Hraðhleðslustöðvar ON orðnar 20 talsins Finnur Thorlacius skrifar 15. desember 2017 11:05 Fyrsti bíllinn hlaðinn á nýrri hraðhleðslustöð ON á Djúpavogi. Í árslok 2018 verða hraðhleðslustöðvar Orku Náttúrunnar (ON) orðnar 50 talsins og dreifðar um allt land. Nú eru þær orðnar 20 og sú nýjasta var opnuð á Djúpavogi í vikunni. Það var Ólöf Rún Stefánsdóttir rafbílaeigandi sem hlóð bílinn sinn á Djúpavogi í vikunni þegar tuttugasta hlaða ON var tekin þar í notkun og sést hún hér á mynd hlaða bíl sinn. Hleðslustöðin er hvorttveggja búin hraðhleðslu fyrir rafbíla og hefðbundna hleðslu. Hleðslustöðin á Djúpavogi er við veitingastaðinn Voginn. ON, sem hefur einsett sér að varða hringveginn hleðslustöðvum, mun á næstu dögum opna hlöður við Jökulsárlón og í Freysnesi sunnan Vatnajökuls og á Egilsstöðum. Á næstu vikum bætast svo við hlöður á Stöðvarfirði, við Minni-Borg í Grímsnesi, við Mývatn og við þjónustustöðvar N1 hvorttveggja við Lækjargötu í Hafnarfirði og í Mosfellsbæ. Hleðslustöðvar ON verða orðnar fleiri en 50 í árslok 2018. ON á í samstarfi við fjölda aðila um þessa uppbyggingu hleðslustöðvanets um landið. Einna mikilvægastir eru þeir sem leggja til aðstöðu fyrir hlöðurnar og hefur N1 leikið þar stórt hlutverk. Mest lesið Níu ferðamenn á ísnum og heil rúta í viðbót á leiðinni Innlent Lét þingmenn heyra það og sagði Evrópu ekki geta varið sig sjálfa Erlent Foreldrar loki á samskipti barna við ömmu og afa Innlent Ók einn frá höfninni og kom til baka tæpri klukkustund síðar Innlent Fannst vanta stemmningu í skólann og skipulögðu handboltamót Innlent Myndband sýnir ferðamenn hætt komna í miklum öldugangi við Reynisfjöru Innlent Kalt veður skilaði metári í vatnsnotkun Innlent „Ég hafði ekki ímyndunaraflið í að sjá þetta fyrir mér“ Innlent Konur hafi þurft að afgreiða áttatíu vændiskaupendur á þremur dögum Innlent Geta læknað unglingaveikina Erlent Fleiri fréttir Tesla Cybertruck og Ferrari í Vestmannaeyjagöngum Sjá meira
Í árslok 2018 verða hraðhleðslustöðvar Orku Náttúrunnar (ON) orðnar 50 talsins og dreifðar um allt land. Nú eru þær orðnar 20 og sú nýjasta var opnuð á Djúpavogi í vikunni. Það var Ólöf Rún Stefánsdóttir rafbílaeigandi sem hlóð bílinn sinn á Djúpavogi í vikunni þegar tuttugasta hlaða ON var tekin þar í notkun og sést hún hér á mynd hlaða bíl sinn. Hleðslustöðin er hvorttveggja búin hraðhleðslu fyrir rafbíla og hefðbundna hleðslu. Hleðslustöðin á Djúpavogi er við veitingastaðinn Voginn. ON, sem hefur einsett sér að varða hringveginn hleðslustöðvum, mun á næstu dögum opna hlöður við Jökulsárlón og í Freysnesi sunnan Vatnajökuls og á Egilsstöðum. Á næstu vikum bætast svo við hlöður á Stöðvarfirði, við Minni-Borg í Grímsnesi, við Mývatn og við þjónustustöðvar N1 hvorttveggja við Lækjargötu í Hafnarfirði og í Mosfellsbæ. Hleðslustöðvar ON verða orðnar fleiri en 50 í árslok 2018. ON á í samstarfi við fjölda aðila um þessa uppbyggingu hleðslustöðvanets um landið. Einna mikilvægastir eru þeir sem leggja til aðstöðu fyrir hlöðurnar og hefur N1 leikið þar stórt hlutverk.
Mest lesið Níu ferðamenn á ísnum og heil rúta í viðbót á leiðinni Innlent Lét þingmenn heyra það og sagði Evrópu ekki geta varið sig sjálfa Erlent Foreldrar loki á samskipti barna við ömmu og afa Innlent Ók einn frá höfninni og kom til baka tæpri klukkustund síðar Innlent Fannst vanta stemmningu í skólann og skipulögðu handboltamót Innlent Myndband sýnir ferðamenn hætt komna í miklum öldugangi við Reynisfjöru Innlent Kalt veður skilaði metári í vatnsnotkun Innlent „Ég hafði ekki ímyndunaraflið í að sjá þetta fyrir mér“ Innlent Konur hafi þurft að afgreiða áttatíu vændiskaupendur á þremur dögum Innlent Geta læknað unglingaveikina Erlent Fleiri fréttir Tesla Cybertruck og Ferrari í Vestmannaeyjagöngum Sjá meira