N-kóreskir íþróttamenn á vetrarólympíuleikana Ingibjörg Bára Sveinsdóttir skrifar 10. janúar 2018 06:00 Sendinefnd N-Kóreu heldur hér til fundar við S-Kóreumenn í gær í landamærabænum Panmun. vísir/epa Beint símasamband verður á ný milli Suður-Kóreu og Norður-Kóreu. Þetta hefur suðurkóreska fréttastofan Yonhap eftir heimildarmanni innan stjórnarinnar í Suður-Kóreu. Frá þessu var greint eftir að tilkynnt var að Norður-Kórea myndi senda íþróttamenn, hátt setta embættismenn og stuðningsmenn á vetrarólympíuleikana í Pyeongchang í Suður-Kóreu núna í febrúar. Norður-Kórea lokaði símalínunni milli ríkjanna fyrir nær tveimur árum til að mótmæla því að þáverandi forseti Suður-Kóreu, Park Geun-hye, dró land sitt út úr sameiginlegum iðnaðarframkvæmdum í Kaesong í Norður-Kóreu. Það var vegna tilrauna Norður-Kóreu með kjarnorkuvopn. Fréttastofan Yonhap fullyrðir jafnframt að opnun símalínunnar, sem áður var notuð til að samræma flutninga um landamærin til iðnaðarsvæðisins Kaesong, kunni að þýða að Norður-Kórea búi sig undir að senda fulltrúa sína á vetrarólympíuleikana landleiðina. Fréttaskýrendur segja að samkomulagið um samvinnu í tengslum við Ólympíuleikana geti styrkt stjórnir beggja Kóreuríkjanna. Því fylgi hins vegar einnig áhætta á vettvangi stjórnmálanna. Með samkomulaginu takist Suður-Kóreu að draga úr spennunni sem ríkir milli ríkjanna en samtímis reyni Suður-Kórea væntanlega að fá nágranna sinn í norðri til að ræða útrýmingu kjarnavopna. Sérfræðingar í málefnum Norður-Kóreu segja það ekki koma á óvart að yfirvöld þar vilji taka þátt í vetrarólympíuleikunum. Búist hafi verið við því að málið yrði tekið upp rétt fyrir leikana þar sem leiðtogi landsins, Kim Jong-un sé mikill áhugamaður um íþróttir. Faðir Kim Jong-un er sagður hafa verið mikill kvikmyndaáhugamaður en sjálfur hefur hann lagt áherslu á að efla íþróttaáhuga landsmanna. Frá því að hann komst til valda 2011 hefur hann varið meira fé í íþróttir en flest annað. Meðal annars þess vegna geta tveir Norður-Kóreumenn tekið þátt í vetrarólympíuleikunum, það er í listhlaupi á skautum. Hlé á deilunum milli ríkjanna er jafnframt sagt koma sér vel fyrir Norður-Kóreu núna. Mikilvægt sé fyrir yfirvöld þar að finna leiðir til að mýkja viðhorf alþjóðasamfélagsins því að búast megi við að refsiaðgerðir Sameinuðu þjóðanna komi til með að bitna hart á Norður-Kóreu. Birtist í Fréttablaðinu Norður-Kórea Vetrarólympíuleikar 2018 í PyeongChang Mest lesið Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Erlent Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Innlent Tilhæfislaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Innlent Maðurinn sem var næstur í röðinni hjá mormónum látinn Erlent Níu handteknir fyrir að safna pening fyrir Hamas Erlent Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Innlent Einn látinn í óveðrinu í Svíþjóð Erlent Reyndi ítrekað að stofna til slagsmála við skemmtistað Innlent Árekstur á Suðurlandsbraut Innlent Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Innlent Fleiri fréttir Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Maðurinn sem var næstur í röðinni hjá mormónum látinn Einn látinn í óveðrinu í Svíþjóð Níu handteknir fyrir að safna pening fyrir Hamas Fjórir göngumenn látnir eftir snjóflóð í Grikklandi Brenndu rangt lík Leita í rústum íbúðahúsa Noregur hyggst innleiða samfélagsmiðlabann Semja aftur um vopnahlé Ísrael viðurkennir sjálfstæði Sómalílands fyrst allra landa Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Loftárásum fagnað sem „stórkostlegri jólagjöf“ og meira sagt í vændum Minnst fimmtán særðir eftir hnífa- og efnaárás í Japan Mun funda með Trump „í náinni framtíð“ Fyrirskipaði árásir á „hryðjuverkaúrhrök“ í Nígeríu Rússar opna leikhúsið í Maríupól á ný Yfir hundrað handteknir grunaðir um að skipuleggja árásir á gamlársdag Fjallaði um stríðsátök í jólaávarpinu Fundu yfir milljón skjöl sem tengjast Epstein Fimm fórust í þyrluslysi á Kilimanjaro Þau kvöddu á árinu 2025 Kynnti drög að nýrri friðaráætlun Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Nýjar ákærur á hendur Russell Brand Fleiri Epstein-skjöl birt: Bað um „óviðeigandi vinkonur“ Saka AfD um að ganga erinda Kremlverja Kínverjar og Rússar lýsa yfir stuðningi við Venesúela Skapari Call of Duty lést í bílslysi Trump nefnir nýja kynslóð orrustuskipa í höfuðið á sjálfum sér Sjá meira
Beint símasamband verður á ný milli Suður-Kóreu og Norður-Kóreu. Þetta hefur suðurkóreska fréttastofan Yonhap eftir heimildarmanni innan stjórnarinnar í Suður-Kóreu. Frá þessu var greint eftir að tilkynnt var að Norður-Kórea myndi senda íþróttamenn, hátt setta embættismenn og stuðningsmenn á vetrarólympíuleikana í Pyeongchang í Suður-Kóreu núna í febrúar. Norður-Kórea lokaði símalínunni milli ríkjanna fyrir nær tveimur árum til að mótmæla því að þáverandi forseti Suður-Kóreu, Park Geun-hye, dró land sitt út úr sameiginlegum iðnaðarframkvæmdum í Kaesong í Norður-Kóreu. Það var vegna tilrauna Norður-Kóreu með kjarnorkuvopn. Fréttastofan Yonhap fullyrðir jafnframt að opnun símalínunnar, sem áður var notuð til að samræma flutninga um landamærin til iðnaðarsvæðisins Kaesong, kunni að þýða að Norður-Kórea búi sig undir að senda fulltrúa sína á vetrarólympíuleikana landleiðina. Fréttaskýrendur segja að samkomulagið um samvinnu í tengslum við Ólympíuleikana geti styrkt stjórnir beggja Kóreuríkjanna. Því fylgi hins vegar einnig áhætta á vettvangi stjórnmálanna. Með samkomulaginu takist Suður-Kóreu að draga úr spennunni sem ríkir milli ríkjanna en samtímis reyni Suður-Kórea væntanlega að fá nágranna sinn í norðri til að ræða útrýmingu kjarnavopna. Sérfræðingar í málefnum Norður-Kóreu segja það ekki koma á óvart að yfirvöld þar vilji taka þátt í vetrarólympíuleikunum. Búist hafi verið við því að málið yrði tekið upp rétt fyrir leikana þar sem leiðtogi landsins, Kim Jong-un sé mikill áhugamaður um íþróttir. Faðir Kim Jong-un er sagður hafa verið mikill kvikmyndaáhugamaður en sjálfur hefur hann lagt áherslu á að efla íþróttaáhuga landsmanna. Frá því að hann komst til valda 2011 hefur hann varið meira fé í íþróttir en flest annað. Meðal annars þess vegna geta tveir Norður-Kóreumenn tekið þátt í vetrarólympíuleikunum, það er í listhlaupi á skautum. Hlé á deilunum milli ríkjanna er jafnframt sagt koma sér vel fyrir Norður-Kóreu núna. Mikilvægt sé fyrir yfirvöld þar að finna leiðir til að mýkja viðhorf alþjóðasamfélagsins því að búast megi við að refsiaðgerðir Sameinuðu þjóðanna komi til með að bitna hart á Norður-Kóreu.
Birtist í Fréttablaðinu Norður-Kórea Vetrarólympíuleikar 2018 í PyeongChang Mest lesið Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Erlent Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Innlent Tilhæfislaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Innlent Maðurinn sem var næstur í röðinni hjá mormónum látinn Erlent Níu handteknir fyrir að safna pening fyrir Hamas Erlent Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Innlent Einn látinn í óveðrinu í Svíþjóð Erlent Reyndi ítrekað að stofna til slagsmála við skemmtistað Innlent Árekstur á Suðurlandsbraut Innlent Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Innlent Fleiri fréttir Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Maðurinn sem var næstur í röðinni hjá mormónum látinn Einn látinn í óveðrinu í Svíþjóð Níu handteknir fyrir að safna pening fyrir Hamas Fjórir göngumenn látnir eftir snjóflóð í Grikklandi Brenndu rangt lík Leita í rústum íbúðahúsa Noregur hyggst innleiða samfélagsmiðlabann Semja aftur um vopnahlé Ísrael viðurkennir sjálfstæði Sómalílands fyrst allra landa Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Loftárásum fagnað sem „stórkostlegri jólagjöf“ og meira sagt í vændum Minnst fimmtán særðir eftir hnífa- og efnaárás í Japan Mun funda með Trump „í náinni framtíð“ Fyrirskipaði árásir á „hryðjuverkaúrhrök“ í Nígeríu Rússar opna leikhúsið í Maríupól á ný Yfir hundrað handteknir grunaðir um að skipuleggja árásir á gamlársdag Fjallaði um stríðsátök í jólaávarpinu Fundu yfir milljón skjöl sem tengjast Epstein Fimm fórust í þyrluslysi á Kilimanjaro Þau kvöddu á árinu 2025 Kynnti drög að nýrri friðaráætlun Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Nýjar ákærur á hendur Russell Brand Fleiri Epstein-skjöl birt: Bað um „óviðeigandi vinkonur“ Saka AfD um að ganga erinda Kremlverja Kínverjar og Rússar lýsa yfir stuðningi við Venesúela Skapari Call of Duty lést í bílslysi Trump nefnir nýja kynslóð orrustuskipa í höfuðið á sjálfum sér Sjá meira