Theresa May gat ekki smalað köttunum Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 14. desember 2017 07:00 Theresa May, forsætisráðherra Bretlands, gat ekki tryggt sér stuðning flokksmanna sinna. vísir/epa Bretland Meirihluti breska þingsins samþykkti í gær breytingartillögu á Brexit-frumvarpi sem gekk út á að nauðsynlegt verði að bera lokaútgáfu samningsins við Evrópusambandið um væntanlega útgöngu Breta undir þingið. Theresa May forsætisráðherra barðist gegn tillögunni og hefur áður sagt að lögbundin trygging um slíka atkvæðagreiðslu gæti komið í veg fyrir hnökralausa útgöngu úr sambandinu. Það voru þingmenn Íhaldsflokksins, flokks May, sem tryggðu meirihluta í málinu og var flokkurinn því klofinn í málinu. Dominic Grieve, þingmaður Íhaldsflokksins, var flutningsmaður tillögunnar. Alls kusu 309 þingmenn með en 305 á móti. Þetta er í fyrsta skipti sem ríkisstjórnin býður ósigur á þinginu í málum sem lúta að Brexit-stefnunni, að því er BBC greinir frá. Segir jafnframt í umfjöllun miðilsins að gagnrýnendur þessarar ákvörðunar hafi í umræðum á þinginu sagt að með þessu væri verið að trufla ferlið og reyna að binda hendur ríkisstjórnarinnar. Mikil óvissa ríkti í aðdraganda atkvæðagreiðslunnar. Sagði Nick Eardley, blaðamaður BBC, stuttu áður en þingmenn greiddu atkvæði að útlit væri fyrir að stór hluti uppreisnargjarnra Íhaldsmanna myndi frekar sitja hjá en greiða atkvæði með tillögunni. Íhaldsmennirnir Paul Masterton og George Freeman greindu sjálfir frá því að þeir hygðust sitja hjá. „Það olli okkur vonbrigðum að þingið skyldi samþykkja þessa breytingartillögu þrátt fyrir þær tryggingar sem við höfum nú þegar gefið,“ sagði talsmaður ríkisstjórnarinnar eftir atkvæðagreiðsluna í gær. Brexit Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Innlent Í deilum við nágrannann vegna trjáa Erlent Segir dulda skattahækkun taka gildi á næsta ári Innlent Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Erlent Mesti snjór í New York í fjögur ár Erlent Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Innlent Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Innlent Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Innlent Gróður farinn að grænka fyrir norðan Innlent Tilhæfulaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Innlent Fleiri fréttir „Þetta er ansi flókið, en þó ekki svo flókið“ Átti gott samtal við Pútín Skildu farþega eftir í fyrri ferð og strönduðu í annarri Í deilum við nágrannann vegna trjáa Mesti snjór í New York í fjögur ár Þrír létust í óveðrinu Ræðir uppfærða friðaráætlun við Trump í dag Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Maðurinn sem var næstur í röðinni hjá mormónum látinn Einn látinn í óveðrinu í Svíþjóð Níu handteknir fyrir að safna pening fyrir Hamas Fjórir göngumenn látnir eftir snjóflóð í Grikklandi Brenndu rangt lík Leita í rústum íbúðahúsa Noregur hyggst innleiða samfélagsmiðlabann Semja aftur um vopnahlé Ísrael viðurkennir sjálfstæði Sómalílands fyrst allra landa Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Loftárásum fagnað sem „stórkostlegri jólagjöf“ og meira sagt í vændum Minnst fimmtán særðir eftir hnífa- og efnaárás í Japan Mun funda með Trump „í náinni framtíð“ Fyrirskipaði árásir á „hryðjuverkaúrhrök“ í Nígeríu Rússar opna leikhúsið í Maríupól á ný Yfir hundrað handteknir grunaðir um að skipuleggja árásir á gamlársdag Fjallaði um stríðsátök í jólaávarpinu Fundu yfir milljón skjöl sem tengjast Epstein Fimm fórust í þyrluslysi á Kilimanjaro Þau kvöddu á árinu 2025 Kynnti drög að nýrri friðaráætlun Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Sjá meira
Bretland Meirihluti breska þingsins samþykkti í gær breytingartillögu á Brexit-frumvarpi sem gekk út á að nauðsynlegt verði að bera lokaútgáfu samningsins við Evrópusambandið um væntanlega útgöngu Breta undir þingið. Theresa May forsætisráðherra barðist gegn tillögunni og hefur áður sagt að lögbundin trygging um slíka atkvæðagreiðslu gæti komið í veg fyrir hnökralausa útgöngu úr sambandinu. Það voru þingmenn Íhaldsflokksins, flokks May, sem tryggðu meirihluta í málinu og var flokkurinn því klofinn í málinu. Dominic Grieve, þingmaður Íhaldsflokksins, var flutningsmaður tillögunnar. Alls kusu 309 þingmenn með en 305 á móti. Þetta er í fyrsta skipti sem ríkisstjórnin býður ósigur á þinginu í málum sem lúta að Brexit-stefnunni, að því er BBC greinir frá. Segir jafnframt í umfjöllun miðilsins að gagnrýnendur þessarar ákvörðunar hafi í umræðum á þinginu sagt að með þessu væri verið að trufla ferlið og reyna að binda hendur ríkisstjórnarinnar. Mikil óvissa ríkti í aðdraganda atkvæðagreiðslunnar. Sagði Nick Eardley, blaðamaður BBC, stuttu áður en þingmenn greiddu atkvæði að útlit væri fyrir að stór hluti uppreisnargjarnra Íhaldsmanna myndi frekar sitja hjá en greiða atkvæði með tillögunni. Íhaldsmennirnir Paul Masterton og George Freeman greindu sjálfir frá því að þeir hygðust sitja hjá. „Það olli okkur vonbrigðum að þingið skyldi samþykkja þessa breytingartillögu þrátt fyrir þær tryggingar sem við höfum nú þegar gefið,“ sagði talsmaður ríkisstjórnarinnar eftir atkvæðagreiðsluna í gær.
Brexit Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Innlent Í deilum við nágrannann vegna trjáa Erlent Segir dulda skattahækkun taka gildi á næsta ári Innlent Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Erlent Mesti snjór í New York í fjögur ár Erlent Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Innlent Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Innlent Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Innlent Gróður farinn að grænka fyrir norðan Innlent Tilhæfulaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Innlent Fleiri fréttir „Þetta er ansi flókið, en þó ekki svo flókið“ Átti gott samtal við Pútín Skildu farþega eftir í fyrri ferð og strönduðu í annarri Í deilum við nágrannann vegna trjáa Mesti snjór í New York í fjögur ár Þrír létust í óveðrinu Ræðir uppfærða friðaráætlun við Trump í dag Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Maðurinn sem var næstur í röðinni hjá mormónum látinn Einn látinn í óveðrinu í Svíþjóð Níu handteknir fyrir að safna pening fyrir Hamas Fjórir göngumenn látnir eftir snjóflóð í Grikklandi Brenndu rangt lík Leita í rústum íbúðahúsa Noregur hyggst innleiða samfélagsmiðlabann Semja aftur um vopnahlé Ísrael viðurkennir sjálfstæði Sómalílands fyrst allra landa Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Loftárásum fagnað sem „stórkostlegri jólagjöf“ og meira sagt í vændum Minnst fimmtán særðir eftir hnífa- og efnaárás í Japan Mun funda með Trump „í náinni framtíð“ Fyrirskipaði árásir á „hryðjuverkaúrhrök“ í Nígeríu Rússar opna leikhúsið í Maríupól á ný Yfir hundrað handteknir grunaðir um að skipuleggja árásir á gamlársdag Fjallaði um stríðsátök í jólaávarpinu Fundu yfir milljón skjöl sem tengjast Epstein Fimm fórust í þyrluslysi á Kilimanjaro Þau kvöddu á árinu 2025 Kynnti drög að nýrri friðaráætlun Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Sjá meira