Geir átti von á því að Gylfi yrði valinn Íþróttamaður ársins Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 29. desember 2017 18:52 Geir Þorsteinsson, fyrrverandi formaður KSÍ, lagði orð í belg á Twitter í gær um kjörið á Íþróttamanni ársins 2017. Ólafía Þórunn Kristinsdóttir varð fyrir valinu að þessu sinni. Þar sagði Geir: „Þetta gengur ekki lengur - þurfum að velja íþróttamann og íþróttakonu ársins - fá til verksins hundruði aðila sem til þekkja - knattspyrnumaður ekki valinn ÍMÁ 2017 !!“ Þetta gengur ekki lengur - þurfum að velja íþróttamann og íþróttakonu ársins - fá til verksins hundruði aðila sem til þekkja - knattspyrnumaður ekki valinn ÍMÁ 2017 !!— Geir Thorsteinsson (@FootballGeir) December 28, 2017 Færsla formannsins fyrrverandi vakti mikil viðbrögð og margir voru honum ósammála. Hjörtur Hjartarson fékk Geir til að útskýra mál sitt í Akraborginni í dag. „Alltaf þegar maður lætur skoðun sína í ljós rísa upp aðrir sem eru ekki sömu skoðunar. Þetta er ekki ný skoðun hjá mér. Ég er búinn að halda þessu fram lengi, að við þurfum að breyta þessu vali og aðferðinni við það,“ sagði Geir. Hann segir að þetta snúist um að verðlauna fleiri og því eigi að velja íþróttamann og íþróttakonu ársins. „Knattspyrnusambandið var á sínum tíma eitt af fyrstu sérsamböndunum til að hætta að velja einn einstakling sem knattspyrnumann ársins. Hitt var óvinnandi vegur. Ég veit ekki hvernig er hægt að bera saman á einfaldan hátt; knattspyrnu karla og kvenna. Það er mjög flókið,“ sagði Geir. Hann átti von á því að Gylfi Þór Sigurðsson yrði valinn Íþróttamaður ársins, annað árið í röð. „Þetta var kannski hans besta ár. Hann hélt Swansea á floti í einni erfiðustu deild í heimi. Við unnum okkar riðil í undankeppni HM þar sem hann er algjör lykilmaður. Og þrátt fyrir erfið félagaskipti er hann að rétta við hjá Everton. Ég átti von á því að hann yrði valinn en geri mér grein fyrir afrekum annarra íþróttamanna. En ég held með fótboltanum, það vita allir,“ sagði Geir. Hlusta má á viðtalið í heild sinni í spilaranum hér að ofan. Íþróttamaður ársins Tengdar fréttir Geir vandar íþróttafréttamönnum ekki kveðjurnar Geir Þorsteinsson, fyrrverandi formaður Knattspyrnusambands Íslands, var ósáttur við íþróttafréttamenn landsins í gærkvöldi eftir að úrslit um kjör á íþróttamanni ársins lágu fyrir. 29. desember 2017 05:51 Bragi Valdimar fellir Geir á málfræðiprófinu Geir Þorsteinsson, fyrrverandi formaður Knattspyrnusambands Íslands, var ósáttur við íþróttafréttamenn landsins í gærkvöldi eftir að úrslit um kjör á íþróttamanni ársins lágu fyrir. 29. desember 2017 16:15 Fannst ég vera fyrir þeim stóru Ólafía Þórunn Kristinsdóttir var í gær kjörin íþróttamaður ársins af Samtökum íþróttafréttamanna. Hún er fyrsti kylfingur sögunnar sem verður fyrir valinu í 62 ára sögu kjörsins og sjötta konan. 29. desember 2017 06:00 Ólafía Þórunn er íþróttamaður ársins Atvinnukylfingurinn Ólafía Þórunn Kristinsdóttir er íþróttamaður ársins 2017. 28. desember 2017 20:31 Ólafía Þórunn: Veit stundum ekki hvar ég er Ólafía Þórunn Kristinsdóttir var í kvöld kjörinn íþróttamaður ársins 2017 af Samtökum íþróttafréttamanna. Ólafía lék í ár sitt fyrsta tímabil á LPGA mótaröðinni, sterkustu atvinnumannamótaröð í golfi. 28. desember 2017 22:15 Aron segir mikinn heiður að hafna í öðru sæti Landsliðsfyrirliðinn óskar Ólafíu og öðru tilnefndu íþróttafólki til hamingju. 29. desember 2017 15:02 Aðeins 43 stigum munaði á Ólafíu og Aroni Einari Ólafía Þórunn Kristinsdóttir var í kvöld kjörin íþróttamaður ársins af Samtökum íþróttafréttamanna. Aron Einar Gunnarsson varð í öðru sæti 28. desember 2017 21:30 Mest lesið „Þá sér maður að það brestur margur og klökknar“ Sport Í beinni: KR - Afturelding | Sex stiga leikur á Meistaravöllum Íslenski boltinn Heimi fannst Arnar byrja of bratt með Ísland Fótbolti Newcastle loks að fá leikmann Enski boltinn Í beinni: FH - ÍA | Verða Skagamenn fyrstir til að sækja sigur í Kaplakrika? Íslenski boltinn Enska augnablikið: Skellur þegar hann hrinti dómaranum Enski boltinn Tap setur Ísland í erfiða stöðu Handbolti Hafa selt næstum alla vörnina en liðsstyrkur á leiðinni frá liði Hákonar Enski boltinn Grealish lánaður burt en City vill ekki selja Savinho Enski boltinn Sjáðu dramatísku sigurmörkin og Stjörnumenn skella Víkingum Íslenski boltinn Fleiri fréttir Heimir og Dean sendir í sturtu eftir læti á hliðarlínunni Donnarumma skilinn eftir heima Kolbeinn tryggði stigin þrjú Í beinni: FH - ÍA | Verða Skagamenn fyrstir til að sækja sigur í Kaplakrika? Í beinni: KR - Afturelding | Sex stiga leikur á Meistaravöllum Tap setur Ísland í erfiða stöðu Spánn skiptir þjálfaranum út Með fyrsta þrjátíu tuttugu leikinn í sögu WNBA Fengu loksins leyfi til að spila spænskan deildarleik í Miami Enska augnablikið: Hlaupið út úr húsinu Ótryggður Giannis tekur ekki þátt í undirbúningi Grikklands Klappað fyrir fyrstu konunni sem dæmdi í MLB Hafa selt næstum alla vörnina en liðsstyrkur á leiðinni frá liði Hákonar „Þá sér maður að það brestur margur og klökknar“ Grealish lánaður burt en City vill ekki selja Savinho Vilja dæma skíðastökkvarana í bann vegna saumaskandalsins Crystal Palace tapaði áfrýjun og þarf að spila í Sambandsdeildinni Newcastle loks að fá leikmann Heimi fannst Arnar byrja of bratt með Ísland Delap með tvö í öruggum sigri í síðasta leik fyrir mót Sjáðu dramatísku sigurmörkin og Stjörnumenn skella Víkingum Palace stefnir á að selja fyrirliðann fyrir gluggalok Enska augnablikið: Skellur þegar hann hrinti dómaranum Viðbeinsbrotnaði þegar hann fagnaði sigri í Nascar Mun Jake Paul mæta Anthony Joshua í hringnum? Dagskráin í dag: Besta deild karla á sviðið Glasner: Myndi ekki skipta á skildinum fyrir sæti í Evrópukeppni félagsliða „Brugðumst vel við þeim aðstæðum sem leikurinn henti í okkur“ Þjóðverjar unnu Doncic lausa Slóvena „Rýr stigasöfnun í deildinni vissulega áhyggjuefni“ Sjá meira
Geir Þorsteinsson, fyrrverandi formaður KSÍ, lagði orð í belg á Twitter í gær um kjörið á Íþróttamanni ársins 2017. Ólafía Þórunn Kristinsdóttir varð fyrir valinu að þessu sinni. Þar sagði Geir: „Þetta gengur ekki lengur - þurfum að velja íþróttamann og íþróttakonu ársins - fá til verksins hundruði aðila sem til þekkja - knattspyrnumaður ekki valinn ÍMÁ 2017 !!“ Þetta gengur ekki lengur - þurfum að velja íþróttamann og íþróttakonu ársins - fá til verksins hundruði aðila sem til þekkja - knattspyrnumaður ekki valinn ÍMÁ 2017 !!— Geir Thorsteinsson (@FootballGeir) December 28, 2017 Færsla formannsins fyrrverandi vakti mikil viðbrögð og margir voru honum ósammála. Hjörtur Hjartarson fékk Geir til að útskýra mál sitt í Akraborginni í dag. „Alltaf þegar maður lætur skoðun sína í ljós rísa upp aðrir sem eru ekki sömu skoðunar. Þetta er ekki ný skoðun hjá mér. Ég er búinn að halda þessu fram lengi, að við þurfum að breyta þessu vali og aðferðinni við það,“ sagði Geir. Hann segir að þetta snúist um að verðlauna fleiri og því eigi að velja íþróttamann og íþróttakonu ársins. „Knattspyrnusambandið var á sínum tíma eitt af fyrstu sérsamböndunum til að hætta að velja einn einstakling sem knattspyrnumann ársins. Hitt var óvinnandi vegur. Ég veit ekki hvernig er hægt að bera saman á einfaldan hátt; knattspyrnu karla og kvenna. Það er mjög flókið,“ sagði Geir. Hann átti von á því að Gylfi Þór Sigurðsson yrði valinn Íþróttamaður ársins, annað árið í röð. „Þetta var kannski hans besta ár. Hann hélt Swansea á floti í einni erfiðustu deild í heimi. Við unnum okkar riðil í undankeppni HM þar sem hann er algjör lykilmaður. Og þrátt fyrir erfið félagaskipti er hann að rétta við hjá Everton. Ég átti von á því að hann yrði valinn en geri mér grein fyrir afrekum annarra íþróttamanna. En ég held með fótboltanum, það vita allir,“ sagði Geir. Hlusta má á viðtalið í heild sinni í spilaranum hér að ofan.
Íþróttamaður ársins Tengdar fréttir Geir vandar íþróttafréttamönnum ekki kveðjurnar Geir Þorsteinsson, fyrrverandi formaður Knattspyrnusambands Íslands, var ósáttur við íþróttafréttamenn landsins í gærkvöldi eftir að úrslit um kjör á íþróttamanni ársins lágu fyrir. 29. desember 2017 05:51 Bragi Valdimar fellir Geir á málfræðiprófinu Geir Þorsteinsson, fyrrverandi formaður Knattspyrnusambands Íslands, var ósáttur við íþróttafréttamenn landsins í gærkvöldi eftir að úrslit um kjör á íþróttamanni ársins lágu fyrir. 29. desember 2017 16:15 Fannst ég vera fyrir þeim stóru Ólafía Þórunn Kristinsdóttir var í gær kjörin íþróttamaður ársins af Samtökum íþróttafréttamanna. Hún er fyrsti kylfingur sögunnar sem verður fyrir valinu í 62 ára sögu kjörsins og sjötta konan. 29. desember 2017 06:00 Ólafía Þórunn er íþróttamaður ársins Atvinnukylfingurinn Ólafía Þórunn Kristinsdóttir er íþróttamaður ársins 2017. 28. desember 2017 20:31 Ólafía Þórunn: Veit stundum ekki hvar ég er Ólafía Þórunn Kristinsdóttir var í kvöld kjörinn íþróttamaður ársins 2017 af Samtökum íþróttafréttamanna. Ólafía lék í ár sitt fyrsta tímabil á LPGA mótaröðinni, sterkustu atvinnumannamótaröð í golfi. 28. desember 2017 22:15 Aron segir mikinn heiður að hafna í öðru sæti Landsliðsfyrirliðinn óskar Ólafíu og öðru tilnefndu íþróttafólki til hamingju. 29. desember 2017 15:02 Aðeins 43 stigum munaði á Ólafíu og Aroni Einari Ólafía Þórunn Kristinsdóttir var í kvöld kjörin íþróttamaður ársins af Samtökum íþróttafréttamanna. Aron Einar Gunnarsson varð í öðru sæti 28. desember 2017 21:30 Mest lesið „Þá sér maður að það brestur margur og klökknar“ Sport Í beinni: KR - Afturelding | Sex stiga leikur á Meistaravöllum Íslenski boltinn Heimi fannst Arnar byrja of bratt með Ísland Fótbolti Newcastle loks að fá leikmann Enski boltinn Í beinni: FH - ÍA | Verða Skagamenn fyrstir til að sækja sigur í Kaplakrika? Íslenski boltinn Enska augnablikið: Skellur þegar hann hrinti dómaranum Enski boltinn Tap setur Ísland í erfiða stöðu Handbolti Hafa selt næstum alla vörnina en liðsstyrkur á leiðinni frá liði Hákonar Enski boltinn Grealish lánaður burt en City vill ekki selja Savinho Enski boltinn Sjáðu dramatísku sigurmörkin og Stjörnumenn skella Víkingum Íslenski boltinn Fleiri fréttir Heimir og Dean sendir í sturtu eftir læti á hliðarlínunni Donnarumma skilinn eftir heima Kolbeinn tryggði stigin þrjú Í beinni: FH - ÍA | Verða Skagamenn fyrstir til að sækja sigur í Kaplakrika? Í beinni: KR - Afturelding | Sex stiga leikur á Meistaravöllum Tap setur Ísland í erfiða stöðu Spánn skiptir þjálfaranum út Með fyrsta þrjátíu tuttugu leikinn í sögu WNBA Fengu loksins leyfi til að spila spænskan deildarleik í Miami Enska augnablikið: Hlaupið út úr húsinu Ótryggður Giannis tekur ekki þátt í undirbúningi Grikklands Klappað fyrir fyrstu konunni sem dæmdi í MLB Hafa selt næstum alla vörnina en liðsstyrkur á leiðinni frá liði Hákonar „Þá sér maður að það brestur margur og klökknar“ Grealish lánaður burt en City vill ekki selja Savinho Vilja dæma skíðastökkvarana í bann vegna saumaskandalsins Crystal Palace tapaði áfrýjun og þarf að spila í Sambandsdeildinni Newcastle loks að fá leikmann Heimi fannst Arnar byrja of bratt með Ísland Delap með tvö í öruggum sigri í síðasta leik fyrir mót Sjáðu dramatísku sigurmörkin og Stjörnumenn skella Víkingum Palace stefnir á að selja fyrirliðann fyrir gluggalok Enska augnablikið: Skellur þegar hann hrinti dómaranum Viðbeinsbrotnaði þegar hann fagnaði sigri í Nascar Mun Jake Paul mæta Anthony Joshua í hringnum? Dagskráin í dag: Besta deild karla á sviðið Glasner: Myndi ekki skipta á skildinum fyrir sæti í Evrópukeppni félagsliða „Brugðumst vel við þeim aðstæðum sem leikurinn henti í okkur“ Þjóðverjar unnu Doncic lausa Slóvena „Rýr stigasöfnun í deildinni vissulega áhyggjuefni“ Sjá meira
Geir vandar íþróttafréttamönnum ekki kveðjurnar Geir Þorsteinsson, fyrrverandi formaður Knattspyrnusambands Íslands, var ósáttur við íþróttafréttamenn landsins í gærkvöldi eftir að úrslit um kjör á íþróttamanni ársins lágu fyrir. 29. desember 2017 05:51
Bragi Valdimar fellir Geir á málfræðiprófinu Geir Þorsteinsson, fyrrverandi formaður Knattspyrnusambands Íslands, var ósáttur við íþróttafréttamenn landsins í gærkvöldi eftir að úrslit um kjör á íþróttamanni ársins lágu fyrir. 29. desember 2017 16:15
Fannst ég vera fyrir þeim stóru Ólafía Þórunn Kristinsdóttir var í gær kjörin íþróttamaður ársins af Samtökum íþróttafréttamanna. Hún er fyrsti kylfingur sögunnar sem verður fyrir valinu í 62 ára sögu kjörsins og sjötta konan. 29. desember 2017 06:00
Ólafía Þórunn er íþróttamaður ársins Atvinnukylfingurinn Ólafía Þórunn Kristinsdóttir er íþróttamaður ársins 2017. 28. desember 2017 20:31
Ólafía Þórunn: Veit stundum ekki hvar ég er Ólafía Þórunn Kristinsdóttir var í kvöld kjörinn íþróttamaður ársins 2017 af Samtökum íþróttafréttamanna. Ólafía lék í ár sitt fyrsta tímabil á LPGA mótaröðinni, sterkustu atvinnumannamótaröð í golfi. 28. desember 2017 22:15
Aron segir mikinn heiður að hafna í öðru sæti Landsliðsfyrirliðinn óskar Ólafíu og öðru tilnefndu íþróttafólki til hamingju. 29. desember 2017 15:02
Aðeins 43 stigum munaði á Ólafíu og Aroni Einari Ólafía Þórunn Kristinsdóttir var í kvöld kjörin íþróttamaður ársins af Samtökum íþróttafréttamanna. Aron Einar Gunnarsson varð í öðru sæti 28. desember 2017 21:30