Vogunarsjóður Soros skortseldi fyrir 550 milljónir í Norwegian Kristinn Ingi Jónsson skrifar 1. febrúar 2018 07:00 Auðjöfurinn George Soros. Vísir/EPA Vogunarsjóður heimsþekkta auðjöfursins George Soros hefur skortselt 183 þúsund hlutabréf í norska flugfélaginu Norwegian fyrir alls 42 milljónir norskra króna sem jafngildir um 547 milljónum króna. Frá þessu var greint í norska viðskiptamiðlinum E24 í gær. Skortstaða hans í flugfélaginu, sem á í harðri samkeppni við íslensku flugfélögin Icelandair og WOW air, er um 0,51 prósent af útgefnu hlutafé Norwegian. Taki fjárfestir skortstöðu í hlutabréfum félags skapast honum hagnaður við verðlækkun viðkomandi bréfa. Með öðrum orðum veðjar fjárfestirinn á að bréfin lækki í verði. Bjørn Kjos, forstjóri flugfélagsins, er á meðal þeirra sem hafa lánað hlutabréf sín til fjárfesta sem vilja taka skortstöðu í félaginu. Hann sagðist þó skömmu fyrir jól ætla að draga úr lánveitingum sínum enda þætti honum gengi bréfanna hafa sveiflast fullmikið. Hlutabréf í Norwegian hafa lengi verið þau mest skortseldu á hlutabréfamarkaðinum í Ósló. Heildarskortstaða fjárfesta í félaginu nemur um 12,33 prósentum af hlutafé þess. Til viðbótar við vogunarsjóð Soros hefur fjárfestingarfélagið Blackrock og bankinn JP Morgan skortselt hlutabréf í Norwegian í umtalsverðum mæli. Hlutabréf flugfélagsins hafa hækkað um 26 prósent í verði það sem af er árinu. George Soros vakti heimsathygli fyrir að hafa fellt breska pundið árið 1992. Eins og Fréttablaðið greindi frá í síðustu viku bætti vogunarsjóður hans umtalsvert við hlut sinn í eignarhaldsfélaginu Glitni HoldCo á síðasta ári. Er vogunarsjóðurinn þriðji stærsti hluthafi Glitnis með 14,1 prósents hlut, en eignarhluturinn var 5,6 prósent í lok ársins 2016. Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Oft slegist um innstungurnar á tjaldsvæðunum Neytendur Ná að spara hver mánaðarmót en hvað svo? Viðskipti innlent Sjónvarpsstöðin Sýn verður í opinni dagskrá Viðskipti innlent EFTA-ríkin gera fríverslunarsamning við Mercusor-ríkin Viðskipti innlent Tillaga Vilhjálms felld með nánast öllum atkvæðum Viðskipti innlent SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Viðskipti erlent Samruni fyrirtækja: „Það sem ekki þarf að vera leyndarmál er ekki leyndarmál“ Atvinnulíf „Þarf lítið til að koma mér af stað í söng og stemningu“ Atvinnulíf Nokkurra ára leit að kaupanda eigna í Helguvík lokið Viðskipti innlent Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ Viðskipti erlent Fleiri fréttir Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira
Vogunarsjóður heimsþekkta auðjöfursins George Soros hefur skortselt 183 þúsund hlutabréf í norska flugfélaginu Norwegian fyrir alls 42 milljónir norskra króna sem jafngildir um 547 milljónum króna. Frá þessu var greint í norska viðskiptamiðlinum E24 í gær. Skortstaða hans í flugfélaginu, sem á í harðri samkeppni við íslensku flugfélögin Icelandair og WOW air, er um 0,51 prósent af útgefnu hlutafé Norwegian. Taki fjárfestir skortstöðu í hlutabréfum félags skapast honum hagnaður við verðlækkun viðkomandi bréfa. Með öðrum orðum veðjar fjárfestirinn á að bréfin lækki í verði. Bjørn Kjos, forstjóri flugfélagsins, er á meðal þeirra sem hafa lánað hlutabréf sín til fjárfesta sem vilja taka skortstöðu í félaginu. Hann sagðist þó skömmu fyrir jól ætla að draga úr lánveitingum sínum enda þætti honum gengi bréfanna hafa sveiflast fullmikið. Hlutabréf í Norwegian hafa lengi verið þau mest skortseldu á hlutabréfamarkaðinum í Ósló. Heildarskortstaða fjárfesta í félaginu nemur um 12,33 prósentum af hlutafé þess. Til viðbótar við vogunarsjóð Soros hefur fjárfestingarfélagið Blackrock og bankinn JP Morgan skortselt hlutabréf í Norwegian í umtalsverðum mæli. Hlutabréf flugfélagsins hafa hækkað um 26 prósent í verði það sem af er árinu. George Soros vakti heimsathygli fyrir að hafa fellt breska pundið árið 1992. Eins og Fréttablaðið greindi frá í síðustu viku bætti vogunarsjóður hans umtalsvert við hlut sinn í eignarhaldsfélaginu Glitni HoldCo á síðasta ári. Er vogunarsjóðurinn þriðji stærsti hluthafi Glitnis með 14,1 prósents hlut, en eignarhluturinn var 5,6 prósent í lok ársins 2016.
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Oft slegist um innstungurnar á tjaldsvæðunum Neytendur Ná að spara hver mánaðarmót en hvað svo? Viðskipti innlent Sjónvarpsstöðin Sýn verður í opinni dagskrá Viðskipti innlent EFTA-ríkin gera fríverslunarsamning við Mercusor-ríkin Viðskipti innlent Tillaga Vilhjálms felld með nánast öllum atkvæðum Viðskipti innlent SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Viðskipti erlent Samruni fyrirtækja: „Það sem ekki þarf að vera leyndarmál er ekki leyndarmál“ Atvinnulíf „Þarf lítið til að koma mér af stað í söng og stemningu“ Atvinnulíf Nokkurra ára leit að kaupanda eigna í Helguvík lokið Viðskipti innlent Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ Viðskipti erlent Fleiri fréttir Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira