Vegahótel sakað um að leka persónuupplýsingum um 9000 gesti til yfirvalda Þórdís Valsdóttir skrifar 5. janúar 2018 23:45 Talið er að mótelkeðjan hafi lekið upplýsingum um fleiri en níu þúsund gesti. Vísir/ap Bandaríska mótelkeðjan Motel 6 hefur verið kærð fyrir að leka persónuupplýsingum um gesti sína til bandarísku tollgæslunnar (US Immigration and Customs Enforcement agency) sem annast brottvísanir ólöglegra innflytjenda frá Bandaríkjunum. Dómsmálaráðherra Washingtonríkis hóf málaferli gegn keðjunni í vikunni. Í ákærunni kemur fram að á tveggja ára tímabili, frá júní 2015 til maí 2017, hafi persónupplýsingum um fleiri en níu þúsund gesti mótelsins verið lekið til tollgæslunnar. Meðal þeirra upplýsinga um gestina sem mótelkeðjan lak til tollgæslunnar voru skráningarnúmer bifreiða, persónulegar upplýsingar á við fæðingardag og upplýsingar sem koma fram á ökuskírteinum viðkomandi. Brotin eru talin varða jafnréttislög og persónuverndarlög ríkisins en samkvæmt þeim er hótelum og vegahótelum ekki heimilt að veita upplýsingar um viðskiptavini sína án dómsúrskurðar. Í frétt Al-Jazeera kemur fram að starfsmenn Motel 6 hafi sent gestalista mótelanna til tollgæslunnar og að tollgæslan hafi svo í kjölfar þess beðið um ítarlegri upplýsingar um þá gesti sem vöktu athygli þeirra. Þá hafi tollgæslan merkt sérstaklega við nöfn sem hljómuðu af rómönskum uppruna. Stefna Trump í innflytjendamálum talin orsökin Trump hefur verið harðorður í afstöðu sinni þegar kemur að málefnum óskráðra innflytjenda í Bandaríkjunum og hann sagði í kosningabaráttu sinni að hann hyggðist vísa ellefu milljónum ólöglegra innflytjenda úr landi. Þá undirritaði hann tilskipun þess efnis í lok janúar á síðasta ári að múr yrði byggður við landamæri Bandaríkjanna og Mexíkó. Frá því Donald Trump bandaríkjaforseti tók við völdum í landinu á síðasta ári hefur fjölda þeirra ólöglegu innflytjenda sem hefur verið brottvísað fjölgað svo um munar. Samkvæmt tölum frá bandarísku tollgæslunni jókst brottvísunum um 37 prósent á síðasta ári.Motel 6 hefur áður lekið upplýsingum um gesti Í september á síðasta ári komst Motel 6 keðjan einnig í kast við lögin í öðru fylki fyrir sömu brot. Þau brot áttu sér stað í Phoenix ríki. Þá höfðu fleiri en tuttugu einstaklingar verið handteknir á mótelum keðjunnar grunaðir um að vera ólöglegir innflytjendur. Stjórnendur Motel 6 keðjunnar kváðust ekki hafa vitað af því að starfsmenn þeirra hefðu lekið upplýsingum til tollgæsluyfirvalda og að öllum starfsmönnum keðjunnar hafi í kjölfarið verið sendar leiðbeiningar þess efnis að óheimilt væri að deila persónuupplýsingum gesta með yfirvöldum. Motel 6 rekur yfir 1.400 mótel víðsvegar um Bandaríkin. Mexíkó Mest lesið „Algjört vandræðamál og sorglegt“ Innlent Auka sýnileika milli rýma á leikskólum Innlent Rannsaka tengsl Epstein við Clinton Erlent Hætta notkun metanhemjandi íblöndunarefnis Erlent Herja á umsækjendur um alþjóðlega vernd Innlent Byrjað að daðra við rasíska samsæriskenningu Innlent Vitinn á Gjögurtá fallinn í sjó fram Innlent Þrír látnir eftir að rútu var ekið á biðskýli Erlent Sprengdu næst stærstu olíudælustöð Rússlands Erlent Helgi Pétursson er látinn Innlent Fleiri fréttir Hætta notkun metanhemjandi íblöndunarefnis Rannsaka tengsl Epstein við Clinton Þrír látnir eftir að rútu var ekið á biðskýli Sprengdu næst stærstu olíudælustöð Rússlands Sautján ára og í leit að peningum fyrir spöngum „Þeir sem leika sér að eldinum munu brenna upp til agna“ Rufu einangrun jaðarhægrisins til að afnema umhverfisreglur Enginn ákærður eftir umdeilt þrjú hundruð manna áhlaup Átján ára látnir svara spurningalista um hæfni þeirra til herþjónustu Vilja ekki feita innflytjendur Embættismenn hafa áhyggjur af sölu F-35 herþota til Sádi Arabíu BBC biður Trump afsökunar en hafnar bótakröfu Eldar í nær öllum hverfum eftir árásir Rússa á Kænugarð Óttast að Úkraínumenn verji Pokrovsk of lengi „Áratugur er ekki langur tími fyrir þá sem lifðu af“ „Ég er sá sem getur fellt hann“ Leiðtogi AfD segir Rússa ekki ógna Þýskalandi en varar við Pólverjum Minnast þess að tíu ár eru frá hryllingnum í París Lætur ráðherra fjúka vegna umfangsmikils spillingarmáls Alríki fjármagnað út janúar 2026 Stríð Trumps við fjölmiðla teygir sig yfir Atlantshafið Vörpuðu milljörðum erfðabreyttra fræja yfir akra Afganistan Sagði Trump hafa varið klukkustundum með fórnarlambi sínu Bruni jarðefna nær hámarki fyrir 2030 standi menn við orð sín Stærsta flugmóðurskip heims komið til Karíbahafsins Bandamenn Starmer óttast hallarbyltingu Tuttugu fórust þegar tyrknesk herflugvél hrapaði Loftmengun í Delí langt yfir öryggisviðmiðum Efnaðir Ítalir sagðir hafa myrt fólk í Sarajevo sér til ánægju Kom til átaka á mótmælum vegna COP30 Sjá meira
Bandaríska mótelkeðjan Motel 6 hefur verið kærð fyrir að leka persónuupplýsingum um gesti sína til bandarísku tollgæslunnar (US Immigration and Customs Enforcement agency) sem annast brottvísanir ólöglegra innflytjenda frá Bandaríkjunum. Dómsmálaráðherra Washingtonríkis hóf málaferli gegn keðjunni í vikunni. Í ákærunni kemur fram að á tveggja ára tímabili, frá júní 2015 til maí 2017, hafi persónupplýsingum um fleiri en níu þúsund gesti mótelsins verið lekið til tollgæslunnar. Meðal þeirra upplýsinga um gestina sem mótelkeðjan lak til tollgæslunnar voru skráningarnúmer bifreiða, persónulegar upplýsingar á við fæðingardag og upplýsingar sem koma fram á ökuskírteinum viðkomandi. Brotin eru talin varða jafnréttislög og persónuverndarlög ríkisins en samkvæmt þeim er hótelum og vegahótelum ekki heimilt að veita upplýsingar um viðskiptavini sína án dómsúrskurðar. Í frétt Al-Jazeera kemur fram að starfsmenn Motel 6 hafi sent gestalista mótelanna til tollgæslunnar og að tollgæslan hafi svo í kjölfar þess beðið um ítarlegri upplýsingar um þá gesti sem vöktu athygli þeirra. Þá hafi tollgæslan merkt sérstaklega við nöfn sem hljómuðu af rómönskum uppruna. Stefna Trump í innflytjendamálum talin orsökin Trump hefur verið harðorður í afstöðu sinni þegar kemur að málefnum óskráðra innflytjenda í Bandaríkjunum og hann sagði í kosningabaráttu sinni að hann hyggðist vísa ellefu milljónum ólöglegra innflytjenda úr landi. Þá undirritaði hann tilskipun þess efnis í lok janúar á síðasta ári að múr yrði byggður við landamæri Bandaríkjanna og Mexíkó. Frá því Donald Trump bandaríkjaforseti tók við völdum í landinu á síðasta ári hefur fjölda þeirra ólöglegu innflytjenda sem hefur verið brottvísað fjölgað svo um munar. Samkvæmt tölum frá bandarísku tollgæslunni jókst brottvísunum um 37 prósent á síðasta ári.Motel 6 hefur áður lekið upplýsingum um gesti Í september á síðasta ári komst Motel 6 keðjan einnig í kast við lögin í öðru fylki fyrir sömu brot. Þau brot áttu sér stað í Phoenix ríki. Þá höfðu fleiri en tuttugu einstaklingar verið handteknir á mótelum keðjunnar grunaðir um að vera ólöglegir innflytjendur. Stjórnendur Motel 6 keðjunnar kváðust ekki hafa vitað af því að starfsmenn þeirra hefðu lekið upplýsingum til tollgæsluyfirvalda og að öllum starfsmönnum keðjunnar hafi í kjölfarið verið sendar leiðbeiningar þess efnis að óheimilt væri að deila persónuupplýsingum gesta með yfirvöldum. Motel 6 rekur yfir 1.400 mótel víðsvegar um Bandaríkin.
Mexíkó Mest lesið „Algjört vandræðamál og sorglegt“ Innlent Auka sýnileika milli rýma á leikskólum Innlent Rannsaka tengsl Epstein við Clinton Erlent Hætta notkun metanhemjandi íblöndunarefnis Erlent Herja á umsækjendur um alþjóðlega vernd Innlent Byrjað að daðra við rasíska samsæriskenningu Innlent Vitinn á Gjögurtá fallinn í sjó fram Innlent Þrír látnir eftir að rútu var ekið á biðskýli Erlent Sprengdu næst stærstu olíudælustöð Rússlands Erlent Helgi Pétursson er látinn Innlent Fleiri fréttir Hætta notkun metanhemjandi íblöndunarefnis Rannsaka tengsl Epstein við Clinton Þrír látnir eftir að rútu var ekið á biðskýli Sprengdu næst stærstu olíudælustöð Rússlands Sautján ára og í leit að peningum fyrir spöngum „Þeir sem leika sér að eldinum munu brenna upp til agna“ Rufu einangrun jaðarhægrisins til að afnema umhverfisreglur Enginn ákærður eftir umdeilt þrjú hundruð manna áhlaup Átján ára látnir svara spurningalista um hæfni þeirra til herþjónustu Vilja ekki feita innflytjendur Embættismenn hafa áhyggjur af sölu F-35 herþota til Sádi Arabíu BBC biður Trump afsökunar en hafnar bótakröfu Eldar í nær öllum hverfum eftir árásir Rússa á Kænugarð Óttast að Úkraínumenn verji Pokrovsk of lengi „Áratugur er ekki langur tími fyrir þá sem lifðu af“ „Ég er sá sem getur fellt hann“ Leiðtogi AfD segir Rússa ekki ógna Þýskalandi en varar við Pólverjum Minnast þess að tíu ár eru frá hryllingnum í París Lætur ráðherra fjúka vegna umfangsmikils spillingarmáls Alríki fjármagnað út janúar 2026 Stríð Trumps við fjölmiðla teygir sig yfir Atlantshafið Vörpuðu milljörðum erfðabreyttra fræja yfir akra Afganistan Sagði Trump hafa varið klukkustundum með fórnarlambi sínu Bruni jarðefna nær hámarki fyrir 2030 standi menn við orð sín Stærsta flugmóðurskip heims komið til Karíbahafsins Bandamenn Starmer óttast hallarbyltingu Tuttugu fórust þegar tyrknesk herflugvél hrapaði Loftmengun í Delí langt yfir öryggisviðmiðum Efnaðir Ítalir sagðir hafa myrt fólk í Sarajevo sér til ánægju Kom til átaka á mótmælum vegna COP30 Sjá meira