Kristinn: Fannst þetta gott næsta skref eftir að ræða við Óla Tómas Þór Þórðarson skrifar 24. nóvember 2017 15:15 Kristinn Steindórsson er kominn heim en hann skrifaði undir tveggja ára samning við FH í Kaplakrika í dag og spilar með liðinu í Pepsi-deildinni á næstu leiktíð. Kristinn fór út í atvinnumennsku fyrir fimm árum og er búinn að spila í Svíþjóð og í Bandaríkjunum en hann rifti samningi sínum við Sundsvall á dögunum og segir þessi félagaskipti í Hafnarfjörðinn ekki hafa haft langan aðdraganda. „Ekki langan. Eins og flestir vita var tímabilið að klárast út í Svíþjóð fyrir um tveimur til þremur vikum og svo kom það í ljós að ég myndi fara frá Sundsvall. Eftir það gerðist þetta ansi hratt,“ segir Kristinn. „Það er ekki það að ég vildi ekki vera úti. Þetta var meira að ég vildi komast frá Sundsvall og prófa eitthvað nýtt. Þegar að þetta kom upp með FH fannst mér það mjög spennandi. Eftir að hafa rætt við Óla og aðra hjá FH fannst mér þetta gott næsta skref.“ Kristinn er annar Blikinn úr meistaraliðinu 2010 sem kemur heim úr atvinnumennsku í vetur og gengur í raðir FH en áður var Guðmundur Kristjánsson kominn frá Start. „Það skapast einhver umræða um þetta allt saman og þá stráka sem að voru þar þegar að við unnum titlana. Af hverju FH? Ég þekki Óla frá mínum tíma í Breiðablik og hafði hug á að starfa með honum aftur. Svo líst mér bara mjög vel á allt annað hjá FH. Þetta er lið sem sættir sig ekki við að vinna ekki,“ segir Kristinn, en hann ræddi aðeins við uppeldisfélagið. „Ég heyrði aðeins í þeim en það fóru engar viðræður í gang. Ég ræddi eiginlega bara við FH þar sem það var það sem ég vildi.“ Kristni gekk sjálfum ágætlega á tímabilinu í Svíþjóð þrátt fyrir að liðið væri í bullandi fallbaráttu en nú vonast hann til að komast aftur almennilega af stað í sóknarsinnuðu liði. „Hlutirnir gengu ekki alveg eins og ég vildi í Bandaríkjunum og svo tók ég meiðsli með mér yfir til Svíþjóðar. Fyrra tímabilið hjá Sundsvall var brösótt en ég fékk að spila í ár og það gekk vel þrátt fyrir að liðinu gekk ekki vel,“ segir hann. „Maður þarf að endurræsa sig aðeins og vera í liði sem er meira í því að sækja heldur en að verjast. Ég hlakka bara til að komast heim og koma mér í stand og fara út á völl og spila minn leik,“ segir Kristinn Steindórsson. Allt viðtalið má sjá í spilaranum hér að ofan. Pepsi Max-deild karla Tengdar fréttir Kristinn og Castillion búnir að semja við FH FH samdi við tvo risastóra bita í Kaplakrika í dag. 24. nóvember 2017 14:15 Mest lesið Mun aldrei jafna sig á tapinu gegn Íslandi Fótbolti Hraunaði yfir slúðurblað vegna myndar af sér með ekkju Jota Fótbolti Um hnífsárásina sem breytti lífi hans: „Hluti af mér er horfinn“ Enski boltinn Staðan grafalvarleg og HSÍ leitar nýrra leiða Handbolti Er hluti af leikmannahópnum þrátt fyrir að vera í fangelsi Enski boltinn „Setti oft fótboltann fram yfir mína andlegu heilsu“ Íslenski boltinn Dagný ólétt að sínu þriðja barni Fótbolti Engin stig dregin af Chelsea Enski boltinn Brosandi Emelía sneri aftur eftir 406 daga bið Fótbolti Sjáðu mörkin: ÍA rúllaði yfir Íslandsmeistarana Íslenski boltinn Fleiri fréttir Sjáðu mörkin: ÍA rúllaði yfir Íslandsmeistarana „Setti oft fótboltann fram yfir mína andlegu heilsu“ „Ljúft að klára leikinn svona“ „Þá gætum við lagst niður og gefist upp“ Uppgjörið: ÍA - Breiðablik 3-0 | Áfram með hreðjatak á Blikum „Menn þurfa að fara að átta sig á því“ Fullnaðarsigur Arnars „Þú veist að það er bara einn Siggi Hall“ Breiðablik hafnaði tilboði í Ágúst Orra Bestu mörkin: Getur reynslumesti þjálfarinn ekki leyst úr þessu? Sjáðu FHL sækja stig gegn Þrótti Uppgjörið: Þróttur - FHL 2-2 | Jafnt í Laugardalnum Innlit í löngu úrelta klefa Íslands sem Ceferin vill láta taka í gegn Uppgjörið: Stjarnan - Þór/KA 4-1 | Stjarnan upp í efri hlutann Þróttur lánar sextán ára strák til Inter Milan Hetja Blika: „Einn leikur í einu“ „Betra fótboltaliðið tapaði í dag“ Sameiginlegt lið Grindavíkur og Njarðvíkur upp í Bestu eftir ótrúlegan sigur Uppgjör: Víkingur - Valur 3-2 | Víkingur náði í dýrmæt stig í fallbarátunni Uppgjörið: Breiðablik - FH 2-1 | Ótrúleg endurkoma og Blikar að stinga af Uppgjörið: Tindastóll - Fram 1-0 | Lífsnauðsynlegur sigur Stólanna Valsmenn semja við einn markahæsta leikmanninn í Lengjunni Mættust í fótboltagolfi fyrir stórleik kvöldsins Blindraþraut fyrir risaleik: „Þetta er svo vandræðalegt“ Gummi Ben reiður: „Hvað í andskotanum er að hjá Stjörnunni?“ Gagnrýna meðferðina á Gylfa Sig: „Mér finnst þetta vera óskiljanlegt“ „Er ekki alltaf dæmt á þetta?“ Valsmenn án þriggja lykilmanna í leiknum mikilvæga gegn Stjörnunni „Þær eru hræddar við hana“ Segja Römer klára tímabilið með KA Sjá meira
Kristinn Steindórsson er kominn heim en hann skrifaði undir tveggja ára samning við FH í Kaplakrika í dag og spilar með liðinu í Pepsi-deildinni á næstu leiktíð. Kristinn fór út í atvinnumennsku fyrir fimm árum og er búinn að spila í Svíþjóð og í Bandaríkjunum en hann rifti samningi sínum við Sundsvall á dögunum og segir þessi félagaskipti í Hafnarfjörðinn ekki hafa haft langan aðdraganda. „Ekki langan. Eins og flestir vita var tímabilið að klárast út í Svíþjóð fyrir um tveimur til þremur vikum og svo kom það í ljós að ég myndi fara frá Sundsvall. Eftir það gerðist þetta ansi hratt,“ segir Kristinn. „Það er ekki það að ég vildi ekki vera úti. Þetta var meira að ég vildi komast frá Sundsvall og prófa eitthvað nýtt. Þegar að þetta kom upp með FH fannst mér það mjög spennandi. Eftir að hafa rætt við Óla og aðra hjá FH fannst mér þetta gott næsta skref.“ Kristinn er annar Blikinn úr meistaraliðinu 2010 sem kemur heim úr atvinnumennsku í vetur og gengur í raðir FH en áður var Guðmundur Kristjánsson kominn frá Start. „Það skapast einhver umræða um þetta allt saman og þá stráka sem að voru þar þegar að við unnum titlana. Af hverju FH? Ég þekki Óla frá mínum tíma í Breiðablik og hafði hug á að starfa með honum aftur. Svo líst mér bara mjög vel á allt annað hjá FH. Þetta er lið sem sættir sig ekki við að vinna ekki,“ segir Kristinn, en hann ræddi aðeins við uppeldisfélagið. „Ég heyrði aðeins í þeim en það fóru engar viðræður í gang. Ég ræddi eiginlega bara við FH þar sem það var það sem ég vildi.“ Kristni gekk sjálfum ágætlega á tímabilinu í Svíþjóð þrátt fyrir að liðið væri í bullandi fallbaráttu en nú vonast hann til að komast aftur almennilega af stað í sóknarsinnuðu liði. „Hlutirnir gengu ekki alveg eins og ég vildi í Bandaríkjunum og svo tók ég meiðsli með mér yfir til Svíþjóðar. Fyrra tímabilið hjá Sundsvall var brösótt en ég fékk að spila í ár og það gekk vel þrátt fyrir að liðinu gekk ekki vel,“ segir hann. „Maður þarf að endurræsa sig aðeins og vera í liði sem er meira í því að sækja heldur en að verjast. Ég hlakka bara til að komast heim og koma mér í stand og fara út á völl og spila minn leik,“ segir Kristinn Steindórsson. Allt viðtalið má sjá í spilaranum hér að ofan.
Pepsi Max-deild karla Tengdar fréttir Kristinn og Castillion búnir að semja við FH FH samdi við tvo risastóra bita í Kaplakrika í dag. 24. nóvember 2017 14:15 Mest lesið Mun aldrei jafna sig á tapinu gegn Íslandi Fótbolti Hraunaði yfir slúðurblað vegna myndar af sér með ekkju Jota Fótbolti Um hnífsárásina sem breytti lífi hans: „Hluti af mér er horfinn“ Enski boltinn Staðan grafalvarleg og HSÍ leitar nýrra leiða Handbolti Er hluti af leikmannahópnum þrátt fyrir að vera í fangelsi Enski boltinn „Setti oft fótboltann fram yfir mína andlegu heilsu“ Íslenski boltinn Dagný ólétt að sínu þriðja barni Fótbolti Engin stig dregin af Chelsea Enski boltinn Brosandi Emelía sneri aftur eftir 406 daga bið Fótbolti Sjáðu mörkin: ÍA rúllaði yfir Íslandsmeistarana Íslenski boltinn Fleiri fréttir Sjáðu mörkin: ÍA rúllaði yfir Íslandsmeistarana „Setti oft fótboltann fram yfir mína andlegu heilsu“ „Ljúft að klára leikinn svona“ „Þá gætum við lagst niður og gefist upp“ Uppgjörið: ÍA - Breiðablik 3-0 | Áfram með hreðjatak á Blikum „Menn þurfa að fara að átta sig á því“ Fullnaðarsigur Arnars „Þú veist að það er bara einn Siggi Hall“ Breiðablik hafnaði tilboði í Ágúst Orra Bestu mörkin: Getur reynslumesti þjálfarinn ekki leyst úr þessu? Sjáðu FHL sækja stig gegn Þrótti Uppgjörið: Þróttur - FHL 2-2 | Jafnt í Laugardalnum Innlit í löngu úrelta klefa Íslands sem Ceferin vill láta taka í gegn Uppgjörið: Stjarnan - Þór/KA 4-1 | Stjarnan upp í efri hlutann Þróttur lánar sextán ára strák til Inter Milan Hetja Blika: „Einn leikur í einu“ „Betra fótboltaliðið tapaði í dag“ Sameiginlegt lið Grindavíkur og Njarðvíkur upp í Bestu eftir ótrúlegan sigur Uppgjör: Víkingur - Valur 3-2 | Víkingur náði í dýrmæt stig í fallbarátunni Uppgjörið: Breiðablik - FH 2-1 | Ótrúleg endurkoma og Blikar að stinga af Uppgjörið: Tindastóll - Fram 1-0 | Lífsnauðsynlegur sigur Stólanna Valsmenn semja við einn markahæsta leikmanninn í Lengjunni Mættust í fótboltagolfi fyrir stórleik kvöldsins Blindraþraut fyrir risaleik: „Þetta er svo vandræðalegt“ Gummi Ben reiður: „Hvað í andskotanum er að hjá Stjörnunni?“ Gagnrýna meðferðina á Gylfa Sig: „Mér finnst þetta vera óskiljanlegt“ „Er ekki alltaf dæmt á þetta?“ Valsmenn án þriggja lykilmanna í leiknum mikilvæga gegn Stjörnunni „Þær eru hræddar við hana“ Segja Römer klára tímabilið með KA Sjá meira
Kristinn og Castillion búnir að semja við FH FH samdi við tvo risastóra bita í Kaplakrika í dag. 24. nóvember 2017 14:15