Nýtt nafn ritað á bikarinn í ár? Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 28. desember 2017 06:00 Gylfi Þór Sigurðsson var valinn Íþróttamaður ársins 2016. MYND/SÍ/VILHJÁLMUR Samtök íþróttafréttamanna kunngjöra í kvöld hver varð fyrir valinu sem íþróttamaður ársins 2017 en kjörið fer nú fram í 62. sinn. Íþróttamaður, lið og þjálfari ársins verða heiðruð í hófi sem fer fram í Hörpu í kvöld. Aðeins tveir úr hópi þeirra sem til greina koma í kvöld hafa áður hlotið sæmdarheitið – Guðjón Valur Sigurðsson og Gylfi Þór Sigurðsson. Guðjón var valinn íþróttamaður ársins 2006 og var fyrsti maðurinn sem fékk nýjan bikar eftir að sá eldri var lagður til hliðar eftir 50 ára notkun. Gylfi Þór hefur tvívegis verið kjörinn íþróttamaður ársins, árin 2013 og 2016. Ef hann stendur uppi sem sigurvegari í ár verður hann eini knattspyrnumaðurinn sem fær sæmdarheitið þrívegis og tekur hann þar með fram úr Ásgeiri Sigurvinssyni og Eiði Smára Guðjohnsen sem deila metinu með honum nú. Þetta eru líka þeir tveir íþróttamenn á listanum nú sem oftast hafa verið meðal tíu efstu – Guðjón Valur er nú tilnefndur í níunda sinn og Gylfi í sjöunda. Hinn 38 ára gamli Guðjón Valur er elsti handboltamaðurinn sem hefur verið tilnefndur – hann er þó hvergi hættur enda nýbúinn að framlengja samning sinn við Þýskalandsmeistarana í Rhein-Neckar Löwen.Sögulegt hjá Söru Sara Björk Gunnarsdóttir brýtur blað í sögu kjörsins í ár með því að komast á lista tíu efstu í sjötta sinn en engin kona hefur verið oftar á listanum. Sara Björk deildi áður metinu með Kristínu Rós Hákonardóttur og Völu Flosadóttur. Þess ber að geta að sundkonan Hrafnhildur Lúthersdóttir jafnar árangur þeirra í ár með fimmtu tilnefningu sinni. Alls eiga níu íþróttagreinar íþróttamann ársins í 61 árs sögu kjörsins. 36 sinnum hefur íþróttamaður úr einstaklingsíþrótt verið valinn en 25 sinnum úr hópíþrótt. Hópíþróttirnar hafa þó unnið mikið á síðustu árin en frá 2001 hefur aðeins einn íþróttamaður úr einstaklingsgreinum verið valinn. Það var sundkonan Eygló Ósk Gústafsdóttir, íþróttamaður ársins 2015. Knattspyrnan getur jafnað handboltann ef einn þeirra fjögurra úr fyrrnefndu íþróttinni verður útnefndur íþróttamaður ársins í kvöld. Fótboltamenn hafa ellefu sinnum verið kjörnir en handboltamenn tólf sinnum. Báðar íþróttir eiga þó talsvert langt í land með að ná frjálsíþróttamönnum sem hafa 21 sinni orðið fyrir valinu. Þó er 21 ár liðið frá því að Jón Arnar Magnússon var valinn íþróttamaður ársins, síðastur frjálsíþróttamanna. Aníta Hinriksdóttir er eini fulltrúi þeirra í kvöld.Ný íþrótt? Þrír af þeim sem eru á lista yfir tíu efstu í ár eiga möguleika á að færa íþróttagrein sinni sæmdarheitið í fyrsta sinn. Það eru spjótkastarinn Helgi Sveinsson úr íþróttum fatlaðra og kylfingarnir Ólafía Þórunn Kristinsdóttir og Valdís Þóra Jónsdóttir. Ef það tekst mun ný íþróttagrein eignast íþróttamann ársins í fyrsta sinn síðan Magnús Scheving varð fyrir valinu árið 1994 fyrir afrek sín í þolfimi. Þess ber einnig að geta að lið og þjálfari ársins eru tilnefnd í sjötta sinn. Karlalandslið Íslands í knattspyrnu á möguleika á að verða valið í fjórða sinn og Heimir Hallgrímsson þjálfari ársins í annað sinn. Aðrir sem eru tilnefndir í ár hafa ekki orðið fyrir valinu áður. Útsending frá hófi Íþróttamanns ársins hefst á RÚV klukkan 19.40 í kvöld.Aníta Hinriksdóttir er á meðal 10 efstu í kjörinu á Íþróttamanni ársins í þriðja sinn.Mynd/Fésbókarsíða FRÍÞau tilnefndu Íþróttamaður ársins verður valinn í 62. sinn í kvöld. Þetta eru þeir íþróttamenn sem flest atkvæði fengu í kjöri Samtaka íþróttafréttamanna í ár, sem og tilnefnd lið og þjálfari ársins.Aníta Hinriksdóttir frjálsíþróttir, ÍRAron Einar Gunnarsson knattspyrna, CardiffGuðjón Valur Sigurðsson handbolti, Rhein-Neckar LöwenGylfi Þór Sigurðsson knattspyrna, EvertonHelgi Sveinsson íþróttir fatlaðra, ÁrmanniHrafnhildur Lúthersdóttir sund, SHJóhann Berg Guðmundsson knattspyrna, BurnleyÓlafía Þórunn Kristinsdóttir golf, GRSara Björk Gunnarsdóttir knattspyrna, WolfsburgValdís Þóra Jónsdóttir golf, LeynirLið ársins A-landslið karla í knattspyrnu Valur – meistaraflokkur karla í handbolta Þór/KA – meistaraflokkur kvenna í knattspyrnuÞjálfari ársins Elísabet Gunnarsdóttir Heimir Hallgrímsson Þórir Hergeirsson Fréttir ársins 2017 Mest lesið „Þá sér maður að það brestur margur og klökknar“ Sport Í beinni: KR - Afturelding | Sex stiga leikur á Meistaravöllum Íslenski boltinn Heimi fannst Arnar byrja of bratt með Ísland Fótbolti Newcastle loks að fá leikmann Enski boltinn Enska augnablikið: Skellur þegar hann hrinti dómaranum Enski boltinn Tap setur Ísland í erfiða stöðu Handbolti Í beinni: FH - ÍA | Verða Skagamenn fyrstir til að sækja sigur í Kaplakrika? Íslenski boltinn Hafa selt næstum alla vörnina en liðsstyrkur á leiðinni frá liði Hákonar Enski boltinn Grealish lánaður burt en City vill ekki selja Savinho Enski boltinn Sjáðu dramatísku sigurmörkin og Stjörnumenn skella Víkingum Íslenski boltinn Fleiri fréttir Heimir og Dean sendir í sturtu eftir læti á hliðarlínunni Donnarumma skilinn eftir heima Kolbeinn tryggði stigin þrjú Í beinni: FH - ÍA | Verða Skagamenn fyrstir til að sækja sigur í Kaplakrika? Í beinni: KR - Afturelding | Sex stiga leikur á Meistaravöllum Tap setur Ísland í erfiða stöðu Spánn skiptir þjálfaranum út Með fyrsta þrjátíu tuttugu leikinn í sögu WNBA Fengu loksins leyfi til að spila spænskan deildarleik í Miami Enska augnablikið: Hlaupið út úr húsinu Ótryggður Giannis tekur ekki þátt í undirbúningi Grikklands Klappað fyrir fyrstu konunni sem dæmdi í MLB Hafa selt næstum alla vörnina en liðsstyrkur á leiðinni frá liði Hákonar „Þá sér maður að það brestur margur og klökknar“ Grealish lánaður burt en City vill ekki selja Savinho Vilja dæma skíðastökkvarana í bann vegna saumaskandalsins Crystal Palace tapaði áfrýjun og þarf að spila í Sambandsdeildinni Newcastle loks að fá leikmann Heimi fannst Arnar byrja of bratt með Ísland Delap með tvö í öruggum sigri í síðasta leik fyrir mót Sjáðu dramatísku sigurmörkin og Stjörnumenn skella Víkingum Palace stefnir á að selja fyrirliðann fyrir gluggalok Enska augnablikið: Skellur þegar hann hrinti dómaranum Viðbeinsbrotnaði þegar hann fagnaði sigri í Nascar Mun Jake Paul mæta Anthony Joshua í hringnum? Dagskráin í dag: Besta deild karla á sviðið Glasner: Myndi ekki skipta á skildinum fyrir sæti í Evrópukeppni félagsliða „Brugðumst vel við þeim aðstæðum sem leikurinn henti í okkur“ Þjóðverjar unnu Doncic lausa Slóvena „Rýr stigasöfnun í deildinni vissulega áhyggjuefni“ Sjá meira
Samtök íþróttafréttamanna kunngjöra í kvöld hver varð fyrir valinu sem íþróttamaður ársins 2017 en kjörið fer nú fram í 62. sinn. Íþróttamaður, lið og þjálfari ársins verða heiðruð í hófi sem fer fram í Hörpu í kvöld. Aðeins tveir úr hópi þeirra sem til greina koma í kvöld hafa áður hlotið sæmdarheitið – Guðjón Valur Sigurðsson og Gylfi Þór Sigurðsson. Guðjón var valinn íþróttamaður ársins 2006 og var fyrsti maðurinn sem fékk nýjan bikar eftir að sá eldri var lagður til hliðar eftir 50 ára notkun. Gylfi Þór hefur tvívegis verið kjörinn íþróttamaður ársins, árin 2013 og 2016. Ef hann stendur uppi sem sigurvegari í ár verður hann eini knattspyrnumaðurinn sem fær sæmdarheitið þrívegis og tekur hann þar með fram úr Ásgeiri Sigurvinssyni og Eiði Smára Guðjohnsen sem deila metinu með honum nú. Þetta eru líka þeir tveir íþróttamenn á listanum nú sem oftast hafa verið meðal tíu efstu – Guðjón Valur er nú tilnefndur í níunda sinn og Gylfi í sjöunda. Hinn 38 ára gamli Guðjón Valur er elsti handboltamaðurinn sem hefur verið tilnefndur – hann er þó hvergi hættur enda nýbúinn að framlengja samning sinn við Þýskalandsmeistarana í Rhein-Neckar Löwen.Sögulegt hjá Söru Sara Björk Gunnarsdóttir brýtur blað í sögu kjörsins í ár með því að komast á lista tíu efstu í sjötta sinn en engin kona hefur verið oftar á listanum. Sara Björk deildi áður metinu með Kristínu Rós Hákonardóttur og Völu Flosadóttur. Þess ber að geta að sundkonan Hrafnhildur Lúthersdóttir jafnar árangur þeirra í ár með fimmtu tilnefningu sinni. Alls eiga níu íþróttagreinar íþróttamann ársins í 61 árs sögu kjörsins. 36 sinnum hefur íþróttamaður úr einstaklingsíþrótt verið valinn en 25 sinnum úr hópíþrótt. Hópíþróttirnar hafa þó unnið mikið á síðustu árin en frá 2001 hefur aðeins einn íþróttamaður úr einstaklingsgreinum verið valinn. Það var sundkonan Eygló Ósk Gústafsdóttir, íþróttamaður ársins 2015. Knattspyrnan getur jafnað handboltann ef einn þeirra fjögurra úr fyrrnefndu íþróttinni verður útnefndur íþróttamaður ársins í kvöld. Fótboltamenn hafa ellefu sinnum verið kjörnir en handboltamenn tólf sinnum. Báðar íþróttir eiga þó talsvert langt í land með að ná frjálsíþróttamönnum sem hafa 21 sinni orðið fyrir valinu. Þó er 21 ár liðið frá því að Jón Arnar Magnússon var valinn íþróttamaður ársins, síðastur frjálsíþróttamanna. Aníta Hinriksdóttir er eini fulltrúi þeirra í kvöld.Ný íþrótt? Þrír af þeim sem eru á lista yfir tíu efstu í ár eiga möguleika á að færa íþróttagrein sinni sæmdarheitið í fyrsta sinn. Það eru spjótkastarinn Helgi Sveinsson úr íþróttum fatlaðra og kylfingarnir Ólafía Þórunn Kristinsdóttir og Valdís Þóra Jónsdóttir. Ef það tekst mun ný íþróttagrein eignast íþróttamann ársins í fyrsta sinn síðan Magnús Scheving varð fyrir valinu árið 1994 fyrir afrek sín í þolfimi. Þess ber einnig að geta að lið og þjálfari ársins eru tilnefnd í sjötta sinn. Karlalandslið Íslands í knattspyrnu á möguleika á að verða valið í fjórða sinn og Heimir Hallgrímsson þjálfari ársins í annað sinn. Aðrir sem eru tilnefndir í ár hafa ekki orðið fyrir valinu áður. Útsending frá hófi Íþróttamanns ársins hefst á RÚV klukkan 19.40 í kvöld.Aníta Hinriksdóttir er á meðal 10 efstu í kjörinu á Íþróttamanni ársins í þriðja sinn.Mynd/Fésbókarsíða FRÍÞau tilnefndu Íþróttamaður ársins verður valinn í 62. sinn í kvöld. Þetta eru þeir íþróttamenn sem flest atkvæði fengu í kjöri Samtaka íþróttafréttamanna í ár, sem og tilnefnd lið og þjálfari ársins.Aníta Hinriksdóttir frjálsíþróttir, ÍRAron Einar Gunnarsson knattspyrna, CardiffGuðjón Valur Sigurðsson handbolti, Rhein-Neckar LöwenGylfi Þór Sigurðsson knattspyrna, EvertonHelgi Sveinsson íþróttir fatlaðra, ÁrmanniHrafnhildur Lúthersdóttir sund, SHJóhann Berg Guðmundsson knattspyrna, BurnleyÓlafía Þórunn Kristinsdóttir golf, GRSara Björk Gunnarsdóttir knattspyrna, WolfsburgValdís Þóra Jónsdóttir golf, LeynirLið ársins A-landslið karla í knattspyrnu Valur – meistaraflokkur karla í handbolta Þór/KA – meistaraflokkur kvenna í knattspyrnuÞjálfari ársins Elísabet Gunnarsdóttir Heimir Hallgrímsson Þórir Hergeirsson
Fréttir ársins 2017 Mest lesið „Þá sér maður að það brestur margur og klökknar“ Sport Í beinni: KR - Afturelding | Sex stiga leikur á Meistaravöllum Íslenski boltinn Heimi fannst Arnar byrja of bratt með Ísland Fótbolti Newcastle loks að fá leikmann Enski boltinn Enska augnablikið: Skellur þegar hann hrinti dómaranum Enski boltinn Tap setur Ísland í erfiða stöðu Handbolti Í beinni: FH - ÍA | Verða Skagamenn fyrstir til að sækja sigur í Kaplakrika? Íslenski boltinn Hafa selt næstum alla vörnina en liðsstyrkur á leiðinni frá liði Hákonar Enski boltinn Grealish lánaður burt en City vill ekki selja Savinho Enski boltinn Sjáðu dramatísku sigurmörkin og Stjörnumenn skella Víkingum Íslenski boltinn Fleiri fréttir Heimir og Dean sendir í sturtu eftir læti á hliðarlínunni Donnarumma skilinn eftir heima Kolbeinn tryggði stigin þrjú Í beinni: FH - ÍA | Verða Skagamenn fyrstir til að sækja sigur í Kaplakrika? Í beinni: KR - Afturelding | Sex stiga leikur á Meistaravöllum Tap setur Ísland í erfiða stöðu Spánn skiptir þjálfaranum út Með fyrsta þrjátíu tuttugu leikinn í sögu WNBA Fengu loksins leyfi til að spila spænskan deildarleik í Miami Enska augnablikið: Hlaupið út úr húsinu Ótryggður Giannis tekur ekki þátt í undirbúningi Grikklands Klappað fyrir fyrstu konunni sem dæmdi í MLB Hafa selt næstum alla vörnina en liðsstyrkur á leiðinni frá liði Hákonar „Þá sér maður að það brestur margur og klökknar“ Grealish lánaður burt en City vill ekki selja Savinho Vilja dæma skíðastökkvarana í bann vegna saumaskandalsins Crystal Palace tapaði áfrýjun og þarf að spila í Sambandsdeildinni Newcastle loks að fá leikmann Heimi fannst Arnar byrja of bratt með Ísland Delap með tvö í öruggum sigri í síðasta leik fyrir mót Sjáðu dramatísku sigurmörkin og Stjörnumenn skella Víkingum Palace stefnir á að selja fyrirliðann fyrir gluggalok Enska augnablikið: Skellur þegar hann hrinti dómaranum Viðbeinsbrotnaði þegar hann fagnaði sigri í Nascar Mun Jake Paul mæta Anthony Joshua í hringnum? Dagskráin í dag: Besta deild karla á sviðið Glasner: Myndi ekki skipta á skildinum fyrir sæti í Evrópukeppni félagsliða „Brugðumst vel við þeim aðstæðum sem leikurinn henti í okkur“ Þjóðverjar unnu Doncic lausa Slóvena „Rýr stigasöfnun í deildinni vissulega áhyggjuefni“ Sjá meira