Bretar standi verr sama hvernig Brexit sé háttað Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 31. janúar 2018 06:00 Skýrslan er sögð vandræðaleg fyrir ríkisstjórn Theresu May. vísir/afp Eftir útgöngu Bretlands úr Evrópusambandinu, Brexit, mun breska hagkerfið standa verr burtséð frá því hvernig útgöngunni verður háttað. Það er hvort sem Bretar geri fríverslunarsamning við ESB, haldi sig innan innri markaðar sambandsins eða nái engu slíku samkomulagi. Þetta kemur fram í skýrslu sem var unnin fyrir breska ríkið og var lekið til BuzzFeed sem birti svo skýrsluna í gær. Skýrslan er dagsett nú í janúar og kemur þar fram að með fríverslunarsamningi myndi hagvöxtur minnka um fimm prósent næstu fimmtán árin. Ef enginn samningur næst verði sú tala átta prósent en ef Bretar halda aðgangi sínum að innri markaðnum, svokallað mjúkt Brexit, lækkar talan í tvö prósent. Sá fyrirvari er þó settur við útreikningana að ekki sé tekið tillit til skammtímaáfalla sem gætu skollið á vegna Brexit. Til að mynda kostnaðarins við að aðlaga hagkerfið nýju tollkerfi. Einnig kemur fram að hætta sé á að staða Lundúna sem fjármálahöfuðborgar sé í hættu, að allir hlutar Bretlands komi illa út úr útgöngunni sem og öll svið hagkerfisins. Nicola Sturgeon, ráðherra skosku heimastjórnarinnar, var harðorð þegar Reuters spurði hana um skoðun sína. „Greining ríkisstjórnarinnar sjálfrar hefur leitt í ljós að útgangan úr Evrópusambandinu mun undir öllum kringumstæðum skaða hagkerfi allra þjóða og svæða Bretlands,“ sagði Sturgeon en Skotar voru sú þjóð sem var andvígust Brexit í þjóðaratkvæðagreiðslunni 2016. Chris Leslie, þingmaður Verkamannaflokksins sem barðist gegn útgöngu og berst enn, sagði: „Ríkisstjórnin hefur ekkert umboð fyrir hörðu Brexit. Það greiddi enginn atkvæði með því að valda sjálfum sér og fjölskyldu sinni tjóni.“ Heimildarmaður BuzzFeed innan Department for Exiting the European Union, eiginlegrar útgöngustofnunar Bretlands sem starfar fyrir ríkisstjórnina, sagði að skýrslan hefði ekki verið birt opinberlega einfaldlega vegna þess að hún væri vandræðaleg fyrir ríkisstjórnina. Brexit Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Innlent Í deilum við nágrannann vegna trjáa Erlent Segir dulda skattahækkun taka gildi á næsta ári Innlent Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Erlent Mesti snjór í New York í fjögur ár Erlent Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Innlent Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Innlent Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Innlent Gróður farinn að grænka fyrir norðan Innlent Tilhæfulaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Innlent Fleiri fréttir „Þetta er ansi flókið, en þó ekki svo flókið“ Átti gott samtal við Pútín Skildu farþega eftir í fyrri ferð og strönduðu í annarri Í deilum við nágrannann vegna trjáa Mesti snjór í New York í fjögur ár Þrír létust í óveðrinu Ræðir uppfærða friðaráætlun við Trump í dag Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Maðurinn sem var næstur í röðinni hjá mormónum látinn Einn látinn í óveðrinu í Svíþjóð Níu handteknir fyrir að safna pening fyrir Hamas Fjórir göngumenn látnir eftir snjóflóð í Grikklandi Brenndu rangt lík Leita í rústum íbúðahúsa Noregur hyggst innleiða samfélagsmiðlabann Semja aftur um vopnahlé Ísrael viðurkennir sjálfstæði Sómalílands fyrst allra landa Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Loftárásum fagnað sem „stórkostlegri jólagjöf“ og meira sagt í vændum Minnst fimmtán særðir eftir hnífa- og efnaárás í Japan Mun funda með Trump „í náinni framtíð“ Fyrirskipaði árásir á „hryðjuverkaúrhrök“ í Nígeríu Rússar opna leikhúsið í Maríupól á ný Yfir hundrað handteknir grunaðir um að skipuleggja árásir á gamlársdag Fjallaði um stríðsátök í jólaávarpinu Fundu yfir milljón skjöl sem tengjast Epstein Fimm fórust í þyrluslysi á Kilimanjaro Þau kvöddu á árinu 2025 Kynnti drög að nýrri friðaráætlun Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Sjá meira
Eftir útgöngu Bretlands úr Evrópusambandinu, Brexit, mun breska hagkerfið standa verr burtséð frá því hvernig útgöngunni verður háttað. Það er hvort sem Bretar geri fríverslunarsamning við ESB, haldi sig innan innri markaðar sambandsins eða nái engu slíku samkomulagi. Þetta kemur fram í skýrslu sem var unnin fyrir breska ríkið og var lekið til BuzzFeed sem birti svo skýrsluna í gær. Skýrslan er dagsett nú í janúar og kemur þar fram að með fríverslunarsamningi myndi hagvöxtur minnka um fimm prósent næstu fimmtán árin. Ef enginn samningur næst verði sú tala átta prósent en ef Bretar halda aðgangi sínum að innri markaðnum, svokallað mjúkt Brexit, lækkar talan í tvö prósent. Sá fyrirvari er þó settur við útreikningana að ekki sé tekið tillit til skammtímaáfalla sem gætu skollið á vegna Brexit. Til að mynda kostnaðarins við að aðlaga hagkerfið nýju tollkerfi. Einnig kemur fram að hætta sé á að staða Lundúna sem fjármálahöfuðborgar sé í hættu, að allir hlutar Bretlands komi illa út úr útgöngunni sem og öll svið hagkerfisins. Nicola Sturgeon, ráðherra skosku heimastjórnarinnar, var harðorð þegar Reuters spurði hana um skoðun sína. „Greining ríkisstjórnarinnar sjálfrar hefur leitt í ljós að útgangan úr Evrópusambandinu mun undir öllum kringumstæðum skaða hagkerfi allra þjóða og svæða Bretlands,“ sagði Sturgeon en Skotar voru sú þjóð sem var andvígust Brexit í þjóðaratkvæðagreiðslunni 2016. Chris Leslie, þingmaður Verkamannaflokksins sem barðist gegn útgöngu og berst enn, sagði: „Ríkisstjórnin hefur ekkert umboð fyrir hörðu Brexit. Það greiddi enginn atkvæði með því að valda sjálfum sér og fjölskyldu sinni tjóni.“ Heimildarmaður BuzzFeed innan Department for Exiting the European Union, eiginlegrar útgöngustofnunar Bretlands sem starfar fyrir ríkisstjórnina, sagði að skýrslan hefði ekki verið birt opinberlega einfaldlega vegna þess að hún væri vandræðaleg fyrir ríkisstjórnina.
Brexit Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Innlent Í deilum við nágrannann vegna trjáa Erlent Segir dulda skattahækkun taka gildi á næsta ári Innlent Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Erlent Mesti snjór í New York í fjögur ár Erlent Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Innlent Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Innlent Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Innlent Gróður farinn að grænka fyrir norðan Innlent Tilhæfulaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Innlent Fleiri fréttir „Þetta er ansi flókið, en þó ekki svo flókið“ Átti gott samtal við Pútín Skildu farþega eftir í fyrri ferð og strönduðu í annarri Í deilum við nágrannann vegna trjáa Mesti snjór í New York í fjögur ár Þrír létust í óveðrinu Ræðir uppfærða friðaráætlun við Trump í dag Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Maðurinn sem var næstur í röðinni hjá mormónum látinn Einn látinn í óveðrinu í Svíþjóð Níu handteknir fyrir að safna pening fyrir Hamas Fjórir göngumenn látnir eftir snjóflóð í Grikklandi Brenndu rangt lík Leita í rústum íbúðahúsa Noregur hyggst innleiða samfélagsmiðlabann Semja aftur um vopnahlé Ísrael viðurkennir sjálfstæði Sómalílands fyrst allra landa Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Loftárásum fagnað sem „stórkostlegri jólagjöf“ og meira sagt í vændum Minnst fimmtán særðir eftir hnífa- og efnaárás í Japan Mun funda með Trump „í náinni framtíð“ Fyrirskipaði árásir á „hryðjuverkaúrhrök“ í Nígeríu Rússar opna leikhúsið í Maríupól á ný Yfir hundrað handteknir grunaðir um að skipuleggja árásir á gamlársdag Fjallaði um stríðsátök í jólaávarpinu Fundu yfir milljón skjöl sem tengjast Epstein Fimm fórust í þyrluslysi á Kilimanjaro Þau kvöddu á árinu 2025 Kynnti drög að nýrri friðaráætlun Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Sjá meira