Norður-Kórea sakar Bandaríkin um að ljúga um hergagnasendingar Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 24. janúar 2018 06:00 Norður-Kóreumenn segjast við öllu búnir. vísir/afp Bandaríkjamenn senda hergögn til Kóreuskaga undir fölsku flaggi og þykjast vera að gera það vegna væntanlegra Vetrarólympíuleika. Um þetta sakaði Han Tae Song, sendiherra Norður- Kóreu hjá Sameinuðu þjóðunum, Bandaríkjamenn á afvopnunarfundi í svissnesku borginni Genf í gær. „Hætta er á að hergagnasendingar Bandaríkjamanna dragi úr jákvæðri þróun samskipta ríkjanna á Kóreuskaga og jafnvel leiði okkur í átt að hörðum átökum,“ bætti Han við. Sagði hann einnig að kjarnorkutilraunir síðasta árs hefðu sýnt fram á að einræðisríkið væri kjarnorkuveldi. Norður-Kórea sprengdi sína fyrstu vetnissprengju í fyrra og hefur ítrekað hótað að ráðast á Bandaríkin, einkum á eyjuna Gvam. Tilraunir ríkisins brjóta í bága við skilyrði sem öryggisráð SÞ hefur sett Norður-Kóreumönnum. Þá er vert að taka fram að Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, hefur hótað einræðisríkinu „eldi og brennisteini“ til baka. „Ég get stoltur sagt frá því að Alþýðulýðveldið Kórea býr yfir kjarnorkuvopnabúri sem er hægt að beita í gagnárás gegn Bandaríkjunum og býr yfir miklum fælingarmætti sem kemur í veg fyrir að Bandaríkjamenn hefji ævintýralegt stríð.“ Robert Wood, fulltrúi Bandaríkjanna á fundinum, sagði af og frá að Bandaríkin viðurkenndu Norður-Kóreu sem kjarnorkuveldi. „Ef norðrið vill að því sé tekið aftur opnum örmum af alþjóðasamfélaginu vita yfirvöld hvað þarf að gera. Það þarf að stíga skref í átt til þess að gera Kóreuskaga algerlega kjarnorkuvopnalausan.“ Birtist í Fréttablaðinu Norður-Kórea Mest lesið Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Erlent Segir dulda skattahækkun taka gildi á næsta ári Innlent Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Innlent Tilhæfislaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Innlent Maðurinn sem var næstur í röðinni hjá mormónum látinn Erlent Líkamsárás í miðbænum Innlent Einn látinn í óveðrinu í Svíþjóð Erlent Keyptu aðstoð vegna leiðréttingar landsframlags og hringferðar ráðherra Innlent Níu handteknir fyrir að safna pening fyrir Hamas Erlent Afbrot, fjölmiðlastyrkir og stefna Miðflokksins Innlent Fleiri fréttir Ræðir uppfærða friðaráætlun við Trump í dag Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Maðurinn sem var næstur í röðinni hjá mormónum látinn Einn látinn í óveðrinu í Svíþjóð Níu handteknir fyrir að safna pening fyrir Hamas Fjórir göngumenn látnir eftir snjóflóð í Grikklandi Brenndu rangt lík Leita í rústum íbúðahúsa Noregur hyggst innleiða samfélagsmiðlabann Semja aftur um vopnahlé Ísrael viðurkennir sjálfstæði Sómalílands fyrst allra landa Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Loftárásum fagnað sem „stórkostlegri jólagjöf“ og meira sagt í vændum Minnst fimmtán særðir eftir hnífa- og efnaárás í Japan Mun funda með Trump „í náinni framtíð“ Fyrirskipaði árásir á „hryðjuverkaúrhrök“ í Nígeríu Rússar opna leikhúsið í Maríupól á ný Yfir hundrað handteknir grunaðir um að skipuleggja árásir á gamlársdag Fjallaði um stríðsátök í jólaávarpinu Fundu yfir milljón skjöl sem tengjast Epstein Fimm fórust í þyrluslysi á Kilimanjaro Þau kvöddu á árinu 2025 Kynnti drög að nýrri friðaráætlun Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Nýjar ákærur á hendur Russell Brand Fleiri Epstein-skjöl birt: Bað um „óviðeigandi vinkonur“ Saka AfD um að ganga erinda Kremlverja Kínverjar og Rússar lýsa yfir stuðningi við Venesúela Skapari Call of Duty lést í bílslysi Sjá meira
Bandaríkjamenn senda hergögn til Kóreuskaga undir fölsku flaggi og þykjast vera að gera það vegna væntanlegra Vetrarólympíuleika. Um þetta sakaði Han Tae Song, sendiherra Norður- Kóreu hjá Sameinuðu þjóðunum, Bandaríkjamenn á afvopnunarfundi í svissnesku borginni Genf í gær. „Hætta er á að hergagnasendingar Bandaríkjamanna dragi úr jákvæðri þróun samskipta ríkjanna á Kóreuskaga og jafnvel leiði okkur í átt að hörðum átökum,“ bætti Han við. Sagði hann einnig að kjarnorkutilraunir síðasta árs hefðu sýnt fram á að einræðisríkið væri kjarnorkuveldi. Norður-Kórea sprengdi sína fyrstu vetnissprengju í fyrra og hefur ítrekað hótað að ráðast á Bandaríkin, einkum á eyjuna Gvam. Tilraunir ríkisins brjóta í bága við skilyrði sem öryggisráð SÞ hefur sett Norður-Kóreumönnum. Þá er vert að taka fram að Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, hefur hótað einræðisríkinu „eldi og brennisteini“ til baka. „Ég get stoltur sagt frá því að Alþýðulýðveldið Kórea býr yfir kjarnorkuvopnabúri sem er hægt að beita í gagnárás gegn Bandaríkjunum og býr yfir miklum fælingarmætti sem kemur í veg fyrir að Bandaríkjamenn hefji ævintýralegt stríð.“ Robert Wood, fulltrúi Bandaríkjanna á fundinum, sagði af og frá að Bandaríkin viðurkenndu Norður-Kóreu sem kjarnorkuveldi. „Ef norðrið vill að því sé tekið aftur opnum örmum af alþjóðasamfélaginu vita yfirvöld hvað þarf að gera. Það þarf að stíga skref í átt til þess að gera Kóreuskaga algerlega kjarnorkuvopnalausan.“
Birtist í Fréttablaðinu Norður-Kórea Mest lesið Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Erlent Segir dulda skattahækkun taka gildi á næsta ári Innlent Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Innlent Tilhæfislaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Innlent Maðurinn sem var næstur í röðinni hjá mormónum látinn Erlent Líkamsárás í miðbænum Innlent Einn látinn í óveðrinu í Svíþjóð Erlent Keyptu aðstoð vegna leiðréttingar landsframlags og hringferðar ráðherra Innlent Níu handteknir fyrir að safna pening fyrir Hamas Erlent Afbrot, fjölmiðlastyrkir og stefna Miðflokksins Innlent Fleiri fréttir Ræðir uppfærða friðaráætlun við Trump í dag Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Maðurinn sem var næstur í röðinni hjá mormónum látinn Einn látinn í óveðrinu í Svíþjóð Níu handteknir fyrir að safna pening fyrir Hamas Fjórir göngumenn látnir eftir snjóflóð í Grikklandi Brenndu rangt lík Leita í rústum íbúðahúsa Noregur hyggst innleiða samfélagsmiðlabann Semja aftur um vopnahlé Ísrael viðurkennir sjálfstæði Sómalílands fyrst allra landa Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Loftárásum fagnað sem „stórkostlegri jólagjöf“ og meira sagt í vændum Minnst fimmtán særðir eftir hnífa- og efnaárás í Japan Mun funda með Trump „í náinni framtíð“ Fyrirskipaði árásir á „hryðjuverkaúrhrök“ í Nígeríu Rússar opna leikhúsið í Maríupól á ný Yfir hundrað handteknir grunaðir um að skipuleggja árásir á gamlársdag Fjallaði um stríðsátök í jólaávarpinu Fundu yfir milljón skjöl sem tengjast Epstein Fimm fórust í þyrluslysi á Kilimanjaro Þau kvöddu á árinu 2025 Kynnti drög að nýrri friðaráætlun Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Nýjar ákærur á hendur Russell Brand Fleiri Epstein-skjöl birt: Bað um „óviðeigandi vinkonur“ Saka AfD um að ganga erinda Kremlverja Kínverjar og Rússar lýsa yfir stuðningi við Venesúela Skapari Call of Duty lést í bílslysi Sjá meira