„Þetta á að vera mega Írafársupplifun“ Guðný Hrönn skrifar 8. desember 2017 06:30 Miðasala á þessa einu tónleika hefst 12. desember klukkan 12.00 og Birgitta segir mikla spennu í loftinu. MYND/GASSI „Eftir mikla pressu undanfarin ár á að koma aftur saman tókum við þá ákvörðun að nú væri tíminn kominn. Við í Írafári höfum ekki spilað saman í 12 ár og eigum líka 20 ára afmæli sem hljómsveit. Þannig að ef einhvern tímann er tilefni, þá er það núna,“ segir Birgitta Haukdal Brynjarsdóttir, söngkona Írafárs, um endurkomu hljómsveitarinnar. Birgitta segist hafa orðið vör við að fólk sé spennt fyrir endurkomunni en sveitin ætlar að halda eina tónleika í Hörpu í júní. „Ég finn fyrir mikilli ánægju og ég vona að fólk sé jafn spennt og við erum. Við erum alveg ótrúlega spennt og erum byrjuð að hittast og æfa. Þannig að ef einhver á eftir að skemmta sér þá erum það við,“ segir Birgitta og hlær. Spurð út í hvernig æfingar gangi eftir 12 ára hlé segir Birgitta þær ganga furðuvel.„Við höfum ekki spilað saman í mörg ár þannig að við erum aðeins að rifja upp. En það er ótrúlegt hvað þetta kemur fljótt. Við spiluðum þessi lög náttúrlega svo ótrúlega oft í svo mörg ár.“Er þetta kannski smá eins og að læra að hjóla, eitthvað sem gleymist aldrei? „Þetta er kannski smá eins og að vera búinn að læra á skíði en hafa ekki skíðað í 12 ár. Maður er aðeins ryðgaður í fyrstu þremur ferðunum en svo er þetta bara komið!“Írafár hefur gefið út þrjár plötur.Aðspurð hvort þau hafi ekki saknað þess að spila saman og koma fram í þessu 12 ára hléi segir Birgitta: „Jú, algjörlega. En þetta hlé var alveg kærkomið á sínum tíma því við vorum búin að spila og vinna yfir okkur.“Hvað er svo fram undan hjá Írafári, fyrir utan tónleikana? „Við erum búin að vera að semja og dunda okkur í stúdíói. Og ef allt gengur að óskum þá vonandi getum við komið með einn síngúl fyrir tónleika,“ segir Birgitta sem lofar góðu partíi á tónleikunum sem haldnir verða í Eldborg 2. júní. Við ætlum að tjalda öllu til og gera þetta eins flott og við mögulega getum. Við tökum þetta alla leið og þetta á að vera mega Írafársupplifun.“ Birtist í Fréttablaðinu Tónlist Mest lesið Skyrið okkar ekki lengur ostur heldur jógúrt Lífið Snýr aftur sem ritstjóri eftir tvo áratugi Lífið Fréttatía vikunnar: Þingsetning, landsleikur og klamydía Lífið Ásdís Rán og Herbert Guðmunds glæsileg á frumsýningu Lífið Sló sér upp með báðum á mótinu og endaði með sigurvegaranum Lífið Barnaefni fyrir fullorðna Gagnrýni Síðasta vígið fallið: „Við erum búnir að ræða þetta í 22 ár“ Lífið „Við erum eiginlega gangandi kraftaverk“ Lífið Nýr forseti ÍSÍ kallar eftir sameiginlegu átaki í lýðheilsu Lífið Þróaði vörur sem breyttu hans eigin lífi Lífið samstarf Fleiri fréttir Skyrið okkar ekki lengur ostur heldur jógúrt Snýr aftur sem ritstjóri eftir tvo áratugi Fréttatía vikunnar: Þingsetning, landsleikur og klamydía Nýr forseti ÍSÍ kallar eftir sameiginlegu átaki í lýðheilsu Ásdís Rán og Herbert Guðmunds glæsileg á frumsýningu Sveppi kominn í Púðursykur: „Vettvangur sem ég hef ekki farið inn á áður“ Stofnandi Omnom selur hönnunarhús í Akrahverfinu Sló sér upp með báðum á mótinu og endaði með sigurvegaranum Hollendingar bætast í sniðgönguhópinn Læknirinn með risa heimasmíðaðan pizzakofa í garðinum 2222 dagar sem betri útgáfa af sjálfum sér „Við erum eiginlega gangandi kraftaverk“ Síðasta vígið fallið: „Við erum búnir að ræða þetta í 22 ár“ Óttar selur glæsiíbúð í Garðabæ Guðlaugur Þór í klandri með klukkuna Brynja og Lil Curly ástfangin í draumkenndu fríi Ragnhildur Steinunn snýr aftur á hvíta tjaldið Birti bónorðið í Bændablaðinu Svona verður Moulin Rouge í Borgarleikhúsinu Tugmilljóna trúlofunarhringur ofurfyrirsætu vekur athygli Uppfyllti loksins loforð um ísbjörn í Reykjavík Áslaug Arna situr tíma hjá Hillary Clinton „Eiginlega vandræðalega mikil áhrif“ Er í lagi að fróa sér yfir nektarmyndum af fyrrverandi? „Pabbi minn gaf okkur saman“ Litrík og ljúffeng búddaskál Unnsteinn Manuel og Ágústa selja hvíta miðbæjarperlu Ekki allt sem sýnist í Coldplay-skandalnum Umdeild mormónadrottning nýja piparjónkan Leifur Andri og Hugrún selja íbúðina í Garðabæ Sjá meira
„Eftir mikla pressu undanfarin ár á að koma aftur saman tókum við þá ákvörðun að nú væri tíminn kominn. Við í Írafári höfum ekki spilað saman í 12 ár og eigum líka 20 ára afmæli sem hljómsveit. Þannig að ef einhvern tímann er tilefni, þá er það núna,“ segir Birgitta Haukdal Brynjarsdóttir, söngkona Írafárs, um endurkomu hljómsveitarinnar. Birgitta segist hafa orðið vör við að fólk sé spennt fyrir endurkomunni en sveitin ætlar að halda eina tónleika í Hörpu í júní. „Ég finn fyrir mikilli ánægju og ég vona að fólk sé jafn spennt og við erum. Við erum alveg ótrúlega spennt og erum byrjuð að hittast og æfa. Þannig að ef einhver á eftir að skemmta sér þá erum það við,“ segir Birgitta og hlær. Spurð út í hvernig æfingar gangi eftir 12 ára hlé segir Birgitta þær ganga furðuvel.„Við höfum ekki spilað saman í mörg ár þannig að við erum aðeins að rifja upp. En það er ótrúlegt hvað þetta kemur fljótt. Við spiluðum þessi lög náttúrlega svo ótrúlega oft í svo mörg ár.“Er þetta kannski smá eins og að læra að hjóla, eitthvað sem gleymist aldrei? „Þetta er kannski smá eins og að vera búinn að læra á skíði en hafa ekki skíðað í 12 ár. Maður er aðeins ryðgaður í fyrstu þremur ferðunum en svo er þetta bara komið!“Írafár hefur gefið út þrjár plötur.Aðspurð hvort þau hafi ekki saknað þess að spila saman og koma fram í þessu 12 ára hléi segir Birgitta: „Jú, algjörlega. En þetta hlé var alveg kærkomið á sínum tíma því við vorum búin að spila og vinna yfir okkur.“Hvað er svo fram undan hjá Írafári, fyrir utan tónleikana? „Við erum búin að vera að semja og dunda okkur í stúdíói. Og ef allt gengur að óskum þá vonandi getum við komið með einn síngúl fyrir tónleika,“ segir Birgitta sem lofar góðu partíi á tónleikunum sem haldnir verða í Eldborg 2. júní. Við ætlum að tjalda öllu til og gera þetta eins flott og við mögulega getum. Við tökum þetta alla leið og þetta á að vera mega Írafársupplifun.“
Birtist í Fréttablaðinu Tónlist Mest lesið Skyrið okkar ekki lengur ostur heldur jógúrt Lífið Snýr aftur sem ritstjóri eftir tvo áratugi Lífið Fréttatía vikunnar: Þingsetning, landsleikur og klamydía Lífið Ásdís Rán og Herbert Guðmunds glæsileg á frumsýningu Lífið Sló sér upp með báðum á mótinu og endaði með sigurvegaranum Lífið Barnaefni fyrir fullorðna Gagnrýni Síðasta vígið fallið: „Við erum búnir að ræða þetta í 22 ár“ Lífið „Við erum eiginlega gangandi kraftaverk“ Lífið Nýr forseti ÍSÍ kallar eftir sameiginlegu átaki í lýðheilsu Lífið Þróaði vörur sem breyttu hans eigin lífi Lífið samstarf Fleiri fréttir Skyrið okkar ekki lengur ostur heldur jógúrt Snýr aftur sem ritstjóri eftir tvo áratugi Fréttatía vikunnar: Þingsetning, landsleikur og klamydía Nýr forseti ÍSÍ kallar eftir sameiginlegu átaki í lýðheilsu Ásdís Rán og Herbert Guðmunds glæsileg á frumsýningu Sveppi kominn í Púðursykur: „Vettvangur sem ég hef ekki farið inn á áður“ Stofnandi Omnom selur hönnunarhús í Akrahverfinu Sló sér upp með báðum á mótinu og endaði með sigurvegaranum Hollendingar bætast í sniðgönguhópinn Læknirinn með risa heimasmíðaðan pizzakofa í garðinum 2222 dagar sem betri útgáfa af sjálfum sér „Við erum eiginlega gangandi kraftaverk“ Síðasta vígið fallið: „Við erum búnir að ræða þetta í 22 ár“ Óttar selur glæsiíbúð í Garðabæ Guðlaugur Þór í klandri með klukkuna Brynja og Lil Curly ástfangin í draumkenndu fríi Ragnhildur Steinunn snýr aftur á hvíta tjaldið Birti bónorðið í Bændablaðinu Svona verður Moulin Rouge í Borgarleikhúsinu Tugmilljóna trúlofunarhringur ofurfyrirsætu vekur athygli Uppfyllti loksins loforð um ísbjörn í Reykjavík Áslaug Arna situr tíma hjá Hillary Clinton „Eiginlega vandræðalega mikil áhrif“ Er í lagi að fróa sér yfir nektarmyndum af fyrrverandi? „Pabbi minn gaf okkur saman“ Litrík og ljúffeng búddaskál Unnsteinn Manuel og Ágústa selja hvíta miðbæjarperlu Ekki allt sem sýnist í Coldplay-skandalnum Umdeild mormónadrottning nýja piparjónkan Leifur Andri og Hugrún selja íbúðina í Garðabæ Sjá meira