„Hún greip um rassinn á mér og sagði þú ert mín eftir leikinn“ Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 27. nóvember 2017 10:00 Myndin tengist fréttinni ekki. Vísir/Getty Margar íslenskar knattspyrnukonur hafa spilað í sænsku deildinni á síðustu árum en nú hefur leikmaður úr deildinni stigið fram og sagt frá kynferðisofbeldi sem hún varð fyrir á bak við tjöldin. Mikill fjöldi kvenna hefur stigið fram á síðustu vikum og sagt frá kynferðislegu áreiti sem þær hafa orðið fyrir í sínu lífi en ekki sagt frá fyrr en nú. Þær hafa skrifað pistla og færslur undir myllumerkinu #MeToo, eða „Ég líka.“ Það dylst engum að kynferðisofbeldi er umfangsmikið samfélagsvandamál og íþróttirnar eru engin undantekning. Í nær öllum tilfellum er um að ræða kynferðislegt áreiti sem konur hafa orðið fyrir frá karlmanni en það er þó ekki algilt. Sænsk knattspyrnukona hefur þannig stigið fram og sagt sína sögu og upplifun af kynferðisofbeldi sem hún varð fyrir frá öðrum knattspyrnukonum, bæði samherja og mótherja.Draumur sem varð að martröð Expressen birtir viðtal við leikmanninn en það kemur ekki fram hver þetta er heldur aðeins að hún hafi spilað í sænsku úrvalsdeildinni.”EN MARDRÖM”. Ex-allsvenska spelaren berättar – blev sexuellt utnyttjad av lagkamrat: ”Hon klädde av mig och hade sex med mig” https://t.co/ghn1hQN1N6pic.twitter.com/gqogKETNHQ — Expressen (@Expressen) November 27, 2017 „Draumur minn um að spila í sænsku úrvalsdeildinni varð að martröð,“ sagði Emma eins og blaðamaður Expressen kallar hana. Það kemur aðeins fram að hún hafi spilað í sænsku deildinni og að hún komi frá suðurhluta Svíþjóðar. Emma segir að hún hafi vitað að hún væri hrifin af konum þegar hún kom upp í aðalliðið og að það hafi verið spennandi að umgangast fullorðnar konur sem vissu það.„Flottur rass“ Emma heyrði einhverja segja „flottur rass“ og hún varð var við það að liðsfélagar horfðu á hana. Liðsfélagar hennar reyndu líka að hella hana fulla í partíum og nudduðu sér upp við hana. Í eitt skiptið kyssti liðsfélagi hennar hana á hálsinn. Þetta var hins vegar aðeins byrjunin og hún segir næst frá því sem gerðist í leik. Emma segir frá því að hún hafi stundað kynlíf með mótherja eftir leik en hún var þá ungur leikmaður og hin stjörnuleikmaður. „Hún greip um rassinn á mér í hornspyrnu í miðjum leik og sagði: Þú ert mín eftir leikinn. Síðan stóð hún og beið eftir mér þegar ég var búin í sturtu. Það var enginn sem gerði athugasemd við það. Ég elti hana inn í búningsklefann og við stunduðum kynlíf. Ég var bara í sjokki. Hún var búin að vera átrúnaðargoð hjá mér af því að hún var búin að vera góð svo lengi. Á sama tíma var eins og hún hefði valið mig,“ segir Emma.Vísir/GettyEnginn af liðsfélögunum sagði neitt Emma furðar sig á því af hverju enginn leikmaður hafi skipt sér af þessu eins og þetta væri bara venjan. Það gerði engin athugasemd við það sem gerðist og enginn spurði hana hvernig henni leið. Emma segir líka frá því þegar eldri liðsfélagi sem hún var hrifin af, hefði laumað einhverju í drykkinn hennar, klætt hana síðan úr og nauðgað henni. Emma rifjar þetta upp grátandi. Henni leið mjög illa á eftir en hún hafi í raun ekki áttað sig á að þetta hafi verið kynferðisofbeldi fyrr en að hún ræddi við sálfræðing.Sálfræðingurinn hjálpaði henni að átta sig á þessu „Sálfræðingurinn sagði að ég hefði verið fórnarlamb kynferðisofbeldis. Það var fyrst þá sem ég áttaði mig almennilega á því sem hafði gerst. „Hvort sem að ég vildi þetta eða ekki þá var ég undir lögaldri í sumum tilfellum og barn í þeim öllum,“ sagði Emma en það má lesa allt viðtalið við hana hér. Fótbolti á Norðurlöndum Mest lesið „Allir í kringum íþróttir ættu að hafa áhyggjur“ Sport Messi laumaðist inn á leikvang Barcelona og lét engan vita Fótbolti Gummi Ben fékk hláturskast ársins Fótbolti Kaldasta fagnið í bransanum orðið að vörumerki Enski boltinn Missa af landsleik af því að þeir eru ekki bólusettir Fótbolti „Vont að vakna einn daginn og geta ekki gert það sem ég vil“ Sport Nagelsmann um Wirtz: Liðsfélagarnir í Liverpool gætu nú aðeins hjálpað honum Enski boltinn María valin nýliði ársins: Eins óútreiknanleg og Eyjafjallajökull Fótbolti Slakur undirbúningur hjá Ármanni: „Þær virðast koma bara alveg af fjöllum“ Körfubolti Spilaði í NFL-deildinni nýbúinn að greinast með krabbamein Sport Fleiri fréttir Liverpool-stjarna vill ekki spila fyrir ítalska landsliðið María valin nýliði ársins: Eins óútreiknanleg og Eyjafjallajökull Missa af landsleik af því að þeir eru ekki bólusettir Gummi Ben fékk hláturskast ársins Nagelsmann um Wirtz: Liðsfélagarnir í Liverpool gætu nú aðeins hjálpað honum Messi laumaðist inn á leikvang Barcelona og lét engan vita Kaldasta fagnið í bransanum orðið að vörumerki Rúmlega þúsund leikmenn til rannsóknar: Liðsfélagi Loga settur í bann Alexandra lagði upp og María fór á kostum í Íslendingaslag Sesko ekki með sjálfstraust og dregur sig úr landsliðshópnum Ingibjörg fagnaði langþráðum sigri Liverpool kvartar í dómarasamtökunum Rekinn úr starfi í annað sinn á þessu ári Maðurinn sem Liverpool leyfði að fara með eitt af mörkum ársins Yamal hefur þurft að þola tvöfalt meiri rasisma en Vinicius Messi um endurkomu til Barcelona: „Ég vona það einn daginn“ „Algjört bull“ eða „rétt ákvörðun“? Mætti sínu gamla liði í fyrsta sinn og skoraði tvö sjálfsmörk Hjörvar sagði González fá símtal: „Ef það gerist þá verður það frábært“ Van Dijk við Hjörvar: „Hvað er sérfræðingur?“ Stelpurnar okkar byrja á erfiðasta glugga sögunnar Ætlaði að hætta að velja Eið Smára í landsliðið eftir fýluferð til Englands Rooney og Schmeichel fundu til með Liverpool: „Þetta er slæm ákvörðun“ Vill halda Heimi og írska liðið lélegt Markvörður með skóflu á lofti í miðjum úrslitaleik Markaregn í enska boltanum í dag Inter aftur á toppinn eftir sigur á Lazio Sjáðu mörkin og allt það helsta úr meistaraslagnum Þrenna frá Lewandowski og Rashford í stuði Kristall Máni á skotskónum í sigurleik Sjá meira
Margar íslenskar knattspyrnukonur hafa spilað í sænsku deildinni á síðustu árum en nú hefur leikmaður úr deildinni stigið fram og sagt frá kynferðisofbeldi sem hún varð fyrir á bak við tjöldin. Mikill fjöldi kvenna hefur stigið fram á síðustu vikum og sagt frá kynferðislegu áreiti sem þær hafa orðið fyrir í sínu lífi en ekki sagt frá fyrr en nú. Þær hafa skrifað pistla og færslur undir myllumerkinu #MeToo, eða „Ég líka.“ Það dylst engum að kynferðisofbeldi er umfangsmikið samfélagsvandamál og íþróttirnar eru engin undantekning. Í nær öllum tilfellum er um að ræða kynferðislegt áreiti sem konur hafa orðið fyrir frá karlmanni en það er þó ekki algilt. Sænsk knattspyrnukona hefur þannig stigið fram og sagt sína sögu og upplifun af kynferðisofbeldi sem hún varð fyrir frá öðrum knattspyrnukonum, bæði samherja og mótherja.Draumur sem varð að martröð Expressen birtir viðtal við leikmanninn en það kemur ekki fram hver þetta er heldur aðeins að hún hafi spilað í sænsku úrvalsdeildinni.”EN MARDRÖM”. Ex-allsvenska spelaren berättar – blev sexuellt utnyttjad av lagkamrat: ”Hon klädde av mig och hade sex med mig” https://t.co/ghn1hQN1N6pic.twitter.com/gqogKETNHQ — Expressen (@Expressen) November 27, 2017 „Draumur minn um að spila í sænsku úrvalsdeildinni varð að martröð,“ sagði Emma eins og blaðamaður Expressen kallar hana. Það kemur aðeins fram að hún hafi spilað í sænsku deildinni og að hún komi frá suðurhluta Svíþjóðar. Emma segir að hún hafi vitað að hún væri hrifin af konum þegar hún kom upp í aðalliðið og að það hafi verið spennandi að umgangast fullorðnar konur sem vissu það.„Flottur rass“ Emma heyrði einhverja segja „flottur rass“ og hún varð var við það að liðsfélagar horfðu á hana. Liðsfélagar hennar reyndu líka að hella hana fulla í partíum og nudduðu sér upp við hana. Í eitt skiptið kyssti liðsfélagi hennar hana á hálsinn. Þetta var hins vegar aðeins byrjunin og hún segir næst frá því sem gerðist í leik. Emma segir frá því að hún hafi stundað kynlíf með mótherja eftir leik en hún var þá ungur leikmaður og hin stjörnuleikmaður. „Hún greip um rassinn á mér í hornspyrnu í miðjum leik og sagði: Þú ert mín eftir leikinn. Síðan stóð hún og beið eftir mér þegar ég var búin í sturtu. Það var enginn sem gerði athugasemd við það. Ég elti hana inn í búningsklefann og við stunduðum kynlíf. Ég var bara í sjokki. Hún var búin að vera átrúnaðargoð hjá mér af því að hún var búin að vera góð svo lengi. Á sama tíma var eins og hún hefði valið mig,“ segir Emma.Vísir/GettyEnginn af liðsfélögunum sagði neitt Emma furðar sig á því af hverju enginn leikmaður hafi skipt sér af þessu eins og þetta væri bara venjan. Það gerði engin athugasemd við það sem gerðist og enginn spurði hana hvernig henni leið. Emma segir líka frá því þegar eldri liðsfélagi sem hún var hrifin af, hefði laumað einhverju í drykkinn hennar, klætt hana síðan úr og nauðgað henni. Emma rifjar þetta upp grátandi. Henni leið mjög illa á eftir en hún hafi í raun ekki áttað sig á að þetta hafi verið kynferðisofbeldi fyrr en að hún ræddi við sálfræðing.Sálfræðingurinn hjálpaði henni að átta sig á þessu „Sálfræðingurinn sagði að ég hefði verið fórnarlamb kynferðisofbeldis. Það var fyrst þá sem ég áttaði mig almennilega á því sem hafði gerst. „Hvort sem að ég vildi þetta eða ekki þá var ég undir lögaldri í sumum tilfellum og barn í þeim öllum,“ sagði Emma en það má lesa allt viðtalið við hana hér.
Fótbolti á Norðurlöndum Mest lesið „Allir í kringum íþróttir ættu að hafa áhyggjur“ Sport Messi laumaðist inn á leikvang Barcelona og lét engan vita Fótbolti Gummi Ben fékk hláturskast ársins Fótbolti Kaldasta fagnið í bransanum orðið að vörumerki Enski boltinn Missa af landsleik af því að þeir eru ekki bólusettir Fótbolti „Vont að vakna einn daginn og geta ekki gert það sem ég vil“ Sport Nagelsmann um Wirtz: Liðsfélagarnir í Liverpool gætu nú aðeins hjálpað honum Enski boltinn María valin nýliði ársins: Eins óútreiknanleg og Eyjafjallajökull Fótbolti Slakur undirbúningur hjá Ármanni: „Þær virðast koma bara alveg af fjöllum“ Körfubolti Spilaði í NFL-deildinni nýbúinn að greinast með krabbamein Sport Fleiri fréttir Liverpool-stjarna vill ekki spila fyrir ítalska landsliðið María valin nýliði ársins: Eins óútreiknanleg og Eyjafjallajökull Missa af landsleik af því að þeir eru ekki bólusettir Gummi Ben fékk hláturskast ársins Nagelsmann um Wirtz: Liðsfélagarnir í Liverpool gætu nú aðeins hjálpað honum Messi laumaðist inn á leikvang Barcelona og lét engan vita Kaldasta fagnið í bransanum orðið að vörumerki Rúmlega þúsund leikmenn til rannsóknar: Liðsfélagi Loga settur í bann Alexandra lagði upp og María fór á kostum í Íslendingaslag Sesko ekki með sjálfstraust og dregur sig úr landsliðshópnum Ingibjörg fagnaði langþráðum sigri Liverpool kvartar í dómarasamtökunum Rekinn úr starfi í annað sinn á þessu ári Maðurinn sem Liverpool leyfði að fara með eitt af mörkum ársins Yamal hefur þurft að þola tvöfalt meiri rasisma en Vinicius Messi um endurkomu til Barcelona: „Ég vona það einn daginn“ „Algjört bull“ eða „rétt ákvörðun“? Mætti sínu gamla liði í fyrsta sinn og skoraði tvö sjálfsmörk Hjörvar sagði González fá símtal: „Ef það gerist þá verður það frábært“ Van Dijk við Hjörvar: „Hvað er sérfræðingur?“ Stelpurnar okkar byrja á erfiðasta glugga sögunnar Ætlaði að hætta að velja Eið Smára í landsliðið eftir fýluferð til Englands Rooney og Schmeichel fundu til með Liverpool: „Þetta er slæm ákvörðun“ Vill halda Heimi og írska liðið lélegt Markvörður með skóflu á lofti í miðjum úrslitaleik Markaregn í enska boltanum í dag Inter aftur á toppinn eftir sigur á Lazio Sjáðu mörkin og allt það helsta úr meistaraslagnum Þrenna frá Lewandowski og Rashford í stuði Kristall Máni á skotskónum í sigurleik Sjá meira