KSÍ vill fá meira en átta prósent miða í boði á HM leiki Íslands næsta sumar Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 5. desember 2017 08:00 Það verður örugglega fjör í íslensku stúkunni næsta sumar. Vísir/Getty Miðasala á leiki Íslands á HM í Rússlandi hefst aftur í dag en svo gæti farið að færri íslenskir fóboltaáhugamenn geti fengið miða en vilja. Knattspyrnusamband Íslands er að reyna að berjast fyrir því að íslenskir stuðningsmenn fái fleiri miða. Íslenska knattspyrnusambandið er hinsvegar ekki eina fótboltasambandið sem er á eftir fleiri miðum á leiki síns liðs. Það er mikil ásókn í miða á HM í Rússlandi en miðasalan er opin í ákveðinn tíma. Að þessu sinni er miðasalan opin frá því í dag og út janúamánuð. Nú er ekki um að ræða „fyrstur kemur, fyrstur fær” heldur er þetta í raun happdrætti. Ef miðaumsóknir verða fleiri en fjöldi miða verður dregið af handahófi. Knattspyrnusamband Íslands á rétt á átta prósent miða í boði á leikina þrjá í riðlakeppninni sem eru á móti Argentínu (16. júní), Nígeríu (22. júní) og Króatíu (26. júní). Leikirnir fara fram á Otkrytiye leikvanginum í Mosvku (tekur 45.360), Volgograd leikvanginum í Volgograd (tekur 45.568) og Rostov leikvanginum í Rostov-on-Don (tekur 45.000). Átta próent af miðum á leikina þýðir að þetta verður í kringum 3600 miðar sem íslenskir stuðningsmenn eru öryggir með að fá. Hvort að það sé nóg er síðan allt önnur saga. Það er mikill áhugi á því að fara til Rússlands næsta sumar og komast á leiki með íslenska landsliðinu sem tekur nú þátt í heimsmeistarakeppninni í fyrsta sinn. KSÍ segir frá því á heimasíðu að íslenska sambandið, ásamt öðrum þjóðum, hafi verið í sambandi við FIFA og beðið um að þetta hlutfall verði hækkað. „Þegar svör hafa fengist frá FIFA verður þeim upplýsingum komið á framfæri á miðlum KSÍ,“ segir í fréttinni á KSÍ. HM 2018 í Rússlandi Mest lesið Mögulegt áfall fyrir Slóvena í aðdraganda EM Körfubolti Hetjan Arnór stýrði fjöldasöng eftir leik Fótbolti Eze hafi nú þegar náð samkomulagi við Tottenham Fótbolti Kane og Diaz tryggðu Bayern Ofurbikarinn Fótbolti Uppgjörið: FH - Breiðablik 2-3 | Blikar bikarmeistarar eftir framlengingu Íslenski boltinn Brynjólfur tryggði dramatískan sigur Fótbolti „Þakklát fyrir að vera uppalin í þessum klúbbi“ Fótbolti Jökull í Kaleo hitti stjörnur Rauðu djöflanna og spilaði á Old Trafford Enski boltinn Allt jafnt í fyrsta leik Orra og félaga Fótbolti „Hörku barátta tveggja góðra liða“ Fótbolti Fleiri fréttir Eze hafi nú þegar náð samkomulagi við Tottenham Hetjan Arnór stýrði fjöldasöng eftir leik Brynjólfur tryggði dramatískan sigur Kane og Diaz tryggðu Bayern Ofurbikarinn „Hörku barátta tveggja góðra liða“ „Þakklát fyrir að vera uppalin í þessum klúbbi“ „Ætluðum ekki heim án sigurs“ „Loksins, tilfinningin er geggjuð“ Allt jafnt í fyrsta leik Orra og félaga Arnór og Ari skoruðu er Norrköping hafði betur í Íslendingaslag Öruggur sigur Börsunga gegn níu heimamönnum Úlfarnir steinlágu gegn City Draumabyrjun nýliðanna úr norðri | Muniz bjargaði Fulham Uppgjörið: FH - Breiðablik 2-3 | Blikar bikarmeistarar eftir framlengingu Daníel Tristan skoraði í stórsigri Ísak skoraði enn eitt markið fyrir Lyngby Richarlison sýndi nýliðunum enga miskun Markalaust á Villa Park Semenyo tjáir sig: „Fótboltinn sýndi sínar bestu hliðar þegar mest á reyndi“ Fáar spilað leik á þessum velli Jökull í Kaleo hitti stjörnur Rauðu djöflanna og spilaði á Old Trafford Amorim brattur: „Ég er bjartsýnni“ Liverpool vinni ekki deildina haldi liðið áfram á þessari braut Englarnir frá LA án sigurs í átta leikjum „Vona að við séum búnar að læra nægilega mikið og förum að vinna“ Öll helstu atvikin úr opnunarleiknum: Átti varnarmaður Bournemouth að vera rekinn af velli? „Eiginlega alveg viss“ um að Rashford megi spila á morgun „Ég hélt að við værum komin lengra“ „Betra er seint en aldrei“ Villareal vann í endurkomu Cazorla og frumraun Partey Sjá meira
Miðasala á leiki Íslands á HM í Rússlandi hefst aftur í dag en svo gæti farið að færri íslenskir fóboltaáhugamenn geti fengið miða en vilja. Knattspyrnusamband Íslands er að reyna að berjast fyrir því að íslenskir stuðningsmenn fái fleiri miða. Íslenska knattspyrnusambandið er hinsvegar ekki eina fótboltasambandið sem er á eftir fleiri miðum á leiki síns liðs. Það er mikil ásókn í miða á HM í Rússlandi en miðasalan er opin í ákveðinn tíma. Að þessu sinni er miðasalan opin frá því í dag og út janúamánuð. Nú er ekki um að ræða „fyrstur kemur, fyrstur fær” heldur er þetta í raun happdrætti. Ef miðaumsóknir verða fleiri en fjöldi miða verður dregið af handahófi. Knattspyrnusamband Íslands á rétt á átta prósent miða í boði á leikina þrjá í riðlakeppninni sem eru á móti Argentínu (16. júní), Nígeríu (22. júní) og Króatíu (26. júní). Leikirnir fara fram á Otkrytiye leikvanginum í Mosvku (tekur 45.360), Volgograd leikvanginum í Volgograd (tekur 45.568) og Rostov leikvanginum í Rostov-on-Don (tekur 45.000). Átta próent af miðum á leikina þýðir að þetta verður í kringum 3600 miðar sem íslenskir stuðningsmenn eru öryggir með að fá. Hvort að það sé nóg er síðan allt önnur saga. Það er mikill áhugi á því að fara til Rússlands næsta sumar og komast á leiki með íslenska landsliðinu sem tekur nú þátt í heimsmeistarakeppninni í fyrsta sinn. KSÍ segir frá því á heimasíðu að íslenska sambandið, ásamt öðrum þjóðum, hafi verið í sambandi við FIFA og beðið um að þetta hlutfall verði hækkað. „Þegar svör hafa fengist frá FIFA verður þeim upplýsingum komið á framfæri á miðlum KSÍ,“ segir í fréttinni á KSÍ.
HM 2018 í Rússlandi Mest lesið Mögulegt áfall fyrir Slóvena í aðdraganda EM Körfubolti Hetjan Arnór stýrði fjöldasöng eftir leik Fótbolti Eze hafi nú þegar náð samkomulagi við Tottenham Fótbolti Kane og Diaz tryggðu Bayern Ofurbikarinn Fótbolti Uppgjörið: FH - Breiðablik 2-3 | Blikar bikarmeistarar eftir framlengingu Íslenski boltinn Brynjólfur tryggði dramatískan sigur Fótbolti „Þakklát fyrir að vera uppalin í þessum klúbbi“ Fótbolti Jökull í Kaleo hitti stjörnur Rauðu djöflanna og spilaði á Old Trafford Enski boltinn Allt jafnt í fyrsta leik Orra og félaga Fótbolti „Hörku barátta tveggja góðra liða“ Fótbolti Fleiri fréttir Eze hafi nú þegar náð samkomulagi við Tottenham Hetjan Arnór stýrði fjöldasöng eftir leik Brynjólfur tryggði dramatískan sigur Kane og Diaz tryggðu Bayern Ofurbikarinn „Hörku barátta tveggja góðra liða“ „Þakklát fyrir að vera uppalin í þessum klúbbi“ „Ætluðum ekki heim án sigurs“ „Loksins, tilfinningin er geggjuð“ Allt jafnt í fyrsta leik Orra og félaga Arnór og Ari skoruðu er Norrköping hafði betur í Íslendingaslag Öruggur sigur Börsunga gegn níu heimamönnum Úlfarnir steinlágu gegn City Draumabyrjun nýliðanna úr norðri | Muniz bjargaði Fulham Uppgjörið: FH - Breiðablik 2-3 | Blikar bikarmeistarar eftir framlengingu Daníel Tristan skoraði í stórsigri Ísak skoraði enn eitt markið fyrir Lyngby Richarlison sýndi nýliðunum enga miskun Markalaust á Villa Park Semenyo tjáir sig: „Fótboltinn sýndi sínar bestu hliðar þegar mest á reyndi“ Fáar spilað leik á þessum velli Jökull í Kaleo hitti stjörnur Rauðu djöflanna og spilaði á Old Trafford Amorim brattur: „Ég er bjartsýnni“ Liverpool vinni ekki deildina haldi liðið áfram á þessari braut Englarnir frá LA án sigurs í átta leikjum „Vona að við séum búnar að læra nægilega mikið og förum að vinna“ Öll helstu atvikin úr opnunarleiknum: Átti varnarmaður Bournemouth að vera rekinn af velli? „Eiginlega alveg viss“ um að Rashford megi spila á morgun „Ég hélt að við værum komin lengra“ „Betra er seint en aldrei“ Villareal vann í endurkomu Cazorla og frumraun Partey Sjá meira