Sjálfsmyndin varð að engu 9. desember 2017 11:00 Þórhildur Gyða Arnarsdóttir segir meðvirkni vera vísbendingu um óheilbrigt samband. Hún var beitt andlegu ofbeldi í sínu fyrsta sambandi og líkamlegt ofbeldi fylgdi í kjölfarið. mynd/Eyþór Þórhildur Gyða Arnarsdóttir var sextán ára í sambandi með strák sem beitti hana andlegu ofbeldi og líkamlegu. Hún segir unglingsstúlkur gera sér rósrauðar hugmyndir um fyrsta sambandið. Tala þurfi um ofbeldi við börn og unglinga."Ég áttaði ég mig engan veginn á hvað var í gangi, krakkar vita ekkert hvað andlegt ofbeldi er. Sextán ára stelpa vill bara sjá það besta í þeim sem hún er ástfangin af,“ segir Þórhildur Gyða Arnarsdóttir en hún upplifði andlegt ofbeldi í sínu fyrsta sambandi. Líkamlegt ofbeldi fylgdi í kjölfarið. „Hann notaði klám gegn mér ef ég vildi ekki hitta hann. Hann reykti einnig mikið gras og lofaði að hætta en það voru eintómar lygar. Hann kenndi mér um reykingarnar, ég væri svo erfið. Líkamlega ofbeldið hófst eftir að við hættum saman,“ segir Þórhildur. „Ég var alltaf manneskja sem stóð með sjálfri sér en þessum einstaklingi tókst að brjóta mig niður á mjög skömmum tíma. Ég var alveg heilaþvegin og fannst allt vera mér að kenna. Sjálfsmyndin bara hvarf. Eftir að hann réðst á mig líkamlega í fyrsta skipti hringdi ég í hann og bað hann afsökunar á hvað allt hefði farið illa hjá okkur! Hann leit á mig sem eign, vissi alltaf hvar ég var, hvað ég var að gera. Hann sendi mér skilaboð nánast daglega með illum orðum um mig.“ Eftir að sambandinu lauk var Þórhildi nauðgað af öðrum manni. Hún segir það til marks um það hversu mikið tangarhald fyrrverandi kærastinn hafði á henni að hann var sá sem hún trúði fyrst fyrir því. „Hann sendi mér þá skilaboð um að ég ætti bara ekki að klæða mig alltaf eins og ég vildi láta sofa hjá mér. Ég sökk ofan í þunglyndi og allt fór í rúst,“ segir Þórhildur. Hún leitaði til Stígamóta og í viðtölunum rann upp fyrir henni hversu mikið andlega ofbeldið hafði brotið hana niður. Krakkar þurfi miklu meiri fræðslu. „Ég var í afneitun, maður vill ekki að fyrsta manneskjan sem maður elskar hagi sér svona. Við kunnum ekkert á andlegt ofbeldi. Í grunnskóla fór ég í eitthvað sem kallaðist lífsleikni, sem ég man ekkert eftir, var svo ómerkilegt. Svo er einhver klukkutíma kynfræðsla um hvernig á að setja smokk á banana! Það þarf að tala um ofbeldi við krakka og unglinga og í hvaða myndum það getur verið. Það á ekki að segja við stelpu að strákur sé skotinn í henni ef hann er að stríða henni eða ýtir henni á leikvellinum og öfugt ef stelpur eru að stríða strákum. Það þarf að fræða þau um ofbeldishegðun. Meðvirknin myndi ég segja að væri fyrsta viðvörunarbjallan um að það sé andlegt ofbeldi til staðar. Ef þú ert farinn að hugsa allt út frá einhverjum öðrum en sjálfum þér, þá er ekki allt í lagi.“Þessi grein birtist fyrst í sérblaði um Stígamót sem fylgdi Fréttablaðinu. Mest lesið „Djúp menning sem hefur átt sér stað og enginn telur sig ábyrgan“ Menning Ástin blómstrar í appelsínugulu leðri Tíska og hönnun Dench segir Weinstein hafa mátt þola nóg Lífið Aðeins of leiðinlegt til að vera skemmtilegt Gagnrýni Brjálað að gera á „Brjálað að gera“ Menning Þrír Geirar skírðir í Jónshúsi Lífið Bílakarókí Bítisins: Hauspokinn gerði mikið fyrir sönginn Lífið „Ætla að verða ógeðslega fræg og ógeðslega rík” Lífið Stjörnulífið: Kim Kardashian norðursins fundin Lífið Fótboltastelpan sem endaði í kristnum háskóla í suðurríkjunum Lífið Fleiri fréttir Heimilislegur ítalskur veitingastaður í hjarta borgarinnar Samsæri á Paradísareyjunni Bjóða upp á jólakaffi allar helgar fram að jólum Fröken Dúlla og konurnar sem báru skömmina 48% aukið áhorf á sjónvarpsstöðvar Sýnar Snörp og áhrifamikil bók Jólagjafahugmyndir sem hitta í mark Vestfirsk náttúra skapar dulúð í nýjustu bók Margrétar S. Höskuldsdóttur Elvis heimsmeistari snýr aftur til Íslands Útreiðartúrinn leiðir lesendur inn í flókið net fjölskyldu, vináttu og leyndarmála Himnesk rúmföt úr egypskri bómull Nóvella sem leiðir lesandann inn í söguna á nýjan hátt Uppselt á stórtónleika Bubba – aukatónleikar fara í sölu á morgun Þegar vitvél fær spurningu um nasisma og allt fer í háaloft The Barricade Boys koma til Íslands með Broadway Party Nýtt lúxushótel við svarta strönd býður upp á kyrrð og fegurð Breyta bíóinu í risastórt skemmtisvæði í tilefni afmælis „Nýju hverfin eintómar stafsetningarvillur“ Nýjasta bók Gunna Helga sprengdi TikTok Skrímslaævintýri á Álftanesi varð að blómstrandi fjölskyldufyrirtæki Spennandi breytingar í GK Reykjavík – verslunin flutt í Evu Jólagjafir sem gleðja hárið og hjartað Gerður Kristný, Andri Snær og Þórunn Valdimars meðal upplesara í kvöld Myndaveisla: Glæsileg frumsýning Zootropolis 2 í Kringlunni Fortíð og nútíð fléttuð saman í nýrri spennandi unglingasögu Vill að lesendur skemmti sér en verði samt skíthræddir Að lifa er að hlusta á þúsund sögur Slökkviliðin og vinsæll barnabókahöfundur leiða saman hesta sína Kostnaður listarinnar Spennandi unglingabók um samfélag í upplausn, samkennd og heitar tilfinningar Sjá meira
Þórhildur Gyða Arnarsdóttir var sextán ára í sambandi með strák sem beitti hana andlegu ofbeldi og líkamlegu. Hún segir unglingsstúlkur gera sér rósrauðar hugmyndir um fyrsta sambandið. Tala þurfi um ofbeldi við börn og unglinga."Ég áttaði ég mig engan veginn á hvað var í gangi, krakkar vita ekkert hvað andlegt ofbeldi er. Sextán ára stelpa vill bara sjá það besta í þeim sem hún er ástfangin af,“ segir Þórhildur Gyða Arnarsdóttir en hún upplifði andlegt ofbeldi í sínu fyrsta sambandi. Líkamlegt ofbeldi fylgdi í kjölfarið. „Hann notaði klám gegn mér ef ég vildi ekki hitta hann. Hann reykti einnig mikið gras og lofaði að hætta en það voru eintómar lygar. Hann kenndi mér um reykingarnar, ég væri svo erfið. Líkamlega ofbeldið hófst eftir að við hættum saman,“ segir Þórhildur. „Ég var alltaf manneskja sem stóð með sjálfri sér en þessum einstaklingi tókst að brjóta mig niður á mjög skömmum tíma. Ég var alveg heilaþvegin og fannst allt vera mér að kenna. Sjálfsmyndin bara hvarf. Eftir að hann réðst á mig líkamlega í fyrsta skipti hringdi ég í hann og bað hann afsökunar á hvað allt hefði farið illa hjá okkur! Hann leit á mig sem eign, vissi alltaf hvar ég var, hvað ég var að gera. Hann sendi mér skilaboð nánast daglega með illum orðum um mig.“ Eftir að sambandinu lauk var Þórhildi nauðgað af öðrum manni. Hún segir það til marks um það hversu mikið tangarhald fyrrverandi kærastinn hafði á henni að hann var sá sem hún trúði fyrst fyrir því. „Hann sendi mér þá skilaboð um að ég ætti bara ekki að klæða mig alltaf eins og ég vildi láta sofa hjá mér. Ég sökk ofan í þunglyndi og allt fór í rúst,“ segir Þórhildur. Hún leitaði til Stígamóta og í viðtölunum rann upp fyrir henni hversu mikið andlega ofbeldið hafði brotið hana niður. Krakkar þurfi miklu meiri fræðslu. „Ég var í afneitun, maður vill ekki að fyrsta manneskjan sem maður elskar hagi sér svona. Við kunnum ekkert á andlegt ofbeldi. Í grunnskóla fór ég í eitthvað sem kallaðist lífsleikni, sem ég man ekkert eftir, var svo ómerkilegt. Svo er einhver klukkutíma kynfræðsla um hvernig á að setja smokk á banana! Það þarf að tala um ofbeldi við krakka og unglinga og í hvaða myndum það getur verið. Það á ekki að segja við stelpu að strákur sé skotinn í henni ef hann er að stríða henni eða ýtir henni á leikvellinum og öfugt ef stelpur eru að stríða strákum. Það þarf að fræða þau um ofbeldishegðun. Meðvirknin myndi ég segja að væri fyrsta viðvörunarbjallan um að það sé andlegt ofbeldi til staðar. Ef þú ert farinn að hugsa allt út frá einhverjum öðrum en sjálfum þér, þá er ekki allt í lagi.“Þessi grein birtist fyrst í sérblaði um Stígamót sem fylgdi Fréttablaðinu.
Mest lesið „Djúp menning sem hefur átt sér stað og enginn telur sig ábyrgan“ Menning Ástin blómstrar í appelsínugulu leðri Tíska og hönnun Dench segir Weinstein hafa mátt þola nóg Lífið Aðeins of leiðinlegt til að vera skemmtilegt Gagnrýni Brjálað að gera á „Brjálað að gera“ Menning Þrír Geirar skírðir í Jónshúsi Lífið Bílakarókí Bítisins: Hauspokinn gerði mikið fyrir sönginn Lífið „Ætla að verða ógeðslega fræg og ógeðslega rík” Lífið Stjörnulífið: Kim Kardashian norðursins fundin Lífið Fótboltastelpan sem endaði í kristnum háskóla í suðurríkjunum Lífið Fleiri fréttir Heimilislegur ítalskur veitingastaður í hjarta borgarinnar Samsæri á Paradísareyjunni Bjóða upp á jólakaffi allar helgar fram að jólum Fröken Dúlla og konurnar sem báru skömmina 48% aukið áhorf á sjónvarpsstöðvar Sýnar Snörp og áhrifamikil bók Jólagjafahugmyndir sem hitta í mark Vestfirsk náttúra skapar dulúð í nýjustu bók Margrétar S. Höskuldsdóttur Elvis heimsmeistari snýr aftur til Íslands Útreiðartúrinn leiðir lesendur inn í flókið net fjölskyldu, vináttu og leyndarmála Himnesk rúmföt úr egypskri bómull Nóvella sem leiðir lesandann inn í söguna á nýjan hátt Uppselt á stórtónleika Bubba – aukatónleikar fara í sölu á morgun Þegar vitvél fær spurningu um nasisma og allt fer í háaloft The Barricade Boys koma til Íslands með Broadway Party Nýtt lúxushótel við svarta strönd býður upp á kyrrð og fegurð Breyta bíóinu í risastórt skemmtisvæði í tilefni afmælis „Nýju hverfin eintómar stafsetningarvillur“ Nýjasta bók Gunna Helga sprengdi TikTok Skrímslaævintýri á Álftanesi varð að blómstrandi fjölskyldufyrirtæki Spennandi breytingar í GK Reykjavík – verslunin flutt í Evu Jólagjafir sem gleðja hárið og hjartað Gerður Kristný, Andri Snær og Þórunn Valdimars meðal upplesara í kvöld Myndaveisla: Glæsileg frumsýning Zootropolis 2 í Kringlunni Fortíð og nútíð fléttuð saman í nýrri spennandi unglingasögu Vill að lesendur skemmti sér en verði samt skíthræddir Að lifa er að hlusta á þúsund sögur Slökkviliðin og vinsæll barnabókahöfundur leiða saman hesta sína Kostnaður listarinnar Spennandi unglingabók um samfélag í upplausn, samkennd og heitar tilfinningar Sjá meira