnum. Peter Madsen hefur neitað að hafa myrt blaðakonuna og segir hana hafa látist af slysförum.Vísir/EPA Hann sýndi myndir af reipisbútum sem fundust á hafsbotni. Segir hann að greining á reipisbútunum sýni að þeir komi úr sama reipinu. Þá sýnir hann einnig myndir af líkamshlutum Wall þar sem sjá má merki um að hún hafi verið bundin með reipi. Ætlaði að gera nærmynd af Madsen Kim Wall var mikilsvirt blaðakona sem var að vinna nærmynd af uppfinningamanninum Peter Madsen. Hann hafði boðið henni með í siglingu í 40 tonna kafbát sem hann smíðaði sjálfur eftir að hafa hópfjármagnað framkvæmdina árið 2006. Kafbátinn kallaði hann Nautilus. Kim Wall hafði skrifað fréttir fyrir New York Times, The Guardian, Vice og South China Morning Post. Hún og Madsen höfðu mælt sér mót á Refshaleoen-bryggju í Kaupmannahöfn klukkan sjö fimmtudagskvöldið 10. ágúst síðastliðinn. Sá síðasta sem sá þau saman var maðurinn sem var farþegi skemmtiferðaskips. Hann kom auga á þau í stjórnturni kafbátsins rétt fyrir sólarlag, eða um klukkan hálf níu, sama kvöld. Wall sneri ekki aftur úr þessari sjóferð en um klukkan hálf þrjú daginn eftir tilkynnti kærasti hennar að hennar væri saknað. Kafbáturinn sökk um klukkan hálf ellefu að morgni föstudagsins 11. ágúst en lögreglan tilkynnti þremur dögum síðar að kafbátnum hefði verið sökkt að yfirlögðu ráði. Sundurlimað lík Kim Wall fannst svo tíu dögum síðar við strönd Klydesoen, suður af Kaupmannahöfn. Líkamshlutar hennar fundust svo í plastpokum rúmum mánuði síðar í grennd við Klydesoen.Fylgst er með framvindu mála í Vaktinni á Vísi.
Danmörk Morðið á Kim Wall Tengdar fréttir Í beinni: Réttarhöldin yfir Peter Madsen Réttarhöldin yfir danska uppfinningamanninum Peter Madsen hófust í dag. 8. mars 2018 09:35 Mest lesið Þungir dómar í Gufunesmálinu: „Það eru ekki alltaf jólin“ Innlent Vaktin: Stefán og Lúkas dæmdir í 17 ára fangelsi Innlent „Ég hef aldrei séð svona mikið vatn í Jökulsá“ Innlent Anna ljósa fallin frá Innlent Yfirgáfu salinn þegar Netanjahú hóf ræðu sína Erlent Vímuefnaneysla talin meginorsök banaslyss við Hraunsnef Innlent Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Innlent Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Innlent Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því Innlent Táningsstúlkur dæmdar fyrir að flytja inn efni sem var ekki bannað Innlent Fleiri fréttir Fyrrverandi aðstoðarmaður forseta dæmdur fyrir njósnir Yfirgáfu salinn þegar Netanjahú hóf ræðu sína Tekinn af lífi fyrir að myrða stúlkubarn við „særingu“ Comey hvergi banginn þrátt fyrir ákæru Ekki hægt að staðfesta drónaflug við Álaborgarflugvöll Bandaríkjamenn sagðir vilja Tony Blair við stjórnvölinn á Gasa Segist ekki munu leyfa Ísrael að innlima Vesturbakkann Lofthelgi aftur lokað í Álaborg vegna drónaflugs James Comey ákærður vegna Rússarannsóknar Segir NATO og ESB hafa lýst yfir stríði við Rússland Boðar alla herforingjana á fordæmalausan skyndifund Enn lítið vitað um leyniskyttuna og tilefni árásarinnar í Dallas Hóta Demókrötum með umfangsmiklum uppsögnum Fimm ára fangelsi fyrir að taka við fúlgum fjár frá Gaddafi Keppast við að ákæra Comey Trump krefst rannsóknar á „þríþættu skemmdarverki“ hjá SÞ Drónaflug í Danmörku: „Fjölþáttaógnin er að raungerast“ Leikskóli heimtar tugi þúsunda fyrir „listaverk“ barnanna Ætlar sér að koma böndum á sjónvarpsstöðvar Macron telur Trump ekki fylgjandi innlimun Vesturbakkans Sést til dróna við fjóra flugvelli í Danmörku Flugvellinum í Álaborg lokað vegna drónaflugs Segja árásina hafa beinst gegn ICE Pútín auki einfaldlega stríðsreksturinn verði hann ekki stöðvaður Sprenging í Osló talin tengjast sænsku glæpagengi Þrír skotnir af leyniskyttu við byggingu ICE í Dallas Biðjast afsökunar á „svörtum kafla“ í sögu Danmerkur og Grænlands Kenna Trump-liðum um bæði rúllustigann og textavélina Ekki staðfest hvort það hafi verið drónar sem röskuðu flugumferð í Osló Ekki pappírstígur heldur alvöru björn Sjá meira
Í beinni: Réttarhöldin yfir Peter Madsen Réttarhöldin yfir danska uppfinningamanninum Peter Madsen hófust í dag. 8. mars 2018 09:35