Segja 70 prósent íbúa þjást af næringarskorti Samúel Karl Ólason skrifar 11. desember 2017 20:12 Opinber fréttaveita Norður-Kóreu sendi þessa mynd frá sér um mánaðarmótin þar sem sjá má íbúa Pyongyang fagna tilraunaskoti sem framkvæmt var þann 29. nóvember. Vísir/AFP Sameinuðu þjóðirnar telja að um 18 milljónir íbúa Norður-Kóreu, eða um sjötíu prósent, þjáist af næringarskorti. Viðskiptaþvinganir gegn Norður-Kóreu koma niður á hjálparstarfi þar í landi sem heldur í raun þrettán milljónum manna á lífi. Þetta kom fram í máli Zeid Ra‘ad Al Hussein, mannréttindastjóra Sameinuðu þjóðanna, á fundi öryggisráðsins í dag. Umtalsverðum þvingunum hefur verið beitt gegn ríkinu til að reyna að draga úr getu þeirra til að þróa kjarnorkuvopn og langdrægar eldflaugar til að bera þau vopn. Yfirlýst markmið einræðisstjórnar Kim Jong Un er að öðlast getuna til að gera kjarnorkuárásir á meginland Bandaríkjanna. Zeid fór fram á það við öryggisráðið að gert yrði mat á því hve mikil áhrif þvinganirnar hefðu á hjálparstarf Sameinuðu þjóðanna í Norður-Kóreu.Norður-Kórea eyðir verulegum hluta af tekjum ríkisins í að halda her ríkisins uppi. Undanfarin ár hefur ríkið þar að auki varið miklum fjármunum í eldflaugar og kjarnorkuvopn.Tókst ekki að koma í veg fyrir fundinn Yfirvöld Norður-Kóreu hafa ítrekað verið sökuð um umfangsmikil mannréttindabrot á íbúum landsins. Þar á meðal eru þeir sakaðir um að reka fangabúðir þar sem komið er fram við fanga með grimmilegum hætti og að pynta íbúa landsins. Þeir segja þessar ásakanir kolrangar. Þetta er í fjórða sinn sem öryggisráðið fundar um ástand mannréttinda í Norður-Kóreu og hafa yfirvöld Kína reynt að koma í veg fyrir þá alla. Kínverjar segja öryggisráðið ekki vera réttan vettvang til að ræða slíkt og tíminn væri ekki réttur þar sem svo mikil spenna væri á svæðinu. Tíu ríki kusu að þessu sinni að leyfa fundinn á meðan Kína, Rússland og Bólivía kusu gegn því. Eþíópía og Egyptaland sátu hjá. Minnst níu atkvæði þarf til að tryggja að fundir ráðsins fari fram. Nikki Haley, sendiherra Bandaríkjanna hjá Sameinuðu þjóðunum, sagði að öryggisráðið ætti að ræða mannréttindi oftar og í þeim tilgangi að koma í veg fyrir átök. „Öll ríki sem geta ekki séð um íbúa sína sitja uppi með átök á endanum,“ sagði hún. Norður-Kórea Mest lesið Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Erlent Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Innlent Tilhæfislaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Innlent Maðurinn sem var næstur í röðinni hjá mormónum látinn Erlent Einn látinn í óveðrinu í Svíþjóð Erlent Níu handteknir fyrir að safna pening fyrir Hamas Erlent Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Innlent Líkamsárás í miðbænum Innlent Keyptu aðstoð vegna leiðréttingar landsframlags og hringferðar ráðherra Innlent Segir dulda skattahækkun taka gildi á næsta ári Innlent Fleiri fréttir Ræðir uppfærða friðaráætlun við Trump í dag Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Maðurinn sem var næstur í röðinni hjá mormónum látinn Einn látinn í óveðrinu í Svíþjóð Níu handteknir fyrir að safna pening fyrir Hamas Fjórir göngumenn látnir eftir snjóflóð í Grikklandi Brenndu rangt lík Leita í rústum íbúðahúsa Noregur hyggst innleiða samfélagsmiðlabann Semja aftur um vopnahlé Ísrael viðurkennir sjálfstæði Sómalílands fyrst allra landa Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Loftárásum fagnað sem „stórkostlegri jólagjöf“ og meira sagt í vændum Minnst fimmtán særðir eftir hnífa- og efnaárás í Japan Mun funda með Trump „í náinni framtíð“ Fyrirskipaði árásir á „hryðjuverkaúrhrök“ í Nígeríu Rússar opna leikhúsið í Maríupól á ný Yfir hundrað handteknir grunaðir um að skipuleggja árásir á gamlársdag Fjallaði um stríðsátök í jólaávarpinu Fundu yfir milljón skjöl sem tengjast Epstein Fimm fórust í þyrluslysi á Kilimanjaro Þau kvöddu á árinu 2025 Kynnti drög að nýrri friðaráætlun Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Nýjar ákærur á hendur Russell Brand Fleiri Epstein-skjöl birt: Bað um „óviðeigandi vinkonur“ Saka AfD um að ganga erinda Kremlverja Kínverjar og Rússar lýsa yfir stuðningi við Venesúela Skapari Call of Duty lést í bílslysi Sjá meira
Sameinuðu þjóðirnar telja að um 18 milljónir íbúa Norður-Kóreu, eða um sjötíu prósent, þjáist af næringarskorti. Viðskiptaþvinganir gegn Norður-Kóreu koma niður á hjálparstarfi þar í landi sem heldur í raun þrettán milljónum manna á lífi. Þetta kom fram í máli Zeid Ra‘ad Al Hussein, mannréttindastjóra Sameinuðu þjóðanna, á fundi öryggisráðsins í dag. Umtalsverðum þvingunum hefur verið beitt gegn ríkinu til að reyna að draga úr getu þeirra til að þróa kjarnorkuvopn og langdrægar eldflaugar til að bera þau vopn. Yfirlýst markmið einræðisstjórnar Kim Jong Un er að öðlast getuna til að gera kjarnorkuárásir á meginland Bandaríkjanna. Zeid fór fram á það við öryggisráðið að gert yrði mat á því hve mikil áhrif þvinganirnar hefðu á hjálparstarf Sameinuðu þjóðanna í Norður-Kóreu.Norður-Kórea eyðir verulegum hluta af tekjum ríkisins í að halda her ríkisins uppi. Undanfarin ár hefur ríkið þar að auki varið miklum fjármunum í eldflaugar og kjarnorkuvopn.Tókst ekki að koma í veg fyrir fundinn Yfirvöld Norður-Kóreu hafa ítrekað verið sökuð um umfangsmikil mannréttindabrot á íbúum landsins. Þar á meðal eru þeir sakaðir um að reka fangabúðir þar sem komið er fram við fanga með grimmilegum hætti og að pynta íbúa landsins. Þeir segja þessar ásakanir kolrangar. Þetta er í fjórða sinn sem öryggisráðið fundar um ástand mannréttinda í Norður-Kóreu og hafa yfirvöld Kína reynt að koma í veg fyrir þá alla. Kínverjar segja öryggisráðið ekki vera réttan vettvang til að ræða slíkt og tíminn væri ekki réttur þar sem svo mikil spenna væri á svæðinu. Tíu ríki kusu að þessu sinni að leyfa fundinn á meðan Kína, Rússland og Bólivía kusu gegn því. Eþíópía og Egyptaland sátu hjá. Minnst níu atkvæði þarf til að tryggja að fundir ráðsins fari fram. Nikki Haley, sendiherra Bandaríkjanna hjá Sameinuðu þjóðunum, sagði að öryggisráðið ætti að ræða mannréttindi oftar og í þeim tilgangi að koma í veg fyrir átök. „Öll ríki sem geta ekki séð um íbúa sína sitja uppi með átök á endanum,“ sagði hún.
Norður-Kórea Mest lesið Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Erlent Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Innlent Tilhæfislaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Innlent Maðurinn sem var næstur í röðinni hjá mormónum látinn Erlent Einn látinn í óveðrinu í Svíþjóð Erlent Níu handteknir fyrir að safna pening fyrir Hamas Erlent Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Innlent Líkamsárás í miðbænum Innlent Keyptu aðstoð vegna leiðréttingar landsframlags og hringferðar ráðherra Innlent Segir dulda skattahækkun taka gildi á næsta ári Innlent Fleiri fréttir Ræðir uppfærða friðaráætlun við Trump í dag Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Maðurinn sem var næstur í röðinni hjá mormónum látinn Einn látinn í óveðrinu í Svíþjóð Níu handteknir fyrir að safna pening fyrir Hamas Fjórir göngumenn látnir eftir snjóflóð í Grikklandi Brenndu rangt lík Leita í rústum íbúðahúsa Noregur hyggst innleiða samfélagsmiðlabann Semja aftur um vopnahlé Ísrael viðurkennir sjálfstæði Sómalílands fyrst allra landa Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Loftárásum fagnað sem „stórkostlegri jólagjöf“ og meira sagt í vændum Minnst fimmtán særðir eftir hnífa- og efnaárás í Japan Mun funda með Trump „í náinni framtíð“ Fyrirskipaði árásir á „hryðjuverkaúrhrök“ í Nígeríu Rússar opna leikhúsið í Maríupól á ný Yfir hundrað handteknir grunaðir um að skipuleggja árásir á gamlársdag Fjallaði um stríðsátök í jólaávarpinu Fundu yfir milljón skjöl sem tengjast Epstein Fimm fórust í þyrluslysi á Kilimanjaro Þau kvöddu á árinu 2025 Kynnti drög að nýrri friðaráætlun Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Nýjar ákærur á hendur Russell Brand Fleiri Epstein-skjöl birt: Bað um „óviðeigandi vinkonur“ Saka AfD um að ganga erinda Kremlverja Kínverjar og Rússar lýsa yfir stuðningi við Venesúela Skapari Call of Duty lést í bílslysi Sjá meira