Alfreð: Má ekki gleyma hversu gott maður hefur það Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar 12. desember 2017 15:00 Landsliðsmaðurinn Alfreð Finnbogason segist vita af áhuga nokkurra stærri liða, en hann sé ekkert að hugsa sér til hreyfings frá Augsburg. Hann var í viðtali hjá Hirti Hjartarsyni í Akraborginni í gær. „Að sjálfsögðu finn ég fyrir áhuga. Sérstaklega í byrjun [tímabilsins], það byrjaði mjög vel hjá mér, og hjá liðinu. Það var athygli á liðinu líka, við vorum hjá 9 af hverjum 10 sérfræðingum liðið sem mundi lenda í neðsta sæti og pottþétt falla,“ sagði Alfreð. „Auðvitað er það þannig að ef maður er að skora mörk fær maður athygli frá fjölmiðlum og ég er bara mjög sáttur með hvernig þetta tímabil er búið að þróast.“ Augsburg er í sjöunda sæti þýsku Bundesligunnar, hefði komist upp í fjórða sæti um helgina hefði Hertha Berlin ekki náð að jafna í uppbótartíma og stela tveimur stigum af liðinu. Alfreð segir liðið spila skemmtilegan bolta þar sem skapast mikið af færum og hann njóti þess að spila með liðinu. „Ég kom til Augsburg til að fá stöðugleika í minn feril. Var búinn að vera stutt hjá Sociedad, eitt ár, og hálft ár á láni hjá Olympiacos, svo mig langaði að koma hingað og eiga allavega eitt-tvö mjög stöðug tímabil og sanna mig í topp 4 deild í Evrópu.“ „Ég er búinn að upplifa það svo oft að vera að skipta um félag að ég er ekki einu sinni að pæla í því. Ég nýt mín mjög vel hérna, er með mjög góða stöðu hjá klúbbnum, spila alla leiki og er vara fyrirliði í ár. Maður má ekki gleyma því hversu gott maður hefur það, það er alltaf áhætta í því að skipta um félag og ég get ekki sagt ég sé að hugsa um það akkúrat núna,“ sagði landsliðsmaðurinn. Hjörtur gat ekki sleppt honum úr símanum án þess að spurja út í Heimsmeistaramótið næsta sumar. „Riðillinn hefði vissulega getað verið betri. Fengum eitt af sterkari liðunum úr potti eitt og helvítis Króatana, við erum nú búnir að tala nóg um þá. Þeir voru svona einn af þessum mótherjum sem maður vildi ekki lenda á móti. Þeir eru góðir og erfiðir viðureignar og við vitum hvernig Balkaninn fer allar leiðir til að tryggja sér sigur.“ „Nígeríu veit ég eiginlega ekkert um. Ég gef mér það að þeir séu mjög íþróttamannlega vaxnir og sterkir og stórir.“ „Þetta verður svipað og að mæta Portúgal og Ronaldo. Öll pressan er á þeim, ég þekki einn leikmann sem spilar með argentínska landsliðinu og hann var að lýsa því fyrir mér hvernig það er þegar þeir eru að spila, það er ótrúleg pressa á þessu liði. Leikmenn njóta þess ekki að spila fyrir landsliðið,“ sagði Alfreð Finnbogason. HM 2018 í Rússlandi Þýski boltinn Mest lesið Eygló Fanndal fékk slæmar fréttir: „Hrædd við komandi mánuði“ Sport Ætlaði að hætta að velja Eið Smára í landsliðið eftir fýluferð til Englands Fótbolti Samherji verður einn helsti bakhjarl HSÍ Handbolti Van Dijk við Hjörvar: „Hvað er sérfræðingur?“ Enski boltinn Liverpool kvartar í dómarasamtökunum Enski boltinn „Algjört bull“ eða „rétt ákvörðun“? Enski boltinn Vill halda Heimi og írska liðið lélegt Fótbolti Hjörvar sagði González fá símtal: „Ef það gerist þá verður það frábært“ Enski boltinn Rooney og Schmeichel fundu til með Liverpool: „Þetta er slæm ákvörðun“ Enski boltinn Markvörður með skóflu á lofti í miðjum úrslitaleik Fótbolti Fleiri fréttir Rúmlega þúsund leikmenn til rannsóknar: Liðsfélagi Loga settur í bann Alexandra lagði upp og María fór á kostum í Íslendingaslag Sesko ekki með sjálfstraust og dregur sig úr landsliðshópnum Ingibjörg fagnaði langþráðum sigri Liverpool kvartar í dómarasamtökunum Rekinn úr starfi í annað sinn á þessu ári Maðurinn sem Liverpool leyfði að fara með eitt af mörkum ársins Yamal hefur þurft að þola tvöfalt meiri rasisma en Vinicius Messi um endurkomu til Barcelona: „Ég vona það einn daginn“ „Algjört bull“ eða „rétt ákvörðun“? Mætti sínu gamla liði í fyrsta sinn og skoraði tvö sjálfsmörk Hjörvar sagði González fá símtal: „Ef það gerist þá verður það frábært“ Van Dijk við Hjörvar: „Hvað er sérfræðingur?“ Stelpurnar okkar byrja á erfiðasta glugga sögunnar Ætlaði að hætta að velja Eið Smára í landsliðið eftir fýluferð til Englands Rooney og Schmeichel fundu til með Liverpool: „Þetta er slæm ákvörðun“ Vill halda Heimi og írska liðið lélegt Markvörður með skóflu á lofti í miðjum úrslitaleik Markaregn í enska boltanum í dag Inter aftur á toppinn eftir sigur á Lazio Sjáðu mörkin og allt það helsta úr meistaraslagnum Þrenna frá Lewandowski og Rashford í stuði Kristall Máni á skotskónum í sigurleik Enginn varið fleiri víti en Mamardashvili Daníel Tristan skoraði sigurmark Malmö Albert skoraði en Fiorentina enn án sigurs og á botninum Fjögur mörk, varið víti og Villa upp í sjöunda sætið Öruggur sigur City Fyrsta jafntefli Real Madrid Fanney sænskur meistari í fyrstu tilraun Sjá meira
Landsliðsmaðurinn Alfreð Finnbogason segist vita af áhuga nokkurra stærri liða, en hann sé ekkert að hugsa sér til hreyfings frá Augsburg. Hann var í viðtali hjá Hirti Hjartarsyni í Akraborginni í gær. „Að sjálfsögðu finn ég fyrir áhuga. Sérstaklega í byrjun [tímabilsins], það byrjaði mjög vel hjá mér, og hjá liðinu. Það var athygli á liðinu líka, við vorum hjá 9 af hverjum 10 sérfræðingum liðið sem mundi lenda í neðsta sæti og pottþétt falla,“ sagði Alfreð. „Auðvitað er það þannig að ef maður er að skora mörk fær maður athygli frá fjölmiðlum og ég er bara mjög sáttur með hvernig þetta tímabil er búið að þróast.“ Augsburg er í sjöunda sæti þýsku Bundesligunnar, hefði komist upp í fjórða sæti um helgina hefði Hertha Berlin ekki náð að jafna í uppbótartíma og stela tveimur stigum af liðinu. Alfreð segir liðið spila skemmtilegan bolta þar sem skapast mikið af færum og hann njóti þess að spila með liðinu. „Ég kom til Augsburg til að fá stöðugleika í minn feril. Var búinn að vera stutt hjá Sociedad, eitt ár, og hálft ár á láni hjá Olympiacos, svo mig langaði að koma hingað og eiga allavega eitt-tvö mjög stöðug tímabil og sanna mig í topp 4 deild í Evrópu.“ „Ég er búinn að upplifa það svo oft að vera að skipta um félag að ég er ekki einu sinni að pæla í því. Ég nýt mín mjög vel hérna, er með mjög góða stöðu hjá klúbbnum, spila alla leiki og er vara fyrirliði í ár. Maður má ekki gleyma því hversu gott maður hefur það, það er alltaf áhætta í því að skipta um félag og ég get ekki sagt ég sé að hugsa um það akkúrat núna,“ sagði landsliðsmaðurinn. Hjörtur gat ekki sleppt honum úr símanum án þess að spurja út í Heimsmeistaramótið næsta sumar. „Riðillinn hefði vissulega getað verið betri. Fengum eitt af sterkari liðunum úr potti eitt og helvítis Króatana, við erum nú búnir að tala nóg um þá. Þeir voru svona einn af þessum mótherjum sem maður vildi ekki lenda á móti. Þeir eru góðir og erfiðir viðureignar og við vitum hvernig Balkaninn fer allar leiðir til að tryggja sér sigur.“ „Nígeríu veit ég eiginlega ekkert um. Ég gef mér það að þeir séu mjög íþróttamannlega vaxnir og sterkir og stórir.“ „Þetta verður svipað og að mæta Portúgal og Ronaldo. Öll pressan er á þeim, ég þekki einn leikmann sem spilar með argentínska landsliðinu og hann var að lýsa því fyrir mér hvernig það er þegar þeir eru að spila, það er ótrúleg pressa á þessu liði. Leikmenn njóta þess ekki að spila fyrir landsliðið,“ sagði Alfreð Finnbogason.
HM 2018 í Rússlandi Þýski boltinn Mest lesið Eygló Fanndal fékk slæmar fréttir: „Hrædd við komandi mánuði“ Sport Ætlaði að hætta að velja Eið Smára í landsliðið eftir fýluferð til Englands Fótbolti Samherji verður einn helsti bakhjarl HSÍ Handbolti Van Dijk við Hjörvar: „Hvað er sérfræðingur?“ Enski boltinn Liverpool kvartar í dómarasamtökunum Enski boltinn „Algjört bull“ eða „rétt ákvörðun“? Enski boltinn Vill halda Heimi og írska liðið lélegt Fótbolti Hjörvar sagði González fá símtal: „Ef það gerist þá verður það frábært“ Enski boltinn Rooney og Schmeichel fundu til með Liverpool: „Þetta er slæm ákvörðun“ Enski boltinn Markvörður með skóflu á lofti í miðjum úrslitaleik Fótbolti Fleiri fréttir Rúmlega þúsund leikmenn til rannsóknar: Liðsfélagi Loga settur í bann Alexandra lagði upp og María fór á kostum í Íslendingaslag Sesko ekki með sjálfstraust og dregur sig úr landsliðshópnum Ingibjörg fagnaði langþráðum sigri Liverpool kvartar í dómarasamtökunum Rekinn úr starfi í annað sinn á þessu ári Maðurinn sem Liverpool leyfði að fara með eitt af mörkum ársins Yamal hefur þurft að þola tvöfalt meiri rasisma en Vinicius Messi um endurkomu til Barcelona: „Ég vona það einn daginn“ „Algjört bull“ eða „rétt ákvörðun“? Mætti sínu gamla liði í fyrsta sinn og skoraði tvö sjálfsmörk Hjörvar sagði González fá símtal: „Ef það gerist þá verður það frábært“ Van Dijk við Hjörvar: „Hvað er sérfræðingur?“ Stelpurnar okkar byrja á erfiðasta glugga sögunnar Ætlaði að hætta að velja Eið Smára í landsliðið eftir fýluferð til Englands Rooney og Schmeichel fundu til með Liverpool: „Þetta er slæm ákvörðun“ Vill halda Heimi og írska liðið lélegt Markvörður með skóflu á lofti í miðjum úrslitaleik Markaregn í enska boltanum í dag Inter aftur á toppinn eftir sigur á Lazio Sjáðu mörkin og allt það helsta úr meistaraslagnum Þrenna frá Lewandowski og Rashford í stuði Kristall Máni á skotskónum í sigurleik Enginn varið fleiri víti en Mamardashvili Daníel Tristan skoraði sigurmark Malmö Albert skoraði en Fiorentina enn án sigurs og á botninum Fjögur mörk, varið víti og Villa upp í sjöunda sætið Öruggur sigur City Fyrsta jafntefli Real Madrid Fanney sænskur meistari í fyrstu tilraun Sjá meira