Íslensk afrekssundkona: Er þetta ekki eitthvert djók? Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 23. nóvember 2017 08:30 Ingibjörg Kristín Jónsdóttir. Vísir/AFP Sundkonan Ingibjörg Kristín Jónsdóttir er allt annað en sátt með ákvörðun Sundsambands Íslands að bjóða stjórnarfólki Sundsambandsins á EM í Kaupmannahöfn á meðan landsliðsfólkið greiddi sambærilega upphæð fyrir að fara á Smáþjóðaleikana fyrr á þessu ári. „Ég held að allir séu orðnir mjög langþreyttir á þessu ástandi, og það er bara kornið sem fyllti mælinn að Sundsambandið sé nú tilbúið að greiða stjórnarmönnum fyrir að fara á mót. Er þetta eitthvert djók? Hvernig er verið að forgangsraða?“ spyr Ingibjörg en hún ræðir óánægju sína við Morgunblaðið í dag. Landsliðfólkið hefur í gegnum tíðina þurft að greiða sjálft ferðakostnað á mót eins og Norðurlandamót og Smáþjóðaleika. Hörður J. Oddfríðarson, formaður SSÍ, svara fyrir þetta í Morgunblaðinu þar sem hann segir að 2 til 3 stjórnarmenn af ellefu ætli að nýta þennan styrk og sækja Kaupmannahöfn heim í desember. Einn stjórnarmannanna, afrekssundkonan Hrafnhildur Lúthersdóttir, er keppandi á mótinu. „Það má alveg spyrja hvort það hefði frekar átt að taka þennan pening og nota til að borga til baka til sundfólksins. Það má líka spyrja sig að því hvort óeðlilegt sér að fólki sem tekur að sér ábyrgð fyrir íþróttagrein, gefist tækifæri að minnsta kosti einu sinni á fjögurra ára tímabili í stjórn til að fara og fylgja eftir keppendum. Ég lít ekki á þetta sem einhverja umbun heldur eru þarna einstaklingar að fara, í sjálfboðastarfi og á eigin tíma, til að auka þekkingu sína á þeirri íþrótt sem þeir eru í forsvari fyrir,“ sagði Hörður í viðtali við Sindra Sverrisson í Morgunblaðinu í dag. „Ég skil ekki hvernig Sundsambandið getur átt pening fyrir stjórnarmenn til að þess að horfa á Evrópumeistaramót en sundmennirnir sjálfir þurfa að borga sjálfir til þess að taka þátt á móti fyrir Íslands hönd. Það þurftu átta stelpur og átta strákar að borga 58 þúsund krónur hvert til að fara á Smáþjóðaleikana, en Sundsambandið er tilbúið að borga 50 þúsund á mann fyrir ellefu stjórnarmenn til að fara að horfa á Evrópumeistaramótið. Ég tel þetta ekki vera rétt forgangsröðin,“ sagði Ingibjörg Kristín Jónsdóttir í viðtalinu við Sindra. „Þetta eru 150 til 200 þúsund krónur sem verða lagðar í þetta að þessu sinni. Ástæðan er ekki sú að búa til einhverja skemmtiferð fyrir fólk, heldur fyrst og fremst að aðstoða fólk við að sækja sér þekkingu og upplýsingar til að sinna sínu starfi sem stjórnarfólk betur,“ sagði Hörður ennfremur við Sindra en það má sjá alla umfjöllunina um málið með því að smella hér. Sund Mest lesið Vildi ekki svara spurningum um afa sinn, Donald Trump Golf Ronaldo svaraði Heimi og sagði hann sniðugan Fótbolti Sigurmark Glódísar olli sögulegu tapi Arsenal Fótbolti Leiðin á HM: Fjögur þúsund manns hurfu sporlaust Fótbolti Hlakkar til að standa sig betur í föðurhlutverkinu Íslenski boltinn Heimir spurður hvort að enn stafi ógn af Ronaldo Fótbolti Óli Jó segir að Geir hafi rekið hann þrisvar Fótbolti Segir Liverpool „fá ekkert“ út úr því að nota Mo Salah svona Enski boltinn Aserar áhugalitlir og völlurinn hálftómur Sport Drap Messi-drauminn í fæðingu: „Ekki raunhæft“ Fótbolti Fleiri fréttir Franski rapparinn segir deilurnar við Mbappé bara misskilning „Þetta er mjög steikt“ Drap Messi-drauminn í fæðingu: „Ekki raunhæft“ Fantasýn: Bara nítján stigum frá toppnum á Íslandi Leiðin á HM: Fjögur þúsund manns hurfu sporlaust Fékk tíu í einkunn í „sturluðum“ sigri á Íslandsmeisturunum ÍA sækir Kanann sem Ármann losaði Vetraríþróttirnar vilja alls ekki „sumaríþróttir“ inn á sína Ólympíuleika Hlakkar til að standa sig betur í föðurhlutverkinu Ronaldo svaraði Heimi og sagði hann sniðugan Sjáðu Glódísi Perlu tryggja sigur á Evrópumeisturum í tímamótaleik Extraleikarnir: Mættu báðir með markvörð úr silfurliðinu í Peking Aserar áhugalitlir og völlurinn hálftómur „Veit ekki alveg hvort þetta standist lög og reglur“ Óli Jó segir að Geir hafi rekið hann þrisvar Segir Liverpool „fá ekkert“ út úr því að nota Mo Salah svona EM án Anfield og Old Trafford byrjar í Wales og endar á Wembley Heimir spurður hvort að enn stafi ógn af Ronaldo Vildi ekki svara spurningum um afa sinn, Donald Trump Dagskráin í dag: Mikilvægur landsleikur Íslands Sigurmark Glódísar olli sögulegu tapi Arsenal „Heimskuleg taktík hjá mér“ Sjö íslensk mörk í sjöunda sigri meistaranna Sátt eftir fyrsta landsleikinn: „Vá, ég er eiginlega orðlaus“ Uppgjörið: Valur - ÍR 24-25| ÍR tók toppslaginn með minnsta mun Vissi ekki að hann hafði ekki klikkað á skoti: „Það er bara geggjað“ Uppgjörið: Ísland - Serbía 59-84 | Löguðu erfiða stöðu „Margar góðar hendur í Krikanum komið að verki“ „Þetta var bara skita“ Elvar með sautján stig gegn sínu gamla félagi Sjá meira
Sundkonan Ingibjörg Kristín Jónsdóttir er allt annað en sátt með ákvörðun Sundsambands Íslands að bjóða stjórnarfólki Sundsambandsins á EM í Kaupmannahöfn á meðan landsliðsfólkið greiddi sambærilega upphæð fyrir að fara á Smáþjóðaleikana fyrr á þessu ári. „Ég held að allir séu orðnir mjög langþreyttir á þessu ástandi, og það er bara kornið sem fyllti mælinn að Sundsambandið sé nú tilbúið að greiða stjórnarmönnum fyrir að fara á mót. Er þetta eitthvert djók? Hvernig er verið að forgangsraða?“ spyr Ingibjörg en hún ræðir óánægju sína við Morgunblaðið í dag. Landsliðfólkið hefur í gegnum tíðina þurft að greiða sjálft ferðakostnað á mót eins og Norðurlandamót og Smáþjóðaleika. Hörður J. Oddfríðarson, formaður SSÍ, svara fyrir þetta í Morgunblaðinu þar sem hann segir að 2 til 3 stjórnarmenn af ellefu ætli að nýta þennan styrk og sækja Kaupmannahöfn heim í desember. Einn stjórnarmannanna, afrekssundkonan Hrafnhildur Lúthersdóttir, er keppandi á mótinu. „Það má alveg spyrja hvort það hefði frekar átt að taka þennan pening og nota til að borga til baka til sundfólksins. Það má líka spyrja sig að því hvort óeðlilegt sér að fólki sem tekur að sér ábyrgð fyrir íþróttagrein, gefist tækifæri að minnsta kosti einu sinni á fjögurra ára tímabili í stjórn til að fara og fylgja eftir keppendum. Ég lít ekki á þetta sem einhverja umbun heldur eru þarna einstaklingar að fara, í sjálfboðastarfi og á eigin tíma, til að auka þekkingu sína á þeirri íþrótt sem þeir eru í forsvari fyrir,“ sagði Hörður í viðtali við Sindra Sverrisson í Morgunblaðinu í dag. „Ég skil ekki hvernig Sundsambandið getur átt pening fyrir stjórnarmenn til að þess að horfa á Evrópumeistaramót en sundmennirnir sjálfir þurfa að borga sjálfir til þess að taka þátt á móti fyrir Íslands hönd. Það þurftu átta stelpur og átta strákar að borga 58 þúsund krónur hvert til að fara á Smáþjóðaleikana, en Sundsambandið er tilbúið að borga 50 þúsund á mann fyrir ellefu stjórnarmenn til að fara að horfa á Evrópumeistaramótið. Ég tel þetta ekki vera rétt forgangsröðin,“ sagði Ingibjörg Kristín Jónsdóttir í viðtalinu við Sindra. „Þetta eru 150 til 200 þúsund krónur sem verða lagðar í þetta að þessu sinni. Ástæðan er ekki sú að búa til einhverja skemmtiferð fyrir fólk, heldur fyrst og fremst að aðstoða fólk við að sækja sér þekkingu og upplýsingar til að sinna sínu starfi sem stjórnarfólk betur,“ sagði Hörður ennfremur við Sindra en það má sjá alla umfjöllunina um málið með því að smella hér.
Sund Mest lesið Vildi ekki svara spurningum um afa sinn, Donald Trump Golf Ronaldo svaraði Heimi og sagði hann sniðugan Fótbolti Sigurmark Glódísar olli sögulegu tapi Arsenal Fótbolti Leiðin á HM: Fjögur þúsund manns hurfu sporlaust Fótbolti Hlakkar til að standa sig betur í föðurhlutverkinu Íslenski boltinn Heimir spurður hvort að enn stafi ógn af Ronaldo Fótbolti Óli Jó segir að Geir hafi rekið hann þrisvar Fótbolti Segir Liverpool „fá ekkert“ út úr því að nota Mo Salah svona Enski boltinn Aserar áhugalitlir og völlurinn hálftómur Sport Drap Messi-drauminn í fæðingu: „Ekki raunhæft“ Fótbolti Fleiri fréttir Franski rapparinn segir deilurnar við Mbappé bara misskilning „Þetta er mjög steikt“ Drap Messi-drauminn í fæðingu: „Ekki raunhæft“ Fantasýn: Bara nítján stigum frá toppnum á Íslandi Leiðin á HM: Fjögur þúsund manns hurfu sporlaust Fékk tíu í einkunn í „sturluðum“ sigri á Íslandsmeisturunum ÍA sækir Kanann sem Ármann losaði Vetraríþróttirnar vilja alls ekki „sumaríþróttir“ inn á sína Ólympíuleika Hlakkar til að standa sig betur í föðurhlutverkinu Ronaldo svaraði Heimi og sagði hann sniðugan Sjáðu Glódísi Perlu tryggja sigur á Evrópumeisturum í tímamótaleik Extraleikarnir: Mættu báðir með markvörð úr silfurliðinu í Peking Aserar áhugalitlir og völlurinn hálftómur „Veit ekki alveg hvort þetta standist lög og reglur“ Óli Jó segir að Geir hafi rekið hann þrisvar Segir Liverpool „fá ekkert“ út úr því að nota Mo Salah svona EM án Anfield og Old Trafford byrjar í Wales og endar á Wembley Heimir spurður hvort að enn stafi ógn af Ronaldo Vildi ekki svara spurningum um afa sinn, Donald Trump Dagskráin í dag: Mikilvægur landsleikur Íslands Sigurmark Glódísar olli sögulegu tapi Arsenal „Heimskuleg taktík hjá mér“ Sjö íslensk mörk í sjöunda sigri meistaranna Sátt eftir fyrsta landsleikinn: „Vá, ég er eiginlega orðlaus“ Uppgjörið: Valur - ÍR 24-25| ÍR tók toppslaginn með minnsta mun Vissi ekki að hann hafði ekki klikkað á skoti: „Það er bara geggjað“ Uppgjörið: Ísland - Serbía 59-84 | Löguðu erfiða stöðu „Margar góðar hendur í Krikanum komið að verki“ „Þetta var bara skita“ Elvar með sautján stig gegn sínu gamla félagi Sjá meira