Norður-Kórea tekur aftur upp tólið Stefán Ó. Jónsson skrifar 3. janúar 2018 06:32 Hermaður Suður-Kóreu sést hér ræða við kollega sinn handan landamæranna árið 2005. Vísir/afp Beinu símasambandi hefur verði komið á milli Norður- og Suður-Kóreu til að ræða mögulega þátttöku þeirra fyrrnefndu á komandi Vetrarólympíuleikum.Vísir greindi frá því í gær að Kim Jong-un, leiðtogi Norður-Kóreu, hafi mikinn áhuga á að senda fulltrúa ríkis síns á leikana sem fram fara í Pyeongchang í Suður-Kóreu í febrúar. Vill hann því að setjast niður með erindrekum Suður-Kóreu hið snarasta en stjórnvöld í Seúl fagna hinum væntanlegu samningaviðræðum og líta á þær sem tækifæri til að ræða fleiri þætti í samskiptum ríkjanna - ekki síst kjarnorkuáætlun Norður-Kóreu. Suður-Kóreska fréttaveitan Yonhap greinir svo frá því að klukkan 5:30 í morgun að íslenskum tíma hafi verið opnað á beina símalínu milli ríkjanna. Þau hafa ekki rætt formlega sín á milli síðan í desember árið 2015.Sjá einnig: Vetrarólympíuleikarnir gætu þítt frostið Í sjónvarpsútsendingu í nótt sagði norður-kóreskur embættismaður að tilgangur samtalsins væri sem fyrr segir að ræða þátttöku Norður-Kóreu á Vetrarólmympíuleikunum. „Við munum ræða ýmis tæknilega atriði er lúta að flutningi fulltrúa okkar á leikana,“ hefur Yonhap eftir embættismanninum. Norður-Kóreumenn riftu símasamskiptum milli ríkjanna árið 2016 og hafa þeir ekki tekið upp tólið síðan að sögn stjórnvalda í Seúl. Fram kemur á vef breska ríkisútvarpsins að embættismenn í Pjongjang hafi reynt að hringja suður allt frá því að Kim Jong-un flutti árlegt áramótaávarp sitt á dögunum. Það er af mörgum sagt hafa verið hófstilltara en fyrri ávörp hans. Forseti Suður-Kóreu kveðst spenntur fyrir því að ná aftur beinu símasambandi við nágrannanna í norðri. Samskipti ríkjanna hafi verið stirð undanfarið, ekki síst vegna stórstígra framfara í kjarnorkuáætlun Norður-Kóreu. Norður-Kórea Tengdar fréttir Vetrarólympíuleikarnir gætu þítt frostið Suður-Kóreumenn hafa lýst einskærum vilja til að setjast niður með nágrönnum þeirra í norðri og ræða hið ískalda samband ríkjanna. 2. janúar 2018 06:38 Mest lesið Segir dulda skattahækkun taka gildi á næsta ári Innlent Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Erlent Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Innlent Tilhæfulaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Innlent Maðurinn sem var næstur í röðinni hjá mormónum látinn Erlent Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Innlent Líkamsárás í miðbænum Innlent Mesti snjór í New York í fjögur ár Erlent Afbrot, fjölmiðlastyrkir og stefna Miðflokksins Innlent Keyptu aðstoð vegna leiðréttingar landsframlags og hringferðar ráðherra Innlent Fleiri fréttir Mesti snjór í New York í fjögur ár Þrír létust í óveðrinu Ræðir uppfærða friðaráætlun við Trump í dag Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Maðurinn sem var næstur í röðinni hjá mormónum látinn Einn látinn í óveðrinu í Svíþjóð Níu handteknir fyrir að safna pening fyrir Hamas Fjórir göngumenn látnir eftir snjóflóð í Grikklandi Brenndu rangt lík Leita í rústum íbúðahúsa Noregur hyggst innleiða samfélagsmiðlabann Semja aftur um vopnahlé Ísrael viðurkennir sjálfstæði Sómalílands fyrst allra landa Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Loftárásum fagnað sem „stórkostlegri jólagjöf“ og meira sagt í vændum Minnst fimmtán særðir eftir hnífa- og efnaárás í Japan Mun funda með Trump „í náinni framtíð“ Fyrirskipaði árásir á „hryðjuverkaúrhrök“ í Nígeríu Rússar opna leikhúsið í Maríupól á ný Yfir hundrað handteknir grunaðir um að skipuleggja árásir á gamlársdag Fjallaði um stríðsátök í jólaávarpinu Fundu yfir milljón skjöl sem tengjast Epstein Fimm fórust í þyrluslysi á Kilimanjaro Þau kvöddu á árinu 2025 Kynnti drög að nýrri friðaráætlun Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Nýjar ákærur á hendur Russell Brand Fleiri Epstein-skjöl birt: Bað um „óviðeigandi vinkonur“ Saka AfD um að ganga erinda Kremlverja Sjá meira
Beinu símasambandi hefur verði komið á milli Norður- og Suður-Kóreu til að ræða mögulega þátttöku þeirra fyrrnefndu á komandi Vetrarólympíuleikum.Vísir greindi frá því í gær að Kim Jong-un, leiðtogi Norður-Kóreu, hafi mikinn áhuga á að senda fulltrúa ríkis síns á leikana sem fram fara í Pyeongchang í Suður-Kóreu í febrúar. Vill hann því að setjast niður með erindrekum Suður-Kóreu hið snarasta en stjórnvöld í Seúl fagna hinum væntanlegu samningaviðræðum og líta á þær sem tækifæri til að ræða fleiri þætti í samskiptum ríkjanna - ekki síst kjarnorkuáætlun Norður-Kóreu. Suður-Kóreska fréttaveitan Yonhap greinir svo frá því að klukkan 5:30 í morgun að íslenskum tíma hafi verið opnað á beina símalínu milli ríkjanna. Þau hafa ekki rætt formlega sín á milli síðan í desember árið 2015.Sjá einnig: Vetrarólympíuleikarnir gætu þítt frostið Í sjónvarpsútsendingu í nótt sagði norður-kóreskur embættismaður að tilgangur samtalsins væri sem fyrr segir að ræða þátttöku Norður-Kóreu á Vetrarólmympíuleikunum. „Við munum ræða ýmis tæknilega atriði er lúta að flutningi fulltrúa okkar á leikana,“ hefur Yonhap eftir embættismanninum. Norður-Kóreumenn riftu símasamskiptum milli ríkjanna árið 2016 og hafa þeir ekki tekið upp tólið síðan að sögn stjórnvalda í Seúl. Fram kemur á vef breska ríkisútvarpsins að embættismenn í Pjongjang hafi reynt að hringja suður allt frá því að Kim Jong-un flutti árlegt áramótaávarp sitt á dögunum. Það er af mörgum sagt hafa verið hófstilltara en fyrri ávörp hans. Forseti Suður-Kóreu kveðst spenntur fyrir því að ná aftur beinu símasambandi við nágrannanna í norðri. Samskipti ríkjanna hafi verið stirð undanfarið, ekki síst vegna stórstígra framfara í kjarnorkuáætlun Norður-Kóreu.
Norður-Kórea Tengdar fréttir Vetrarólympíuleikarnir gætu þítt frostið Suður-Kóreumenn hafa lýst einskærum vilja til að setjast niður með nágrönnum þeirra í norðri og ræða hið ískalda samband ríkjanna. 2. janúar 2018 06:38 Mest lesið Segir dulda skattahækkun taka gildi á næsta ári Innlent Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Erlent Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Innlent Tilhæfulaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Innlent Maðurinn sem var næstur í röðinni hjá mormónum látinn Erlent Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Innlent Líkamsárás í miðbænum Innlent Mesti snjór í New York í fjögur ár Erlent Afbrot, fjölmiðlastyrkir og stefna Miðflokksins Innlent Keyptu aðstoð vegna leiðréttingar landsframlags og hringferðar ráðherra Innlent Fleiri fréttir Mesti snjór í New York í fjögur ár Þrír létust í óveðrinu Ræðir uppfærða friðaráætlun við Trump í dag Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Maðurinn sem var næstur í röðinni hjá mormónum látinn Einn látinn í óveðrinu í Svíþjóð Níu handteknir fyrir að safna pening fyrir Hamas Fjórir göngumenn látnir eftir snjóflóð í Grikklandi Brenndu rangt lík Leita í rústum íbúðahúsa Noregur hyggst innleiða samfélagsmiðlabann Semja aftur um vopnahlé Ísrael viðurkennir sjálfstæði Sómalílands fyrst allra landa Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Loftárásum fagnað sem „stórkostlegri jólagjöf“ og meira sagt í vændum Minnst fimmtán særðir eftir hnífa- og efnaárás í Japan Mun funda með Trump „í náinni framtíð“ Fyrirskipaði árásir á „hryðjuverkaúrhrök“ í Nígeríu Rússar opna leikhúsið í Maríupól á ný Yfir hundrað handteknir grunaðir um að skipuleggja árásir á gamlársdag Fjallaði um stríðsátök í jólaávarpinu Fundu yfir milljón skjöl sem tengjast Epstein Fimm fórust í þyrluslysi á Kilimanjaro Þau kvöddu á árinu 2025 Kynnti drög að nýrri friðaráætlun Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Nýjar ákærur á hendur Russell Brand Fleiri Epstein-skjöl birt: Bað um „óviðeigandi vinkonur“ Saka AfD um að ganga erinda Kremlverja Sjá meira
Vetrarólympíuleikarnir gætu þítt frostið Suður-Kóreumenn hafa lýst einskærum vilja til að setjast niður með nágrönnum þeirra í norðri og ræða hið ískalda samband ríkjanna. 2. janúar 2018 06:38