Bretar standi verr sama hvernig Brexit sé háttað Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 31. janúar 2018 06:00 Skýrslan er sögð vandræðaleg fyrir ríkisstjórn Theresu May. vísir/afp Eftir útgöngu Bretlands úr Evrópusambandinu, Brexit, mun breska hagkerfið standa verr burtséð frá því hvernig útgöngunni verður háttað. Það er hvort sem Bretar geri fríverslunarsamning við ESB, haldi sig innan innri markaðar sambandsins eða nái engu slíku samkomulagi. Þetta kemur fram í skýrslu sem var unnin fyrir breska ríkið og var lekið til BuzzFeed sem birti svo skýrsluna í gær. Skýrslan er dagsett nú í janúar og kemur þar fram að með fríverslunarsamningi myndi hagvöxtur minnka um fimm prósent næstu fimmtán árin. Ef enginn samningur næst verði sú tala átta prósent en ef Bretar halda aðgangi sínum að innri markaðnum, svokallað mjúkt Brexit, lækkar talan í tvö prósent. Sá fyrirvari er þó settur við útreikningana að ekki sé tekið tillit til skammtímaáfalla sem gætu skollið á vegna Brexit. Til að mynda kostnaðarins við að aðlaga hagkerfið nýju tollkerfi. Einnig kemur fram að hætta sé á að staða Lundúna sem fjármálahöfuðborgar sé í hættu, að allir hlutar Bretlands komi illa út úr útgöngunni sem og öll svið hagkerfisins. Nicola Sturgeon, ráðherra skosku heimastjórnarinnar, var harðorð þegar Reuters spurði hana um skoðun sína. „Greining ríkisstjórnarinnar sjálfrar hefur leitt í ljós að útgangan úr Evrópusambandinu mun undir öllum kringumstæðum skaða hagkerfi allra þjóða og svæða Bretlands,“ sagði Sturgeon en Skotar voru sú þjóð sem var andvígust Brexit í þjóðaratkvæðagreiðslunni 2016. Chris Leslie, þingmaður Verkamannaflokksins sem barðist gegn útgöngu og berst enn, sagði: „Ríkisstjórnin hefur ekkert umboð fyrir hörðu Brexit. Það greiddi enginn atkvæði með því að valda sjálfum sér og fjölskyldu sinni tjóni.“ Heimildarmaður BuzzFeed innan Department for Exiting the European Union, eiginlegrar útgöngustofnunar Bretlands sem starfar fyrir ríkisstjórnina, sagði að skýrslan hefði ekki verið birt opinberlega einfaldlega vegna þess að hún væri vandræðaleg fyrir ríkisstjórnina. Brexit Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Sendur til Íslands eftir þrætu um persónuupplýsingar innflytjenda Erlent Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Innlent Komnir djúpt gegnum línu Úkraínumanna Erlent Stórfelld líkamsárás og ráðist á dyravörð Innlent Kiðjabergsmálinu hvergi nærri lokið Innlent B sé ekki best Innlent Telur enn mögulegt að ná samkomulagi Innlent Kínverskt skip stórskemmt eftir árekstur við tundurspilli Erlent Albanese segir Netanyahu í afneitun Erlent Einn látinn og tíu slasaðir eftir stóra sprengingu Erlent Fleiri fréttir Skoða að stofna viðbragðssveit gegn uppþoti í Bandaríkjunum Hernumin héruð horfi fram á þjóðernishreinsun Vara við afleiðingum samsæriskenninga eftir skotárás á heilbrigðisstofnun Komnir djúpt gegnum línu Úkraínumanna Smyglaði 850 skjaldbökum í sokkum frá Bandaríkjunum Albanese segir Netanyahu í afneitun Sendur til Íslands eftir þrætu um persónuupplýsingar innflytjenda Leiðtogar Evrópu ítreka sjálfsákvörðunarrétt Úkraínumanna Einn látinn og tíu slasaðir eftir stóra sprengingu „Þetta er í rauninni þreifingafundur“ Ákvörðun Trump valdabrölt: „Það á eftir að verða meira svona“ Kínverskt skip stórskemmt eftir árekstur við tundurspilli Neitar að birta dómsskjöl og gagnrýnir Trump-liða fyrir blekkingarleik Fordæmir dráp á blaðamönnum og vill sjá valkyrjur stíga harðar fram Sagður slaka á kröfum og útiloka ekki landsvæðaskipti Buðu ferðamönnum upp á „stjarnferðalag“ með heimablönduðu froskaeitri Sigar þjóðvarðliðum á götur Washington og setur lögregluna á sitt vald Ákæra stjórnendur flutningaskips vegna skemmda á sæstreng Sagður hafa unnið fyrir fjölmiðlateymi Hamas áður en stríðið hófst Fordæma „markviss“ dráp Ísraela á blaðamönnum á Gasa Boðar aðgerðir í þágu öryggis og fegrunar Washington D.C. Heimila sölu gervigreindar örflaga til Kína gegn hluta af ágóðanum Eyðilegging eftir skjálfta í Tyrklandi Ástralir hyggjast viðurkenna sjálfstæða Palestínu Drápu tvo blaðamenn og tvo tökumenn vísvitandi Sæti Artúrs logar Fundur Selenskí, Pútíns og Trump á næsta leiti Stór skjálfti reið yfir í Tyrklandi Furðar sig á viðvaningshætti í Washington og segir fundinn óþarfan Fjórir karlmenn stálu Labubu í tugatali Sjá meira
Eftir útgöngu Bretlands úr Evrópusambandinu, Brexit, mun breska hagkerfið standa verr burtséð frá því hvernig útgöngunni verður háttað. Það er hvort sem Bretar geri fríverslunarsamning við ESB, haldi sig innan innri markaðar sambandsins eða nái engu slíku samkomulagi. Þetta kemur fram í skýrslu sem var unnin fyrir breska ríkið og var lekið til BuzzFeed sem birti svo skýrsluna í gær. Skýrslan er dagsett nú í janúar og kemur þar fram að með fríverslunarsamningi myndi hagvöxtur minnka um fimm prósent næstu fimmtán árin. Ef enginn samningur næst verði sú tala átta prósent en ef Bretar halda aðgangi sínum að innri markaðnum, svokallað mjúkt Brexit, lækkar talan í tvö prósent. Sá fyrirvari er þó settur við útreikningana að ekki sé tekið tillit til skammtímaáfalla sem gætu skollið á vegna Brexit. Til að mynda kostnaðarins við að aðlaga hagkerfið nýju tollkerfi. Einnig kemur fram að hætta sé á að staða Lundúna sem fjármálahöfuðborgar sé í hættu, að allir hlutar Bretlands komi illa út úr útgöngunni sem og öll svið hagkerfisins. Nicola Sturgeon, ráðherra skosku heimastjórnarinnar, var harðorð þegar Reuters spurði hana um skoðun sína. „Greining ríkisstjórnarinnar sjálfrar hefur leitt í ljós að útgangan úr Evrópusambandinu mun undir öllum kringumstæðum skaða hagkerfi allra þjóða og svæða Bretlands,“ sagði Sturgeon en Skotar voru sú þjóð sem var andvígust Brexit í þjóðaratkvæðagreiðslunni 2016. Chris Leslie, þingmaður Verkamannaflokksins sem barðist gegn útgöngu og berst enn, sagði: „Ríkisstjórnin hefur ekkert umboð fyrir hörðu Brexit. Það greiddi enginn atkvæði með því að valda sjálfum sér og fjölskyldu sinni tjóni.“ Heimildarmaður BuzzFeed innan Department for Exiting the European Union, eiginlegrar útgöngustofnunar Bretlands sem starfar fyrir ríkisstjórnina, sagði að skýrslan hefði ekki verið birt opinberlega einfaldlega vegna þess að hún væri vandræðaleg fyrir ríkisstjórnina.
Brexit Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Sendur til Íslands eftir þrætu um persónuupplýsingar innflytjenda Erlent Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Innlent Komnir djúpt gegnum línu Úkraínumanna Erlent Stórfelld líkamsárás og ráðist á dyravörð Innlent Kiðjabergsmálinu hvergi nærri lokið Innlent B sé ekki best Innlent Telur enn mögulegt að ná samkomulagi Innlent Kínverskt skip stórskemmt eftir árekstur við tundurspilli Erlent Albanese segir Netanyahu í afneitun Erlent Einn látinn og tíu slasaðir eftir stóra sprengingu Erlent Fleiri fréttir Skoða að stofna viðbragðssveit gegn uppþoti í Bandaríkjunum Hernumin héruð horfi fram á þjóðernishreinsun Vara við afleiðingum samsæriskenninga eftir skotárás á heilbrigðisstofnun Komnir djúpt gegnum línu Úkraínumanna Smyglaði 850 skjaldbökum í sokkum frá Bandaríkjunum Albanese segir Netanyahu í afneitun Sendur til Íslands eftir þrætu um persónuupplýsingar innflytjenda Leiðtogar Evrópu ítreka sjálfsákvörðunarrétt Úkraínumanna Einn látinn og tíu slasaðir eftir stóra sprengingu „Þetta er í rauninni þreifingafundur“ Ákvörðun Trump valdabrölt: „Það á eftir að verða meira svona“ Kínverskt skip stórskemmt eftir árekstur við tundurspilli Neitar að birta dómsskjöl og gagnrýnir Trump-liða fyrir blekkingarleik Fordæmir dráp á blaðamönnum og vill sjá valkyrjur stíga harðar fram Sagður slaka á kröfum og útiloka ekki landsvæðaskipti Buðu ferðamönnum upp á „stjarnferðalag“ með heimablönduðu froskaeitri Sigar þjóðvarðliðum á götur Washington og setur lögregluna á sitt vald Ákæra stjórnendur flutningaskips vegna skemmda á sæstreng Sagður hafa unnið fyrir fjölmiðlateymi Hamas áður en stríðið hófst Fordæma „markviss“ dráp Ísraela á blaðamönnum á Gasa Boðar aðgerðir í þágu öryggis og fegrunar Washington D.C. Heimila sölu gervigreindar örflaga til Kína gegn hluta af ágóðanum Eyðilegging eftir skjálfta í Tyrklandi Ástralir hyggjast viðurkenna sjálfstæða Palestínu Drápu tvo blaðamenn og tvo tökumenn vísvitandi Sæti Artúrs logar Fundur Selenskí, Pútíns og Trump á næsta leiti Stór skjálfti reið yfir í Tyrklandi Furðar sig á viðvaningshætti í Washington og segir fundinn óþarfan Fjórir karlmenn stálu Labubu í tugatali Sjá meira