Verja franskan ráðherra sem sakaður er um nauðgun Atli Ísleifsson skrifar 29. janúar 2018 10:14 Hinn 35 ára Gérald Darmanin hefur verið álitinn ein af vonarstjörnunum í ríkisstjórn Emmanuel Macron forseta. Vísir/AFP Nokkrir ráðherrar í frönsku ríkisstjórninni hafa lýst yfir stuðningi við fjárlagaráðherrann Gérald Darmanin sem sakaður hefur verið um nauðgun sem á að hafa átt sér stað fyrir tíu árum síðan. Forsætisráðherrann Édouard Philippe hefur sagt að Darmanin njóti enn stuðnings innan stjórnarinnar og hefur dómsmálaráðherrann Nicole Belloubet hafnað kröfum um að hann segi af sér. Ráðherrann hafi ekki verið ákærður fyrir brot. Landbúnaðarráðherrann Stéphane Travert segir að grundvallarreglan um að menn séu saklausir uns sekt sé sönnuð eigi einnig að gilda í tilviki Darmanin. Saksóknarar í París hafa staðfest að málið hafi nú verið tekið til rannsóknar á ný. Darmanin er sakaður um að hafa þvingað konu til samræðis í skiptum fyrir að hann myndi hreinsa nafn hennar í dómsmáli. Ítrekaði ásakanirnar Konan sem sakar Darmanin um nauðgun er 46 ára og starfaði áður við vændi. Hún sakaði ráðherrann fyrst um nauðgunina um mitt síðasta ár. Rannsókn lögreglu var hins vegar lögð til hliðar eftir að konan mætti ekki til skýrslutöku hjá lögreglu. Fyrr í þessum mánuði steig hún svo aftur fram og ítrekaði ásakanirnar. Árásin á að hafa átt sér stað árið 2009. Lögfræðingur Darmanin segir að konunni komi til með að verða stefnt fyrir meiðyrði. Hinn 35 ára Darmanin hefur verið álitinn ein af vonarstjörnunum í ríkisstjórn Emmanuel Macron forseta. MeToo Frakkland Mest lesið Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Innlent Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Innlent Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Innlent Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Innlent Hafði komið sér fyrir á háalofti hótels Innlent Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Innlent Loftárásum fagnað sem „stórkostlegri jólagjöf“ og meira sagt í vændum Erlent Þau kvöddu á árinu 2025 Erlent Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Innlent Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Erlent Fleiri fréttir Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Loftárásum fagnað sem „stórkostlegri jólagjöf“ og meira sagt í vændum Minnst fimmtán særðir eftir hnífa- og efnaárás í Japan Mun funda með Trump „í náinni framtíð“ Fyrirskipaði árásir á „hryðjuverkaúrhrök“ í Nígeríu Rússar opna leikhúsið í Maríupól á ný Yfir hundrað handteknir grunaðir um að skipuleggja árásir á gamlársdag Fjallaði um stríðsátök í jólaávarpinu Fundu yfir milljón skjöl sem tengjast Epstein Fimm fórust í þyrluslysi á Kilimanjaro Þau kvöddu á árinu 2025 Kynnti drög að nýrri friðaráætlun Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Nýjar ákærur á hendur Russell Brand Fleiri Epstein-skjöl birt: Bað um „óviðeigandi vinkonur“ Saka AfD um að ganga erinda Kremlverja Kínverjar og Rússar lýsa yfir stuðningi við Venesúela Skapari Call of Duty lést í bílslysi Trump nefnir nýja kynslóð orrustuskipa í höfuðið á sjálfum sér „Bandaríkin eiga ekki að taka yfir Grænland“ Nýr ritstjóri stöðvaði umfjöllun um brottvísanir Trump Breiddi út faðminn fyrir rasista: „Þið þurfið ekki að biðjast afsökunar á að vera hvít lengur“ Sprengdu rússneskan hershöfðingja í loft upp í Moskvu Undirbúningur árásarinnar stóð yfir í marga mánuði Trump skipar sendifulltrúa fyrir Grænland Segir unnið að því að móta sameiginlega nálgun Bandaríkjanna, Úkraínu og Evrópu Sýknaður af nauðgun eftir að hafa verið skimaður fyrir sjaldgæfri svefnröskun Málið sem Trump getur ekki losað sig við Grunaður um manndráp eftir að tveggja ára drengur féll úr blokk Sjá meira
Nokkrir ráðherrar í frönsku ríkisstjórninni hafa lýst yfir stuðningi við fjárlagaráðherrann Gérald Darmanin sem sakaður hefur verið um nauðgun sem á að hafa átt sér stað fyrir tíu árum síðan. Forsætisráðherrann Édouard Philippe hefur sagt að Darmanin njóti enn stuðnings innan stjórnarinnar og hefur dómsmálaráðherrann Nicole Belloubet hafnað kröfum um að hann segi af sér. Ráðherrann hafi ekki verið ákærður fyrir brot. Landbúnaðarráðherrann Stéphane Travert segir að grundvallarreglan um að menn séu saklausir uns sekt sé sönnuð eigi einnig að gilda í tilviki Darmanin. Saksóknarar í París hafa staðfest að málið hafi nú verið tekið til rannsóknar á ný. Darmanin er sakaður um að hafa þvingað konu til samræðis í skiptum fyrir að hann myndi hreinsa nafn hennar í dómsmáli. Ítrekaði ásakanirnar Konan sem sakar Darmanin um nauðgun er 46 ára og starfaði áður við vændi. Hún sakaði ráðherrann fyrst um nauðgunina um mitt síðasta ár. Rannsókn lögreglu var hins vegar lögð til hliðar eftir að konan mætti ekki til skýrslutöku hjá lögreglu. Fyrr í þessum mánuði steig hún svo aftur fram og ítrekaði ásakanirnar. Árásin á að hafa átt sér stað árið 2009. Lögfræðingur Darmanin segir að konunni komi til með að verða stefnt fyrir meiðyrði. Hinn 35 ára Darmanin hefur verið álitinn ein af vonarstjörnunum í ríkisstjórn Emmanuel Macron forseta.
MeToo Frakkland Mest lesið Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Innlent Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Innlent Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Innlent Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Innlent Hafði komið sér fyrir á háalofti hótels Innlent Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Innlent Loftárásum fagnað sem „stórkostlegri jólagjöf“ og meira sagt í vændum Erlent Þau kvöddu á árinu 2025 Erlent Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Innlent Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Erlent Fleiri fréttir Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Loftárásum fagnað sem „stórkostlegri jólagjöf“ og meira sagt í vændum Minnst fimmtán særðir eftir hnífa- og efnaárás í Japan Mun funda með Trump „í náinni framtíð“ Fyrirskipaði árásir á „hryðjuverkaúrhrök“ í Nígeríu Rússar opna leikhúsið í Maríupól á ný Yfir hundrað handteknir grunaðir um að skipuleggja árásir á gamlársdag Fjallaði um stríðsátök í jólaávarpinu Fundu yfir milljón skjöl sem tengjast Epstein Fimm fórust í þyrluslysi á Kilimanjaro Þau kvöddu á árinu 2025 Kynnti drög að nýrri friðaráætlun Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Nýjar ákærur á hendur Russell Brand Fleiri Epstein-skjöl birt: Bað um „óviðeigandi vinkonur“ Saka AfD um að ganga erinda Kremlverja Kínverjar og Rússar lýsa yfir stuðningi við Venesúela Skapari Call of Duty lést í bílslysi Trump nefnir nýja kynslóð orrustuskipa í höfuðið á sjálfum sér „Bandaríkin eiga ekki að taka yfir Grænland“ Nýr ritstjóri stöðvaði umfjöllun um brottvísanir Trump Breiddi út faðminn fyrir rasista: „Þið þurfið ekki að biðjast afsökunar á að vera hvít lengur“ Sprengdu rússneskan hershöfðingja í loft upp í Moskvu Undirbúningur árásarinnar stóð yfir í marga mánuði Trump skipar sendifulltrúa fyrir Grænland Segir unnið að því að móta sameiginlega nálgun Bandaríkjanna, Úkraínu og Evrópu Sýknaður af nauðgun eftir að hafa verið skimaður fyrir sjaldgæfri svefnröskun Málið sem Trump getur ekki losað sig við Grunaður um manndráp eftir að tveggja ára drengur féll úr blokk Sjá meira