Audi TT RS gegn BMW M2 Finnur Thorlacius skrifar 28. desember 2017 13:18 Audi TT RS og BMW M2 tilbúnir til átaka. Þeir hjá AutoTopNL fannst viðeigandi að bera saman hina litlu en öflugu bíla Audi TT RS og BMW M2 og sýna áhorfendum hvor þeirra hefur vinninginn þegar hægri löppin nemur við gólfið allan tímann. Fylgst er eingöngu með hraðamælum þeirra beggja hér í upphafi myndskeiðsins. Það kemur ekki svo á óvart að hinn fjórhjóladrifni og 400 hestafla Audi TT RS skuli hafa betur en afturhjóladrifinn og 365 hestafla BMW M2. Þó verður að hafa í huga að BMW M2 bíllinn er ódýrari bíll. Munurinn á hraða eykst sífellt eftir því sem á sprettinn líður og á endanum munar um 30 km hraða. Þessir tveir smávöxnu bílar fara þó báðir létt með að ná yfir 260 km á hraðbrautunum, eins og sjá má síðar í myndskeiðinu. Geta má þess að Audi TT RS kostar 12,8 milljónir hjá Heklu og BMW M2 kostar 11,6 milljónir hjá BL. Mest lesið Níu ferðamenn á ísnum og heil rúta í viðbót á leiðinni Innlent Lét þingmenn heyra það og sagði Evrópu ekki geta varið sig sjálfa Erlent Foreldrar loki á samskipti barna við ömmu og afa Innlent Laun bæjarfulltrúa lækkuð Innlent Saltkjötið háskalegt heilsutæpum Innlent Fannst vanta stemmningu í skólann og skipulögðu handboltamót Innlent Ók einn frá höfninni og kom til baka tæpri klukkustund síðar Innlent Slökkva á áróðurshátölurunum Erlent Flestir vilja Katrínu Jakobs sem forsætisráðherra Innlent Prófa HIV-bóluefni Erlent Fleiri fréttir Tesla Cybertruck og Ferrari í Vestmannaeyjagöngum Sjá meira
Þeir hjá AutoTopNL fannst viðeigandi að bera saman hina litlu en öflugu bíla Audi TT RS og BMW M2 og sýna áhorfendum hvor þeirra hefur vinninginn þegar hægri löppin nemur við gólfið allan tímann. Fylgst er eingöngu með hraðamælum þeirra beggja hér í upphafi myndskeiðsins. Það kemur ekki svo á óvart að hinn fjórhjóladrifni og 400 hestafla Audi TT RS skuli hafa betur en afturhjóladrifinn og 365 hestafla BMW M2. Þó verður að hafa í huga að BMW M2 bíllinn er ódýrari bíll. Munurinn á hraða eykst sífellt eftir því sem á sprettinn líður og á endanum munar um 30 km hraða. Þessir tveir smávöxnu bílar fara þó báðir létt með að ná yfir 260 km á hraðbrautunum, eins og sjá má síðar í myndskeiðinu. Geta má þess að Audi TT RS kostar 12,8 milljónir hjá Heklu og BMW M2 kostar 11,6 milljónir hjá BL.
Mest lesið Níu ferðamenn á ísnum og heil rúta í viðbót á leiðinni Innlent Lét þingmenn heyra það og sagði Evrópu ekki geta varið sig sjálfa Erlent Foreldrar loki á samskipti barna við ömmu og afa Innlent Laun bæjarfulltrúa lækkuð Innlent Saltkjötið háskalegt heilsutæpum Innlent Fannst vanta stemmningu í skólann og skipulögðu handboltamót Innlent Ók einn frá höfninni og kom til baka tæpri klukkustund síðar Innlent Slökkva á áróðurshátölurunum Erlent Flestir vilja Katrínu Jakobs sem forsætisráðherra Innlent Prófa HIV-bóluefni Erlent Fleiri fréttir Tesla Cybertruck og Ferrari í Vestmannaeyjagöngum Sjá meira