Logi segir Pedersen einn besta þjálfara sem hann hefur haft Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar 28. febrúar 2018 18:00 Körfuboltamaðurinn Logi Gunnarsson lagði landsliðsskóna á hilluna eftir leiki Íslands gegn Finnum og Tékkum í undankeppni HM 2019 sem leiknir voru í Laugardalshöllinni ný liðna helgi. Logi var í viðtali hjá Hirti Hjartarsyni í Akraborginni í dag þar sem hann fór yfir ákvörðunina, síðustu leiki landsliðsins og fleira. „Þetta er svolítið skrítið. Þetta [landsliðið] hefur verið partur af mínum ferli síðan ég byrjaði í körfubolta á fullorðinsstigi því ég var tekinn mjög snemma inn í þetta lið og verið fastamaður þar alla tíð, svo það verður svolítið furðulegt að vera ekki partur af þessu lengur,“ sagði Logi sem á að baki 147 landsleiki fyrir Ísland. „Þetta er bara gangurinn. Ég var farinn að ýja að þessu fyrir nokkrum mánuðum og sá þarna gott tækifæri að fá tvo heimaleiki. Að fá sigur í þeim báðum toppaði þetta alveg. Svona vill maður enda.“ Ísland hefur ekki átt marga sigurleiki undan farið, hvað þá tvo sigra í röð. Ísland tapaði fyrstu tveimur leikjum sínum í undankeppninni og öllum leikjum liðsins á Eurobasket á Finlandi síðasta haust. „Liðin vissu hvað við vorum að gera. Það vissu allir af okkur þegar við fórum til Helsinki. Eftir þessi töp þar, og þessi vonbrigði, þá finnst mér rosalega mikilvægt að við séum komnir aftur á þennan réttan stall sem við vorum á í Berlín [á Eurobasket 2015]. Körfuboltinn hjá okkur er frábær.“ „Ég man ekki eftir svona góðum körfuboltaleik síðan í Berlín.“ „Sérstaklega eftir að liðin voru farin að fatta hvernig átti að spila á móti okkur þá fann maður að þetta yrði erfitt. Það vissu allir hverjir Ísland er. Svo má ekki gleyma að þegar við mættum í gluggan í nóvember þá vantaði einhverja 6-7 leikmenn.“ Það var mikið um neikvæðna umfjöllun í kringum landsliðið og Körfuknattleikssambandið fyrir leikina tvo, og þá sérstaklega æfingahópinn sem æfði helginni áður.Finnur Freyr Stefánsson, aðstoðarlandsliðsþjálfari, sagðist vera að hugsa um að hætta og Jón Halldór Eðvaldsson, einn sérfræðinga Domino's Körfuboltakvölds sagði í Akraborginni í síðustu viku að Craig Pedersen, landsliðsþjálfari, hefði átt að hætta eftir mótið í Finnlandi. „Auðvitað eiga menn rétt á að segja það sem þeim finnst. Það sýnir að áhuginn á körfuboltanum er orðinn rosalegur og það viljum við. Við viljum að fólki sé ekki sama um okkur,“ sagði Logi. „Kannski hefði mátt rýna meira í það afhverju okkur gekk verr. Við vitum að þetta eru frábærir þjálfarar og að mínu mati var þetta meira hvernig hin liðin mættu okkur. Þetta eru mismunandi sjónarmið og maður þarf að skoða margar hliðar málsins.“ „Ég get alveg sagt mitt mat. Það [ef Pedersen hefði hætt] hefði verið eitthvað sem við hefðum ekki viljað. Hann er búinn að koma okkur á tvö stórmót og ég sagði sjálfur við Craig áður en ég fór að hann er á toppnum yfir þessa þjálfara sem ég hef verið með,“ sagði Logi sem hefur spilað undir fjölda þjálfara út um alla Evrópu. „Hann er rosalega rólegur og tengist leikmönnunum vel. Hann er mjög klókur og án hans hefðum við aldrei komist á þessi tvö stórmót.“ Eftir nærri tvo áratugi í íslenska landsliðinu þá hlýtur það að skilja eftir sig nokkuð skarð. Logi sagði liðsfélagana vera það sem hann mun sakna mest. „Þetta er stór fjölskylda sem er búin að myndast. Þeir eru eins og bræður manns og maður er búinn að eignast félaga fyrir lífstíð. Ég held að það sé ástæðan fyrir því að okkur hefur gengið svona vel og komist inn á þessi stórmót,“ sagði Logi Gunnarsson. Viðtalið í heild sinni má heyra í spilaranum hér fyrir ofan. Íslenski körfuboltinn Mest lesið „Allir í kringum íþróttir ættu að hafa áhyggjur“ Sport Messi laumaðist inn á leikvang Barcelona og lét engan vita Fótbolti Gummi Ben fékk hláturskast ársins Fótbolti Missa af landsleik af því að þeir eru ekki bólusettir Fótbolti María valin nýliði ársins: Eins óútreiknanleg og Eyjafjallajökull Fótbolti Þurfa að borga háar fjárhæðir fyrir bílastæði á HM Fótbolti „Vont að vakna einn daginn og geta ekki gert það sem ég vil“ Sport Nagelsmann um Wirtz: Liðsfélagarnir í Liverpool gætu nú aðeins hjálpað honum Enski boltinn Kaldasta fagnið í bransanum orðið að vörumerki Enski boltinn Liverpool-stjarna vill ekki spila fyrir ítalska landsliðið Fótbolti Fleiri fréttir Lofuðu Óla Óla og fengu hann svo í beina útsendingu úr búningsklefanum Slakur undirbúningur hjá Ármanni: „Þær virðast koma bara alveg af fjöllum“ Blikarnir taplausir á toppnum Sonur Dominique Wilkins með vindmyllutroðsluna í blóðinu Kári og Kristó eru skemmtilegasta kombóið í þessari deild NBA-goðsögnin Lenny Wilkens látin „Er ekki alveg viss um hvar hann hefur lært körfubolta“ Maddie Sutton í sögubækurnar í fámennum hóp Martin stigahæstur með tvöfalda tvennu Keflvíkingar bæta framherja frá Slóveníu í hópinn NBA vill koma deild í Evrópu á koppinn Leikmaður ÍA búinn á því í upphitun Uppgjör: Grindavík - Keflavík 104-92 | Ekkert stöðvar Grindvíkinga Óli Óla: Við getum alveg eins hrokkið upp af á morgun Uppgjörið: Ármann - Tindastóll 77-110 | Tindastóll of stór biti fyrir Ármann Varð sá hávaxnasti í sögunni Tvítug körfuboltakona með tímamótafjárfestingu Ingibergur hættir sem formaður: „Miklar tilfinningar innra með mér“ „Verður kannski mest krefjandi fyrir börnin mín“ „Þarf ekki að láta aðra segja mér hvort að liðið sé nógu gott“ Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 101-105 | Langþráður sigur Íslandsmeistarana ÍA - Valur 81-83 | Grátlegt tveggja stiga tap á nýjum heimavelli Þór Þ. - ÍR 100 - 98 | Fyrsta sigrinum fagnað í Þorlákshöfn Uppgjörið: Álftanes - KR 108-89 | Stórsigur gegn vængbrotnu liði Banninu aflétt og Bretland mun mæta Íslandi Sá húsið sitt brenna til kaldra kola „Ha, átti ég metið?“ Rebekka Rut nýliði í fyrsta landsliðshóp Salminen Uppgjörið: KR - Grindavík 68-85 | Gestirnir á toppinn Valskonur niðurlægðu Íslandsmeistarana Sjá meira
Körfuboltamaðurinn Logi Gunnarsson lagði landsliðsskóna á hilluna eftir leiki Íslands gegn Finnum og Tékkum í undankeppni HM 2019 sem leiknir voru í Laugardalshöllinni ný liðna helgi. Logi var í viðtali hjá Hirti Hjartarsyni í Akraborginni í dag þar sem hann fór yfir ákvörðunina, síðustu leiki landsliðsins og fleira. „Þetta er svolítið skrítið. Þetta [landsliðið] hefur verið partur af mínum ferli síðan ég byrjaði í körfubolta á fullorðinsstigi því ég var tekinn mjög snemma inn í þetta lið og verið fastamaður þar alla tíð, svo það verður svolítið furðulegt að vera ekki partur af þessu lengur,“ sagði Logi sem á að baki 147 landsleiki fyrir Ísland. „Þetta er bara gangurinn. Ég var farinn að ýja að þessu fyrir nokkrum mánuðum og sá þarna gott tækifæri að fá tvo heimaleiki. Að fá sigur í þeim báðum toppaði þetta alveg. Svona vill maður enda.“ Ísland hefur ekki átt marga sigurleiki undan farið, hvað þá tvo sigra í röð. Ísland tapaði fyrstu tveimur leikjum sínum í undankeppninni og öllum leikjum liðsins á Eurobasket á Finlandi síðasta haust. „Liðin vissu hvað við vorum að gera. Það vissu allir af okkur þegar við fórum til Helsinki. Eftir þessi töp þar, og þessi vonbrigði, þá finnst mér rosalega mikilvægt að við séum komnir aftur á þennan réttan stall sem við vorum á í Berlín [á Eurobasket 2015]. Körfuboltinn hjá okkur er frábær.“ „Ég man ekki eftir svona góðum körfuboltaleik síðan í Berlín.“ „Sérstaklega eftir að liðin voru farin að fatta hvernig átti að spila á móti okkur þá fann maður að þetta yrði erfitt. Það vissu allir hverjir Ísland er. Svo má ekki gleyma að þegar við mættum í gluggan í nóvember þá vantaði einhverja 6-7 leikmenn.“ Það var mikið um neikvæðna umfjöllun í kringum landsliðið og Körfuknattleikssambandið fyrir leikina tvo, og þá sérstaklega æfingahópinn sem æfði helginni áður.Finnur Freyr Stefánsson, aðstoðarlandsliðsþjálfari, sagðist vera að hugsa um að hætta og Jón Halldór Eðvaldsson, einn sérfræðinga Domino's Körfuboltakvölds sagði í Akraborginni í síðustu viku að Craig Pedersen, landsliðsþjálfari, hefði átt að hætta eftir mótið í Finnlandi. „Auðvitað eiga menn rétt á að segja það sem þeim finnst. Það sýnir að áhuginn á körfuboltanum er orðinn rosalegur og það viljum við. Við viljum að fólki sé ekki sama um okkur,“ sagði Logi. „Kannski hefði mátt rýna meira í það afhverju okkur gekk verr. Við vitum að þetta eru frábærir þjálfarar og að mínu mati var þetta meira hvernig hin liðin mættu okkur. Þetta eru mismunandi sjónarmið og maður þarf að skoða margar hliðar málsins.“ „Ég get alveg sagt mitt mat. Það [ef Pedersen hefði hætt] hefði verið eitthvað sem við hefðum ekki viljað. Hann er búinn að koma okkur á tvö stórmót og ég sagði sjálfur við Craig áður en ég fór að hann er á toppnum yfir þessa þjálfara sem ég hef verið með,“ sagði Logi sem hefur spilað undir fjölda þjálfara út um alla Evrópu. „Hann er rosalega rólegur og tengist leikmönnunum vel. Hann er mjög klókur og án hans hefðum við aldrei komist á þessi tvö stórmót.“ Eftir nærri tvo áratugi í íslenska landsliðinu þá hlýtur það að skilja eftir sig nokkuð skarð. Logi sagði liðsfélagana vera það sem hann mun sakna mest. „Þetta er stór fjölskylda sem er búin að myndast. Þeir eru eins og bræður manns og maður er búinn að eignast félaga fyrir lífstíð. Ég held að það sé ástæðan fyrir því að okkur hefur gengið svona vel og komist inn á þessi stórmót,“ sagði Logi Gunnarsson. Viðtalið í heild sinni má heyra í spilaranum hér fyrir ofan.
Íslenski körfuboltinn Mest lesið „Allir í kringum íþróttir ættu að hafa áhyggjur“ Sport Messi laumaðist inn á leikvang Barcelona og lét engan vita Fótbolti Gummi Ben fékk hláturskast ársins Fótbolti Missa af landsleik af því að þeir eru ekki bólusettir Fótbolti María valin nýliði ársins: Eins óútreiknanleg og Eyjafjallajökull Fótbolti Þurfa að borga háar fjárhæðir fyrir bílastæði á HM Fótbolti „Vont að vakna einn daginn og geta ekki gert það sem ég vil“ Sport Nagelsmann um Wirtz: Liðsfélagarnir í Liverpool gætu nú aðeins hjálpað honum Enski boltinn Kaldasta fagnið í bransanum orðið að vörumerki Enski boltinn Liverpool-stjarna vill ekki spila fyrir ítalska landsliðið Fótbolti Fleiri fréttir Lofuðu Óla Óla og fengu hann svo í beina útsendingu úr búningsklefanum Slakur undirbúningur hjá Ármanni: „Þær virðast koma bara alveg af fjöllum“ Blikarnir taplausir á toppnum Sonur Dominique Wilkins með vindmyllutroðsluna í blóðinu Kári og Kristó eru skemmtilegasta kombóið í þessari deild NBA-goðsögnin Lenny Wilkens látin „Er ekki alveg viss um hvar hann hefur lært körfubolta“ Maddie Sutton í sögubækurnar í fámennum hóp Martin stigahæstur með tvöfalda tvennu Keflvíkingar bæta framherja frá Slóveníu í hópinn NBA vill koma deild í Evrópu á koppinn Leikmaður ÍA búinn á því í upphitun Uppgjör: Grindavík - Keflavík 104-92 | Ekkert stöðvar Grindvíkinga Óli Óla: Við getum alveg eins hrokkið upp af á morgun Uppgjörið: Ármann - Tindastóll 77-110 | Tindastóll of stór biti fyrir Ármann Varð sá hávaxnasti í sögunni Tvítug körfuboltakona með tímamótafjárfestingu Ingibergur hættir sem formaður: „Miklar tilfinningar innra með mér“ „Verður kannski mest krefjandi fyrir börnin mín“ „Þarf ekki að láta aðra segja mér hvort að liðið sé nógu gott“ Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 101-105 | Langþráður sigur Íslandsmeistarana ÍA - Valur 81-83 | Grátlegt tveggja stiga tap á nýjum heimavelli Þór Þ. - ÍR 100 - 98 | Fyrsta sigrinum fagnað í Þorlákshöfn Uppgjörið: Álftanes - KR 108-89 | Stórsigur gegn vængbrotnu liði Banninu aflétt og Bretland mun mæta Íslandi Sá húsið sitt brenna til kaldra kola „Ha, átti ég metið?“ Rebekka Rut nýliði í fyrsta landsliðshóp Salminen Uppgjörið: KR - Grindavík 68-85 | Gestirnir á toppinn Valskonur niðurlægðu Íslandsmeistarana Sjá meira