Eðalmygla og ofurhetjur 12. desember 2017 10:00 Ásmundur Helgason, eigandi Drápu, kynnir tvær spennandi bækur í jólapakkann, Litlu vínbókina og Handbók fyrir ofurhetjur. mynd/Anton Brink KYNNING: Drápa er með tvær skemmtilegar bækur fyrir þessi jól, önnur þeirra er Litla vínbókin – sérfræðingur á 24 tímum. Hin heitir Handbók fyrir ofurhetjur og er vinsælasta barnabók þessa árs í Svíþjóð. „Litla vínbókin er eftir Jancis Robinson sem er virtasti vínsérfræðingur í heimi. Hún var fyrsti einstaklingurinn utan vínheimsins, til þess að fá Master of Wine viðurkenningu frá vínframleiðendum og skrifaði þessa bók með þá í huga sem ekki eru sérfræðingar en hafa mikinn áhuga á víni,“ útskýrir Ásmundur Helgason, eigandi Drápu bókaútgáfu. „Í bókinni eru ýmsar skemmtilegar upplýsingar. Til dæmis má lesa skemmtileg orð úr þeirri flóru sem notuð er til að lýsa vínum eins og „eðalmygla“, „graskennt“, „fætur“ og fleiri orð sem hljóma ekki endilega lystug. Bókin kennir fólki að lesa á flöskumiðann, hvernig para á saman vín og mat og hvað á að velja fyrir ýmis tilefni. Hún flettir einnig ofan af ýmsum mýtum í vínheiminum, til dæmis kom mér það á óvart að hvítvíns- og rauðvínsglös þurfa ekki að vera af sitt hvorri stærðinni! Skemmtilegasti kaflinn er þar sem farið er yfir tíu algengustu þrúgurnar og hvert vínhérað fyrir sig. Þetta er skemmtileg bók sem hentar öllum, bæði þeim sem eru að stíga sín fyrstu skref inn í vínheiminn og þeim sem reyndari eru. Steingrímur Sigurgeirsson vínsérfræðingur las bókina yfir og segir hana „virkilega góða, þýðingin frábær, lipur og skemmtileg.“.Handbók fyrir ofurhetjur Drápu tókst að verða sér úti um vinsælustu barnabók Svíþjóðar á þessu ári, Handbók fyrir ofurhetjur. Þetta er fyrsta bók í seríu um Lísu, níu ára stelpu sem lögð er í einelti. „Í bókinni flýr Lísa frá strákum sem eru að stríða henni, inn á bókasafn. Þar byrjar bók í einni hillunni að glóa svo hún nær í hana og les þar 101 ráð til þess að verða ofurhetja. Hún lærir til dæmis að fljúga, tala við dýr og að slást eins og ofurhetja og bjargar málum þegar myntsafni er stolið af gömlum manni í sögunni,“ útskýrir Ásmundur. „Bókin er skrifuð af hjónum. Hún er grafískur hönnuður og hann skrifar og þetta er þeirra fyrsta bók en dóttir þeirra lenti í slæmu einelti. Aftast í bókinni er til dæmis farið yfir nokkur atriði sem hægt er að gera ef maður lendir í einelti eða verður vitni að því. Einnig er sími Rauða krossins aftast í bókinni sem krakkar geta hringt í. Handbók fyrir ofurhetjur er hröð, spennandi og skemmtileg saga og frábær jólagjöf fyrir 6 til 11 ára krakka. Mest lesið Stærstu stjörnubrúðkaupin á árinu Lífið „Versta hljómsveit Íslandssögunnar“ segir rappara vera með sig á heilanum Menning Skorar HúbbaBúbba á hólm: „Sá sem tapar þarf að hætta að gefa út tónlist“ Lífið Sjö tilnefndir til Íslensku þýðingarverðlaunanna Lífið Aðeins of leiðinlegt til að vera skemmtilegt Gagnrýni Abba skilar 350 milljörðum í kassann Tónlist Ósáttur við framhaldið: „Skildu ekki hvað gerði þá fyrstu sérstaka“ Bíó og sjónvarp „Djúp menning sem hefur átt sér stað og enginn telur sig ábyrgan“ Menning Fagnaði afmælinu með sínum kærustu vinkonum Lífið Fannar og Snorri slógust þar til þeir stóðu nánast naktir eftir Lífið Fleiri fréttir Epli með nýja stórglæsilega verslun Konfektleikur í tilefni 90 ára afmælis Nóa Síríus Heimilislegur ítalskur veitingastaður í hjarta borgarinnar Samsæri á Paradísareyjunni Bjóða upp á jólakaffi allar helgar fram að jólum Fröken Dúlla og konurnar sem báru skömmina 48% aukið áhorf á sjónvarpsstöðvar Sýnar Snörp og áhrifamikil bók Jólagjafahugmyndir sem hitta í mark Vestfirsk náttúra skapar dulúð í nýjustu bók Margrétar S. Höskuldsdóttur Elvis heimsmeistari snýr aftur til Íslands Útreiðartúrinn leiðir lesendur inn í flókið net fjölskyldu, vináttu og leyndarmála Himnesk rúmföt úr egypskri bómull Nóvella sem leiðir lesandann inn í söguna á nýjan hátt Uppselt á stórtónleika Bubba – aukatónleikar fara í sölu á morgun Þegar vitvél fær spurningu um nasisma og allt fer í háaloft The Barricade Boys koma til Íslands með Broadway Party Nýtt lúxushótel við svarta strönd býður upp á kyrrð og fegurð Breyta bíóinu í risastórt skemmtisvæði í tilefni afmælis „Nýju hverfin eintómar stafsetningarvillur“ Nýjasta bók Gunna Helga sprengdi TikTok Skrímslaævintýri á Álftanesi varð að blómstrandi fjölskyldufyrirtæki Spennandi breytingar í GK Reykjavík – verslunin flutt í Evu Jólagjafir sem gleðja hárið og hjartað Gerður Kristný, Andri Snær og Þórunn Valdimars meðal upplesara í kvöld Myndaveisla: Glæsileg frumsýning Zootropolis 2 í Kringlunni Fortíð og nútíð fléttuð saman í nýrri spennandi unglingasögu Vill að lesendur skemmti sér en verði samt skíthræddir Að lifa er að hlusta á þúsund sögur Slökkviliðin og vinsæll barnabókahöfundur leiða saman hesta sína Sjá meira
KYNNING: Drápa er með tvær skemmtilegar bækur fyrir þessi jól, önnur þeirra er Litla vínbókin – sérfræðingur á 24 tímum. Hin heitir Handbók fyrir ofurhetjur og er vinsælasta barnabók þessa árs í Svíþjóð. „Litla vínbókin er eftir Jancis Robinson sem er virtasti vínsérfræðingur í heimi. Hún var fyrsti einstaklingurinn utan vínheimsins, til þess að fá Master of Wine viðurkenningu frá vínframleiðendum og skrifaði þessa bók með þá í huga sem ekki eru sérfræðingar en hafa mikinn áhuga á víni,“ útskýrir Ásmundur Helgason, eigandi Drápu bókaútgáfu. „Í bókinni eru ýmsar skemmtilegar upplýsingar. Til dæmis má lesa skemmtileg orð úr þeirri flóru sem notuð er til að lýsa vínum eins og „eðalmygla“, „graskennt“, „fætur“ og fleiri orð sem hljóma ekki endilega lystug. Bókin kennir fólki að lesa á flöskumiðann, hvernig para á saman vín og mat og hvað á að velja fyrir ýmis tilefni. Hún flettir einnig ofan af ýmsum mýtum í vínheiminum, til dæmis kom mér það á óvart að hvítvíns- og rauðvínsglös þurfa ekki að vera af sitt hvorri stærðinni! Skemmtilegasti kaflinn er þar sem farið er yfir tíu algengustu þrúgurnar og hvert vínhérað fyrir sig. Þetta er skemmtileg bók sem hentar öllum, bæði þeim sem eru að stíga sín fyrstu skref inn í vínheiminn og þeim sem reyndari eru. Steingrímur Sigurgeirsson vínsérfræðingur las bókina yfir og segir hana „virkilega góða, þýðingin frábær, lipur og skemmtileg.“.Handbók fyrir ofurhetjur Drápu tókst að verða sér úti um vinsælustu barnabók Svíþjóðar á þessu ári, Handbók fyrir ofurhetjur. Þetta er fyrsta bók í seríu um Lísu, níu ára stelpu sem lögð er í einelti. „Í bókinni flýr Lísa frá strákum sem eru að stríða henni, inn á bókasafn. Þar byrjar bók í einni hillunni að glóa svo hún nær í hana og les þar 101 ráð til þess að verða ofurhetja. Hún lærir til dæmis að fljúga, tala við dýr og að slást eins og ofurhetja og bjargar málum þegar myntsafni er stolið af gömlum manni í sögunni,“ útskýrir Ásmundur. „Bókin er skrifuð af hjónum. Hún er grafískur hönnuður og hann skrifar og þetta er þeirra fyrsta bók en dóttir þeirra lenti í slæmu einelti. Aftast í bókinni er til dæmis farið yfir nokkur atriði sem hægt er að gera ef maður lendir í einelti eða verður vitni að því. Einnig er sími Rauða krossins aftast í bókinni sem krakkar geta hringt í. Handbók fyrir ofurhetjur er hröð, spennandi og skemmtileg saga og frábær jólagjöf fyrir 6 til 11 ára krakka.
Mest lesið Stærstu stjörnubrúðkaupin á árinu Lífið „Versta hljómsveit Íslandssögunnar“ segir rappara vera með sig á heilanum Menning Skorar HúbbaBúbba á hólm: „Sá sem tapar þarf að hætta að gefa út tónlist“ Lífið Sjö tilnefndir til Íslensku þýðingarverðlaunanna Lífið Aðeins of leiðinlegt til að vera skemmtilegt Gagnrýni Abba skilar 350 milljörðum í kassann Tónlist Ósáttur við framhaldið: „Skildu ekki hvað gerði þá fyrstu sérstaka“ Bíó og sjónvarp „Djúp menning sem hefur átt sér stað og enginn telur sig ábyrgan“ Menning Fagnaði afmælinu með sínum kærustu vinkonum Lífið Fannar og Snorri slógust þar til þeir stóðu nánast naktir eftir Lífið Fleiri fréttir Epli með nýja stórglæsilega verslun Konfektleikur í tilefni 90 ára afmælis Nóa Síríus Heimilislegur ítalskur veitingastaður í hjarta borgarinnar Samsæri á Paradísareyjunni Bjóða upp á jólakaffi allar helgar fram að jólum Fröken Dúlla og konurnar sem báru skömmina 48% aukið áhorf á sjónvarpsstöðvar Sýnar Snörp og áhrifamikil bók Jólagjafahugmyndir sem hitta í mark Vestfirsk náttúra skapar dulúð í nýjustu bók Margrétar S. Höskuldsdóttur Elvis heimsmeistari snýr aftur til Íslands Útreiðartúrinn leiðir lesendur inn í flókið net fjölskyldu, vináttu og leyndarmála Himnesk rúmföt úr egypskri bómull Nóvella sem leiðir lesandann inn í söguna á nýjan hátt Uppselt á stórtónleika Bubba – aukatónleikar fara í sölu á morgun Þegar vitvél fær spurningu um nasisma og allt fer í háaloft The Barricade Boys koma til Íslands með Broadway Party Nýtt lúxushótel við svarta strönd býður upp á kyrrð og fegurð Breyta bíóinu í risastórt skemmtisvæði í tilefni afmælis „Nýju hverfin eintómar stafsetningarvillur“ Nýjasta bók Gunna Helga sprengdi TikTok Skrímslaævintýri á Álftanesi varð að blómstrandi fjölskyldufyrirtæki Spennandi breytingar í GK Reykjavík – verslunin flutt í Evu Jólagjafir sem gleðja hárið og hjartað Gerður Kristný, Andri Snær og Þórunn Valdimars meðal upplesara í kvöld Myndaveisla: Glæsileg frumsýning Zootropolis 2 í Kringlunni Fortíð og nútíð fléttuð saman í nýrri spennandi unglingasögu Vill að lesendur skemmti sér en verði samt skíthræddir Að lifa er að hlusta á þúsund sögur Slökkviliðin og vinsæll barnabókahöfundur leiða saman hesta sína Sjá meira