Björk segir frá tónlistinni sem hún vann með Wu-Tang Clan og mun aldrei líta dagsins ljós Birgir Olgeirsson skrifar 25. nóvember 2017 18:35 Björk Guðmundsdóttir Vísir/Getty „Við sömdum nokkur lög saman,“ segir tónlistarkonan Björk Guðmundsdóttir um samstarf hennar og bandarísku rappsveitarinnar Wu-Tang Clan á tíunda áratug síðustu aldar. Björk segir frá þessu í viðtali við bandaríska tónlistartímaritið FACT og hryggir aðdáendur sínar með þeim fregnum að afrakstur þess samstarfs muni aldrei líta dagsins ljós. Í viðtalinu segist Björk hafa sett sig í samband við Wu-Tang Clan þegar hún vann að plötunni Homogenic sem var gefin út á því herrans ári 1997. Óskaði hún eftir því að þeir myndu vinna takta fyrir plötuna. Björk vildi fá einskonar íslenska eldgosatakta á plötuna og hafði prófað sig áfram í því en það tók hana langan tíma. Hún segir glettin frá því að óþolinmæði hennar geri það að verkum að hún leyti þá frekar hjálpar og því sett sig í samband við Wu-Tang Clan.RZAVísir/Getty„Ég var á Spáni, og Wu-Tang Clan átti að koma þangað. RZA var væntanlegur. Svo liðu mánuðirnir. Ég kláraði plötuna og skilaði henni af mér. Þá sagði RZA: Ég er tilbúinn. Á ég að koma til Spánar?“ RZA er sviðsnafn Robert Fitzgerald Diggs, eins af forsprökkum Wu-Tang Clan. Björk segir frá því að seinna meir hittust hún og Wu-Tang Clan í New York þar sem þau sömdu nokkur lög saman. „Stundum þegar þú gerir hluti sem þú hafði ekki planað, þá eiga sér stað töfrar. Og ég er sannfærð um það sem við sköpuðum voru töfrar. En þar sem þetta var ekki hluti af Homogenic og ekki hluti af því sem Wu-Tang var að gera á þeim tíma, þá var þetta betra sem hugmynd.“ Hún segir Wu-Tang liða hafa sýnt sér New York borg og það hafi verið afar mikil upplifun. Hún deilir einnig minningu sem hún segir vera í miklu uppáhaldi hjá henni, en það var þegar hún gaf áritanir í Tower Store-plötuverslun í borginni. „Ég mætti og einnig sjö meðlimir úr Wu-Tang Clan til að vernda mig. Ég hafði verið ein á ferð en þegar þeir mættu fannst mér ég vera örugg. Þetta voru töfrar. Í mínum huga eru þeir pönkarar. Við erum svipuð. Við gerum hlutina á vissan hátt. Það besta við þetta er að ég fékk að sjá Wu-Tang útgáfuna af New York. Sem var frekar svalt. Mjög sérstakt sjónarhorn á þá borg og ég er mjög heppin að hafa upplifað það.“ Björk er einnig spurð út í mögulegt samstarf hennar og rapparans Jay-Z. Hún segir rapparann hafa beðið sig um að semja tónlist fyrir hann, sem átti að vera hluti af lagi. „Það varð hins vegar ekkert af því. Því var hreinlega ekki ætlað að gerast.“ Björk Mest lesið Eigendaskipti á Kaffi Laugalæk: Breyta til en lofa sömu stemningu Lífið Tekinn fullur, missti fjölskylduna og fékk krabbamein á sama árinu Lífið Ræðst framtíð grínmyndarinnar hér? Aumkunarverð endurvinnsla og ferskt framhald Gagnrýni Leifur Andri og Hugrún trúlofuð Lífið Stjörnulífið: Ástin, glimmer og ofurkroppar Lífið Mugison gekk í það heilaga við litla útiathöfn Lífið „Við ætlum að hlaupa fyrir hana Birtu okkar“ Lífið Missti höndina viku fyrir sextán ára afmælisdaginn Lífið Fyrstu skrefin tekin á sama stað og símtalið um fæðinguna barst Lífið Nígerískt stjörnubrúðkaup í Hallgrímskirkju Lífið Fleiri fréttir Eigendaskipti á Kaffi Laugalæk: Breyta til en lofa sömu stemningu Leifur Andri og Hugrún trúlofuð Fyrstu skrefin tekin á sama stað og símtalið um fæðinguna barst Stjörnulífið: Ástin, glimmer og ofurkroppar „Við ætlum að hlaupa fyrir hana Birtu okkar“ Tekinn fullur, missti fjölskylduna og fékk krabbamein á sama árinu Superstore-leikari látinn Mugison gekk í það heilaga við litla útiathöfn Krakkatían: Afmælistónleikar, maraþon og bílpróf Myndaveisla: Samstaða og stolt í algleymingi í Gleðigöngunni Með sex sjúkdóma og ólæknandi mein en lætur ekkert stoppa sig Missti höndina viku fyrir sextán ára afmælisdaginn Hommar, lesbíur, trans fólk og fleiri sameinast í gleðinni Fréttatía vikunnar: Gleðigangan, hafmeyjustytta og handtaka Myndaveisla: Tröllatrukkur og Rolls Royce á svæðinu þegar hjónin gengu út Bay segir skilið við Smith Nígerísk hjón reisa glerkastala í Kjós og flytja inn tonn af blómum til að gifta sig aftur Endar örugglega sem 83 ára drottning í Gleðigöngunni Hver er Endakallinn frá Ibiza? Nígerískt stjörnubrúðkaup í Hallgrímskirkju „Magnað innra ferðalag“ að horfast í augu við saklausa barnið í sér Fyrrverandi eiginmaður Kelly Clarkson látinn Íhuga að skrifa bók um kaffihúsin á þúsund kílómetra hjólarúnti McConaughey glutraði niður tækifærinu í Titanic Orðin vön ferðamönnum í garðinum og fagnar komu þeirra Hvers vegna fær Innrásin frá Mars núll í einkunn? Stutt í að uppselt verði í heilt og hálft Þríbætti tíma kærastans í einni stærstu spyrnukeppni Evrópu Eftir þrettán ára nám fékk Saga bílpróf Ástralskur hommasirkus skemmtir börnum og fullorðnum í Tjarnarbíói Sjá meira
„Við sömdum nokkur lög saman,“ segir tónlistarkonan Björk Guðmundsdóttir um samstarf hennar og bandarísku rappsveitarinnar Wu-Tang Clan á tíunda áratug síðustu aldar. Björk segir frá þessu í viðtali við bandaríska tónlistartímaritið FACT og hryggir aðdáendur sínar með þeim fregnum að afrakstur þess samstarfs muni aldrei líta dagsins ljós. Í viðtalinu segist Björk hafa sett sig í samband við Wu-Tang Clan þegar hún vann að plötunni Homogenic sem var gefin út á því herrans ári 1997. Óskaði hún eftir því að þeir myndu vinna takta fyrir plötuna. Björk vildi fá einskonar íslenska eldgosatakta á plötuna og hafði prófað sig áfram í því en það tók hana langan tíma. Hún segir glettin frá því að óþolinmæði hennar geri það að verkum að hún leyti þá frekar hjálpar og því sett sig í samband við Wu-Tang Clan.RZAVísir/Getty„Ég var á Spáni, og Wu-Tang Clan átti að koma þangað. RZA var væntanlegur. Svo liðu mánuðirnir. Ég kláraði plötuna og skilaði henni af mér. Þá sagði RZA: Ég er tilbúinn. Á ég að koma til Spánar?“ RZA er sviðsnafn Robert Fitzgerald Diggs, eins af forsprökkum Wu-Tang Clan. Björk segir frá því að seinna meir hittust hún og Wu-Tang Clan í New York þar sem þau sömdu nokkur lög saman. „Stundum þegar þú gerir hluti sem þú hafði ekki planað, þá eiga sér stað töfrar. Og ég er sannfærð um það sem við sköpuðum voru töfrar. En þar sem þetta var ekki hluti af Homogenic og ekki hluti af því sem Wu-Tang var að gera á þeim tíma, þá var þetta betra sem hugmynd.“ Hún segir Wu-Tang liða hafa sýnt sér New York borg og það hafi verið afar mikil upplifun. Hún deilir einnig minningu sem hún segir vera í miklu uppáhaldi hjá henni, en það var þegar hún gaf áritanir í Tower Store-plötuverslun í borginni. „Ég mætti og einnig sjö meðlimir úr Wu-Tang Clan til að vernda mig. Ég hafði verið ein á ferð en þegar þeir mættu fannst mér ég vera örugg. Þetta voru töfrar. Í mínum huga eru þeir pönkarar. Við erum svipuð. Við gerum hlutina á vissan hátt. Það besta við þetta er að ég fékk að sjá Wu-Tang útgáfuna af New York. Sem var frekar svalt. Mjög sérstakt sjónarhorn á þá borg og ég er mjög heppin að hafa upplifað það.“ Björk er einnig spurð út í mögulegt samstarf hennar og rapparans Jay-Z. Hún segir rapparann hafa beðið sig um að semja tónlist fyrir hann, sem átti að vera hluti af lagi. „Það varð hins vegar ekkert af því. Því var hreinlega ekki ætlað að gerast.“
Björk Mest lesið Eigendaskipti á Kaffi Laugalæk: Breyta til en lofa sömu stemningu Lífið Tekinn fullur, missti fjölskylduna og fékk krabbamein á sama árinu Lífið Ræðst framtíð grínmyndarinnar hér? Aumkunarverð endurvinnsla og ferskt framhald Gagnrýni Leifur Andri og Hugrún trúlofuð Lífið Stjörnulífið: Ástin, glimmer og ofurkroppar Lífið Mugison gekk í það heilaga við litla útiathöfn Lífið „Við ætlum að hlaupa fyrir hana Birtu okkar“ Lífið Missti höndina viku fyrir sextán ára afmælisdaginn Lífið Fyrstu skrefin tekin á sama stað og símtalið um fæðinguna barst Lífið Nígerískt stjörnubrúðkaup í Hallgrímskirkju Lífið Fleiri fréttir Eigendaskipti á Kaffi Laugalæk: Breyta til en lofa sömu stemningu Leifur Andri og Hugrún trúlofuð Fyrstu skrefin tekin á sama stað og símtalið um fæðinguna barst Stjörnulífið: Ástin, glimmer og ofurkroppar „Við ætlum að hlaupa fyrir hana Birtu okkar“ Tekinn fullur, missti fjölskylduna og fékk krabbamein á sama árinu Superstore-leikari látinn Mugison gekk í það heilaga við litla útiathöfn Krakkatían: Afmælistónleikar, maraþon og bílpróf Myndaveisla: Samstaða og stolt í algleymingi í Gleðigöngunni Með sex sjúkdóma og ólæknandi mein en lætur ekkert stoppa sig Missti höndina viku fyrir sextán ára afmælisdaginn Hommar, lesbíur, trans fólk og fleiri sameinast í gleðinni Fréttatía vikunnar: Gleðigangan, hafmeyjustytta og handtaka Myndaveisla: Tröllatrukkur og Rolls Royce á svæðinu þegar hjónin gengu út Bay segir skilið við Smith Nígerísk hjón reisa glerkastala í Kjós og flytja inn tonn af blómum til að gifta sig aftur Endar örugglega sem 83 ára drottning í Gleðigöngunni Hver er Endakallinn frá Ibiza? Nígerískt stjörnubrúðkaup í Hallgrímskirkju „Magnað innra ferðalag“ að horfast í augu við saklausa barnið í sér Fyrrverandi eiginmaður Kelly Clarkson látinn Íhuga að skrifa bók um kaffihúsin á þúsund kílómetra hjólarúnti McConaughey glutraði niður tækifærinu í Titanic Orðin vön ferðamönnum í garðinum og fagnar komu þeirra Hvers vegna fær Innrásin frá Mars núll í einkunn? Stutt í að uppselt verði í heilt og hálft Þríbætti tíma kærastans í einni stærstu spyrnukeppni Evrópu Eftir þrettán ára nám fékk Saga bílpróf Ástralskur hommasirkus skemmtir börnum og fullorðnum í Tjarnarbíói Sjá meira