Sjáðu myndirnar frá Miss Universe ævintýri Örnu Ýrar í Las Vegas Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar 21. nóvember 2017 11:30 Arna Ýr Jónsdóttir er fulltrúi Íslands í Miss Universe 2017. Miss Universe Fegurðardrottningin Arna Ýr Jónsdóttir er nú stödd í Las Vegas þar sem hún keppir í Miss Universe fyrir hönd Íslands. Arna Ýr var krýnd Miss Universe Iceland þann 25. september síðastliðinn og er því fulltrúi okkar í Miss Universe en lokakeppnin fer fram núna á sunnudaginn, 26. Nóvember. Í vikunni hefur hún meðal annars farið í dómaraviðtöl og komið fram á sundfötum og í síðkjól fyrir framan dómnefndina. „Við erum 93 sem keppum um titilinn Miss Universe. Það er heilmikil samkeppni en góður andi í hópnum,“ sagði Arna Ýr um keppnina í samtali við Lífið. Arna Ýr vakti mikla athygli í fyrra þegar hún hætti keppni í Miss Grand International eftir að eigandi keppninnar setti út á holdarfar hennar. Lýsti hún því yfir í lok október í fyrra að hún myndi ekki taka þátt í slíkri keppni aftur. Þykir henni þessi keppni greinilega betri. „Ég ætlaði bara að hætta að láta mig hafa eitthvað sem ég væri ekki að fíla. Þessi keppni var númer eitt, tvö og þrjú æðisleg og þess vegna er ég í þessu.“ Í kynningarmyndbandi fyrir keppnina segir Arna Ýr að jákvæð líkamsímynd sé henni mikilvæg. Framkvæmdarstjórar Miss Universe Iceland eru Jorge Esteban og Manuela Ósk Harðardóttir og þau eru stödd með Örnu Ýr í Las Vegas. „Hún er svo 1000% tilbúin í þetta,“ sagði Manuela á dögunum um undirbúning Örnu. Stúlkan sem hlýtur titilinn Miss Universe mun fá afnot af lúxusíbúð í New York í heilt ár og jafnframt fá laun þann tíma. Aðstandendur Miss Universe eru með heilmikla góðgerðarstarfsemi og verður eitt meginhlutverk stúlkunnar sem vinnur að vera sendiherra keppninnnar og sinna ýmsum góðgerðarstörfum víðsvegar um heiminn. Arna Ýr vakti mikla athygli í vikunni fyrir „þjóðbúning“ sinn sem hún sýndi á sérstökum viðburði í Las Vegas um síðustu helgi. „Í anda sterkra víkingakvenna er Ísland í þjóðbúningi sem búinn er til úr svörtum fjöðfum, gerviroði og með batteríknúna exi sem lýsist upp. Þessi víkingur er sláandi,“ sagði kynnirinn þegar Arna Ýr gekk á sviðið. Manuela Ósk hefur hvatt Íslendinga til þess að kjósa Örnu Ýr í netkosningu sem ræður því hver verður 16 stúlkan sem kemst í úrslitin. Gætu atkvæðin í vinsældarkosningunni því hjálpað Örnu Ýr í keppninni. Hægt er að kjósa HÉR á vefsíðu keppninnar. Hér fyrir neðan má sjá myndir af Örnu Ýr sem hún hefur birt á Instagram síðu sinni og sem birst hafa á opinberri Instagram síðu hennar, Miss Universe Iceland. Miss Universe Iceland Mest lesið Kim féll Lífið Stjörnulífið: Uniqlo á Suðurlandi Lífið 50+: Framhjáhöldum fjölgar Áskorun Stór hluti fólks „aumingjar og haugar“ Lífið Hafnar ásökunum um dónamyndir og segir þveröfugt farið Bíó og sjónvarp Umhverfisráðherra á von á barni Lífið GDRN og Árni Steinn eiga von á sínu öðru barni Lífið Fékk útskýringu frá ChatGPT eftir áratugaleit að svörum Lífið Gleðilegan feðradag: „Við verðum fjögur í apríl“ Lífið Innlit: Hlýlegt heimili í sögulegri viðbyggingu í Vesturbænum Lífið Fleiri fréttir Innlit: Hlýlegt heimili í sögulegri viðbyggingu í Vesturbænum Fersk og bragðgóð Chimichurri-kryddblanda Kim féll Gleðilegan feðradag: „Við verðum fjögur í apríl“ Umhverfisráðherra á von á barni GDRN og Árni Steinn eiga von á sínu öðru barni Stjörnulífið: Uniqlo á Suðurlandi Stór hluti fólks „aumingjar og haugar“ Hefur engan kynferðislegan áhuga á óléttri konu sinni Fékk útskýringu frá ChatGPT eftir áratugaleit að svörum Krakkatían: Skrímslasveitin, söngleikur og framhaldsmynd „Rosalega stórt“ að fá aftur tilnefningu Mótorhjólaði aftur í kringum hnöttinn: „Fólk er gott“ Strákarnir úr Benjamín dúfu sameinuðust á ný Fékk gula spjaldið frá lækninum og reimaði á sig hlaupaskóna Hættir við keppni í Ungfrú alheimi Tvö ár í stofufangelsi Fréttatía vikunnar: Grand Theft Auto, Neyðarkallinn og fjársvik Laufey tilnefnd til Grammy-verðlauna Elskar að bera klúta Valdi fallegasta karlmanninn Algjör óvissa með Söngvakeppnina Ólafur og Hildur selja í Vesturbænum „Ekkert of gott að vera of grannur“ Góð fjölskyldustund öll föstudagskvöld Nýsjálenskur James Bond-leikstjóri látinn Fundaði með rabbína til að biðjast afsökunar á gyðingaandúðinni „Þegar ég var átján ára gömul fæ ég aðra ábendingu“ „Innsýn í djammlífið og hvernig Gugga í gúmmíbát djammar“ Ástin blómstrar hjá Ara Edwald og Ingibjörgu Sjá meira
Fegurðardrottningin Arna Ýr Jónsdóttir er nú stödd í Las Vegas þar sem hún keppir í Miss Universe fyrir hönd Íslands. Arna Ýr var krýnd Miss Universe Iceland þann 25. september síðastliðinn og er því fulltrúi okkar í Miss Universe en lokakeppnin fer fram núna á sunnudaginn, 26. Nóvember. Í vikunni hefur hún meðal annars farið í dómaraviðtöl og komið fram á sundfötum og í síðkjól fyrir framan dómnefndina. „Við erum 93 sem keppum um titilinn Miss Universe. Það er heilmikil samkeppni en góður andi í hópnum,“ sagði Arna Ýr um keppnina í samtali við Lífið. Arna Ýr vakti mikla athygli í fyrra þegar hún hætti keppni í Miss Grand International eftir að eigandi keppninnar setti út á holdarfar hennar. Lýsti hún því yfir í lok október í fyrra að hún myndi ekki taka þátt í slíkri keppni aftur. Þykir henni þessi keppni greinilega betri. „Ég ætlaði bara að hætta að láta mig hafa eitthvað sem ég væri ekki að fíla. Þessi keppni var númer eitt, tvö og þrjú æðisleg og þess vegna er ég í þessu.“ Í kynningarmyndbandi fyrir keppnina segir Arna Ýr að jákvæð líkamsímynd sé henni mikilvæg. Framkvæmdarstjórar Miss Universe Iceland eru Jorge Esteban og Manuela Ósk Harðardóttir og þau eru stödd með Örnu Ýr í Las Vegas. „Hún er svo 1000% tilbúin í þetta,“ sagði Manuela á dögunum um undirbúning Örnu. Stúlkan sem hlýtur titilinn Miss Universe mun fá afnot af lúxusíbúð í New York í heilt ár og jafnframt fá laun þann tíma. Aðstandendur Miss Universe eru með heilmikla góðgerðarstarfsemi og verður eitt meginhlutverk stúlkunnar sem vinnur að vera sendiherra keppninnnar og sinna ýmsum góðgerðarstörfum víðsvegar um heiminn. Arna Ýr vakti mikla athygli í vikunni fyrir „þjóðbúning“ sinn sem hún sýndi á sérstökum viðburði í Las Vegas um síðustu helgi. „Í anda sterkra víkingakvenna er Ísland í þjóðbúningi sem búinn er til úr svörtum fjöðfum, gerviroði og með batteríknúna exi sem lýsist upp. Þessi víkingur er sláandi,“ sagði kynnirinn þegar Arna Ýr gekk á sviðið. Manuela Ósk hefur hvatt Íslendinga til þess að kjósa Örnu Ýr í netkosningu sem ræður því hver verður 16 stúlkan sem kemst í úrslitin. Gætu atkvæðin í vinsældarkosningunni því hjálpað Örnu Ýr í keppninni. Hægt er að kjósa HÉR á vefsíðu keppninnar. Hér fyrir neðan má sjá myndir af Örnu Ýr sem hún hefur birt á Instagram síðu sinni og sem birst hafa á opinberri Instagram síðu hennar, Miss Universe Iceland.
Miss Universe Iceland Mest lesið Kim féll Lífið Stjörnulífið: Uniqlo á Suðurlandi Lífið 50+: Framhjáhöldum fjölgar Áskorun Stór hluti fólks „aumingjar og haugar“ Lífið Hafnar ásökunum um dónamyndir og segir þveröfugt farið Bíó og sjónvarp Umhverfisráðherra á von á barni Lífið GDRN og Árni Steinn eiga von á sínu öðru barni Lífið Fékk útskýringu frá ChatGPT eftir áratugaleit að svörum Lífið Gleðilegan feðradag: „Við verðum fjögur í apríl“ Lífið Innlit: Hlýlegt heimili í sögulegri viðbyggingu í Vesturbænum Lífið Fleiri fréttir Innlit: Hlýlegt heimili í sögulegri viðbyggingu í Vesturbænum Fersk og bragðgóð Chimichurri-kryddblanda Kim féll Gleðilegan feðradag: „Við verðum fjögur í apríl“ Umhverfisráðherra á von á barni GDRN og Árni Steinn eiga von á sínu öðru barni Stjörnulífið: Uniqlo á Suðurlandi Stór hluti fólks „aumingjar og haugar“ Hefur engan kynferðislegan áhuga á óléttri konu sinni Fékk útskýringu frá ChatGPT eftir áratugaleit að svörum Krakkatían: Skrímslasveitin, söngleikur og framhaldsmynd „Rosalega stórt“ að fá aftur tilnefningu Mótorhjólaði aftur í kringum hnöttinn: „Fólk er gott“ Strákarnir úr Benjamín dúfu sameinuðust á ný Fékk gula spjaldið frá lækninum og reimaði á sig hlaupaskóna Hættir við keppni í Ungfrú alheimi Tvö ár í stofufangelsi Fréttatía vikunnar: Grand Theft Auto, Neyðarkallinn og fjársvik Laufey tilnefnd til Grammy-verðlauna Elskar að bera klúta Valdi fallegasta karlmanninn Algjör óvissa með Söngvakeppnina Ólafur og Hildur selja í Vesturbænum „Ekkert of gott að vera of grannur“ Góð fjölskyldustund öll föstudagskvöld Nýsjálenskur James Bond-leikstjóri látinn Fundaði með rabbína til að biðjast afsökunar á gyðingaandúðinni „Þegar ég var átján ára gömul fæ ég aðra ábendingu“ „Innsýn í djammlífið og hvernig Gugga í gúmmíbát djammar“ Ástin blómstrar hjá Ara Edwald og Ingibjörgu Sjá meira