Segja Google mismuna hvítum og íhaldssömum körlum Samúel Karl Ólason skrifar 8. janúar 2018 20:38 James Damore og David Gudeman halda því nú fram að fyrirtækið mismuni gegn starfsmönnum sem styðji við Donald Trump, forseta Bandaríkjanna, og aðhyllist stjórnmálaskoðunum sem forsvarsmönnum Goggle hugnist ekki. Vísir/Getty Fyrrverandi starfsmaður tæknifyrirtækisins Google hefur höfðað mál gegn fyrirtækinu fyrir mismunun. Hann var rekinn í fyrra eftir að hafa dreift mjög svo umdeildu minnisblaði í höfuðstöðvum fyrirtækisins. Þar gagnrýndi James Damore „vinstri sinnaða“ menningu fyrirtækisins og hélt því fram að líffræðilegar ástæður fyrir því að konur væri verri forritarar og starfsmenn en menn í tæknigeiranum og kvartaði hann yfir fjölbreytileika innan Google. Damore og David Gudeman, sem einnig vann áður hjá Google og var rekinn vegna ummæla um múslima sem hann vann með og tengdi hann við hryðjuverkastarfsemi, halda því nú fram að fyrirtækið mismuni gegn starfsmönnum sem styðji við Donald Trump, forseta Bandaríkjanna, og aðhyllist stjórnmálaskoðunum sem forsvarsmönnum Goggle hugnist ekki. Þar eiga þeir við hvíta íhaldssama karlmenn, samkvæmt frétt The Verge.Samkvæmt frétt Tech Crunch segir einnig í stefnu þeirra Damore og Gudeman að þeim og öðrum hafi verið refsað fyrir „óhefðbundnar stjórnmálaskoðanir“ þeirra og þá „synd þeirra að hafa fæðst hvítir og karlar“. Þá segir í stefnunni að Google hafi notast við „ólöglegan kynjakvóta“ sem hafi komið niður á hvítum körlum. Lögmenn Damore og Gudeman leita annarra sem telja Google hafa mismunað gegn sér. Stefnu þeirra, sem inniheldur mikið af tölvupóstum, má sjá hér. Mest lesið Samruni fyrirtækja: „Það sem ekki þarf að vera leyndarmál er ekki leyndarmál“ Atvinnulíf Vill lýsa yfir vantrausti á stjórnarmann vegna sautján ára tölvubréfs Viðskipti innlent Einungis áfengi í boði hjá Heimkaupum Viðskipti innlent Fjórir sérfræðingar skoða möguleika Íslands í gjaldmiðlamálum Viðskipti innlent Bankastjóri Íslandsbanka: „Ég samdi við Brynju strax á fyrsta alvöru stefnumótinu...“ Atvinnulíf Falið að leiða þjónustu og upplifun hjá Mílu Viðskipti innlent „Þetta er ekki mjög töff en ég get ekki að þessu gert“ Atvinnulíf Gátu ekki fært sönnur á fullyrðingar um virkni sveppadropa og dufts Neytendur Framkvæmdastjóri í góðri æfingu með brandara og hrekki Atvinnulíf Arctic Fish fær heimild til frekara fiskeldis Viðskipti innlent Fleiri fréttir Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira
Fyrrverandi starfsmaður tæknifyrirtækisins Google hefur höfðað mál gegn fyrirtækinu fyrir mismunun. Hann var rekinn í fyrra eftir að hafa dreift mjög svo umdeildu minnisblaði í höfuðstöðvum fyrirtækisins. Þar gagnrýndi James Damore „vinstri sinnaða“ menningu fyrirtækisins og hélt því fram að líffræðilegar ástæður fyrir því að konur væri verri forritarar og starfsmenn en menn í tæknigeiranum og kvartaði hann yfir fjölbreytileika innan Google. Damore og David Gudeman, sem einnig vann áður hjá Google og var rekinn vegna ummæla um múslima sem hann vann með og tengdi hann við hryðjuverkastarfsemi, halda því nú fram að fyrirtækið mismuni gegn starfsmönnum sem styðji við Donald Trump, forseta Bandaríkjanna, og aðhyllist stjórnmálaskoðunum sem forsvarsmönnum Goggle hugnist ekki. Þar eiga þeir við hvíta íhaldssama karlmenn, samkvæmt frétt The Verge.Samkvæmt frétt Tech Crunch segir einnig í stefnu þeirra Damore og Gudeman að þeim og öðrum hafi verið refsað fyrir „óhefðbundnar stjórnmálaskoðanir“ þeirra og þá „synd þeirra að hafa fæðst hvítir og karlar“. Þá segir í stefnunni að Google hafi notast við „ólöglegan kynjakvóta“ sem hafi komið niður á hvítum körlum. Lögmenn Damore og Gudeman leita annarra sem telja Google hafa mismunað gegn sér. Stefnu þeirra, sem inniheldur mikið af tölvupóstum, má sjá hér.
Mest lesið Samruni fyrirtækja: „Það sem ekki þarf að vera leyndarmál er ekki leyndarmál“ Atvinnulíf Vill lýsa yfir vantrausti á stjórnarmann vegna sautján ára tölvubréfs Viðskipti innlent Einungis áfengi í boði hjá Heimkaupum Viðskipti innlent Fjórir sérfræðingar skoða möguleika Íslands í gjaldmiðlamálum Viðskipti innlent Bankastjóri Íslandsbanka: „Ég samdi við Brynju strax á fyrsta alvöru stefnumótinu...“ Atvinnulíf Falið að leiða þjónustu og upplifun hjá Mílu Viðskipti innlent „Þetta er ekki mjög töff en ég get ekki að þessu gert“ Atvinnulíf Gátu ekki fært sönnur á fullyrðingar um virkni sveppadropa og dufts Neytendur Framkvæmdastjóri í góðri æfingu með brandara og hrekki Atvinnulíf Arctic Fish fær heimild til frekara fiskeldis Viðskipti innlent Fleiri fréttir Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira
Bankastjóri Íslandsbanka: „Ég samdi við Brynju strax á fyrsta alvöru stefnumótinu...“ Atvinnulíf
Bankastjóri Íslandsbanka: „Ég samdi við Brynju strax á fyrsta alvöru stefnumótinu...“ Atvinnulíf