Forstjóri Uber reiknar með fljúgandi leigubílum á næstu árum Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 20. febrúar 2018 09:38 Um það bil svona reiknar Uber með að Uber air muni líta út. Mynd/Skjáskot Forstjóri Uber reiknar með að leigubílafyrirtækið muni nýta sér fljúgandi bíla til þess að þjónusta viðskiptavini á næstu fimm til tíu árum. Reuters greinir frá.Dara Khosrowshahi, forstjóri Uber, ræddi um möguleikana á nýtingu fljúgandi bíla á fjárfestafundi í Japan. Þar kom meðal annars fram að hann reikni með að fljúgandi bílar verði á endanum hluti af almenningssamgangnaneti borga víða um heim. Uber hefur á undanförnum árum unnið að þróun fljúgandi bíla undir nafninu Uber Air í samvinnu við NASA, geimferðastofnun Bandaríkjanna. Hlutverk NASA verður að þróa einhvers flugumferðarstjórnunarkerfi fyrir bílana sem líkjast þó meira flugvélum en bílum ef marka má umfjöllun The Verge á síðasta ári. Leigubílafyrirtækið stefnir á það að kynna Uber Air til leiks í þremur borgum til þess að byrja með. Standa vonir til þess að fyrir árið 2020 verði Uber Air orðið starfandi í Dallas, Los Angeles og Dubai. Hugmyndin um fljúgandi bíla hefur lengi verið til en enn hafa þeir ekki orðið að veruleika. Alls vinna þó á annan tug fyrirtækja að því að þróa fljúgandi bíla, þar á meðal Boeing og Airbus, sem hingað til hafa einbeitt sér að flugvélum.Hér að neðan má sjá myndband af því hvernig Uber sér fyrir sér að Uber Air muni virka. Tengdar fréttir Rannsaka viðbrögð Uber við gagnastuldi Stjórnendur leigubílaþjónustunnar gætu hafa brotið lög með því að láta ekki notendur sína vita um gagnastuld sem átti sér stað í fyrra. 22. nóvember 2017 23:22 Uber hyggst kaupa 24 þúsund sjálfkeyrandi Volvo bifreiðar Leigubílafyrirtækið hyggst kaupa 24 þúsund XC90 Volvo bifreiðar og bindur vonir við að hægt verði að ferja viðskiptavini án bílstjóra. 20. nóvember 2017 16:28 Mest lesið Oft slegist um innstungurnar á tjaldsvæðunum Neytendur Ekki flaska á að undirbúa sumarfríið þitt í vinnunni Atvinnulíf Ná að spara hver mánaðarmót en hvað svo? Viðskipti innlent Sjónvarpsstöðin Sýn verður í opinni dagskrá Viðskipti innlent EFTA-ríkin gera fríverslunarsamning við Mercusor-ríkin Viðskipti innlent Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ Viðskipti erlent SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Viðskipti erlent Tillaga Vilhjálms felld með nánast öllum atkvæðum Viðskipti innlent Girnileg pizza úr smiðju BBQ kóngsins Lífið samstarf Ferðaskrifstofuleyfi Tripical Travel fellt úr gildi Viðskipti innlent Fleiri fréttir Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira
Forstjóri Uber reiknar með að leigubílafyrirtækið muni nýta sér fljúgandi bíla til þess að þjónusta viðskiptavini á næstu fimm til tíu árum. Reuters greinir frá.Dara Khosrowshahi, forstjóri Uber, ræddi um möguleikana á nýtingu fljúgandi bíla á fjárfestafundi í Japan. Þar kom meðal annars fram að hann reikni með að fljúgandi bílar verði á endanum hluti af almenningssamgangnaneti borga víða um heim. Uber hefur á undanförnum árum unnið að þróun fljúgandi bíla undir nafninu Uber Air í samvinnu við NASA, geimferðastofnun Bandaríkjanna. Hlutverk NASA verður að þróa einhvers flugumferðarstjórnunarkerfi fyrir bílana sem líkjast þó meira flugvélum en bílum ef marka má umfjöllun The Verge á síðasta ári. Leigubílafyrirtækið stefnir á það að kynna Uber Air til leiks í þremur borgum til þess að byrja með. Standa vonir til þess að fyrir árið 2020 verði Uber Air orðið starfandi í Dallas, Los Angeles og Dubai. Hugmyndin um fljúgandi bíla hefur lengi verið til en enn hafa þeir ekki orðið að veruleika. Alls vinna þó á annan tug fyrirtækja að því að þróa fljúgandi bíla, þar á meðal Boeing og Airbus, sem hingað til hafa einbeitt sér að flugvélum.Hér að neðan má sjá myndband af því hvernig Uber sér fyrir sér að Uber Air muni virka.
Tengdar fréttir Rannsaka viðbrögð Uber við gagnastuldi Stjórnendur leigubílaþjónustunnar gætu hafa brotið lög með því að láta ekki notendur sína vita um gagnastuld sem átti sér stað í fyrra. 22. nóvember 2017 23:22 Uber hyggst kaupa 24 þúsund sjálfkeyrandi Volvo bifreiðar Leigubílafyrirtækið hyggst kaupa 24 þúsund XC90 Volvo bifreiðar og bindur vonir við að hægt verði að ferja viðskiptavini án bílstjóra. 20. nóvember 2017 16:28 Mest lesið Oft slegist um innstungurnar á tjaldsvæðunum Neytendur Ekki flaska á að undirbúa sumarfríið þitt í vinnunni Atvinnulíf Ná að spara hver mánaðarmót en hvað svo? Viðskipti innlent Sjónvarpsstöðin Sýn verður í opinni dagskrá Viðskipti innlent EFTA-ríkin gera fríverslunarsamning við Mercusor-ríkin Viðskipti innlent Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ Viðskipti erlent SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Viðskipti erlent Tillaga Vilhjálms felld með nánast öllum atkvæðum Viðskipti innlent Girnileg pizza úr smiðju BBQ kóngsins Lífið samstarf Ferðaskrifstofuleyfi Tripical Travel fellt úr gildi Viðskipti innlent Fleiri fréttir Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira
Rannsaka viðbrögð Uber við gagnastuldi Stjórnendur leigubílaþjónustunnar gætu hafa brotið lög með því að láta ekki notendur sína vita um gagnastuld sem átti sér stað í fyrra. 22. nóvember 2017 23:22
Uber hyggst kaupa 24 þúsund sjálfkeyrandi Volvo bifreiðar Leigubílafyrirtækið hyggst kaupa 24 þúsund XC90 Volvo bifreiðar og bindur vonir við að hægt verði að ferja viðskiptavini án bílstjóra. 20. nóvember 2017 16:28