Frönsk áhrif í miðbæ Reykjavíkur Guðný Hrönn skrifar 16. desember 2017 10:00 Frönsku áhrifin eru augljós í íbúðinni. MYND/Ásmundur J. Sveinsson Hjónin Guðrún og Einar Sörli gerðu upp glæsilega íbúð í miðbænum á átta mánuðum.Guðrún smellti þessari mynd af í vinnuferlinu.„Við rifum allt út úr þessari íbúð sem hægt var að losa með góðu móti. Létum breikka og sérsmíða alla gólflista og gerefti, breikkuðum tvö hurðargöt sem voru á ganginum til að auka rýmið, létum saga út franskar svalir í eldhúsinu. Settum inn nýja eldhúsinnréttingu og nýtt bað, ný gólfefni.“„Að baki liggja óteljandi vinnustundir langt fram eftir kvöldum, kvöld eftir kvöld. Það voru margir góðir menn, jötnar og verndarenglar sem hjálpuðu okkur,“ segir Guðrún.Guðrún og Einar Sörli prófuðu að mála stofuna dökka en sáu svo að hvítt hentaði betur.MYND/Ásmundur J. SveinssonSpurð út í hvaðan innblásturinn kom segir Einar Sörli: „Guðrún bjó lengi í París og þekkir vel íbúðir í Haussmann-stíl þar sem önnur hæðin er aðalhæðin í húsinu og alltaf með meiri lofthæð en aðrar hæðir. Við höfum komið inn í margar íbúðir í Haussman-stíl í París og okkar íbúð minnti okkur mikið á þær. Í henni er mikil lofthæð og fallegir skrautlistar í loftunum, langur gangur skiptir henni upp, gluggarnir eru stórir og svo eru tvær samliggjandi stofur með rennihurð á milli sín. Við unnum út frá þessu.“Guðrún og Einar Sörli eru himinlifandi með útkomuna þegar þau líta yfir heildarmyndina. Það sem auðveldaði vinnuferlið er að þau eru með svipaðan smekk.Aðspurð hvort þau séu með svipaðan smekk þegar kemur að innanhússhönnun segir Guðrún: „Já, en Einar Sörli er töffarinn hjá okkur. Hann átti til dæmis tvær kristalsljósakrónur og heilt iittala-stell þegar við kynntumst.“Grár litur tengir rými íbúðarinnar saman.MYND/Ásmundur J. SveinssonÞegar Einar Sörli og Guðrún líta yfir íbúðina þá finnst þeim frönsku svalirnar í eldhúsinu standa upp úr. „Þær opna íbúðina mjög mikið og breyta henni töluvert. Það er gaman að vera með svaladyrnar opnar og heyra þegar kirkjuklukkurnar hringja eða þegar álftir fljúga yfir með vængjaþyt í átt að Tjörninni, og horfa inn á milli bakgarðana og sjá alla krakkana leika sér,“ segir Guðrún. Hús og heimili Mest lesið „Fyrri kona mannsins míns er með Parkinson, ekki ég“ Áskorun Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Óléttan uppgötvaðist þremur dögum fyrir byrjun skólans Menning Kristmundur Axel tók við af Bubba Lífið Þessi smurðu mest á reikning Jommunnar Lífið Seinfeld og Friends-leikari látinn Lífið Michelle Trachtenberg er látin Lífið Einhverfir kaþólikkar um allan heim heita Þorlákur Lífið Missti höndina viku fyrir sextán ára afmælisdaginn Lífið Laufey á landinu Lífið Fleiri fréttir Sat uppi með sex kíló af kæstri skötu Kristmundur Axel tók við af Bubba Seinfeld og Friends-leikari látinn Jólagjafir íslenskra vinnustaða Deildar meiningar um lyktina: „Þetta er byrjendaskata“ Fréttamenn gæða sér á skötu í gegnum árin Laufey á landinu Þar sem vinsælustu lög landsins verða til Þessi smurðu mest á reikning Jommunnar Einhverfir kaþólikkar um allan heim heita Þorlákur Cooper bað móðurina um hönd Hadid „Mér finnst gaman að láta sjokkera mig“ Brúðkaup ársins 2025 Heitt í hamsi hjá gestum á „helvíti á jörðu“ í Breiðholti Chris Rea hefur ekið heim um jólin í síðasta skipti Saga jarðaði alla við borðið Vísa ásökunum Skinner um kosningasvindl á bug Kimmel ávarpar bresku þjóðina: Frábært ár fyrir fasisma „Ég hugsa til þín á hverjum einasta degi“ Stjörnulífið: Óskar tíkunum gleðilegra jóla Veikindi eyðilögðu líka stóru stund Manúelu Hefur misst vini og kunningja vegna skoðana sinna Leitin á Svínafellsjökli sem hefur enn ekki skilað árangri Krakkatía vikunnar: Ísskápastríð, Eivör og Grafarvogur „Við byrjuðum að hlusta á jólalög í júlí“ Frægir fundu ástina 2025 Íslenska stelpan sem gerðist mormóni Fréttatía vikunnar: Rob Reiner, Dóra Björt og fullir unglingar 500 Esjuferðir á árinu: „Sumir hrista bara hausinn og lygna augunum“ Útgefandi Walliams lætur hann róa Sjá meira
Hjónin Guðrún og Einar Sörli gerðu upp glæsilega íbúð í miðbænum á átta mánuðum.Guðrún smellti þessari mynd af í vinnuferlinu.„Við rifum allt út úr þessari íbúð sem hægt var að losa með góðu móti. Létum breikka og sérsmíða alla gólflista og gerefti, breikkuðum tvö hurðargöt sem voru á ganginum til að auka rýmið, létum saga út franskar svalir í eldhúsinu. Settum inn nýja eldhúsinnréttingu og nýtt bað, ný gólfefni.“„Að baki liggja óteljandi vinnustundir langt fram eftir kvöldum, kvöld eftir kvöld. Það voru margir góðir menn, jötnar og verndarenglar sem hjálpuðu okkur,“ segir Guðrún.Guðrún og Einar Sörli prófuðu að mála stofuna dökka en sáu svo að hvítt hentaði betur.MYND/Ásmundur J. SveinssonSpurð út í hvaðan innblásturinn kom segir Einar Sörli: „Guðrún bjó lengi í París og þekkir vel íbúðir í Haussmann-stíl þar sem önnur hæðin er aðalhæðin í húsinu og alltaf með meiri lofthæð en aðrar hæðir. Við höfum komið inn í margar íbúðir í Haussman-stíl í París og okkar íbúð minnti okkur mikið á þær. Í henni er mikil lofthæð og fallegir skrautlistar í loftunum, langur gangur skiptir henni upp, gluggarnir eru stórir og svo eru tvær samliggjandi stofur með rennihurð á milli sín. Við unnum út frá þessu.“Guðrún og Einar Sörli eru himinlifandi með útkomuna þegar þau líta yfir heildarmyndina. Það sem auðveldaði vinnuferlið er að þau eru með svipaðan smekk.Aðspurð hvort þau séu með svipaðan smekk þegar kemur að innanhússhönnun segir Guðrún: „Já, en Einar Sörli er töffarinn hjá okkur. Hann átti til dæmis tvær kristalsljósakrónur og heilt iittala-stell þegar við kynntumst.“Grár litur tengir rými íbúðarinnar saman.MYND/Ásmundur J. SveinssonÞegar Einar Sörli og Guðrún líta yfir íbúðina þá finnst þeim frönsku svalirnar í eldhúsinu standa upp úr. „Þær opna íbúðina mjög mikið og breyta henni töluvert. Það er gaman að vera með svaladyrnar opnar og heyra þegar kirkjuklukkurnar hringja eða þegar álftir fljúga yfir með vængjaþyt í átt að Tjörninni, og horfa inn á milli bakgarðana og sjá alla krakkana leika sér,“ segir Guðrún.
Hús og heimili Mest lesið „Fyrri kona mannsins míns er með Parkinson, ekki ég“ Áskorun Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Óléttan uppgötvaðist þremur dögum fyrir byrjun skólans Menning Kristmundur Axel tók við af Bubba Lífið Þessi smurðu mest á reikning Jommunnar Lífið Seinfeld og Friends-leikari látinn Lífið Michelle Trachtenberg er látin Lífið Einhverfir kaþólikkar um allan heim heita Þorlákur Lífið Missti höndina viku fyrir sextán ára afmælisdaginn Lífið Laufey á landinu Lífið Fleiri fréttir Sat uppi með sex kíló af kæstri skötu Kristmundur Axel tók við af Bubba Seinfeld og Friends-leikari látinn Jólagjafir íslenskra vinnustaða Deildar meiningar um lyktina: „Þetta er byrjendaskata“ Fréttamenn gæða sér á skötu í gegnum árin Laufey á landinu Þar sem vinsælustu lög landsins verða til Þessi smurðu mest á reikning Jommunnar Einhverfir kaþólikkar um allan heim heita Þorlákur Cooper bað móðurina um hönd Hadid „Mér finnst gaman að láta sjokkera mig“ Brúðkaup ársins 2025 Heitt í hamsi hjá gestum á „helvíti á jörðu“ í Breiðholti Chris Rea hefur ekið heim um jólin í síðasta skipti Saga jarðaði alla við borðið Vísa ásökunum Skinner um kosningasvindl á bug Kimmel ávarpar bresku þjóðina: Frábært ár fyrir fasisma „Ég hugsa til þín á hverjum einasta degi“ Stjörnulífið: Óskar tíkunum gleðilegra jóla Veikindi eyðilögðu líka stóru stund Manúelu Hefur misst vini og kunningja vegna skoðana sinna Leitin á Svínafellsjökli sem hefur enn ekki skilað árangri Krakkatía vikunnar: Ísskápastríð, Eivör og Grafarvogur „Við byrjuðum að hlusta á jólalög í júlí“ Frægir fundu ástina 2025 Íslenska stelpan sem gerðist mormóni Fréttatía vikunnar: Rob Reiner, Dóra Björt og fullir unglingar 500 Esjuferðir á árinu: „Sumir hrista bara hausinn og lygna augunum“ Útgefandi Walliams lætur hann róa Sjá meira