Nepölsk ofurmenni við Everest Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 16. desember 2017 12:00 Ungir nepalskir burðarmenn vöktu aðdáun íslenska göngufólksins á degi hverjum. Vísir/Vilhelm Átján Íslendingar héldu í tveggja vikna göngu um Himalayafjöllin í október. Takmarkið voru grunnbúðir Mount Everest þaðan sem garpar í öðrum áhættuhópi halda af stað á leið sinni á topp hæsta fjalls heimsins. Ungir nepalskir burðarmenn vöktu aðdáun íslenska göngufólksins á degi hverjum. Vilhelm Gunnarsson, ljósmyndari Fréttablaðsins og Vísis, var með myndavélina á lofti í fjöllunum. Gangan í grunnbúðir hefst í þorpinu Lukla í um 2800 metrum og lýkur í um 5400 metrum. Mikilvægt er að göngufólk drekki vatn og nóg af því á hverjum degi, meðal annars til að vinna gegn hæðaveiki. Hér að ofan má sjá mynd af nepalskri stelpu á gangi milli þorpa með hundruð plastflöskur á bakinu. Sumir hlóðu meiru á bakið en aðrir. Tveir stálbitar, samanlagt 88 kíló að þyngd, á baki burðarmanns á leið til hins gullfallega þorps Gokyo. Vísir/Vilhelm Flestir burðarmenn eru karlmenn í kringum tvítugt þótt finna megi fólk á öllum aldri. Þótt hinn hefðbundni burðarmaður hafi verið með 30-40 kíló á bakinu þekkist það að menn fari yfir hundrað kílóin. Burðarmenn selja almennt vinnu sína per kíló. Margir burðarmenn stíga svo skrefið til aðstoðarleiðsögumanns en þá er nauðsynlegt að hafa náð þokkalegu valdi á enskunni. Burðarmaður í Nepal með Nuptse í bakgrunni. Nuptse er einn fjölmargra glæsilegra tinda í fjallgarðinum, 7861 metrar á hæð.Vísir/Vilhelm Takmarkið náðist á tólfta degi þar sem sjá mátti Everest gægjast upp á bak við fjöllin. Vegna stöðugra tilfærsla jökla og steina færast grunnbúðir Everest stöðugt lítilega til og frá. Þær eru í um tveggja klukkutíma göngufæri frá þorpinu Gorakshep þar sem er gistiaðstaða fyrir ferðamenn en ekkert annað. Þessi vösku drengir fylgdu okkur alla leið. Níu alls, hver bar farangur tveggja Íslendinga - um 30 kíló.Vísir/Vilhelm Hetjurnar okkar. Drengirnir sem báru farangur lúxuslýðsins frá Íslandi á bakinu á degi hverjum, með bros á vör. Flestir voru með um 30 kíló á bakinu auk eigins farangurs. Þeir luku dagleiðunum alltaf fyrr en Íslendingarnir sem voru með 5-10 kíló á bakinu. Sannkölluð nepölsk ofurmenni. Ferðalög Mest lesið Mótorhjólaði aftur í kringum hnöttinn: „Fólk er gott“ Lífið Strákarnir úr Benjamín dúfu sameinuðust á ný Lífið „Rosalega stórt“ að fá aftur tilnefningu Lífið Tvö ár í stofufangelsi Lífið Fékk gula spjaldið frá lækninum og reimaði á sig hlaupaskóna Lífið Blondie verður stjarnan á RIFF um helgina Lífið Hættir við keppni í Ungfrú alheimi Lífið „Innsýn í djammlífið og hvernig Gugga í gúmmíbát djammar“ Lífið Klökknar enn við tilhugsun um fjölskylduna sem bjargaði honum Lífið Kynþokkafyllstu karlmenn landsins Lífið Fleiri fréttir „Rosalega stórt“ að fá aftur tilnefningu Mótorhjólaði aftur í kringum hnöttinn: „Fólk er gott“ Strákarnir úr Benjamín dúfu sameinuðust á ný Fékk gula spjaldið frá lækninum og reimaði á sig hlaupaskóna Hættir við keppni í Ungfrú alheimi Tvö ár í stofufangelsi Fréttatía vikunnar: Grand Theft Auto, Neyðarkallinn og fjársvik Laufey tilnefnd til Grammy-verðlauna Elskar að bera klúta Valdi fallegasta karlmanninn Algjör óvissa með Söngvakeppnina Ólafur og Hildur selja í Vesturbænum „Ekkert of gott að vera of grannur“ Góð fjölskyldustund öll föstudagskvöld Nýsjálenskur James Bond-leikstjóri látinn Fundaði með rabbína til að biðjast afsökunar á gyðingaandúðinni „Þegar ég var átján ára gömul fæ ég aðra ábendingu“ „Innsýn í djammlífið og hvernig Gugga í gúmmíbát djammar“ Ástin blómstrar hjá Ara Edwald og Ingibjörgu „Veit að pabbi væri stoltur af mér“ Kynþokkafyllstu karlmenn landsins Love Island bomba keppir í Eurovision „Við vitum í raun ekkert hvað bíður okkar“ Finnur fyrir skoðunum fólks á aldursmuninum Öskraði „pegga“ og salurinn grét úr hlátri „Ég vil verða eins og þú þegar ég verð stór“ Yfirgáfu salinn þegar gæslunni var sigað á „heimska“ ungfrú Mexíkó Nablinn ræðir um naflann fræga: Enginn gröftur en stundum skvört Sóldís Vala hafnaði í öðru sæti í Miss Earth Klettaskóli og Langholtsskóli áfram í úrslit Skrekk Sjá meira
Átján Íslendingar héldu í tveggja vikna göngu um Himalayafjöllin í október. Takmarkið voru grunnbúðir Mount Everest þaðan sem garpar í öðrum áhættuhópi halda af stað á leið sinni á topp hæsta fjalls heimsins. Ungir nepalskir burðarmenn vöktu aðdáun íslenska göngufólksins á degi hverjum. Vilhelm Gunnarsson, ljósmyndari Fréttablaðsins og Vísis, var með myndavélina á lofti í fjöllunum. Gangan í grunnbúðir hefst í þorpinu Lukla í um 2800 metrum og lýkur í um 5400 metrum. Mikilvægt er að göngufólk drekki vatn og nóg af því á hverjum degi, meðal annars til að vinna gegn hæðaveiki. Hér að ofan má sjá mynd af nepalskri stelpu á gangi milli þorpa með hundruð plastflöskur á bakinu. Sumir hlóðu meiru á bakið en aðrir. Tveir stálbitar, samanlagt 88 kíló að þyngd, á baki burðarmanns á leið til hins gullfallega þorps Gokyo. Vísir/Vilhelm Flestir burðarmenn eru karlmenn í kringum tvítugt þótt finna megi fólk á öllum aldri. Þótt hinn hefðbundni burðarmaður hafi verið með 30-40 kíló á bakinu þekkist það að menn fari yfir hundrað kílóin. Burðarmenn selja almennt vinnu sína per kíló. Margir burðarmenn stíga svo skrefið til aðstoðarleiðsögumanns en þá er nauðsynlegt að hafa náð þokkalegu valdi á enskunni. Burðarmaður í Nepal með Nuptse í bakgrunni. Nuptse er einn fjölmargra glæsilegra tinda í fjallgarðinum, 7861 metrar á hæð.Vísir/Vilhelm Takmarkið náðist á tólfta degi þar sem sjá mátti Everest gægjast upp á bak við fjöllin. Vegna stöðugra tilfærsla jökla og steina færast grunnbúðir Everest stöðugt lítilega til og frá. Þær eru í um tveggja klukkutíma göngufæri frá þorpinu Gorakshep þar sem er gistiaðstaða fyrir ferðamenn en ekkert annað. Þessi vösku drengir fylgdu okkur alla leið. Níu alls, hver bar farangur tveggja Íslendinga - um 30 kíló.Vísir/Vilhelm Hetjurnar okkar. Drengirnir sem báru farangur lúxuslýðsins frá Íslandi á bakinu á degi hverjum, með bros á vör. Flestir voru með um 30 kíló á bakinu auk eigins farangurs. Þeir luku dagleiðunum alltaf fyrr en Íslendingarnir sem voru með 5-10 kíló á bakinu. Sannkölluð nepölsk ofurmenni.
Ferðalög Mest lesið Mótorhjólaði aftur í kringum hnöttinn: „Fólk er gott“ Lífið Strákarnir úr Benjamín dúfu sameinuðust á ný Lífið „Rosalega stórt“ að fá aftur tilnefningu Lífið Tvö ár í stofufangelsi Lífið Fékk gula spjaldið frá lækninum og reimaði á sig hlaupaskóna Lífið Blondie verður stjarnan á RIFF um helgina Lífið Hættir við keppni í Ungfrú alheimi Lífið „Innsýn í djammlífið og hvernig Gugga í gúmmíbát djammar“ Lífið Klökknar enn við tilhugsun um fjölskylduna sem bjargaði honum Lífið Kynþokkafyllstu karlmenn landsins Lífið Fleiri fréttir „Rosalega stórt“ að fá aftur tilnefningu Mótorhjólaði aftur í kringum hnöttinn: „Fólk er gott“ Strákarnir úr Benjamín dúfu sameinuðust á ný Fékk gula spjaldið frá lækninum og reimaði á sig hlaupaskóna Hættir við keppni í Ungfrú alheimi Tvö ár í stofufangelsi Fréttatía vikunnar: Grand Theft Auto, Neyðarkallinn og fjársvik Laufey tilnefnd til Grammy-verðlauna Elskar að bera klúta Valdi fallegasta karlmanninn Algjör óvissa með Söngvakeppnina Ólafur og Hildur selja í Vesturbænum „Ekkert of gott að vera of grannur“ Góð fjölskyldustund öll föstudagskvöld Nýsjálenskur James Bond-leikstjóri látinn Fundaði með rabbína til að biðjast afsökunar á gyðingaandúðinni „Þegar ég var átján ára gömul fæ ég aðra ábendingu“ „Innsýn í djammlífið og hvernig Gugga í gúmmíbát djammar“ Ástin blómstrar hjá Ara Edwald og Ingibjörgu „Veit að pabbi væri stoltur af mér“ Kynþokkafyllstu karlmenn landsins Love Island bomba keppir í Eurovision „Við vitum í raun ekkert hvað bíður okkar“ Finnur fyrir skoðunum fólks á aldursmuninum Öskraði „pegga“ og salurinn grét úr hlátri „Ég vil verða eins og þú þegar ég verð stór“ Yfirgáfu salinn þegar gæslunni var sigað á „heimska“ ungfrú Mexíkó Nablinn ræðir um naflann fræga: Enginn gröftur en stundum skvört Sóldís Vala hafnaði í öðru sæti í Miss Earth Klettaskóli og Langholtsskóli áfram í úrslit Skrekk Sjá meira