Korter í jól og ekkert tilbúið Ásta Hrafnhildur Garðarsdóttir skrifar 24. desember 2017 10:00 Jólin eru alveg að koma. og ekkert er klárt. Hvernig er hægt að redda jólunm á korteri þegar verslanir eru um það bil að loka? Visir/Ernir Ertu búin að öllu? Hver kannast ekki við þessa spurningu rétt fyrir jól. „Búin að öllu hvað?“ gæti verið svar sem spyrjandinn fær frá taugaveikluðum jólastressuðum einstaklingi, sem uppgötvar í sömu andrá og spurningin er borin fram að hann er ekki búinn að neinu fyrir jólin og klukkuna vantar í alvörunni korter í jól. Standi maður frammi fyrir þeirri staðreynd að niðurtalningin að jólunum er hraðspóluð og verslanir um það bil að loka og þú hefur ekki keypt eina einustu gjöf eða gubbað glimmeri yfir stofuna þá er þetta ekki rétti tíminn til að fá taugaáfall heldur skal leysa málið með yfirveguðum hætti og það á stuttum tíma. Við þessar aðstæður er mikilvægt að forgangsraða – það er augljóst að ekki gefst tími til að gera ALLT, hvernig svo sem það er skilgreint. Slepptu því að þrífa, það er óþarfi. Kveiktu heldur á kerti og slökktu ljósin, þá sérðu ekki óhreinindin. Varstu ekki búin að skreyta og hafðir ekki tíma til að kaupa jólatré? Skelltu ljósaseríu á pottaplöntu og láttu það duga, það er andinn sem skiptir máli, ekki tréð. Þeir sem eru í tímahraki fyrir jólin og vilja gefa gjafir en hafa ekki tækifæri til að ráfa ráðvilltir á milli verslana í örvæntingarfullri leit að einhverju, ættu að nýta sér tæknina. Leikhúsmiðar, flugmiðar, gistingin, borðapöntunin – allt þetta og fleira til er einfalt að kaupa á netinu og tekur ekki nema augnablik að græja. En vilji maður gefa persónulega og heimatilbúna gjöf og tíminn til að föndra tímamótaframlag til listarinnar er ekki til staðar þá væri til dæmis hægt að semja ljóð, eða gefa samveru eða vinnuframlag. Umfram allt, ekki missa móðinn, það er hugurinn sem gildir en ekki pakkafjöld og jólaskraut. Föndur Jól Mest lesið Íslendingar tjá sig um skaupið: „Versta skaup ever“ eða það besta í manna minnum? Lífið Opnar sig um augnlokaaðgerðina Lífið Þetta fengu ráðherrarnir gefins Lífið Króli og Birta eignuðust lítinn prins Lífið Nýársbingó Blökastsins á rólegasta degi ársins Lífið Móðurmorð í blóðugu jólaboði Gagnrýni Egill Ólafs og Gísli Marteinn sprækir á annan í jólum Menning Clooney orðinn franskur Lífið Þórdís Elva bað poppstjörnunnar Lífið Þegar Bardot fór í „leyniferðalag“ til Íslands Lífið Fleiri fréttir Nýársbingó Blökastsins á rólegasta degi ársins Þórdís Elva bað poppstjörnunnar Króli og Birta eignuðust lítinn prins Íslendingar tjá sig um skaupið: „Versta skaup ever“ eða það besta í manna minnum? Opnar sig um augnlokaaðgerðina Blö byrjar árið á bingói Isiah Whitlock Jr. látinn Þetta fengu ráðherrarnir gefins Sautján ára Glúmur leigði bíl og leitaði Bardot á frönsku rivíerunni Illugi Jökuls gómaði rottuunga eftir klukkutíma eltingaleik Clooney orðinn franskur Þegar Bardot fór í „leyniferðalag“ til Íslands Idris Elba sleginn til riddara fyrir baráttu gegn hnífaburði Blysröð í anda þjóðhátíðar í stað brennu Von á barni með þeim nýja átta mánuðum eftir skilnaðinn Spurt var um fólkið sem var grátandi, ælandi og öskrandi Kryddsíld fagnar afmæli og öllum er boðið Melanie Watson er látin Telur notkun á lagi í Miðflokks-stuðningsmyndbandi siðlausa Stjörnulífið: „Ég get ekki frestað þessu lengur“ Heldur ótrauð áfram þrátt fyrir að ná ekki milljónamarkmiðinu Brigitte Bardot er látin Glódís Perla og Kristófer gengu í það heilaga Bæði sorg og gleði að ala upp fimm börn með sérþarfir Sjálfur jólasveinninn skotspónn samsæriskenninga Þakkar Trump í ólettutilkynningunni Íslenskur mágur Rex Heuermann efins um ódæði hans Vinsælustu myndböndin á Vísi á árinu Frægir fjölguðu sér árið 2025 Gítarleikari The Cure er látinn Sjá meira
Ertu búin að öllu? Hver kannast ekki við þessa spurningu rétt fyrir jól. „Búin að öllu hvað?“ gæti verið svar sem spyrjandinn fær frá taugaveikluðum jólastressuðum einstaklingi, sem uppgötvar í sömu andrá og spurningin er borin fram að hann er ekki búinn að neinu fyrir jólin og klukkuna vantar í alvörunni korter í jól. Standi maður frammi fyrir þeirri staðreynd að niðurtalningin að jólunum er hraðspóluð og verslanir um það bil að loka og þú hefur ekki keypt eina einustu gjöf eða gubbað glimmeri yfir stofuna þá er þetta ekki rétti tíminn til að fá taugaáfall heldur skal leysa málið með yfirveguðum hætti og það á stuttum tíma. Við þessar aðstæður er mikilvægt að forgangsraða – það er augljóst að ekki gefst tími til að gera ALLT, hvernig svo sem það er skilgreint. Slepptu því að þrífa, það er óþarfi. Kveiktu heldur á kerti og slökktu ljósin, þá sérðu ekki óhreinindin. Varstu ekki búin að skreyta og hafðir ekki tíma til að kaupa jólatré? Skelltu ljósaseríu á pottaplöntu og láttu það duga, það er andinn sem skiptir máli, ekki tréð. Þeir sem eru í tímahraki fyrir jólin og vilja gefa gjafir en hafa ekki tækifæri til að ráfa ráðvilltir á milli verslana í örvæntingarfullri leit að einhverju, ættu að nýta sér tæknina. Leikhúsmiðar, flugmiðar, gistingin, borðapöntunin – allt þetta og fleira til er einfalt að kaupa á netinu og tekur ekki nema augnablik að græja. En vilji maður gefa persónulega og heimatilbúna gjöf og tíminn til að föndra tímamótaframlag til listarinnar er ekki til staðar þá væri til dæmis hægt að semja ljóð, eða gefa samveru eða vinnuframlag. Umfram allt, ekki missa móðinn, það er hugurinn sem gildir en ekki pakkafjöld og jólaskraut.
Föndur Jól Mest lesið Íslendingar tjá sig um skaupið: „Versta skaup ever“ eða það besta í manna minnum? Lífið Opnar sig um augnlokaaðgerðina Lífið Þetta fengu ráðherrarnir gefins Lífið Króli og Birta eignuðust lítinn prins Lífið Nýársbingó Blökastsins á rólegasta degi ársins Lífið Móðurmorð í blóðugu jólaboði Gagnrýni Egill Ólafs og Gísli Marteinn sprækir á annan í jólum Menning Clooney orðinn franskur Lífið Þórdís Elva bað poppstjörnunnar Lífið Þegar Bardot fór í „leyniferðalag“ til Íslands Lífið Fleiri fréttir Nýársbingó Blökastsins á rólegasta degi ársins Þórdís Elva bað poppstjörnunnar Króli og Birta eignuðust lítinn prins Íslendingar tjá sig um skaupið: „Versta skaup ever“ eða það besta í manna minnum? Opnar sig um augnlokaaðgerðina Blö byrjar árið á bingói Isiah Whitlock Jr. látinn Þetta fengu ráðherrarnir gefins Sautján ára Glúmur leigði bíl og leitaði Bardot á frönsku rivíerunni Illugi Jökuls gómaði rottuunga eftir klukkutíma eltingaleik Clooney orðinn franskur Þegar Bardot fór í „leyniferðalag“ til Íslands Idris Elba sleginn til riddara fyrir baráttu gegn hnífaburði Blysröð í anda þjóðhátíðar í stað brennu Von á barni með þeim nýja átta mánuðum eftir skilnaðinn Spurt var um fólkið sem var grátandi, ælandi og öskrandi Kryddsíld fagnar afmæli og öllum er boðið Melanie Watson er látin Telur notkun á lagi í Miðflokks-stuðningsmyndbandi siðlausa Stjörnulífið: „Ég get ekki frestað þessu lengur“ Heldur ótrauð áfram þrátt fyrir að ná ekki milljónamarkmiðinu Brigitte Bardot er látin Glódís Perla og Kristófer gengu í það heilaga Bæði sorg og gleði að ala upp fimm börn með sérþarfir Sjálfur jólasveinninn skotspónn samsæriskenninga Þakkar Trump í ólettutilkynningunni Íslenskur mágur Rex Heuermann efins um ódæði hans Vinsælustu myndböndin á Vísi á árinu Frægir fjölguðu sér árið 2025 Gítarleikari The Cure er látinn Sjá meira