Freydís Halla náði bestum árangri Íslendinganna á ÓL Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 26. febrúar 2018 16:30 Freydís Halla Einarsdóttir í sviginu. Vísir/EPA Rétt rúmlega helmingur keppenda Íslands á Ólympíuleikunum í Pyeongchang í Suður Kóreu náðu að klára sínar greinar á leikunum sem var slitið í gær. Alpagreinakonan Freydís Halla Einarsdóttir náði bestum árangri Íslands á leikunum. Ísland sendi fimm keppendur á leikana og fjórir þeirra náðu að klára grein. Alpagreinamaðurinn Sturla Snær Snorrason komst aldrei í mark. Hann meiddist þegar hann féll í stórsviginu og varð að þeim sökum að hætta við keppni í sviginu. Freydís Halla Einarsdóttir náði bestum árangri í íslensku Ólympíuliðinu þegar hún kom í mark í 41. sæti í svigkeppninni en Ísak Stianson Pedersen var næstbestur með því að ná 55. sæti í sprettgöngu. 91 prósent íslensku keppendanna komst í mark á Ólympíuleikunum í Sotsjí fyrir fjórum árum en aðeins 29 prósent náðu að klára greinar sínar á leikunum í Vancouver árið 2010. Í Vancouver árið 2010 þá voru allir fjórir keppendur Íslands í alpagreinum en að þessu sinni var Ísland með þrjá af fimm keppendum sínum í skíðagöngu. Svigið hennar Freydísar Höllu var eina alpagreinin á leikunum í Pyeongchang þar sem íslenskur keppandi náði í mark.Besti árangur Íslands á ÓL í Pyeongchang 2018 41. sæti - Freydís Halla Einarsdóttir í svigi 55. sæti - Ísak Stianson Pedersen í sprettgöngu 56. sæti - Snorri Eyþór Einarsson í 15 km skíðagöngu 56. sæti - Snorri Eyþór Einarsson í 30 km skiptigöngu 78. sæti - Elsa Guðrún Jónsdóttir í 10 km skíðagöngu Kláraði ekki - Snorri Eyþór Einarsson í 50 km skíðagöngu Kláraði ekki - Freydís Halla Einarsdóttir í stórsvigi Kláraði ekki - Sturla Snær Snorrason í stórsvigi Hætti við - Sturla Snær Snorrason í svigi (meiddur)Besti árangur Íslendinga á síðustu vetrarleikum:ÓL í Pyeongchang 2018 Freydís Halla Einarsdóttir - 41. sæti í svigiÓL í Sotsjí 2014 Helga María Vilhjálmsdóttir - 29. sæti í risasvigiÓL í Vancouver 2010 Björgvin Björginsson - 43. sæti í stórsvigiÓL í Torinó 2006 Björgvin Björginsson - 22. sæti í svigiÓL í Salt Lake City 2002 Kristinn Björnsson - 21. sæti í svigiÓL í Nagano 1998 Sveinn Brynjólfsson - 25. sæti í svigi Ólympíuleikar Vetrarólympíuleikar 2018 í PyeongChang Mest lesið Van de Ven bað Isak afsökunar: „Vildi ekki meiða hann“ Enski boltinn Hvers vegna heillast stórliðin svo af Semenyo? Enski boltinn Síðasti dansinn hjá Kelce? Sport Var frústreraður vegna landsliðsins Fótbolti Ruglaðar lokamínútur í Afríkukeppninni Fótbolti Heyrði hvorki frá Blikum né Víkingum Íslenski boltinn Stefndi á ÓL en fannst látinn á hótelherbergi Sport Viðurkenna að VAR hafi bilað Fótbolti Þessi tíu eru tilnefnd sem Íþróttamaður ársins 2025: 23 ára aldursmunur Sport Mahrez batt enda á bið Alsíringa Fótbolti Fleiri fréttir Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Van de Ven bað Isak afsökunar: „Vildi ekki meiða hann“ Var frústreraður vegna landsliðsins Hvers vegna heillast stórliðin svo af Semenyo? Stewart, Snoop og Modric í eina sæng Síðasti dansinn hjá Kelce? Mahrez batt enda á bið Alsíringa Heyrði hvorki frá Blikum né Víkingum Jólagjöf í Keflavík: Remy Martin snýr aftur Ruglaðar lokamínútur í Afríkukeppninni Vill ekki segja hversu lengi Bruno er frá Spyr hvort Guardiola stígi á vigtina Viðurkenna að VAR hafi bilað Úr Bestu heim í Hauka Ekkert spilað í vetur en gæti mætt Íslandi í fyrsta leik á EM Stefndi á ÓL en fannst látinn á hótelherbergi „Þetta er stærsti klúbbur Íslands“ Ótrúlegur sigur á HM: „Ég er mjög tregur svo pressan nær ekki til mín“ Koepka fyrsta stjarnan sem riftir samningi við LIV Kaupmannahafnarbúi afgreiddi Úganda Arsenal í undanúrslit eftir vító Arnar Daði rekinn frá Stjörnunni en áfram þjálfari kvennaliðsins Man. Utd reyndi stíft en Semenyo kaus City Öll höllin æpti nafn Gísla í spennutrylli Iwobi og Lookman áberandi í sigri Nígeríu „Tölfræðilega séð eiga þeir ekkert að vera í þessari stöðu“ Guðrún Brá og Gunnlaugur Árni slógu best í ár Amanda hætt hjá Twente Jackson hóf Afríkumótið með látum Fullkrug leysir Origi af í Mílanó Sjá meira
Rétt rúmlega helmingur keppenda Íslands á Ólympíuleikunum í Pyeongchang í Suður Kóreu náðu að klára sínar greinar á leikunum sem var slitið í gær. Alpagreinakonan Freydís Halla Einarsdóttir náði bestum árangri Íslands á leikunum. Ísland sendi fimm keppendur á leikana og fjórir þeirra náðu að klára grein. Alpagreinamaðurinn Sturla Snær Snorrason komst aldrei í mark. Hann meiddist þegar hann féll í stórsviginu og varð að þeim sökum að hætta við keppni í sviginu. Freydís Halla Einarsdóttir náði bestum árangri í íslensku Ólympíuliðinu þegar hún kom í mark í 41. sæti í svigkeppninni en Ísak Stianson Pedersen var næstbestur með því að ná 55. sæti í sprettgöngu. 91 prósent íslensku keppendanna komst í mark á Ólympíuleikunum í Sotsjí fyrir fjórum árum en aðeins 29 prósent náðu að klára greinar sínar á leikunum í Vancouver árið 2010. Í Vancouver árið 2010 þá voru allir fjórir keppendur Íslands í alpagreinum en að þessu sinni var Ísland með þrjá af fimm keppendum sínum í skíðagöngu. Svigið hennar Freydísar Höllu var eina alpagreinin á leikunum í Pyeongchang þar sem íslenskur keppandi náði í mark.Besti árangur Íslands á ÓL í Pyeongchang 2018 41. sæti - Freydís Halla Einarsdóttir í svigi 55. sæti - Ísak Stianson Pedersen í sprettgöngu 56. sæti - Snorri Eyþór Einarsson í 15 km skíðagöngu 56. sæti - Snorri Eyþór Einarsson í 30 km skiptigöngu 78. sæti - Elsa Guðrún Jónsdóttir í 10 km skíðagöngu Kláraði ekki - Snorri Eyþór Einarsson í 50 km skíðagöngu Kláraði ekki - Freydís Halla Einarsdóttir í stórsvigi Kláraði ekki - Sturla Snær Snorrason í stórsvigi Hætti við - Sturla Snær Snorrason í svigi (meiddur)Besti árangur Íslendinga á síðustu vetrarleikum:ÓL í Pyeongchang 2018 Freydís Halla Einarsdóttir - 41. sæti í svigiÓL í Sotsjí 2014 Helga María Vilhjálmsdóttir - 29. sæti í risasvigiÓL í Vancouver 2010 Björgvin Björginsson - 43. sæti í stórsvigiÓL í Torinó 2006 Björgvin Björginsson - 22. sæti í svigiÓL í Salt Lake City 2002 Kristinn Björnsson - 21. sæti í svigiÓL í Nagano 1998 Sveinn Brynjólfsson - 25. sæti í svigi
Ólympíuleikar Vetrarólympíuleikar 2018 í PyeongChang Mest lesið Van de Ven bað Isak afsökunar: „Vildi ekki meiða hann“ Enski boltinn Hvers vegna heillast stórliðin svo af Semenyo? Enski boltinn Síðasti dansinn hjá Kelce? Sport Var frústreraður vegna landsliðsins Fótbolti Ruglaðar lokamínútur í Afríkukeppninni Fótbolti Heyrði hvorki frá Blikum né Víkingum Íslenski boltinn Stefndi á ÓL en fannst látinn á hótelherbergi Sport Viðurkenna að VAR hafi bilað Fótbolti Þessi tíu eru tilnefnd sem Íþróttamaður ársins 2025: 23 ára aldursmunur Sport Mahrez batt enda á bið Alsíringa Fótbolti Fleiri fréttir Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Van de Ven bað Isak afsökunar: „Vildi ekki meiða hann“ Var frústreraður vegna landsliðsins Hvers vegna heillast stórliðin svo af Semenyo? Stewart, Snoop og Modric í eina sæng Síðasti dansinn hjá Kelce? Mahrez batt enda á bið Alsíringa Heyrði hvorki frá Blikum né Víkingum Jólagjöf í Keflavík: Remy Martin snýr aftur Ruglaðar lokamínútur í Afríkukeppninni Vill ekki segja hversu lengi Bruno er frá Spyr hvort Guardiola stígi á vigtina Viðurkenna að VAR hafi bilað Úr Bestu heim í Hauka Ekkert spilað í vetur en gæti mætt Íslandi í fyrsta leik á EM Stefndi á ÓL en fannst látinn á hótelherbergi „Þetta er stærsti klúbbur Íslands“ Ótrúlegur sigur á HM: „Ég er mjög tregur svo pressan nær ekki til mín“ Koepka fyrsta stjarnan sem riftir samningi við LIV Kaupmannahafnarbúi afgreiddi Úganda Arsenal í undanúrslit eftir vító Arnar Daði rekinn frá Stjörnunni en áfram þjálfari kvennaliðsins Man. Utd reyndi stíft en Semenyo kaus City Öll höllin æpti nafn Gísla í spennutrylli Iwobi og Lookman áberandi í sigri Nígeríu „Tölfræðilega séð eiga þeir ekkert að vera í þessari stöðu“ Guðrún Brá og Gunnlaugur Árni slógu best í ár Amanda hætt hjá Twente Jackson hóf Afríkumótið með látum Fullkrug leysir Origi af í Mílanó Sjá meira